Sýnir 2 niðurstöður

Nafnspjöld
Association Ungmennafélag

Ungmennafélagið Hjalti

  • S03741
  • Association
  • 1933 - 1979

Í þessum gögnum kemur fram að, Fundagerðabók frá 1933 er önnur bók félagsins og kemur því ekkert fram um stofnfundinn í þessum gögnum. Eg félagsstarfsemi er lýst í fundargerðum alveg til ársins 1980. Hver framvinda ungmennafélagsins Hjalta er eftir það er ekki vita nú.
En í lögum félagsins sem er í nokkrum liðum kemur fram m.a, að tilgangur félagsins er að reyna að alefli að vekja löngun hjá æskulýðnum til að starfa fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð. Að glæða áhuga félagsmanna á íþróttum og fögrum listum og stuðla að því að félagsmenn taki þátt í sundi og söng. Að vekja og efla frjálslyndar skoðanir í hvívetna.

Ungmennafélagið Varmi (1939-

  • S03763
  • Association
  • 1939 -

Þann 15. febrúar 1939 var fundur haldinn á prestsetrinu Barði í Haganeshreppi. Tilgangur fundarins var að stofna Ungmennafélag, á fundinum voru borin fram lög félagsins, þau lesin upp lið fyrir lið og að lokum voru þau borin upp í heild sinni og þau samþykkt einróma. Á fundinum voru 13 fundarmenn en þrír fundarmenn gátu ekki verið á fundinum en voru búin að samþykkja lög félagsins. Fyrsta stjórn nýstofnaðs félags skipaði Lárus Hermannsson, Sæmund Baldvinsson og Níels Hermansson. Í varastjórn voru kosnir Friðrik Baldvinsson, Jón Frímansson og Sigurjón Guðmundsson.
Heimili og varnarþing félagsins er Haganeshreppur.
Í stefnuskrá félagsins kemur fram að tilgangur með félagsskapnum er að vekja löngun hjá öllum landsmönnum til að vinna að alhliða þroska sjálfra sín og annara og öðru því er vera mætti þjóðinni til gæfu.
Að temja sér að beita starfskröftum sínum innan og utan félagsins.
Að reyna af fremsta megni að styðja, viðhalda og efla allt sem er þjóðlegt og rammíslenskt og sé íslensku þjóðinni til gagns og sóma. Sérstaklega skuli leggja stund á að fegra og prýða móðurmálið.
Tilgangi sínum hyggst félagið sér að ná með því að halda fundi svo oft sem félagsmenn telja þörf á og ákveði yfirstandandi fundur næsta fund ella stjórn félagsins, og það svo oft sem henni þykir við þurfa. Á fundum skal fram fara umræður, upplestrar, íþróttir, fyrirlestrar og fleira.
Ekki er vitað hvort félagið sé ennþá starfandi eða hvort það hafi sameinast öðru félagi.