Sýnir 2 niðurstöður

Nafnspjöld
Association Mælifell

Sláturfélag Skagfirðinga

  • S03756
  • Association
  • 1910 - 1920

Eins og segir í Saga Skagafjarðar, síðari hluti 2. bls. 34.: Sláturhúsi Skagfirðinga hafði verið komið á laggirnar að tilhlutan ýmissa félagsmanna K.S. eins og fyrr er getið (sjá I. b, bls. 156). og átti K. S. hluta í því og stóð það í nánum tengslum við Kaupfélagið fram yfir 1920, þótt sjálfseignastofnun væri. Þegar hin pólítíska óöld hófst, misstu kaupfélagsmenn undirtökin í sláturfélagi, kaupmenn og fylgismenn þeirra máttu sín meir. Þeir munu hafa séð að verslunaraðstöðu þeirra hrakaði ef þeir misstu tökin á stjórnartaumunum þar. Því hófst langvinn rimma um notkun sláturhússins og framtíð þess er freðkjötsmarkaðurinn hófst til vegs.
Látið er staðarnumið í sögu félagsins hér því fundargerðabók nær til ársins 1920 en vísa í heimildina Saga Skagafjarðar, Kristmundur Bjarnason. LVJ.

Lestrarfélag Mælifellsprestakalls ( Neisti )

  • S03735
  • Association
  • 1878 - 1978

Í febrúarmánuði 1878 senda þeir Jón Jónsson á Mælifelli og Árni Eiríkssn á Sölvanesi skriflegt ávarp til nokkurra ungra manna í Lýtingstaðahrepp, þess efnis að fá þá að ganga í lestrarfélag og fékk það 13 áskrifendur. Sömdu þeir síðan frumvarp til laga fyrir félagið. Kvöddu síðan til fundar að Mælifellsá hinn 3. dag maímánaðar og mættu á honum aðeins 9. Til fundastjóra var kosin Árni Eiríksson á Sölvanesi og til skrifara Jón Jónsson Mælifelli, lagafrumvarp var rætt ítarlega og samþykkt í einu hljóði. Það er 31 desember 1878 sem haldin er aukafundur í Lestrarfélaginu "Neista" mættu á fundinn 15 manns.
Skráð fundagerð frá 1978, Item 3, þar segir meðal annars aftast í bók : Lögð hefur verið fram tillaga stjórnar um að afhenda hreppnum bókasafn félagsins. Safnið er nú nær eingöngu fjármagnað af hreppsfé fyrir liggur að ráða bót á húsakynnum safnsins og því þykir stjórn eðlilegt að safnið verði í eign og umsjón Sveitafélagsins. Ef áður nefnd tillaga nær fram að ganga er æskilegt að fundargestir móti sér skoðun á framtíðarhlutverki félagsins, hbort því ljúki með þessu eða hvort finna megi ný verkefni. Uppkast 15.10. 1978. Ekki er vitað meira um framvindu félagsins í þessum gögnum.