Unglingaskólinn í Haganesvík (1932-1933)

Identity area

Type of entity

Public party

Authorized form of name

Unglingaskólinn í Haganesvík (1932-1933)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1932-1933

History

Í byrjun 20. aldar var í Fljótum haldin úti farkennslu eins og á flestum öðrum stöðum í dreifbýlinu. Í fundargerð fræðslunefndar Haganeshrepps frá 6. júlí 1913 kemur fram að gera eigi við þinghúsið svo það verði nothæft sem skólahús. Rottugangur virðist hafa verið í húsinu sem rakin var til starfssemi Kaupfélags Fljótamanna. Á næsta fundi, 27. júlí 1913, samþykkir fræðslunefndin að verða við tilmælum hreppsnefndar um að „taka við þinghúsinu til algerðra umráða framvegis“. Kaupa átti ofn í húsið, mála það að utan og gera það rottuhelt. Í fundargerð fræðslunefndar frá 15. október 1917 má sjá að kennslutíminn var 10 vikur, 6 vikur í Hagnesvík og 4 vikur á einhverjum öðru stað í hreppnum. Ár 1918 virðist enginn kennari hafa verið ráðinn „sökum dýrtíðar og ýmsra örðugleika“. 1920 virðist kennsla hafa farið fram á Haganesvík og að Barði. Árið 1921 kom Hannes Hannesson kennari með tilboð um að kenna í sex mánuði í stað fjögurra fyrir sama kaup og var gengið að því.[1]

Veturinn 1932-1933 var Sæmundur Dúason barnakennari við farskólann í Haganeshreppi. „Kennt var í þinghúsi hreppsins í Haganesvík og aðeins á þeim eina stað.“ Svo virðist sem Sæmundur Dúason og Jóhann Jónsson í Vík hafi kennt unglingum í kvöldskóla í Haganesvík þennan sama vetur. „Unglingarnir sóttu skólann vel og reglulega um veturinn. En um vorið fengum við þá ekki til að koma á próf. Það var skilyrði fyrir því, að skólinn yrði styrktur. Sjáfir greiddu unglingarnir engin skólagjöld og ekki til þess ætlast.“[2]

Árið 1934 var farskólanum í Haganeshreppi breytt í fastan skóla. Skólahúsið, þinghús hreppsins, eyðilagðist það haust í miklu brimi. Eftir það var kennt á tveimur stöðum til skiptis en mismunandi hvar skólinn var haldinn. Í kringum 1939 virðist hafa verið nokkur átök um hvort ætti að koma á fót heimavistarskóla í sveitinni en svo fór að farskólamenn höfðu betur. Þetta varð til þess að Sæmundur Dúason sagði upp sem kennari á svæðinu.[3]

Árið 1941 dró til tíðanda en þá kemur upp sú hugmynd að byggja hús í samvinnu við Kvenfélagið Von á Siglufirði við Barðslaug sem myndi vera heimavistarskóli fyrir Haganeshrepp og sumarheimili fyrir börn á vegum kvenfélagsins. (fundargjörð 15.03.1941) 11. júlí sama ár var samningur um byggingu heimavistarskóla og sumarheimilis fyrir börn við Barðslaug samþykktur. Á fundi skólanefndar Haganesskólahverfis 12. nóvember 1942 var ákveðið að gefa unglingum kost á að sækja unglingaskóla eftir áramót ef nægileg þátttaka fengist. Ekki tekið fram hvar sá unglingaskóli átti að vera en þar sem skólastjóra skólans við Barðslaug (Sólgarða) var falið að auglýsa eftir umsóknir má ætla skólinn hafi átt að vera starfrækur þar einnig. Sambærilegar bókanir má sjá næstu ár á eftir en lítið er talað um hvort unglingaskólinn hafi verið starfræktur eður ei. [4]

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S02070

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

04.01.2016 frumskráning í atom, sup.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

[1] Gjörðabók fræðslunefndar og síðar skólanefndar Haganeshrepps 1910-1950.
[2] Sæmundur Dúason: Einu sinni var I. bindi. Æviminningar. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri, 1966. Bls. 235-237.
[3] Sæmundur Dúason: Einu sinni var I. bindi. Æviminningar. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri, 1966. Bls. 238-248.
[4] Gjörðabók fræðslunefndar og síðar skólanefndar Haganeshrepps 1910-1950.

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places