Sýnir 6400 niðurstöður

Nafnspjöld

Þóra Helgadóttir (1924-2008)

  • S02670
  • Person
  • 11. apríl 1924 - 16. nóv. 2008

Þóra Helgadóttir fæddist í Merkigarði 11. apríl 1924. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum. Þóra var 14 ára þegar móðir hennar dó, hún tók þá fljótlega við heimilishaldi í Merkigarði og sá um heimilið fyrst fyrir föður sinn og síðan fyrir Arnljót bróður sinn. Þóra fór í Húsmæðraskólann á Blönduósi um tvítugt og var þar í einn vetur. Þóra eignaðist einn son, Sigurð Helga Þorsteinsson, rafvirkjameistara í Skagafirði. Árið 1991 flutti Þóra á Sauðárkrók og hélt heimili fyrir Sigurð son sinn þar til hann andaðist.

Ragnheiður Hrefna Ólafsdóttir (1963-

  • S02230
  • Person
  • 30.04.1963-

Dóttir Báru Þórönnu Svavarsdóttur og Ólafs Axels Jónssonar. Bóndi á Ríp í Hegranesi. Kvænt Birgi Þórðarsyni, þau eiga fjögur börn.

Þorkell Gíslason (1961-

  • S02247
  • Person
  • 09.03.1961-

Frá Vöglum, sonur Kristínar Heiðar Sigurmonsdóttur frá Kolkuósi og Gísla Magnússonar frá Vöglum. Bóndi á Víðivöllum í Blönduhlíð.

Margrét Sæmundsdóttir (1960-

  • S02250
  • Person
  • 27. des. 1960-

Dóttir Sæmundar Árna Hermannssonar frá Ysta-Mói og Ásu Sigríðar Helgadóttur frá Vestmannaeyjum. Hjúkrunarfræðingur á Sauðárkróki.

Eyjólfur Sverrisson (1968-

  • S02263
  • Person
  • 03.08.1968-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur. Fyrrum knattspyrnumaður. Framkvæmdastjóri. Kona hans er Anna Pála Gísladóttir, grunnskólakennara.

Björn Jóhann Björnsson (1967-

  • S02267
  • Person
  • 20.05.1967-

Sonur Björns Finnboga Guðnasonar og Margrétar Björneyjar Guðvinsdóttur. Blaðamaður í Kópavogi.

Héðinn Sigurðsson (1971-

  • S02274
  • Person
  • 18. maí 1971-

Sonur Önnu Rósu Skarphéðinsdóttur og Sigurðar Ágústssonar.

Stefán Vagn Stefánsson (1972-

  • S02275
  • Person
  • 17.01.1972-

Sonur Stefáns Guðmundssonar og Hrafnhildar Stefánsdóttur. Yfirlögregluþjónn á Norðurlandi Vestra.

Brynjar Pálsson (1936-

  • S02280
  • Person
  • 10. júní 1936-

Ólst upp á Sauðárkróki hjá móðurforeldrum sínum þeim Júlíusi Pálssyni og Brynhildi Jónsdóttur. Kvæntist Vibekku Bang árið 1963, þau eignuðust tvo syni. Þau ráku Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki frá árinu 1982 til ársins 2005. Búsettur á Sauðárkróki.

Ingibjörg Kristjánsdóttir (1922-2010)

  • S02285
  • Person
  • 11.09.1922-02.01.2010

Ingibjörg Kristjánsdóttir var fædd 11. september 1922. Foreldrar hennar voru Kristján Árnason bóndi á Krithóli í Skagafirði og kona hans Ingibjörg Jóhannsdóttir. Fósturforeldrar hennar voru Sigurður Þórðarson alþingismaður og kaupfélagsstjóri á Nautabúi, síðar Sauðárkróki, og kona hans Ingibjörg Sigfúsdóttir. Ingibjörg giftist 27. maí 1944, Guðjóni Ingimundarsyni (1915-2004) og áttu þau saman sjö börn. Ingibjörg lauk hefðbundinni skólagöngu og fór í Kvennaskólann á Blönduósi áður en hún giftist Guðjóni. Þau bjuggu á Sauðárkróki alla sína hjúskapartíð. Hún vann við verslunarstörf en síðan tóku við skyldur og störf á stóru heimili. Hún var félagi í Kirkjukór Sauðárkróks í mörg ár og starfaði í Kvenfélagi Sauðárkróks um árabil. Þá lagði hún ýmsum félögum lið ekki síst þeim sem tengdust félagsstarfi eiginmannsins. Eftir að börnin uxu úr grasi starfaði hún við Sundlaug Sauðárkróks til starfsloka.

Hans Birgir Friðriksson (1953-

  • S02888
  • Person
  • 06.06.1953-

Sonur Sesselju Hannesdóttur og Málfreðs Friðriks Friðrikssonar. Búsettur á Sauðárkróki.

Páll Tómasson (1902-1990)

  • S02293
  • Person
  • 4. okt. 1902 - 16. jan. 1990

Páll fæddist að Bústöðum í Austurdal í Skagafirði, sonur Tómasar Pálssonar og Þóreyjar Sigurlaugar Sveinsdóttur. Árið 1938 gekk hann að eiga Önnu Jónínu Jónsdóttur frá Syðri-Grund í Svarfaðardal, þau eignuðust fjórar dætur. Trésmiður á Akureyri.

Sigríður Guðbjörg Anna Sigmundsdóttir (1862-1922)

  • S02299
  • Person
  • 9. okt. 1862 - 16. júlí 1922

Faðir: Sigmundur Pálsson, bóndi Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir. Ólst upp á Ljótsstöðum hjá foreldrum sínum.
Giftist Guttormi Vigfússyni alþingismanni frá Geitagerði í Fljótsdal, 23. ágúst 1888. Þau bjuggu í Geitagerði 1894-1928, þau eignuðust átta börn.

Björn Jónsson (1858-1924)

  • S02312
  • Person
  • 15. júlí 1858 - 3. feb. 1924

Björn Jónsson fæddist 15. júlí 1858 í Broddanesi í Kollafirði. Faðir: Jón hreppstjóri í Broddanesi (1814-1902). Móðir: Guðbjörg Björnsdóttir (1825-1915) húsmóðir í Broddanesi.
,,Björn lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1884 og prófi úr Prestaskólanum 1886. Veittir Bergsstaðir í Svartárdal árið 1886 og vígður sama ár. Veitt Miklabæjarprestakall í Blönduhlíð 1889. Fékk lausn frá embætti 1921. Prófastur í Skagafjarðarprófastdæmi 1913 til 1919. Varamaður í Landsdómi. Að áeggjan hans var Miklabæjarkirkja reist að nýju á fyrstu árum hans þar, og réð hann öllu um stærð og útlit hennar. Hann stofnaði lestrarfélög í tveimur sóknum sínum og var form. Lestrafél. Miklabæjarsóknar um langt skeið og aflaði því úrvalsbóka. Var form. Búnaðarfélags Akrahrepps alllengi, var nokkur ár í hreppsnefnd og prófdómari við barnapróf. Árið 1919 fór hann til Rvíkur að leita sér lækninga við sjóndepru, en kom alblindur heim úr þeirri ferð. Tók hann sér þá aðstoðarprest, sr. Lárus Arnórsson, sem síðar varð tengdasonur hans. Fékk hann lausn frá embætti og flutti með fjölskyldu sína að Sólheimum í Blönduhl. og andaðist þar." Björn kvæntist Guðfinnu Jensdóttur (1862-1938) frá Innri-Veðrará í Önundarfirði. Saman áttu þau 11 börn og ólu upp þar að auki 2 fósturbörn.

Ólafur Jóhannsson (1868-1941)

  • S02669
  • Person
  • 15. mars 1867 - 15. mars 1941

Faðir: Jóhann Ólafsson (þá vinnumaður á Keldum). Móðir: Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir. ,,Ólafur ólst upp með föður sínum, fyrst á Keldum í Sléttuhlíð, síðan í Felli hjá sr. Einari Jónssyni. Kenndi prestur honum helstu námsgreinar. Úr Sléttuhlíðinni lá leiðin til Siglufjarðar. Stundaði Ólafur þar bæði sjósókn og verslunarstörf á sumrin, en farkennslu í Skagafirði á vetrum. Átti hann fiskiskip móti öðrum manni og stjórnaði því um skeið. Varð það danskt fiskiskip, einmastrað, og bar nafnið "Svanurinn". Ólafur var bóndi á Keldum 1899-1901, í húsmennsku á Gilsbakka 1901-1904, og bóndi Hryggjum á Staðarfjöllum 1904-1906 er hann flutti til Sauðárkróks. Þar stundaði hann sjóinn á sumrin en barnakennslu á vetrum, auk þess hafði hann töluverða bóksölu. Haustið 1931 flutti Ólafur ásamt konu sinni til Akureyrar þar sem þau bjuggu til æviloka."
Maki: Guðlaug Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust einn son.

Sigurjón Friðbjörn Björnsson (1926-

  • S02331
  • Person
  • 25. nóv. 1926-

Foreldrar: Halldóra Friðbjörnsdóttir frá Hvammkoti á Skaga og s.m.h. Björn Björnsson járnsmiður á Sauðárkróki. Sálfræðingur að mennt. Fyrrum prófessor í sálarfræði við Háskóla Íslands. Rithöfundur og þýðandi. Kvæntist Margréti Eybjörgu Margeirsdóttur.

Sólveig Kristín Einarsdóttir (1939-

  • S02334
  • Person
  • 24. nóv. 1939-

Dóttir Einars Olgeirssonar alþingismanns og konu hans Sigríðar Þorvarðsdóttur. Sólveig býr í Ástralíu ásamt eiginmanni sínum. Er bóndi og rithöfundur.

Jón Júlíus Ferdinandsson (1929-1996)

  • S02341
  • Person
  • 1. mars 1929 - 20. júlí 1996

Alinn upp í Reykjavík. Hann lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Skósmiður á Hverfisgötu til margra ára. Starfaði einnig um árabil hjá Veðurstofu Íslands, Prentsmiðju Reykjavíkurborgar og síðustu árin sem kennari hjá Námsflokkum Reykjavíkur og Kópavogs. Kvæntist Helgu Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi, þau eignuðust fjögur börn.

Jónas Jónsson (1930-2007)

  • S02343
  • Person
  • 9. mars 1930 - 24. júlí 2007

Jónas var fæddur að Ystafelli í Köldukinn, sonur hjónanna Jóns Sigurðssonar bónda og rithöfundar og Sigríðar Helgu Friðgeirsdóttur húsfreyju. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. árið 1952 og búfræðinámi frá Hólum 1953. Jónas lauk meistaranámi frá landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi1957 og stundaði framhaldsnám í jurtakynbótum og frærækt í Wales á árunum 1961 - 1962. Hann kenndi við Bændaskólann á Hvanneyri 1957-1963 og starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Reykjavík 1963-1966 og var jarðræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands 1974 - 1980 og aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra 1971-1974. Jónas var búnaðarmálastjóri 1980-1995. Eftir það vann hann að sérverkefnum fyrir Bændasamtök Íslands og stundaði einnig ritstörf. Umhverfismál og náttúruvernd voru Jónasi ætíð hugleikin og m.a. var hann formaður Skógræktarfélags Íslands 1972-1981. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn 1973-1974 og var varaþingmaður frá 1969. Jónas kvæntist Sigurveigu Erlingsdóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Kristján B. Jónasson (1967-

  • S02347
  • Person
  • 23. nóv. 1967-

Kristján er fæddur á Sauðárkróki 1967. Hann ólst upp á Syðri-Hofdölum og Sauðárkróki. Bókaútgefandi og eigandi Crymogea bókaútgáfu. Býr í Skerjafirði.

Jóhanna Pétursdóttir (1872-1964)

  • S02350
  • Person
  • 31. okt. 1872 - 6. mars 1964

Foreldrar: Pétur Sigurðsson b. á Sjávarborg í Borgarsveit og Bjargar Bjarnadóttur frá Engihlíð í Langadal. Var á Sjávarborg. Bjó áður í Borgargerði í Skarðshreppi. Síðast á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Árni Kristjánsson (1912-2003)

  • S02357
  • Person
  • 4. feb. 1912 - 22. sept. 2003

Árni var fæddur í Laxárdal í Þistilfirði 4. febrúar 1912, sonur hjónanna Ingiríðar Árnadóttur og Kristjáns Þórarinssonar, en þau reistu nýbýlið Holt í Þistilfirði. Árni ólst upp í Holti og bjó þar alla tíð. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum í einn vetur og annan vetur í Alþýðuskólanum á Eiðum. Einn vetur dvaldi Árni í Reykjavík við smíðanám. Hann var ókvæntur og barnlaus. Árni var bóndi af lífi og sál og var meðal stofnenda fjárræktarfélagsins Þistils og formaður í 40 ár.

Gunnar Halldórsson (1933-2011)

  • S02358
  • Person
  • 15. feb. 1933 - 31. ágúst 2011

Gunnar var fæddur á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 15. febrúar 1933. Foreldrar hans voru Þuríður Árnadóttir og Halldór Ólason. ,,Ævistarf Gunnars var við bústörf. Gunnar og bróðir hans Óli bjuggu félagsbúi á Gunnarsstöðum og ræktuðu bæði sauðfé og mjólkurkýr auk þess sem alltaf voru reiðfær hross á bænum. Ræktunarstarf þeirra bræðra í búfjárrækt var landsþekkt og verðlaunað. Gunnar var afskaplega glöggur á skepnur og hélt vel um bústofn sinn. Hann var náttúrubarn, elskaði landið sitt og þekkti hverja þúfu og hól í nágrenni sínu. Eftir lát Óla bróður síns bjó hann áfram félagsbúi með ekkju Óla, Hólmfríði Kristdórsdóttur. Gunnar bjó alla tíð að Gunnarsstöðum allt til ársins 2008 er hann flutti ásamt Hólmfríði mágkonu sinni á Dvalarheimilið Naust á Þórshöfn, þar sem hann bjó til dánardags."

Jón Stefánsson (1894-1964)

  • S03378
  • Person
  • 01.12.1894-03.01.1964

Jón Stefánsson, f. á Steinavöllum í Flókadal 01.12.1894, d. 01.03.1964. Foreldrar: Stefán Sigurður Jónsson bóndi í Nesi og kona hans Guðrún Friðriksdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrsta á Steinavöllum og síðan á Hálsi og í Nesi. Hann byrjaði búskap í Nesi, fyrst á móti föður sínum en frá 1924 bjó hann einn á jörðinni til 1937. Þá fluttist hann að Hvammkoti við Hofsós. Þar stundaði hann alla algenga vinnu til lands og sjávar. Í Fljótum tók hann töluverðan þátt í félagsmálum og var m.a. einn af stofnendum Samvinnufélags Fljótamanna.
Maki: Sigurbjörg Halldóra Jónsdóttir. Þau eignuðust fimm börn en eitt fæddist andvana. Fyrir átti Sigurbjörg eitt barn. Jón eignaðist barn með Rósu Jóakomsdótur, Björn (f. 1925). Einnig ólu þau upp að mestu leyti bróðurson Sigurbjargar.

Sigurður Konráðsson (1902-1986)

  • S03373
  • Person
  • 02.02.1902-25.09.1986

Sigurður Konráðsson, f. á Dæli í Sæmundarhlíð 02.02.1902, d. 25.09.1986. Foreldrar Konráð Konráðsson bóndi á Skarðsá og barnsmóðir hans Halldóra Sigvaldadóttir. Halldóra móðir Konráðs og móðuramma hans Ingibjörg voru í húsmennsku þegar hann fæddist og fylgi hann þeim á milli bæja næstu árin. Sigurður var í kaupavinnu og vinnkumennsku strax og aldur leyfði og mun lengst hafa verið á Fjalli. Árið 1930 reisti hann bú á þriðjungi jarðarinnar Dúks en vorið 1932 fékk hann hálfa Geirmundarstaði til ábúðar. Árið 1935 fluttist hann að Varmalandi þar sem hann bjó síðan, fyrst sem leiguliði en keypti jörðina árið 1948. Árið 1958 hófu dóttir Sigurðar og Önnu og tengdasonur þeirra sambýli með þeim að Varmalandi en þau bjuggu þar áfram meðan heilsa leyfði.
Maki: Anna Guðrún Stefanía Sveinsdóttir, (1904-1977).
Þau eignuðust þrjú börn.

Frímann Arnar Ásmundsson (1942-)

  • S03365
  • Person
  • 23.08.1942-

Frímann Arnar Ásmundsson, f. 23.08.1942. Foreldrar: Ásmundur Frímannsson (1919-2008) og Ólöf Sveinbjörg Örnólfsdóttir (1919-2007).

Fjóla B. Bárðdal (1929-2011)

  • S03312
  • Person
  • 12.05.1929 - 10.01.2011

Fædd 12. maí 1929 á Fossi í Blönduhlíð í Skagafirði. Látin 10. janúar 2011 á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Fjóla var í sambúð með Sigurþóri Hjörleifssyni, f. 15.06.1927.
Fjóla ólst upp á Sauðárkróki. Hún fór ung í vist á Sauðárkróki og vann síðar við ýmis störf svo sem fiskvinnu og saumaskap.
Haustið 1967 tók Fjóla að sér heimilið í Messuholti og þrjár ungar dætur Sigurþórs og Guðbjargar Hafstað sem lést 02.07.1966. Fjóla tók virkan þátt í Kvenfélagi Skarðshrepps og var ein af stofnendum þess. Í mörg ár voru börn í sumardvöl hjá Fjólu og önnur til lengri tíma. Einnig var hún dagmamma um árabil.

Pálína Björnsdóttir (1866-1949)

  • S03361
  • Person
  • 09.08.1866-23.12.1949

Pálína Björnsdóttir, f. 09.08.1866, d. 23.12.1949 á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Foreldrar: Björn Pétursson bóndi á Hofstöðum og fyrri kona hans, Margrét Pálsdóttir. Pálína dvaldi í föðurhúsum fram undir tvítugt. Þá fór hún í ljósmæðraskóla á Akureyri. Alla tíð síðan stundaði hún ljóðsmóðurstarf, eða 52 ár. Hún þótti einstaklega dugleg til vinnu og farsæl í ljósmóðurstörfum sínum. Hún og eiginmaður hennar stunduðu búskap í Syðri-Brekkum í Blönduhlíð.
Maki: Jónas Jónsson (1856-1941). Þau eignuðust sex börn.

Jónmundur Gunnar Guðmundsson (1908-1997)

  • S003316
  • Person
  • 07.05.1908 - 25.08.1997

Jónmundur Gunnar Guðmundsson fæddist í Langhúsum, Fljótum í Skagafjarðarsýslu 7. Maí 1908.
Foreldrar hans voru hjónin Lovísa Sigríður Grímsdóttir og Guðmundur Árni Ásmundsson, Laugalandi. Jónmundur var sjöundi í röðinni af níu systkinum. Hann kvæntist Valeyju Benediktsdóttur frá Haganesi, Fljótum þann 26. September 1931. Jónmundur og Valey eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu að Laugalandi í Fljótum til 1954 en þá fluttu þau á Akranes. Á Akranesi starfaði Jónmundur lengst af hjá Sementsverksmiðju ríksins sem birgðavörður.

Haraldur Sigurðsson (1876-1943)

  • S03317
  • Person
  • 18.10.1876 - 18.09.1943

Haraldur Sigurðsson fæddist 18. október 1876 og lést 18. september 1943. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson bóndi og kona hans Guðbjörg Sigurðardóttir. Haraldur fæddist í Háamúla í Rangárvallasýslu. Haraldur var með foreldrum sínum í æsku að Háamúla og Butru í Fljótshlíð. Hann hóf nám í Möðruvallaskóla haustið 1894 og gekkst undir burtfararpróf frá skólanum vorið 1896. Hann var kaupmaður, sjómaður og trésmiður. Hann var síðast kvæntur Guðnýju Kristjönu Einarsdóttur og bjuggu þau í húsinu Sandi í Vestmannaeyjum.

Jónína Valgerður Ólafsdóttir (1886-1980)

  • S03327
  • Person
  • 31.03.1886-03.01.1980

Jónína Valgerður Ólafsdóttir f. 31.03.1886, d. 03.01.1980. Foreldrar: Ólafur Jóhannesson bóndi í Minnihlíð í Bolungarvík og kona hans Margrét Ólafsdóttir. Hún ólst upp með foreldrum sínum á Hanhól og síðan í Minnihlíð í Bolungarvík. Ung réðist hún sem kaupakona til Jóns Pálmasonar á Ytri-Löngumýri. Þau fellldu hgi saman og giftust árið 1916. Árið 1923 fluttu þau að Akri í Torfalækjarhreppi.
Maki: Jón Pálmason, bóndi og alþingismaður. Þau eignuðust sex börn

Ari Arason (1763-1840)

  • S03334
  • Person
  • 23.03.1763-06.12.1840

Faðir: Séra Ari Þorleifsson að Tjörn í Svarfaðardal. Móðir: Þorkatla Sigurðardóttir frá Barði. "Eftir lát föður síns (1769) ólst han upp hjá föðurbróður sínum, síra Jóni Þorleifssyni að Múla; var eftir lát hans með móður sinni að Ingvörum og að Syðri Brekkum í Skagafirði. Tekinn í Hólaskóla 1782, stúdent þaðan 25. maí 1789 ... Fekk 2. okt. s. á. Predikunarleyfi í Skálholtsbyskupsdæmi og var þá kominn suður að nema lækningar af Jóni landlækni Sveinssyni í Nesi við Seltjörn; tók próf hjá honum 7. Júlí 1794. Var 4. Sept. 1795 settur til aðstoðar Jóni lækni Péturssyni í Norðlendingafjórðungi .... . Settur fjórðungslæknir þar 18. Júlí 1801, en skipaður til fullnaðar 9. apr. 1802. Bjó fyrst á Víðivöllum í Blönduhlíð, sem hann hafði keypt, til 1805, er hann fluttist að Flugumýri, sem hann keypti ásamt fleiri jörðum Hólastóls í Skagafirði. Fekk lausn frá embætti 21. Jan. 1820, en stundaði þó lækningar eftir það. Var falið að lækna sárasótt, sem upp kom í Húnavatnsþingi 1824 (dagbók hans í Lbs. 1208, 4, to). Hann andaðist á Flugumýri. ... Lækningar heppnuðust honum allvel.“
Eiginkona: Sesselja Vigfúsdóttir (1780-1843). Tilgreind þrjú börn: Guðlaug, Anna Sigríður, Ari.
(Páll Eggert Ólason: Íslenskar æviskrár I, bls. 12-13).

Vilhjálmur Árnason (1898-1974)

  • S03338
  • Person
  • 30.10.1898-09.09.1974

Vilhjálmur Árnason, f. í Víkum á Skaga 30.10.1898, d. 09.09.1974 á Sauðárkróki. Foreldrar: Árni Antoníus Guðmundsson bóndi og smiður í Víkum og kona hans Anna Lilja Tómasdóttir. Vilhjálmur ólst upp í Víkum, þar sem forfeður hans höfðu búið margar kynslóðir. Hann ólst upp við landbúnaðarstörf og útgerð þar. Hann var bóndi í Víkum 1926-1934 fyrst á hálfri jörðinni og síðan allri. Bjó á Hvalnesi 1934-1956 og síðan á Sauðárkróki til æviloka. Þar stundaði hann ýmsa verkamannavinnu, m.a. í fiskvinnslu og á sláturhúsi.
Maki: Ásta Jónína Kristmundsdóttir (1902-1980).Þau eignuðust þrjú börn. Einnug ólu þau upp tvö fósturbörn, Karl Thomsen Hólm og Önnu Lilju Leósdóttur.

Gunnar Már Ingólfsson (1944-2001)

  • S03359
  • Person
  • 24.12.1944-11.05.2001

Gunnar Már Ingólfsson, f. á Sauðárkróki 24.12.1944, d. 11.05.2001. Foreldar: Unnur Hallgrímsdóttir og Ingólfur Nikódemusson.
Maki 1: Anna Sigurbjörg Leópoldsdóttir. Þau eignuðust tvær dætur. Fyrir átti Anna einn sön. Gunnar og Anna skildu.
Maki 2: Hólmfríður Ragnarsdóttir (f. 1950). Hún á þrjú börn.
Gunnar ólst upp á Sauðárkróki og lauk hefðbundinni skólagöngu þar. Á unglingsárum vann hann ýmis störf til sjávar og sveita. Hann réðist snemma til starfa hjá mjólkursamlagi KS. Hann fór til Noregs 1964 og stundaði þar nám í mjólkurfræði. Að námi loknu, árið 1968, settist hann að á Sauðárkróki og vann þar til 1978. Þá flutti hann á Selfoss og vann hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Frá Selfossi flutti hann til Reykjavíkur og starfaði hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Hann starfaði við sjómennsku um tíma, og vann þá m.a. hjá Hafskip. Einnig vann hann hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga. Árið 1987 flutti hann aftur í Skagafjörrð og vann hjá mjólkursamlagi KS til dánardags. Hann tók þátt í starfi Leikfélags Sauðárkróks, UMF Tindastóls og Kiwanisklúbbsins Drangeyjar. Einnig söng hann í kórum og var m.a. í Karlakórnum Heimi.

Björn Skúlason (1893-1975)

  • S03367
  • Person
  • 07.12.1893-11.06.1975

Tökubarn í Vatnshlíð, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1901. Var í Gunnarshúsi, Sauðárkrókssókn1910. Kom frá Sauðárkróki að Ríp 1911. Bóndi á Söndum á Borgareyju. Veghefilsstjóri. Bílstjóri á Sauðárkróki 1930. Síðast búsettur á Sauðárkróki.
Kona hans var Ingibjörg Jósafatsdóttir.

Jón H. Ísleifsson (1880-1954)

  • S03351
  • Person
  • 29.08.1880-31.05.1954

Jón Hallsson Ísleifsson, f. að Hvammi í Laxárdal 29.08.1880, d. 31.05.1954. Foreldrar: Ísleifur Einarsson (1833-1895) og Seeselja Jónsdóttir. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík árið 1900. Hóf þá verkfræðinám, fyrst í Kaupamannahöfn en síðan við verkfræðiskólann í Þrándheimi og lauk prófi þaðan árið 1911. Að prófi loknu tók hann að sér ýmis verkfræðistörf.
Maki: Jóhanna Pálmadóttir. Þau eignuðust tvær dætur.

Sigrún Jónsdóttir (1904-1996)

  • S03404
  • Person
  • 26.07.1904-17.06.1996

Sigrún Jónsdóttir, f. í Vík 26.07.1904, d. 17.06.1996. Foreldrar: Jón Jóhannesson og Anna Soffía Jósefsdóttir. FImm ára missti hún móður sína og ólst upp hjá föður sínum í Birkihlíð og á Auðnum. Með henni ólst upp frændi hennar, Þorsteinn Björnsson. Hún hóf búskap með Kristjáni á Litla-Vatnsskarði í A-Hún og síðan áttu þau heima á Sauðárkróki og nágrenni þar til þau slitu samvistir. Sigrún gerðist kaupakona að Dalkoti í V-Hún og kynntist þar seinni manni sínum. Þau bjuggu þar fyrst ásamt foreldrum hans en fluttu til Hvammstanga. Árið 1951 fluttu þau í Vatnahverfi í A-Hún. Þar bjuggu þau tæð 20 ár. Þá fluttu áu suður og stofnuðu til búrekstar að Katrínarkoti í Garðabæ. Nokkru síðar keypti Sigrún sér íbúð í Keldulandi 7 í Reykjavík.
Maki: Kristján Guðbrandsson frá Syðra-Hóli á Skagaströnd. Þau eignuðust fimm börn. Þau skildu.

Sigurlaug Þorkelsdóttir (1913-2005)

  • S03418
  • Person
  • 05.05.1913-18.05.2005

Sigurlaug Þorkelsdóttir, f. á Daðastöðum á Reykjaströnd 05.05.1913, d. 18.05.2005. Foreldrar: Anna Sigríður Sigurðardóttir og Þorkell Jónsson á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Sigurlaug ólst upp á Daðastöðum á Reykjaströnd. Sigurlaug var lengst af búsett á Bárustíg á Sauðárkróki og starfaði hjá Skildi. Síðustu árin bjó hún á dvalarheimilinu á Sauðárkróki.
Maki: Friðrik Friðriksson. Þau eignuðust fjögur börn, en fyrir átti Sigurlaug eina dóttur.

Helga Jónsdóttir (1895-1988)

  • S03427
  • Person
  • 28.07.1895-10.07.1988

Helga Jónsdóttir, f. 28.07.1895, d. 10.07.1988. Foreldrar: Jón Jónasson bóndi á Flugumýri og fyrri kona hans, Júlíana Ingibjörg Jónasdóttir. Helga ólst upp á Flugumýri en þangað fluttu foreldrar hennar þegar hún var á fyrsta ári. Hún missti móður sína 10 ára gömul. Helga var tvo vetur í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún var húsmóðir á Hjaltastöðum í 20 ár en eftir það fluttu hún og Stefán á Sauðárkrók og bjuggu að Skagfirðingabraut 5. Eftir dauða Stefáns flutti Helga til Hrafnhildar dóttur sinnar.
Maki: Stefán Vagnsson. Þau einguðust fimm börn.

Minný Gunnlaug Leósdóttir (1934-2002)

  • S03428
  • Person
  • 24.07.1934-03.06.2002

Minný Gunnlaug Leósdóttir, f.á Siglufirði 24.07.1934. d. 03.06.2002 í Reykjavík. Foreldar: Leó Jónsson (1909-1996) og Sóley Gunnlaugsdóttir (1908-1994).
Minný útskrifaðist frá Hjúkrunarkvennaskóla Íslands 1962 og starfaði nær óslitið síðan sem hjúkrunarkona á ýmsum stofnunum.
Maki: Eiríkur Haukur Stefánsson (1933-1992). Fyrir átti Minný einn son og eina dóttur.

Bragi Melax (1929-2006)

  • S03429
  • Person
  • 01.09.1929-02.04.2006

Bragi Melax f. á Barði í Fljótum 01.09.1929, d. 02.04.2006 í Reykjavík. Foreldrar: séra Stanley Melax prestur á Barði og Breiðabólsstað í Vesturhópi og kona hans Guðrún Ólafsdóttir Melax. Bragi ólst upp hjá foreldrum sínum á Breiðabólsstað í Vesturhópi.
Maki 1: Sigrún Ragnhildur Eiðsdóttir. Þau áttu saman þrjú börn.
Maki 2: Alma Þorvarðardóttir. Þau áttu eina dóttur.
Fyrir hjónaböndin átti Bragi eina dóttur.
Bragi starfaði sem kennari og skólastjóri. Sem ungur maður kenndi hann á Akranesi og á Strönd á Rangárvöllum. Seinna gengdi hann stðu skólastjóra við Barnaskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu. Lenst af kenndi hann við Flataskóla í Garðabæ og Hólabrekkuskóla í Reykjavík. EÁ síðustu árum starfsferils síns gengdi hann skólastjórastöðum við Grunnskólann í Garði og á Drangsnesi.

Árni Kristinsson (1883-)

  • S03447
  • Person
  • 30.04.1883-

Árni Kristinsson, f. 30.04.1883, dánardagur óþekktur. Fór til Vesturheims 1888 sennilega frá Saurbæ í Kolbeinsdal. Var kennari, búsettur í Killarney, Manitoba, Kanada.
Maki: Sigríður Jóhannsdóttir Johnson.

Heimilisiðnaðarfjelag Sauðárkróks (1919-1959)

  • S03432
  • Félag/samtök
  • 1919-1959

Heimilisiðnaðarfjelag Sauðárkróks var stofnað 23. mars 1919 á vegum kvenna úr Kvenfélagi Sauðárkróks með því markmiði að glæða hjá almenningi áhuga fyrir heimilisiðnaði. Félagið starfaði til ársins 1959. Á fyrstu árum félagsins var blómleg starfssemi í kennslu og margskonar leiðbeiningum í heimiliðsiðnaði, en varð með árunum einhæfari og að lokum hætti starfssemin.

Axel Ásgeirsson (1895-1965)

  • S03446
  • Person
  • 16.05.1895-08.11.1965

Axel Ásgeirsson, f. í Dagverðartungu í Hörgárdal 16.05.1895, d. 08.11.1965. Foreldrar: Ásgeir Björnsson og Kristjana Halldórsdóttir. Axel ólst upp hjá foreldrum sínu til átta ára aldurs, er faðir hans lést. Fór Axel þá til móðurbróður síns, Leós Halldórssonar á Rútsstöðum í Eyjafirði og var þar næstu átta árin. Hann hóf sjómennsku á síldveiðum en fór síðan í siglingar á vegum SÍS. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum Mjólkursamlags KEA og vann þar í allmörg ár. Einnig var hann lögregluþjónn á Akureyri í 3 ár og afgreiðslumaður á Bifreiðastöð Oddeyrar í 7 ár. Hann réðist til Iðunnar 1963 og starfaði þar uppfrá því.
Maki: Jakobína Jósefsdóttir. Þau eignuðust tvö börn.

Árni Elfar (1928-2009)

  • S03435
  • Person
  • 05.06.1928-05.04.2009

Árni Elfar, fæddur 05.06.1928, d. 05.04.2009. Foreldrar: Elísabet Þórunn Kristjándsdóttur frá Sauðárkróki og Benedikt Elfar Árnason frá Akureyri. Árni fæddist á Akureyri en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur þegar hann var á þirðja ári. Árni missti móður sína ungur og systir hans, eina systkinið hans, fluttist ung vestur um haf, þannig að hann fór snemma að ala önn fyrir sér sjálfur. Nam hann því meðfram vinnu hljóðfæraleik í áföngum og leitaði til margra kennara á ferli sínum, s.s. Árna nafna síns Kristjánssonar, píanóleikara. Opinber tónlistarferill hans hófst á dansæfingum í gagnfræðaskóla. Fyrir tvítugt var hann kominn í hljómsveit Börns R. Einarssonar. Árið 1950 hélt hann til Vestmannaeyja og starfaði um skeið með Sextett Haraldar Guðmundssonar. Í Eyjum tók hann að æfa sig á básúnu, sem fleytti honum seinna inn í Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem hann lék í hartnær þrjá áratugi. Á sama tíma lék Árni í ýmsum hljómsveitum s.s. KK sextettinum, Svavar Gests, Quintett Gunnars Ormslev, en sú hljómsveit vann til verðlauna á jazzhátíð í Moskvu á þeim tíma. Síðar lék hann með hljómsveitum Karls Linniendahl og Ragnars Bjaransonar. Oft stjórnaði Árni hljómsveitum sjálfur en lét dans- og dægurtónlistina að mestu á hilluna upp úr 1972. Árni var afburðar jazzpíasnisti og kom fram með fjölda erlendra tónlistarmanna á ferli sínum.
Meðfram hljóðfæraleiknum stundaði Árni alltaf myndlistina og kom við í Myndlistarskólanum í Reykjavík um skeið.
Maki: Kristjana Magnúsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn og fyrir átti Kristjana eina dóttur. Einnig áttti Árni einn son fyrir.

Sigurgeir Sigurðsson (1934-2017)

  • S03439
  • Person
  • 14.12.1934-03.10.2017

Sigurgeir Sigurðsson, f. á Sauðárkróki 14.12.1934, d. 03.10.2017. Foreldrar: Ingibjörg Eiríksdóttir og eiginmaður hennar, Sigurður P. Jónsson, kaupmaður á Sauðárkróki. Hann ólst upp á Sauðárkróki og lauk þar gagnfræðaprófi 1951. Flutti hann þá til Reykjavíkur og lauk þremur árum í Verslunarskólanum. Fór eftir það á síld en hóf síðan störf á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar í þrjú ár. Hann var starfsmaður Landsbankans 1955, starfaði hjá Varnarliðinu 1956-1959 og sem sölumaður hjá Kr. Kristjánsson 1960-1964. Hann var sveitarstjóri á Seltjarnarnesi 1965-1974 og bæjarstjóri 1974-2002. Var í sveitar-og bæjarstjórn þar og einnig varaþingmaður Reykvíkinga. Hlaut heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að sveitarstjórnarmálum árið 2000.
Maki: Sigríður Gyða Sigurðardóttir myndlistarkona. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Sigurgeir soninnn Hörð, barnsmóðir Matthildur Sonja Matthíasdóttir.

Hólmfríður Rósa Jóhannsdóttir (1874-1928)

  • S03464
  • Person
  • 28.10.1874-18.04.1928

Hólmfríður Rósa Jóhannsdóttir, f. 28.10.1874, d. 18.04.1928. Foreldrar: Jóhann Jónasson og Arnfríður Jóhannesdóttir. Rósa gist árið 1892 Páli Ólafssyni og bjuggu þau í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi. Hann lést árið 1898. Þau eignuðust þrjár dætur. Ein dó í frumbernsku. Árið 1901 fór Rósa til Vesturheims með hinar dæturnar.

Guðríður Helgadóttir (1852-1924)

  • S03466
  • Person
  • 1852-12.05.1924

Guðríður Helgadóttir, f. 1852, d. 12.05.1924. Vinnukona í Galtalæk, Bræðratungusókn 1870. Vinnukona í Reykjavík 1880. Fór til Vesturheims 1889. Var í Winnipeg Manitoba 1901. Var í Selkirk Manitoba 1916.
Maki: Gunnlaugur Sölvason. Þau eignuðust a.m.k. þrjú börn.

Niðurstöður 1276 to 1360 of 6400