Veðramót

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Veðramót

Equivalent terms

Veðramót

Associated terms

Veðramót

9 Authority record results for Veðramót

9 results directly related Exclude narrower terms

Abel Jónsson (1898-1953)

  • S02707
  • Person
  • 18. apríl 1898 - 25. des. 1953

Abel Jónsson, f. 18.04.1898 í Brautarholti í Svarfaðardal. Foreldrar: Jón Jónsson og Margrét Jóhannsdóttir. Abel var fyrsta árið hjá móður sinni að Brautarholti en hjá foreldrum sínum á Hrísum í Svarfaðardal 1898-1900. Fór þá í fóstur til Sigurjóns Jónassonar og Kristínar Stefánsdóttur sem síðast bjuggu að Sæbóli í Aðalvík. Um tvítugt kom Abel í Skagafjörð og var þar vinnumaður á Heiði í Gönguskörðum, síðan á Veðramóti. Flutti til Sauðárkróks 1923. 25 ára að aldri. Stundaði þar sjómennsku og einnig í tvö ár á Dalvík. Fór aftur til Sauðárkróks og starfaði m.a. sem matsveinn á síldarbátum nokkur sumur. Maki: Gunnhildur Andrésdóttir, f. 22.08.1887 á Tyrfingsstöðum á Kjálka. Þau eignuðust ekki börn en tóku að sér fósturdóttur.

Gunnhildur Andrésdóttir (1887-1972)

  • S01131
  • Person
  • 22. ágúst 1887 - 11. júní 1972

Foreldrar: Andrés Pétursson b. á Öldubakka á Skaga og v. og k.h. Kristjana Jóhanna Jónsdóttir. Gunnhildur fylgdi foreldrum sínum framan af en var svo í vistum hér og þar; á Þorbjargarstöðum í Laxárdal 1916-1919, á Breiðstöðum í Gönguskörðum 1920-1921, á Veðramóti 1922 þar sem hún kynntist manni sínum Abel Jónssyni. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1923 þar sem þau bjuggu lengst af. Gunnhildur og Abel eignuðust ekki börn en áttu eina fósturdóttur.

Kristmundur Frímann Þorbergsson (1829-1906)

  • S01713
  • Person
  • 16. ágúst 1829 - 16. feb. 1906

Kristmundur er fæddur á Sæunnarstöðum í Hallárdal. Faðir: Þorbergur Þorbergsson (1801-1868) - dæmdur faðir hans. Móðir: Valgerður Pálsdóttir (1790-1870).
Kristmundur ólst upp hjá móður sinni og frændum en fór svo í vist hjá vandalausum. Hann var bóndi á Veðramóti 1853-56, Efra-Ási í Hjaltadal 1856-57, Sviðningi í Kolbeinsdal 1857-59, Sæunnarstöðum 1859-60 og Vakursstöðum í Hallárdal 1860 til æviloka. Eiginkona: Elín Pétursdóttir (f. 1824). Saman áttu þau sjö börn.

Ólafur Jónsson (1886-1971)

  • S01063
  • Person
  • 23. apríl 1886 - 8. nóv. 1971

Foreldrar: Jón Jónsson og Jósefína Guðrún Heiðberg Ólafsdóttir, lengst af búandi á Heiði í Gönguskörðum. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Heiði, 18 ára gamall sigldi hann til Vesturheims þar sem hann starfaði við skógarhögg, timburflutninga og margvísleg störf sem tengdust járnbrautarlagningu í grennd við Winnipegvatn. Árið 1911, þá 25 ára gamall, sneri hann aftur til Íslands og bjó og vann fyrst um sinn hjá foreldrum sínum sem þá bjuggu á Kimbastöðum. Árið 1916 tók hann alfarið við búi á Kimbastöðum og bjó þar til 1934 en fluttist þá að Veðramóti þar sem hann bjó til 1943 er hann flutti til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði hann aðallega við verslunarrekstur. Kvæntist Matthildi Ófeigsdóttur frá Ytri-Svartárdal, alin upp á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn saman en Matthildur lést eftir aðeins sex ár í hjónabandi. Seinni sambýliskona Ólafs var Engilráð Júlíusdóttir, þau eignuðust eina dóttur.

Sigurður Árni Björnsson (1884-1964)

  • S01549
  • Person
  • 22. maí 1884 - 1. maí 1964

Sigurður Árni Björnsson, f. 22.05.1884 á Heiði í Gönguskörðum, d. 01.05.1964 í Reykjavík. Foreldrar: Björn Jónsson bóndi og hreppstjóri á Veðramóti og Þorbjörg Stefánsdóttir. Sigurður ólst upp á heimili foreldra sinna. Lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum vorið 1904. Hóf þá störf hjá Ræktunarfélagi Norðurlands og vann sem verkstjóri við uppbyggingu Gróðrastöðvarinnar á Akureyri það sumar. Tók síðan ásamt bræðrum sínum við búrekstri á Veðramóti. Eftir giftingu árið 1912 tók Sigurður við 2/3 hlutum Veðramóts af föður sínum og tveimur árum síðar allri jörðinni. Sigurður tók allt frá æskuárum ötulan þátt í menningar- og félagslífi sveitar sinnar og héraðs. Hann var einn af stofnendum UMF Tindastóls 1907 og fyrsti formaður þess.Hann var um árabil í fremstu röð skagfirskra íþróttamanna. Sigurður var oddviti Skarðshrepps frá 1922, hreppstjóri og sýslunefndarmaður frá 1924, jafnframt formaður Búnaðarfélags og skólanefndar, allt þar til hann fluttist til Reykjavíkur. Þá var hann eftirlitsmaður með útflutningi hrossa frá Sauðárkróki. Hann sat í stjórnum Kaupfélags Skagfirðinga, Sláturfélags Skagfirðinga og Verslunarfélags Skagfirðinga. Hann stjórnaði málfundum í sýslufundarviku og var sjálfur mikill ræðumaður.
Maki: Sigurbjörg Guðmundsdóttir (1884-1973) frá Holti í Svínadal í A-Húnavatnssýlu. Þau eignuðust fimm börn. Árið 1934 seldu þau hjónin búið, fluttust til Reykjavíkur og keyptu sér hús við Fjólugötu. Þá höfðu þau nýlega eignast jörðina Kimbastaði í Borgarsveit í viðskiptum en seldu hana líka. Eftir ársdvöl í Reykjavík var Sigurður ráðinn í starf framfærslufulltrúa hjá Reykjavíkurbæ og gengdi því starfi til 1960, er hann tók við starfi yfirframfærslufulltrúa. Einnig gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum og átti m.a. sæti í Sáttanefnd Reykjavíkur um nokkrra ára skeið. Hann var sæmdur Riddarakrossi Fálkaorðunnar árið 1944.

Þorbjörg Stefánsdóttir (1855-1903)

  • S01535
  • Person
  • 28. sept. 1855 - 18. maí 1903

Foreldrar: Stefán Stefánsson b. á Heiði í Gönguskörðum og k.h. Guðrún Sigurðardóttir. Kvæntist Birni Jónssyni frá Háagerði við Skagaströnd árið 1877 og það sama ár hófu þau búskap þar. Vorið 1884 fluttu þau að Heiði í Gönguskörðum og 1888 að Veðramóti þar sem Þorbjörg lést árið 1903. Þorbjörg og Björn eignuðust tólf börn, tíu þeirra náðu fullorðinsaldri.

Vilhelm Lárusson (1902-1963)

  • S00750
  • Person
  • 15.02.1902-22.11.1963

Sonur Lárusar Stefánssonar b. á Skarði og s.k.h. Sigríðar B. Sveinsdóttur. Daglaunamaður á Sauðárkróki 1930. Fór tíu ára gamall í fóstur að Veðramóti. Kvæntist Baldeyju Reginbaldsdóttur frá Látrum í Aðalvík, þau bjuggu á Dalsá í Gönguskörðum (1924-1929), í Tungu í Gönguskörðum (1931-1935) og á Sævarlandi 1935-1963. Vilhelm og Baldey eignuðust fimm börn.