Ungmennafélagið Framför (1905-)

Identity area

Type of entity

Family

Authorized form of name

Ungmennafélagið Framför (1905-)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1905-

History

Ungmennafélagið Framför, stofnað 1. nóvember árið 1905. Á stofnfundi þess voru átta ungir menn og var Jón Árnason á Reykjum aðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins. Fleiri gengu í félagið á næstu fundum og má telja að þá 25 menn sem gengu í félagið á fyrsta ári þess sem stofnfélaga. Fyrstu árin voru eingöngu piltar í félaginu en eftir fáein ár voru stúlkur einnig teknar inn í félagið. Á árunum 1909-1912 munu félagar hafa verið á bilinu 50-60.
Í fyrstu var félagið eingöngu málfundafélag en fljótlega var einnig farið að æfa íþróttir. Árið 1910 gaf Jóhann hreppstjóri á Brúnastöðum í Lýtingsstaðahreppi félaginu land undir gróðarstöð, með því skilyrði að þar yrði hafin trjárækt. Eftir það hófst þar kartöflurækt og gróðursetning trjáplantna. Á vegum félagsins var einnig starfandi stúka.
Eftir nokkurra ára starf hófst sundkennsla á vegum félagsins í Steinsstaðalaug. Hérðasmót vorum haldin við Geldingaholt árin 1908-1913 en síðar í Garði. Á fyrstu árum féalgsins var samkomuhúsið við Steinsstaði torfhús með þiljum innan og trégólfi. Var það reist af bindindisfélagi og lestrarfélagi sem störfuðu í sveitinni.
Félagslífið var fjörugt fyrstu árin. Að vetrinum voru fundir annan hvern sunnudag. Einnig voru glímur, dans og leikir.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S01654

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráning í Atóm 18.08.2020 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places