Showing 34 results

Authority record
Association Skagafjörður

Áhugamannafélagið Drangey

  • S03743
  • Association
  • 1959 - 1966

Sunnudaginn 5, júní 1966 voru nokkrir flekaveiðimenn við Drangey samankomnir á Sauðárkróki til þess að ræða þá hagsmunaskerðingu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna setningar laga nr. 33. 1966 um fuglaveiðar og suglafriðun en þau lög banna með öllu flekaveiðar við Drangey, þótti heldur anda köldu til sín frá hinu háa Alþingi er það samþykkti að afnema þennan aldargamla atvinnuveg Skagfirðinga og heldur " höggva sá er hlífa skyldi" , er einn af þingmönnum kjördæmisins veitti þessari lagasetningu fylgi sitt. Urðu menn ásáttir um að stofna með sér félagsskap er hafa skildi að aðalstefnumáli að stuðla að breytingu nefndra laga svo niður verði felld 1.mg. 23.gr laganna þar sem rætt er um flekaveiði. 16 menn gerðust aðillar að félagsskapnum og sunnudaginn 19.06.1966 var haldin stofnfundur áhugamanna um fuglaveiðar við Drangey lesin voru upp lög félasins þar segir í 2.gr. Tilgangur félagsins sem áhugamannafélag er að fá aflétt banni því er sett hefur verið varðandi nytjar af Drangey en á síðasta Alþingi voru sett lög nr. 33.1966 um bann við fuglaveiðum á snörufleka. ( segir í fundagjörðabók hér).

Búnaðarfélag Hofshrepps

  • S03685
  • Association
  • 1913 -

Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd

Búnaðarfélag Hofshrepps

  • IS-HSk
  • Association
  • 1913 -

Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd.

Búnaðarfélag Hólahrepps

  • S 07340
  • Association
  • 1892 - 1944

Á fundi að Hólum 2. maí. 1892 gengu 10 bændur í búnaðarfélag. Voru lesin upp lög félagsmanna og samþykkt. Í félagið gengu þessir: Magnús Ásgrímsson Sleitustöðum, Pétur Gestsson Smiðsgerði, Gísli Sigurðsson Neðra - Ási, Stefán Ásgrímsson Efra - Ási, Gunnlaugur Jónsson Víðirnesi, Gísli Þorfinnsson Hofi, Jóhannes Þorfinnsson Reykjum, fjárhirðir, Árni Ásgrímsson Kálfsstöðum, ritari, Páll Pétursson Kjarvalsstöðum, Guðjón Jóhannesson Nautabúi, formaður. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt og garðrækt. Eins og segir í fundagerðabók, 1892.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03703
  • Association
  • 1888-1984

Búnaðarfélag Lýtingsst.hrepps var stofnað sjötta dag júlímánaðar, árið 1888 á almennum hreppsfundi að Lýtingsstöðum. Þá var jafnframt haldinn stofnfundur Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps. Á dagskrá fundarins var frumvarp til laga fyrir búnaðarfélagið lagt fram og eftir nokkrar umræður voru samþykkt gildandi lög fyrir félagið. Fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Ólafur Briem þá bóndi á Álfgeirsvöllum. Kosnir voru tveir skoðunarmenn fyrir hverja sókn og einn til vara. Fyrir Reykjasókn, Björn Þorláksson, Kolgröf og Eyjólfur Jóhannesson, Vindheimum. Til vara var Pálmi Pétursson, Skíðastöðum. Fyrir Mælifellssókn Jóhann Pétursson, Skíðastöðum og Sigurður Sigurðsson, Brekkukoti. Til vara Sr. Jón Magnússon, Mælifelli. Fyrir Goðdalasókn; Indriði Árnason, Írafelli og Jón Guðmundsson, Villinganesi. Til vara Ólafur Ólafsson Litluhlíð.
Stofnfélagar voru allir þeir einstaklingar sem taldir eru upp hér að ofan, alls tíu.

Tilgangur félagsins var að bindast samtökum til jarðbóta, einkum að slétta tún, hlaða vörslugarða, grafa vatnssveituskurði og hlaða stíflugarða. Í lögum félagsins kemur fram að ef einhver félagsmaður vann ekkert að jarðarbótum þrjú ár í röð var hann rækur úr félaginu og átt ekki afturkvæmt í það nema aðalfundur samþykkti það (þá voru eigi taldar þær jarðabætur sem áskildar voru í byggingarbréfum jarða).
Hlutverk formanns búnaðarfélagsins var að útvega félagsmönnum nauðsynleg jarðbótaverkfæri sem þeir höfðu óskað eftir fyrir árslok hvert ár. Jarðbótaverkferi þau sem keypt voru á kostnað félagsins voru ætluð til sameiginlegra afnota fyrir félagsmenn.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03703
  • Association
  • 1888-1984

Búnaðarfélag Lýtingsst.hrepps var stofnað sjötta dag júlímánaðar, árið 1888 á almennum hreppsfundi að Lýtingsstöðum. Þá var jafnframt haldinn stofnfundur Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps. Á dagskrá fundarins var frumvarp til laga fyrir búnaðarfélagið lagt fram og eftir nokkrar umræður voru samþykkt gildandi lög fyrir félagið. Fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Ólafur Briem þá bóndi á Álfgeirsvöllum. Kosnir voru tveir skoðunarmenn fyrir hverja sókn. Fyrir Reykjasókn, Björn Þorláksson, Kolgröf og Eyjólfur Jóhannesson, Vindheimum. Til vara var Pálmi Pétursson Skíðastöðum. Fyrir Mælifellssókn Jóhann Pétursson, Skíðastöðum og Sigurður Sigurðsson, Brekkukoti. Til vara Sr. Jón Magnússon Mælifelli. Fyrir Goðdalasókn; Indriði Árnason Írafelli og Jón Guðmundsson Villinganesi. Til vara Ólafur Ólafsson Litluhlíð.
Stofnfélagar voru allir þeir einstaklingar sem taldir eru upp hér að ofan, alls tíu.

Tilgangur félagsins var að bindast samtökum til jarðbóta, einkum að slétta tún, hlaða vörslugarða, grafa vatnssveituskurði og hlaða stíflugarða. Í lögum félagsins kemur fram að ef einhver félagsmaður vann ekkert að jarðarbótum þrjú ár í röð var hann rækur úr félaginu og átt ekki afturkvæmt í það nema aðalfundur samþykkti það (þá voru eigi taldar þær jarðabætur sem áskildar voru í byggingarbréfum jarða).
Hlutverk formanns búnaðarfélagsins var að útvega félagsmönnum nauðsynleg jarðbótaverkfæri sem þeir höfðu óskað eftir fyrir árslok hvert ár. Jarðbótaverkferi þau sem keypt voru á kostnað félagsins voru ætluð til sameiginlegra afnota fyrir félagsmenn.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að styðja við umbætur og efla framfarir í landbúnaði í hreppnum, einnig hafa eftirfylgni með jarðvinnslu og framkvæmdum á bújörðum. Fyrsti fundur hins nýstofnaðs félags var haldinn á Fjalli og mættu meirihluti þeirra bænda í Seyluhreppi er ætluðu að ganga í búnaðarfélag sem átti að koma á fót fyrir alla Skagafjarðarsýslu árið 1882.
Í 2. gr. gjörðabókar Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir að tilgangur félagsins sé að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpeningi, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að menn haldi verktöflur og búreikninga.
Ennfremur segir í 3. gr laganna.
Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
Þann 7.2.1930 var samþykkt frumvarp til breytingar á 2. gr laga félagsins.
Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að koma á jarðarbótum og framförum í búnaði í hreppnum.
Í gjörðabók Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir svo;

  1. gr
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpenings, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að men haldi verktöflur og búreikninga.
  2. gr
    Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
    Árið 1930 var samþykkt frumvarp til breytinga á 2. grein laga félagsins og er hún svohljóðandi:
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

  • Association
  • 17.06.1918-1975

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar var stofnað 17. júní 1918 af Jóni Þ. Björnsyni, þáverandi skólastjóra á Sauðárkróki og var hann í stjór þess fyrstu árin. Stofnfélagar voru 50. Tilgangur félagsins, eins og segir í lögum félagsins þess sé að vernda dýrin gegn illri meðferð og glæða hugsun og tilfinningu almennings fyrir skyldum mannsins við þau og stuðla að bættri meðferð dýra og að eftirlit sé haft með þeim. Félagsmenn höfðu skyldu að láta vita ef þeir yrðu varir við illa meðferð á skepnum.
Ef félagsmaður varð sjálfur uppvís af illri meðferð á skepnum eða lét líða hjá að tilkynna brot sem hann varð vitni af, þá varð hann brottrækur úr félaginu.
Fyrsta baráttumál félagsins var að bæta aðstöðu og meðferð á hrossum ferðamanna í Sauárkrókskaupstað, þar sem lítil sem engin aðstaða var fyrir hross aðkomumanna og þau oft látin standa næturlangt án viðunandi skýlis. Tók formaður oft að sér að skýla hrossin og haustið 1918 samdi sýslunefnd við hann um leigu á peningshúsi hans undir „hesthús til almenningsnota“ og sá Jón sjálfur um hrossin.
Starfsemi Dýraverndunarfélag Skagafjarðar lá niðri á tímabilinu 1930 – 1939 en félagið var síðan endurvakið 7.2.1939.

Fjárræktarfélag Fellshrepps

  • S03715
  • Association
  • 21.12.1953 -

Tildrög að stofnun Fjárræktarfélags Fellshrepps kom fram á fundi í Búnaðaðrfélagi Fellshrepps sem haldinn var í mars 1953 að uppástungu frá ráðunauti Búnaðarsambands Skagafjarðar, Haraldi Árnasonar frá Sjávarborg. Í framhaldinu var ákveðið að stofna Fjárræktarfélag Fellshrepps, í fyrstu var kosin stjórn sem hefði á hendi undirbúning um stofnun félagsins, til undirbúnings voru kosnir Ásgrímur Halldórsson Tjörnum formaður, Guðlaugur Guðlaugsson Ystahóli gjaldkeri og Pétur Jóhannsson Glæsibæ ritari. Fjárræktarfélag Fellshrepps var síðan stofnað formlega þann 21.12.1953, stofnfélagar voru 12 og voru þeir þessir: Jón Guðnason Heiði, Guðlaugur Guðlaugsson Ystahóli, Pétur Guðjónsson Hrauni, Eiður Sigurjónsson Skálá, Gestur Guðbrandsson Arnarstöðum, Indriði Hjaltason Bræðrá, Tryggvi Guðlaugsson Lónkoti, Pétur Jóhannsson Glæsibæ, Ásgrímur Halldórsson Tjörnum, Kjartan Hallgrímsson Tjörnum, Björn Jóhannsson Felli, Jóhann Jónsson Mýrum. Fyrsti formaður félagsins var kosinn Ásgrímur Halldórsson. Félagið hefur T fyrir einkennisstaf. Í janúar 1955 sendi Sauðfjárræktarfélag Fellshrepps ársskýrslu sína yfir 126 ær og 11 hrúta, þar af 7, 1. verðlauna hrúta.

Foreldrafélag Seyluhrepps

  • S03705
  • Association
  • 1982-

Foreldrafélag Seyluhrepps, stofnað 4. júlí 1982 í Varmahlíð. Tilgangur félagsins var að halda utan um reksturs dagvistarheimili fyrir börn í Varmahlíð. Húsnæði var fyrir hendi auk þess sem lærð fóstra var flutt í Varmahlíð og var tilbúin til starfa ef af stofnun félagsins yrði.
Nefndin sem sá um undirbúning fyrir stofnun foreldrafélagsins gaf kost á sér til stjórnarkjörs og var það samþykkt. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þeim Helgu Friðbjörnsdóttur, Jóhanni Jakobssyni og Sigríði Júlíusdóttur. Til vara; Erna Geirsdóttir, Björk Guðmundsdóttir og Guðrún Oddsdóttir.

Framsóknarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03758
  • Association
  • 1931-1967

Framsóknarfélag Lýtingsstaðahrepps var stofnað í því skyni að stofnsetja sjálfstætt stjórnmálafélag. Í aðalatriðum var tilgangur félagsins að fylgjast - svo vel sem ástæður leyfa - með öllu því er viðkemur landsmálum, bæði á löggjafarþingi þjóðarinnar og utan þess. Afla sér þekkingar á stefnu og starfsemi stjórnmálaflokkana í landinu og styðja Framsóknarflokkinn til valda í framtíðinni með því að kjósa framsóknarmenn á þing, ef - stefna flokksins og umbótarviðleit hyggist hér eftir sem hingað til - á samvinnu, jafnrétti fyrir allar stéttir þjóðfélagsins og gætni í fjármálum þjóðarinnar. Alls voru 18 mann sem samþykktu fyrstu lög félagsins. Fyrsti fundur nýstofnaðs Framsóknarfélags var haldinn að Mælifellsá þann 25. maí árið 1931 og voru fundarmenn, og konur alls 24.
Það fyrsta sem fundurinn hafði til meðferðar var að leggja fram bráðarbirgðalög fyrir félagið, er lesin var upp fyrir félagið og eftir stuttar umræður um lögin voru þau samþykkt.
Meðal stofnfélaga voru Eymundur Jóhannson, Sigurjón Helgason, Jóhannes Guðmundsson, Hjálmar Helgason, Friðbjörn Snorrason, Vilhelm Jóhannsson, Magnús Helgason, Guðmundur Þorsteinsson, Arnljótur Sveinsson, Jóhann Magnússon, Hannes Hannesson, Pálmi Jónason, Bjarni Björnsson, Magnús Frímannsson, Ófeigur Helgason, Björn Egilsson, Björn Bjarnason og Jón Helgason.

Garðyrkjufélag Seyluhrepps

  • S03704
  • Association
  • 1904-

Garðyrkjufélag Seyluhrepps var stofnað 4. febrúar 1904 að Geldingaholti í Seyluhreppi. Þar var haldinn fundur til að ræða um hvort væri gjörlegt væri að vera með kartöflugarð á svonefndum Reykjarhól í sama hreppi, ætlunin var að stunda þar kartöflurækt í stórum stíl - eins og segir í fundagerðabók garðyrkjufélagsins.
Stofnfundurinn var vel sóttur og mættu til hans meiri hluti bænda í Seyluhreppi ásamt Christian Popp, sem þá var kaupmaður á Sauðárkróki og var hann auk þess aðalhvatamaður þessa félagsskapar eða fyrirtækis, stofnfundarfélagar voru 20.
Aðaltilgangur félagsins var að bindast samtökum til að hafa á leigu erfðafestulandi sem nam allt að 12 vallardagsláttum og var neðan við Reykjarhólslaug. Þar átti að koma upp afgirtum sáðreit. Félagið var hlutafélag og áttu stofnfélagar 1 hlut hvor.

Á fundinn mætti Ólafur Briem umboðsmaður sem þá gengdi starfi umráðamanns landssjóðsjarðarinnar Reykjarhóls. Á fundinum var lögð fram áætlun um kostnað til að koma upp áðurnefndum kartöflugarði en kostnaðaráætlunin hafði verið gerð af Sigurði Sigurðssyni, þá skólastjóra á Hólum. Fyrirspurn vegna kaupa á ofangreindu garðsstæði var lögð fyrir Ólaf sem hvaðst mæla með því við landsstjórnina og var það álit hans að slíkt leyfi fengist auk þess sem núverandi ábúendur Reykjarhóls gáfu kost á landinu um sinn ábúðartíma. Gjaldið fyrir landið var 1% af árlegri uppskeru. Í fyrstu stjórnarnefnd félagsins voru kosnir Christian Popp, kaupmaður, Tobías Magnússon, Geldingarholti og Jóhann Sigurðsson, Grófargili.

Hestamannafélagið Stígandi

  • S03734
  • Association
  • 1945 - 1980

Árið 1945 síðasta vetrardag var haldin að Varmahlíð stofnfundur til hestamannfélags í Skagafirði. Forgöngu menn að stofnun þessa félags voru þeir Sigurður Óskarsson bóndi, Krossanesi,og Sigurjón Jónasson bóndi, Syðra - Skörðugili. Sigurjón setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Gunnar Björnsson, Víðimýri og fundarritara Gunnar Gíslason, Glaumbæ. Sigurjón Jónasson tók fyrst til máls og lýsti hann með nokkrum orðum hvað fyrir þeim Sigurði í Krossanesi og sér vekti með því að beita sér fyrir stofnun þessa félags. Hann taldi að fyrst og fremst ætti það að vera markmið félagsins að auka veg og gengi skagfirska reiðhestsins. Á fundinum voru 18 menn sem samþykktu stofnun félagsins. (Segir í fyrstu fundagerðabók félagsins, hér Item 1).
Hestamannafélagið Skagfirðingur var stofnað á Sauðárkróki 16. febrúar 2016. Félagið varð til við sameiningu þriggja Hestamannafélaga Léttfeta, Stíganda og Svaða.
Félagssvæðið er Skagafjörður .

Iðnfélag Viðvíkurhrepps

  • S3688
  • Association
  • 1918

Iðnfélag Viðvíkurhrepps var stofnað 10.2.1918. Alls voru stofnfélagar 21, fyrsti formaður félagsins var Margrét Símonardóttir í Brimnesi. Tilgangur félagsins var að efla áhuga fyrir hvers konar íslenskum iðnaði og stuðla að notkun véla er létt geti og aukið verklegar framkvæmdir. Félagið var jafnt fyrir konur sem karla frá 14 ára aldri. Félagið keypti spunavél sem staðfsett var um tíma í Kolkuósi, félagsmenn og aðrir íbúar Viðvíkurhrepps höfðu aðgang að vélinni, gegn vægu gjaldi. Félagið var lagt niður á aðalfundi þann 6.mars 1946. Ákveðið var að hreppurinn eignaðist spunavélina.

Kvenfélag Akrahrepps

  • S03653
  • Association
  • 1919 - 1996

Hinn 20 des. 1919 var á Víðivöllum haldin stofnfundur í Kvenfélagi Akrahrepps. Eins og segir í formála bókar Kvenfélags Akrahrepps 100 ára. Blómarósir í Blönduhlíð, ( Dalla Þórðardóttir,2019 ) þá voru fyrstu verkefni sem konurnar í Kvenfélagi Akrahrepps beittu sér fyrir aðkallandi. Þær voru stórhuga og vildu létta líf hreppsbúa. Þær vildu fegra mannlífið og gæða það gleði. Þær vildu efla heimilisiðnaðinn og héldu til þess námskeið og fegruðu umhverfið með jurta - og trjárækt. Á þeirri öld sem er liðinn frá stofnun Kvenfélags Akrahrepps hafa þjóðhættir breyst verulega og svo almennur hagur fólks. Lagst hefur af að fátæk heimili séu styrkt eða að börn þurfi ný klæði til jólanna sem kemur fram í fyrstu árum félagsins. Það styrkir líknar - og menningarstarf innan hrepps og utan. Félagið hefur í tvígang safnað efni í og gefið út bækur, í bæði skiptin á afmælisári. Í tilefni 85 ára afmæli félagsins árið 2004 birtist bókin Burknar, með frumsömdu efni eftir kvenfélagskonur. Fimm árum síðar kom út bókin Næring og Nautnir. Megi þróttur og gleði áfram fylgja félaginu okkar.

Lestrarfélag Goðdalasóknar

  • S03736
  • Association
  • 1909 - 1979

Í elstu gjörðabók í þessu safni segir í upphafi að aðalfundur Lestrarfélags Goðdalssóknar haldin að Goðdölum 31.maí 1909. Málefni fundar voru, endurskoðun og samþykktir reikningar félagsins og kosin stjórn til næsta árs þeir sömu sem síðastliðið ár. Þessi bók er því trúlega ekki stofnfundarbók félagsins og lestrarfélagið því greinilega eldra en þetta safn sýnir. Eins og segir í lögum félagsins þá er tilgangurinn að auka menntun og þekkingu félagsmanna, glæða hjá þeim félagsanda og framfarahug og efla ánægju þeirra. Til að ná þeim tilgangi sínum er vert að útvega eins mikið af bókum sem séu skemmtandi, fræðandi og vekjandi. En í lok sömu bókar segir: Með aðalfundi Lestrarfélags Goðdalsóknar árið 1956 verða þáttaskil í sögu félagsins. Þá hefur Alþingi sett ný lög um bókasöfn og lestrarfélög og eru þau að koma til framkvæmda. Þar með er myndað embætti bókafulltrúa. Samkvæmt þeim lögum hefur hreppsnefnd Lýtingstaðarhrepps skipað einn mann í stjórn félagsins ( Rósmund G Ingvarsson).

Lestrarfélag Hofshrepps

  • S03704
  • Association
  • 1880-1945

Lestrarfélag Hofshrepps hóf starfsemi sína um sumarmál árið 1880 á Hofsósi, alls voru stofnfélagar voru 35. Félagið var heimilt sérhverjum í hreppnum, karli eða konu sem er svo sjálfstæð(-ur) að efnum að viðkomandi geti borgað árstillag sitt sem ákveðið var 1 króna.
Aðaltilgangur félagsins eins og segir í 4. gr. laga félagsins er að efla sem mest framfarir manna í andlegu og verklegu tilliti. Á aðalfundi skal tala sig saman um hverjar helst bækur skal kaupa á því ári eftir því sem efni félagsins leyfir og skal bókaútvegsmaður láta sér annt um að nálgast þær með sem minnstum kostnaði hjá bókasölumönnum. Skyldu einhverjir félagsmenn vilja selja félaginu nytsamar bækur skal reyna að semja um verð þeirra á aðalfundi. Bókavörður skal sjá um útlán allra bóka til félagsmanna og tiltaka hve lengi hver maður skal hafa sér hverja bók til yfirlesturs í einu. Tillög félagsmanna skal féhirðir hafa innheimt og afhent bókaútvegsmanni fyrir lok júlímánaðar ár hvert, sömuleiðis sektargjald fyrir töpun eða skemmdir viðkomandi bóka og önnur brot gegn lögum þessum. Meðal stofnenda lestrarfélagsins voru Sigmundur Pálsson, Jóhann Jón Guðmundsson, Þorsteinn Kristjánsson, Jón Jónsson, Jón Þorsteinsson, Ásgrímur Jónsson ofl.

Lestrarfélag Hólahrepps

  • S03738
  • Association
  • 1885 - 1964

Á hreppsfundi að Hólum 30. apríl 1885 var af skólastjóra Jósef J Björnsson ( stendur Bjarnason í bók ) borin upp sú uppástunga að stofna Lestrafélag í Hólahreppi, var því máli vel tekið af mörgum og 10 fundarmenn létu skrá sig sem meðlimi félagsins. Drög að lögum félagsins voru svo borin upp 28. júní af Þorgils Þorgilssyni, búfræðingi á Hólum en þau hafði Jósef Bjarnason samið og voru samþykkt með nokkrum breytingum ein og segir í fundagerðabók þessa tíma. ( A). Í lögum segir 2.gr það skal vera augnamið og tilgangur félagsins að efla menntun og menntunnarfýsn hjá hreppsbúum með því ða gefa þeim kost á að fá íslenskar bækur, blöð og tímarit til að lesa með mjög litlum kostnaði.

Lestrarfélag Holtshrepps

  • S03659
  • Association
  • ódags.1911

Lestrarfélag Holtshrepps var stofnað 1911, stofnfundur félagsins var haldinn 25. janúar 1912.
Tilgangur félagsins var að standa undir bókakaup og halda utan um útlán á bókum til félagsmanna, auk þess sem velgjörðamenn félagsins gáfu því bækur og lestrarefni. Félagsmenn voru 22 árið 1916. Á aðalfundi þann 29. október 1922 kom fram tillaga að breyta félaginu í hreppsbókasafn og var hún samþykkt.

Lestrarfélag Mælifellsprestakalls ( Neisti )

  • S03735
  • Association
  • 1878 - 1978

Í febrúarmánuði 1878 senda þeir Jón Jónsson á Mælifelli og Árni Eiríkssn á Sölvanesi skriflegt ávarp til nokkurra ungra manna í Lýtingstaðahrepp, þess efnis að fá þá að ganga í lestrarfélag og fékk það 13 áskrifendur. Sömdu þeir síðan frumvarp til laga fyrir félagið. Kvöddu síðan til fundar að Mælifellsá hinn 3. dag maímánaðar og mættu á honum aðeins 9. Til fundastjóra var kosin Árni Eiríksson á Sölvanesi og til skrifara Jón Jónsson Mælifelli, lagafrumvarp var rætt ítarlega og samþykkt í einu hljóði. Það er 31 desember 1878 sem haldin er aukafundur í Lestrarfélaginu "Neista" mættu á fundinn 15 manns.
Skráð fundagerð frá 1978, Item 3, þar segir meðal annars aftast í bók : Lögð hefur verið fram tillaga stjórnar um að afhenda hreppnum bókasafn félagsins. Safnið er nú nær eingöngu fjármagnað af hreppsfé fyrir liggur að ráða bót á húsakynnum safnsins og því þykir stjórn eðlilegt að safnið verði í eign og umsjón Sveitafélagsins. Ef áður nefnd tillaga nær fram að ganga er æskilegt að fundargestir móti sér skoðun á framtíðarhlutverki félagsins, hbort því ljúki með þessu eða hvort finna megi ný verkefni. Uppkast 15.10. 1978. Ekki er vitað meira um framvindu félagsins í þessum gögnum.

Lestrarfélag Reykjastrandar

  • S03746
  • Association
  • 1.12.1929 - 1.2.1948

Lestrarfélag Reykjastrandar var stofnað 1. desember 1929 að Hólakoti, stofnfélagar voru 27. Í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir Pétur Jónasson Reykjum, Magnús Hálfdánarsson Hólkoti og Maron Sigurðsson Hólakoti. Þann 23. nóvember 1930 var haldinn fyrsti fundurinn að Daðastöðum. Á fyrsta aðalfundi hins nýstofnaðs félags segir að "Þar sem að þetta var fyrsti aðalfundur félagsins voru lög þess innfærð sem gildandi lög fyrir félagsmenn þess, með einhljóða samþykktum félagsmanna".
Í sömu fundargerð segir ennfremur að einn maður var kosinn í stjórn félagsins og hlaut Jón Þorkelsson Ingveldarstöðum kosningu. Fundarmenn ákváðu einnig eftir alllangar umræður að kjósa skemmtinefnd sem var ætlað að efla hag félagsins, þau sem voru kosin í þessa nefnd voru;
Jóhanna Sigurðardóttir Hólakoti,
Sigurbjörg Hálfdánardóttir Hólakoti,
Pétur Jónasson Reykjum,
Jón Þorkelsson Ingveldarstöðum og Skafti Sigurfinnsson frá Meyjarlandi.
Einnig var Árni Þorvaldsson Hólakoti kosinn bókavörður.

Málfundafélag Hofshrepps

  • S03702
  • Association
  • 1908-1912

Málfundafélag Hofshrepps var stofnað 29.nóvember 1908, þegar nokkrir menn í Hofsósi beittu sér fyrir því að stofnað yrði málfundafélag á Hofsósi og nágrenni. Eins og segir í fyrstu fundagerð félagsins, "Nokkrir menn höfðu skrifað sig undir boðsbréf þessu viðkomandi sem væntanlegir félagsmenn og hafði þeim verslunarstjóra Ólafi Jenssyni og presti Sr. Pálma Þóroddssyni verið falið að semja uppkast að lögum fyrir félagið og stýra þessum fyrsta fundi". Á fundinum voru lögð fram uppkast af lögum félagsins eins og þau koma fram fremst í bókinni. Á fyrsta fundinum urðu talsverðar umræður um 3. og 4. grein lagana en þær voru að síðstu samþykktar með meirihluta atkvæða, þá með viðauka, en aðrar greinar laganna voru samþykktar óbreyttar.
Af fundargerðunum má sjá að félagið hafði mikinn áhuga á framfararmálum í kauptúninu, sem dæmi að fá talsíma lagðann til Hofsóss, sundkennslu og halda þorrablót. Fundurinn ræddi einnig um óþrifnað í kauptúninu sem væri ábótavant og mikil hneisa fyrir samfélagið og ræddi um tillögur til úrbóta í þeim málum.

Tilgangur félagsins eins og segir í lögum félagsins er a halda uppi málfundum í félaginu, æfa félagsmenn við ræðuhöld fundarstjóra, skrifarastörf í fundum og annað er að fundarhaldi lítur. Einnig jafnframt að ráða og vekja menn til umhugsunar um þau mál er varða til umhugsunar um þau mál er varða almannaheill, hvort heldur er innan takmarka sveitarinnar eða alls landsins í heild sinni. Ennfremur segir í lögunum að tilgangur þess sé ekki eingöngu sá að styðja almenn nauðsynjamál með fylgi sínu eða forustu, heldur einnig að styðja allskonar félagsskap til skemmtunar og fróðleiks.

Málfundafélag Hofshrepps

  • S03702
  • Association
  • 1908-1912

Málfundafélag Hofshrepps var stofnað 29.nóvember 1908,
Nokkrir menn í Hofsósi beittu sér fyrir því að stofnað yrði málfundafélag á Hofsósi og nágrenni. Eins og segir í fyrstu fundagerð félagsins, "Nokkrir menn höfðu skrifað sig undir boðsbréf þessu viðkomandi sem væntanlegir félagsmenn og hafði þeim verslunarstjóra Ólafi Jenssyni og presti sr. Pálma Þóroddssyni verið falið að semja uppkast að lögum fyrir félagið og stýra þessum fyrsta fundi". Á fundinum voru lögð fram uppkast af lögum félagsins eins og þau koma fram fremst í bókinni, það urðu talsverðar umræður um 3. og 4. grein lagana en þær voru að síðstu samþykktar með meirihluta atkvæða, þá með viðauka, en aðrar greinar laganna voru samþykktar óbreyttar.
Af fundargerðunum má sjá að félagið hafði mikinn áhuga á framfararmálum í kauptúninu, sem dæmi að fá talsíma lagðann til Hofsóss, sundkennslu og halda þorrablót. Fundurinn ræddi einnig um óþrifnað í kauptúninu sem væri ábótavant og mikil hneisa fyrir samfélagið og ræddi um tillögur til úrbóta í þeim málum.

Tilgangur félagsins eins og segir í lögum félagsins er a halda uppi málfundum í félaginu, æfa félagsmenn við ræðuhöld fundarstjóra, skrifarastörf í fundum og annað er að fundarhaldi lítur. Einnig jafnframt að ráða og vekja menn til umhugsunar um þau mál er varða til umhugsunar um þau mál er varða almannaheill, hvort heldur er innan takmarka sveitarinnar eða alls landsins í heild sinni. Ennfremur segir í lögunum að tilgangur þess sé ekki eingöngu sá að styðja almenn nauðsynjamál með fylgi sínu eða forustu, heldur einnig að styðja allskonar félagsskap til skemmtunar og fróðleiks.

Slátursamlag Skagfirðinga hf.

  • S03749
  • Association
  • 1965-1986

Þessi fundagerðabók segir ekki frá upphafi félagsins, en kemur inn 25 ágúst 1965 þegar aðalfundur var haldin í Sláturfélagi Skagfirðinga h/f á Sauðárkróki. Formaður félagsins Bjartmar Kristjánsson setti fundinn og stjórnaði honum. Guðjón Jónsson flutti skýrslu stjórnarinnar. Hann minntist lauslega á þá erfiðleika sem Verslunarfélagið hefði átt við að etja að undanförnu og einnig það að vegna þeirra hefði verið horfið að því ráði á síðastliðnu ári að auka hlutafé í Slátursamlaginu og hefði það þegar borið talsverðan árangur. Einnig las Guðjón upp álitsgerð um það að Slátursamlagið h/f keypti sláturhús Verslunarfélags Skagfirðinga og yrði það síðan rekið sem sérstakt fyrirtæki. Síðan 2. sept. 1965 kom stjórn Slátursamlagsins ásamt stjórn V.E.S.S saman á fund og gekk frá kaupsamningi á Sláturhúsinu ásamt afsali hússins. Að því loknu ræddi stjórn samlagssins um væntanlegan rekstur sláturhússins. Það sem eftir var árs 1965 kom stjórnin saman 15 sinnum til umræðu um málefni félagsins og útvegun á fé, til greiðslu til bænda og starfsfólks í sláturhúsi.
( Þetta stendur í fundagerðabók er liggur í þessu safni.) LVj

Tónlistarfélag Skagafjarðar (2001-2023)

  • S03637
  • Association
  • 2001-2023

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

Ungmennafélag Höfðstrendinga*

  • S03652
  • Association
  • 1917 - 1987

Þann 25. mars.1917 komu nokkur ungmenni úr Hofsós og grendinni saman í þinghúsi hreppsins í þeim tilgangi að stofna ungmennafélag. Á þessum fyrsta fundi var samþykkt að félagið héti Ungmennafélag Höfðstrendinga. U.M.F.H. Og svo segir m.a. í lögum nýs félags, að félagsmenn geta þeir orðið sem ekki neyta áfengra drykkja og þeir sem eru innan 20 ára ( breyttist svo í 16 ára ). Séu ekki tóbaksneytendur en aldurstakmark félagsmanna er 12 - 40 ára og byggja þeir stefnu sína á kristilegum grundvelli. Allir sem skrifa undir skuldbindingu og lög félagsins skulu þúast. Fundir skulu byrja og enda með því að syngja eða lesa eitthvað ættjarðarljóð. Í bréfi sem Björn í Bæ ritar og er í þessum gögnum segir að fyrsta verkefni var að stofna Unglingaskóla og að það var mikill áhugi hjá fólki að láta gott af sér leiða og margir hafi fengið sínar fyrstu æfingu að setja hugsanir sínar í mælt mál. Starfrækt var kartöflurækt, opnuð var sundlaug milli Hugljótstaða og Hólakots, árið 1927 var strengt heit að koma upp samkomuhúsi og 29 .des.1928 var húsið fullbyggt og vígt með viðhöfn og skýrt Skjaldborg. Það var eins og öll skemmtanahöld lifnuðu við með tilkomu Skjaldborgar, leikfélagið var með margar sýningar og starfandi karlakórinn Þröstur, flestir ungmennafélagar, þá þótti engin skemmtun boðleg nema samsöngur væri. Félagar ungmennasambanda skiptust á að mæta á fundi hjá hvorum öðrum og flutt voru ýmis erindi sem voru svo tekin til umræðu, þetta færði unga fólkið saman í starfi og góðum anda.
Stjórnarfundur sem haldin var 11.maí.1982 í U.M.F.Höfðstrending samþykkti ( áður samþ á aðalfundi 24. febrúar.1982 ) að UMSS hafi forgöngu um viðræður milli U.M.F Geisla og U.M.F Höfðstrendings. Í Byggðasögu Skagafjarðar X. bindi er þess getið að með sameiningu Ungmennafélags Geisla í Óslandshlíð og Íþróttafélagsins Neista 22. mars.1990 hafi orðið til Ungmennafélag Neisti og Ungmennafélag Höfðstrendingur hafi ekki verið með í þeirri sameiningu og starfaði ekkert eftir þetta.

Ungmennafélag Holtshrepps

  • S03643
  • Association
  • 1919-1971?

Stofnfundur Ungmennafélags Holtshrepps var haldinn 9. febrúar 1919 að Stóraholti, alls voru 22 stofnfélagar. Tilgangur félagsins eins og segir í 2.gr "er að æfa meðlimi sína í að koma hugsun sinni skýrt fram í ræðu og riti. Virkja athygli þeirra á ýmsum vitsömum framfara málefnum og koma þeim í framkvæmd að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur". Inntökurétt höfðu bæði konur og karlar í Holtshreppi frá 12 til 30 ára aldurs, utanhreppsmenn fengu inngöngu í félagið aðeins með samþykki meirihluta félagsmanna á lögmætum fundi. Allir félagsmenn eldri en 14 ára höfðu atkvæðisrétt. Fyrsti formaður félagsins var Snorri Snorrason.
Ýmislegt bendir til þess að Ungmennafélagið Von í Stíflu hafi runnið saman við félagið kringum 1945 þó ekki sé það beint nefnt í fundargjörðum félaganna.

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

  • S03651
  • Association
  • 1898 - 1990

Bindindisfélagið Tilreyndin var stofnað 12.febrúar 1898. Það var svo 1923 sem félaginu er breytt í Bindindisfélagið Geisli. Í febrúar 1926 var á aðalfundi rætt um að ungmennafélagsnafn eigi betur við lög félagsins og einnig til þess að fá fleira fólk í félagið. Að lokinni atkvæðagreiðslu var þetta samþykkt með 12 atkvæðum gegn 8 og U.M.F Geisli varð til. Á aðalfundi U.M.F Geisla 22. mars.1990 var svo samþykk sameining U.M.F Geisla og Íþróttafélagsins Neista að því tilskyldu að hið sameiginlega félag starfi áfram sem ungmennafélag innan U.M.S.S.Tillagan var samþykkt með samhljóð atkvæðum allra fundarmanna.

Veiðifélag Sæmundarár

  • S03747
  • Association

Veiðifélag Sæmundarár er hagsmunafélag jarðareigenda sem hafa veiðiréttindi / hlunnindi í Sæmundará og Miklavatni.