Showing 1 results

Authority record
Association Skagafjörður Félagasamtök

Tónlistarfélag Skagafjarðar (2001-2023)

  • S03637
  • Association
  • 2001-2023

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.