Item 21 - Útmæld lóð úr landi Sauðár

Identity area

Reference code

IS HSk N00173-A-21

Title

Útmæld lóð úr landi Sauðár

Date(s)

  • 06.11.1906 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

1 örk 41*33

Context area

Name of creator

(18.08.1852-28.11.1930)

Biographical history

Foreldrar hans voru Ólafur Briem og Dómhildur Þorsteinsdóttir. Ólafur missti foreldra sína ungur og fór þá í fóstur að Espihóli til Eggerts Ó. Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur Briem. Síðar fór hann til sr. Ólafs Þorvaldssonar á Hjaltastöðum og k.h. Sigríðar Magnúsdóttur. Uppúr tvítugu sigldi hann til Kaupmannahafnar og lærði trésmíði. Flutti til Sauðárkróks árið 1886 og byggði þar húsið Bræðrabúð. Ólafur starfaði alla tíð síðan sem trésmiður á Sauðárkróki. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Name of creator

Biographical history

Name of creator

(24.06.1869-10.10.1910)

Biographical history

Héraðslæknir á Sauðárkróki, f. á Miðdal í Laugardal, Árness., drukknaði 1910 í Laxá milli Refasveitar og Skagastrandar. Sigurður varð stúdent árið 1890 útskrifaður úr Læknaskólanum 1894 með 1. einkunn. Var á spítölum í Khöfn 1894-1895. Settur Héraðslæknir í Skagafirði 1896. Byggði sér íbúðarhús á Sauðárkróki er hann bjó í til æviloka. Þegar hann kom til S.króks var þar ekkert sjúkraskýli. Hann varð því að koma þeim sjúklingum fyrir í íbúðarhúsum í kauptúninu. Gekk það misjafnlega eins og eðlilegt var. Sigurður beitti sér fyrir því ásamt fleiri áhugamönnum að byggt væri allstórt og myndarlegt sjúkrahús á Króknum. Var byggingin fullgerð 1906. Kvæntist Þóru Gísladóttur frá Reykjavík, þau eignuðust tvö börn.

Name of creator

(22.10.1866-25.01.1920)

Biographical history

Fæddur á Akureyri en flutti ársgamall með foreldrum sínum til Danmerkur og ólst þar upp uns þau fluttust til Sauðárkróks árið 1885. Faðir hans rak verslun á Sauðárkróki og starfaði Christian við verslunina fyrst um sinn en tók svo alveg við rekstri hennar árið 1893. Aðal verslunin var á Sauðárkróki en útibú á Hofsósi og í Kolkuósi. Verslun Popp var önnur stærsta verslunin í Skagafirði á þessum tíma. ,,Popp var að mörgu leyti stórhuga í verslun sinni og fitjaði upp á ýmsum nýjungum í atvinnuháttum. Hann lét t.d. verka hafsíld, gerði tilraun með álakistu í kílnum milli Áshildarholtsvatns og Miklavatns, og hann stofnaði ásamt fleirum hlutafélög, sem kallað var Reykjarhólsgarðurinn. Var girt af allmikið land á Reykjarhóli í Seyluhreppi og hafin þar kartöflurækt við jarðhita. Var þetta allt brautryðjendastarf hvert á sínu sviði, og stóð hið síðastnefnda í nokkur ár. Útgerð hafði Popp þó nokkra. Hafði hann einnig fiskmótttöku í Drangey, Selvík og víðar, og fisktökuskipin Skagfirðingur, Stormfuglinn og Fálkinn, sem hann átti hvert á eftir öðru, stunduðu fiskveiðar jafnframt. Árið 1902 brann íbúðarhús hans. Tengdafaðir hans teiknaði þá fyrir hann nýtt hús, sem kom svo tilhöggvið frá Danmörku og var sett hér upp árið 1903. Nýja húsið, Villa Nova, sem þá þótti glæsilegasta íbúðarhús á Norðurlandi, var bæði dýrt í byggingu og sérstaklega dýrt í rekstri. Fór því að halla mjög undan fæti efnalega fyrir Popp eftir þetta. Hann varð að losa sig við útibúin og loks að selja alla verslunina 1912. Sama ár flutti hann til Danmerkur með fjölskylduna." Kona Popps var Paula Anna Lovise, þau eignuðust þrjú börn, fyrir hafði Popp eignast son sem lést eins árs gamall.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Útmæld lóð í landi þjóðjarðarinnar Sauðá handa herra sýslumanni Páli Vídalín Bjarnasyni, Héraðslæknir Sigurði Pálssyni, verslunarstjóra Stepháni Jónssyni, kaupmanni Chri. Popp á Sauðárkrók. Lóð til ræktunar í landi þjóðjarðarinnar Sauðár á svonefndum Sauðárflæðum 165 faðma á lengd frá suðri til norðus 50 faðma á breidd frá austri til vesturs 8250 ferhyrningsfaðma að stærð

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Í skjalageymslu HSk

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

SFA

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

25.07.2017 frumskráning í AtoM

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related genres

Related places