Showing 1 results

Authority record
Smiður Hofsós

Bragi Þór Jósafatsson (1930-2018)

  • S03580
  • Person
  • 10.02.1930-02.12.2018

Bragi Þór Jósafatsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 10.02.1930, d. 02.12.2018 í Borgarnesi. Foreldrar: Jóhanna Sigríður Jónsdóttir (1907-2000) og Jósafat Sigfússon (1902-1990).
Þegar Bragi var á fimmta ári fluttist fjölskyldan að Sælandi á Hofsósi og þaðan til Sauðárkroks 1947. Hann lærði húsgagnasmíði hjá föður sínum og 1954 stofnaði hann Trésmiðjuna Hlyn ásamt æskuvini sínum, Birni Guðnasyni og fleirum. Bragi lék á harmónikku og spilaði fyrir dansi vítt og breitt um Skagafjörð með Jóni bróður sínum sem lék á trommur. Árið 1971 fluttist fjöldskyldan í Borgarnes. Þar fór Bragi í samstarf með mági sínum, Birni Arasyni, við verslunarrekstur. Þeir ráku Stjörnuna og Húsprýði þar. Bragi tók virkan þátt í stafi sjálfstæðisflokksins og var félagi í Lions og Frímúrarareglunni.
Maki: María Guðmundsdóttir (f. 1936). Þau eignuðust fjögur börn.