Showing 551 results

Authority record
Reykjavík

Eiríkur Hreinn Finnbogason (1922-2006)

  • S02181
  • Person
  • 13. mars 1922 - 3. maí 2006

Eiríkur Hreinn Finnbogason fæddist á Merkigili í Austurdal í Skagafirði 13. mars 1922. Foreldrar hans voru Skúli Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi, þau fluttu frá Merkigili að Sveinsstöðum í Tungusveit árið 1923 og voru þar í tvö ár, bjuggu á Mið-Grund í Blönduhlíð 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og fóru þaðan til Akureyrar. ,,Eiríkur Hreinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Hann lagði stund á íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk cand. mag.-prófi 1949. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut (nú Hagaskóla) frá stofnun 1949 til 1962, og forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur 1959-60. Hann kenndi við Menntaskólann í Reykjavík 1962-63 og var fulltrúi í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins 1957-63. 1963 varð hann lektor við háskólana í Gautaborg og Lundi og starfaði þar til 1966 þegar hann tók við starfi borgarbókavarðar og gegndi því starfi til 1975. Eiríkur Hreinn var prófessor í afleysingum við Háskóla Íslands á vormisseri 1968 og síðar stundakennari þar um árabil. Hann kenndi einnig við MR og Verslunarskólann eftir að hann kom heim frá Svíþjóð. Hann var útgáfustjóri Almenna bókafélagsins frá 1975 til ársins 1994 þegar hann lét af störfum. Eiríkur Hreinn var upphafsmaður þáttarins Daglegs máls í Ríkisútvarpi 1953 og stjórnaði honum þá og 1955 og 1956. Eftir Eirík Hrein liggja ýmsar ritgerðir og greinar í blöðum og tímaritum auk formála eða eftirmála að flestum útgáfum sem hann annaðist. Hann þýddi verk eftir Graham Greene, Bertil Almgren og Per Olof Sundman. Hann var ritstjóri Félagsbréfa AB 1957-63 (ásamt öðrum) og ritstýrði ásamt öðrum íslensku útgáfunni af Sögu mannkyns, ritröð AB. Hann gaf út Dagbók í Höfn og ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar. Einnig endurbætti hann og gaf út Íslenska málfræði Björns Guðfinnssonar. Hann annaðist útgáfu á verkum eftir m.a. Guðmund G. Hagalín, Sigurð Breiðfjörð, Tómas Guðmundsson, Matthías Johannessen og Jakob Thorarensen." Eiríkur Hreinn kvæntist 4. júní 1949 Jóhönnu Pétursdóttur frá Hjalteyri, þau eignuðust þrjú börn.

Ástríður Magnúsdóttir (1904-1990)

  • S02190
  • Person
  • 18. sept. 1904 - 3. apríl 1990

Fædd og uppalinn í Laxnesi í Mosfellsdal, dóttir Magnúsar Þorsteinssonar prests og k.h. Valgerðar Gísladóttur. Ung að árum fór hún til starfa á Hvanneyri og kynntist þar mannsefni sínu, Tómasi Jóhannssyni frá Möðruvöllum í Eyjafirði. Þau kvæntust árið 1924 og höfðu á árunum 1924-1927 jörðina Hlíð í Hjaltadal á leigu, en bjuggu þó ekki þar nema eitt sumar en höfðu húsfólk á jörðinni. Þau voru búsett á Hólum til 1929 er Tómas lést. Árið 1930 flutti Ásta með dætur sínar til móður sinnar að Svanastöðum við Mosfellsheiði, fóru síðan að Brúarlandi í Mosfellssveit. Þar starfaði Ásta við símavörslu á landssímastöðinni. Árið 1939 flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Í Reykjavík starfaði Ásta m.a. á Vöggustofunni að Hlíðarenda og á Hrafnistu. Ásta og Tómas eignuðust tvær dætur.
Maki 2: Páll Guðjónsson sérleyfishafi frá Stokkseyri. Þau skildu.
Maki 3: Júlíus Ágúst Jónsson bifreiðastjóri og sérleyfishafi úr Kjós.

Anna Jónsdóttir (1912-1992)

  • S02192
  • Person
  • 23. júlí 1912 - 25. jan. 1992

Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson vélfræðingur og útgerðarmaður í Hrísey og k.h. Sóley Jóhannesdóttir. Anna stundaði nám við Verslunarskólann í Reykjavík á unglingsárum. Hún giftist Torfa Hjartarsyni sýslumanni á Ísafirði, síðar tollstjóra í Reykjavík, þau eignuðust fimm börn.

Páll Einarsson (1868-1954)

  • S02194
  • Person
  • 2505.1868-17.12.1954

Páll Einarsson, f. á Hraunum í Fljótum 25.05.1868, d. 17.12.1954. Foreldrar: Einar B. Guðmundsson bóndi á Hraunum í Fljótum og fyrsta kona hans, Kristín Pálsdóttir.
Páll lauk embættisprófi i lögfræði frá Hafnarháskóla 1891. Hann var málflutningsmaður við Landsyfirréttinn, sýslumaður í Barðastrandarsýslu, bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann var kosinn fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík 1908 og gegndi því embætti í eitt kjörtímabil sem var þá sex ár. Hann var síðan bæjarfógeti og sýslumaður á Akureyri og loks hæstaréttardómari.
Maki 1: Sigríður Thorsteinsson. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigríður Símsen. Þau eignuðust sex börn.

Jakob Benediktsson (1907-1999)

  • S02195
  • Person
  • 20. júlí 1907 - 23. jan. 1999

Jakob Benediktsson var fæddur þann 20. júlí 1907 og lést 23. janúar 1999. Jakob var frá Fjalli í Seyluhreppi, sonar hjónanna Benedikts Sigurðssonar, bónda þar, og konu hans Sigurlaugar Sigurðardóttur. Jakob tók stúdentspróf utan skóla vorið 1926 með svo góðum árangri að hann hlaut fjögurra ára námsstyrk sem gerði honum kleift að sigla utan til framhaldsnáms. Með námsstyrk upp á vasann hélt Jakob til Kaupmannahafnar til frekara náms. Jakob lauk cand. mag. prófi í latínu og þýsku árið 1932 og síðar dr. phil. prófi frá Hafnarháskóla. Kvæntist Grethe Khyl fornleifafræðingi, þau voru barnlaus. ,,Jakob var forstöðumaður Orðabókar Háskólans, ritstjóri Tímarits Máls og menningar og meðritstjóri af Íslands hálfu fyrir Kulturhistorisk Leksikon. Hann gaf einnig út fjölda rita, þeirra á meðal Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, VII, X og XI bindi. Hann skrifaði einnig mikið sjálfur og munu titlar rita hans vera á sjöunda hundrað. Jakob þýddi einnig fjölmörg verka Halldórs Laxness á dönsku og naut við það verk aðstoðar konu sinnar Grethe Benediktsson (fædd Kyhl) sem var dönsk."

Súlíma Stefánsdóttir (1862-1953)

  • S02199
  • Person
  • 26. okt. 1862 - 1. okt. 1953

Foreldrar: Stefán Einarsson og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu í Þröm á Langholti, í Geldingaholti, á Stóra-Vatnsskarði, í Hátúni, í Vík, á Grófargili, á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) og loks í Vatnshlíð. Verkakona í Reykjavík. Ógift og barnlaus.

Árni G. Eylands (1895-1980)

  • S02210
  • Person
  • 8. maí 1895 - 26. júlí 1980

Árni G. Eylands, ráðnautur, var fæddur á Þúfum í Óslandshlíð, 8. maí 1895. Foreldrar hans voru Þóra Friðbjörnsdóttir og Guðmundur Guðmundsson. Kona Árna var Margit Larsson frá Fosstveit í Noregi. Árni varð búfræðingur frá Hólaskóla en nam síðan búfræði í Noregi og Þýskalandi; kynntist þar ýmsum nýmælum í búskap svo sem vélum og verkfærum. Árið 1921 réðist Árni til starfa hjá Búnaðarfélagi Íslands, m.a. sem þúfnabanastjóri. Síðar varð Árni verkfæraráðunautur Búnaðarfélagsins, framkvæmdastjóri búnaðardeildar SÍS, Áburðarsölu ríkisins og Grænmetisverslunar ríkisins. Þá var hann í forystu Verkfæranefndar og Vélasjóðs þar sem í hlut hans kom það að vinna að innflutningi búvéla og verkfæra, svo og prófun þeirra. Hann leiðbeindi einnig um notkun búvéla og tækni. Má segja að Árni hafi hafi komið að flestu því er varðaði þá miklu verktæknibyltingu landbúnaðarins er hófst á þriðja áratug 20. aldar. Árni skrifaði bókina Búvélar og ræktun, sem út kom árið 1950. Bókin er mikið og einstakt heimildarrit um tæknivæðingu íslensks landbúnaðar á fyrri helmingi 20. aldar, auk þess að vera kennslubók síns tíma í mótor- og búvélafræðum. Árni og Margit eignuðust tvö börn.

Ásmundur Jónsson (1899-1963)

  • S02213
  • Person
  • 6. júlí 1899 - 18. sept. 1963

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi, oddviti og sýslunefndarmaður á Skúfsstöðum og barnsmóðir hans Guðrún Þorsteinsdóttir. Ásmundur ólst upp á Skúfsstöðum. Hann fór ungur til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður danska sendiráðsins þar, en fékkst einnig af og til við verslunarstörf og fleira. Ásmundur dvaldist síðan lengi erlendis, mest í Danmörku og Þýskalandi og kvæntist þar 1938 vel menntaðri danskri söngkonu af pólskum og þýskum ættum, Irmu Weile. Eftir seinna stríðið fluttust þau heim til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Ásmundur gaf út þrjár ljóðabækur og starfaði einnig við blaðamennsku.

Karl Hafsteinn Pétursson (1931-2002)

  • S02214
  • Person
  • 21. mars 1931 - 22. okt. 2002

Karl Hafsteinn Pétursson var fæddur 21. mars 1931 í Búðardal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Foreldrar Karls voru Pétur Guðfinnsson bifreiðarstjóri Sigríður Dóróthea Karlsdóttir prjónakona. ,,Karl sinnti ýmsum störfum og var m.a. lengi bifreiðastjóri eða þar til hann hóf búskap á Klifmýri á Skarðsströnd í Dalasýslu árið 1967. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur árið 1987 rak hann m.a. matvöruverslun og var húsvörður í Hátúni 12 þar sem hann bjó síðustu æviárin. Karl starfaði að sveitarstjórnarmálum í Skarðsstrandarhreppi, m.a. sem oddviti og var virkur í ýmiss konar félagsstarfsemi, s.s. Breiðfirðingafélaginu." Karl kvæntist 10. nóvember 1957 Eddu Hermannsdóttur, þau eignuðust fimm börn, þau skildu.

Ingunn Árnadóttir (1922-2010)

  • S02216
  • Person
  • 19. mars 1922 - 11. maí 2010

Ingunn Árnadóttir fæddist 19. mars 1922 í Hólkoti á Reykjaströnd, Skagafirði. Foreldrar hennar voru Árni Þorvaldsson og Sigurbjörg Hálfdanardóttir. Ingunn giftist árið 1947 Sverri Finnbogasyni rafvirkja, og áttu þau þrjár dætur. Ingunn lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1946 og kenndi við Skóla Ísaks Jónssonar 1946-1956 og svo aftur frá 1965 þar til hún lét af störfum vegna aldurs.

Jón Ingimarsson (1923-1989)

  • S02221
  • Person
  • 27. okt. 1923 - 2. sept. 1989

Foreldrar: Elínborg Lárusdóttir rithöfundur frá Tunguhálsi og Ingimar Jónsson skólastjóri í Reykjavík. Lögfræðingur og skrifstofustjóri í Reykjavík. Kvæntist Elínu Guðmannsdóttur tannlækni, þau eignuðust þrjú börn.

Björn Sverrisson (1961-

  • S02233
  • Person
  • 01.02.1961-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur. Húsasmíðameistari á Sauðárkróki, kvæntur Hrefnu Guðmundsdóttur geislafræðingi, þau eiga tvær dætur, auk þess á Björn son.

Guðbrandur Jónsson Valsberg (1877-1941)

  • S02238
  • Person
  • 5. sept. 1877 - 5. des. 1941

Guðbrandur Jónsson Valsberg. Íslendingabók segir Guðbrand vera fæddan 5. september 1877. Í manntölum kemur fram að hann hafi fæðst í Reykjavíkursókn. Árið 1880 er hann skráður sem niðursetningur á Húsabakka í Glaumbæjarsókn í Skagafirði. Líklega er hann skráður niðursetningur á Grófargili árið 1890
Árið 1899 kvænist hann Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) ekkju Gríms Grímssonar bónda í Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Virðist hún hafa búið sem húskona að Rein í Hegranesi stuttu áður en þau giftust. Guðbrandur og Theodóra fluttu til Reykjavíkur með börn hennar af fyrri samböndum. Í manntalinu 1901 er hann (þá nefndur Jón Guðbrandur Jónsson), ásamt Theodóru, skráður til heimilis í Melbæ í Reykjavík. Árið 1910 er Theodóra skráð til heimilis ... ásamt

og hann hafi verið ,,...húsbóndi í Reykjavík 1910 og 1913. Verslunarmaður, síðar verkamaður í Hafnarfirði." Erfitt er að finna hann í manntalinu vegna ruglings með nafnið hans. "Jón Guðbrandur Jónsson" er húsbóndi á Melbæ í Reykjavík árið 1901, þá giftur Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) en hann er þó sagður búa á Bakka í Sauðárkrókshreppi árið 1920 en er þá fráskilinn. Fæðingardagur hans er líka eitthvað á reiki. Í manntalinu 1920 er hann sagður fæddur 23.09.1878. Í minningu (ljóð) er birtist um hann í Morgunblaðinu 16.04.1942 er hann sagður fæddur 23.09.1879. Árið 1911 tilkynnir hann í Lögréttu að hann ætli að taka upp nafnið Valsberg.

Þorbjörn Árnason (1948-2003)

  • S02253
  • Person
  • 25. júlí 1948 - 17. nóv. 2003

Þorbjörn Árnason fæddist á Sauðárkróki 25. júlí árið 1948. Foreldrar: Þorbjörg Þorbjörnsdóttir og Guðbjartur S. Kjartansson bifreiðastjóri. Kjörforeldrar Þorbjörns frá fyrsta ári voru Árni Þorbjörnsson fv. kennari og lögfræðingur á Sauðárkróki, og Sigrún Sigríður Pétursdóttir, húsfreyja og skrifstofumaður. ,,Þorbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1968, lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1974 og hlaut lögmannsréttindi 1983. Hann starfaði hjá bæjarfógetanum á Sauðárkróki og sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu frá árinu 1974 til 1985, þar af aðalfulltrúi síðustu fimm árin. Þorbjörn gerðist framkvæmdastjóri sútunarverksmiðjunnar Loðskinns á Sauðárkróki 1985 og gegndi því starfi til 1990. Hann rak eftir það eigin lögmannsstofu á Sauðárkróki í nokkur ár en frá 1998 var hann með slíkan rekstur í Reykjavík auk þess að reka fyrirtækið Markfell ásamt eiginkonu sinni. Þorbjörn var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Sauðárkróks árin 1978-1990, þar af forseti bæjarstjórnar í tvö kjörtímabil. Á þeim tíma sat hann í fjölmörgum nefndum og ráðum fyrir sveitarfélagið og Sjálfstæðisflokkinn. Undanfarin ár gegndi Þorbjörn ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Landssamtök hjartasjúklinga og sat í stjórn samtakanna frá árinu 1998 sem varaformaður. Átti hann m.a. sæti í stjórn og framkvæmdaráði SÍBS og var um skeið stjórnarformaður Múlalundar."
Þorbjörn var tvíkvæntur. Fyrri eiginkona hans er Þórdís Þormóðsdóttir meinatæknir, þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Þorbjörns er Birna Sigurðardóttir, hún átti einn son fyrir.

Gígja Haraldsdóttir (1938-

  • S02291
  • Person
  • 13.01.1938-

Foreldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki og k.h. Ólöf Sesselja Bjarnadóttir. Bankastarfsmaður í Reykjavík. Kvæntist Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í Reykjavík.

Sigmundur Pálsson (1823-1905)

  • S02301
  • Person
  • 20. ágúst 1823 - 17. nóv. 1905

Sigmundur fæddist 20. ágúst 1823 að Ljótsstöðum á Höfðaströnd, Skagafirði. Faðir: Páll Jónsson, bóndi og hreppstjóri að Viðvík (1791-1836). Móðir: Sigríður Jónsdóttir (1800-1862) frá Ljótsstöðum. Sigríður giftist aldrei. ,,Sigmundur ólst upp á Hólum í Hjaltadal hjá Gísla Jónssyni, fyrrv. konrektor Hólaskóla, síðar prests að Stærra-Árskógi. Lærði undir skóla hjá sr. Gísla, en fór til náms í Bessastaðaskóla 1844 og stundaði síðar framhaldsnám í Reykjavík. Kom frá Reykjavík 1850. Gerðist verslunarmaður í Hofsósi og rak búskap á Ljótsstöðum 1851-58 og aftur á s. st. 1862-93. Var hreppstjóri Hofshrepps 1859-62. Sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp 1875-1877. Oddviti hreppsn. Hofshrepps 1874-80. Þá mun Sigmundur hafa verið við verslunarstörf í Grafarósi. Fyrir og um síðustu aldamót voru þrjár verslanir á Sauðárkróki: Gránufélagsverslun, Poppsverslun og V. Claessenverslun. Höfðu verslanir þessar nokkurs konar selstöðuverslun á Kolkuósi í ullarkauptíðum, tvo til þrjá mánuði ár hvert. Var Sigmundur fyrir slíkri Poppsverslun á Kolkuósi nokkur ár." Sigmundur kvæntist Margréti Þorláksdóttur (1824-1893) frá Vöglum á Þelamörk í Eyjafirði. Saman áttu þau sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

María Kristín Haraldsdóttir (1931-2016)

  • S02310
  • Person
  • 17. apríl 1931 - 18. des. 2016

María Kristín Haraldsdóttir fæddist á Sauðárkróki 17. apríl 1931. Foreldrar hennar voru kaupmannshjónin Guðrún Ingibjörg Bjarnadóttir og Haraldur Júlíusson á Sauðárkróki. ,,María lauk landsprófi á Sauðárkróki og starfaði um skeið í verslun foreldra sinna. Fékk hún inni í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar en fór fyrst í Húsmæðraskóla Reykjavíkur í eitt ár. Því næst starfaði María í versluninni Gullfossi í Aðalstræti í Reykjavík, hjá Ragnari Þórðarsyni og Ruth Barker. Á þeim tíma kynntist hún ungum athafnamanni úr Bolungarvík, Guðfinni Ólafi Einarssyni. Felldu þau hugi saman en sammæltust um að María héldi sínu striki og færi til ársdvalar sem „au pair“ í Flórída, þar sem hún lærði ensku og stundaði nám í hand- og fótsnyrtingu. 17. apríl 1955 giftust María og Guðfinnur og stofnuðu heimili í Bolungarvík, þar sem Guðfinnur rak útgerð og fiskvinnslu. María var virk í félagsstarfi bæjarins, Kvenfélaginu Brautinni og Sjálfstæðiskvennafélaginu Þuríði sundafylli, þar sem hún gegndi formennsku um árabil. Auk þess að syngja í kirkjukórnum sat hún í safnaðarstjórn Hólskirkju og annaðist styrktarsjóð kirkjunnar um langt árabil." María og Guðfinnur eignuðust þrjú börn.

Björn Jónsson (1858-1924)

  • S02312
  • Person
  • 15. júlí 1858 - 3. feb. 1924

Björn Jónsson fæddist 15. júlí 1858 í Broddanesi í Kollafirði. Faðir: Jón hreppstjóri í Broddanesi (1814-1902). Móðir: Guðbjörg Björnsdóttir (1825-1915) húsmóðir í Broddanesi.
,,Björn lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1884 og prófi úr Prestaskólanum 1886. Veittir Bergsstaðir í Svartárdal árið 1886 og vígður sama ár. Veitt Miklabæjarprestakall í Blönduhlíð 1889. Fékk lausn frá embætti 1921. Prófastur í Skagafjarðarprófastdæmi 1913 til 1919. Varamaður í Landsdómi. Að áeggjan hans var Miklabæjarkirkja reist að nýju á fyrstu árum hans þar, og réð hann öllu um stærð og útlit hennar. Hann stofnaði lestrarfélög í tveimur sóknum sínum og var form. Lestrafél. Miklabæjarsóknar um langt skeið og aflaði því úrvalsbóka. Var form. Búnaðarfélags Akrahrepps alllengi, var nokkur ár í hreppsnefnd og prófdómari við barnapróf. Árið 1919 fór hann til Rvíkur að leita sér lækninga við sjóndepru, en kom alblindur heim úr þeirri ferð. Tók hann sér þá aðstoðarprest, sr. Lárus Arnórsson, sem síðar varð tengdasonur hans. Fékk hann lausn frá embætti og flutti með fjölskyldu sína að Sólheimum í Blönduhl. og andaðist þar." Björn kvæntist Guðfinnu Jensdóttur (1862-1938) frá Innri-Veðrará í Önundarfirði. Saman áttu þau 11 börn og ólu upp þar að auki 2 fósturbörn.

Jón Björnsson (1946-

  • S02314
  • Person
  • 01.01.1946-

Sálfræðingur. Býr í Reykjavík, giftur Stefaníu Arnórsdóttur frá Sauðárkróki.

Jón Brynjólfsson (1949-

  • S02315
  • Person
  • 20. okt. 1949

Geðlæknir í Reykjavík. Kvæntur Grethe Have lækni.

Jóhannes Björnsson (1887-1967)

  • S02316
  • Person
  • 21. sept. 1887 - 31. ágúst 1967

Foreldrar: Björn Pétursson b. og hreppstjóri á Hofsstöðum og s.k.h. Una Jóhannesdóttir frá Dýrfinnustöðum. Stundaði nám við bændaskólann á Hólum og brautskráðist þaðan vorið 1905. 1906 sigldi hann til Danmerkur þar sem hann stundaði nám við lýðháskólann í Askov einn vetur. Stundaði næsta sumar verklegt búnaðarnám í Danmörku og Noregi en sneri um haustið aftur heim til Íslands. Kvæntist árið 1912 Kristrúnu Jósefsdóttur, þau bjuggu á Hofsstöðum 1912-1932. Jóhannes var hreppstjóri 1926-1932, sat í hreppsnefnd um árabil og var oddviti 1919-1922. Sýslunefndarmaður var hann 1926-1932 og fyrsti formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga. Sat í stjórn KS og var prófdómari við bændaskólann á Hólum til fjölda ára. Árið 1932 fluttu þau hjón til Reykjavíkur og þar starfaði Jóhannes hjá Áfengisverslun ríkisins. Jóhannes og Kristrún eignuðust sjö börn.

Ögmundur Kristinn Helgason (1944-2006)

  • S02318
  • Person
  • 28. júlí 1944 - 8. mars 2006

Ögmundur var fæddur á Sauðárkróki 8. júlí 1944. Foreldrar hans voru Sigríður Ögmundsdóttir og Helgi Einarsson. Sagnfræðingur, forstöðumaður Handritadeildar Landsbókasafnsins, kennari við Þjóðfræðideild Háskóla Íslands og starfsmaður Árnastofnunar, síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Rögnu Ólafsdóttur kennara, þau eignuðust tvö börn.

Jón Aðalsteinn Jóhannsson (1949-

  • S02320
  • Person
  • 13. apríl 1949-

Jón Aðalsteinn er fæddur í Reykjavík 13. apríl 1949. Foreldrar: Elín Baldvina Bjarnadóttir frá Reykjum í Tungusveit / Grímsstöðum í Svartárdal og Jóhann Hólm Jónsson frá Stykkishólmi. Jón er heimilislæknir í Reykjavík.

Gunnar Stefánsson (1945-

  • S02327
  • Person
  • 1945-

Útvarpsmaður, hefur ritstýrt Andvara, skrifaði Bókina Saga Ríkisútvarpsins 1930-1960. Háskólapróf í íslensku og bókmenntum.

Jón Torfason (1949-

  • S02330
  • Person
  • 27. mars 1949-

Jón er fæddur 1949. Íslenskufræðingur og skákmeistari. Skjalavörður á Þjóðskjalasafni.

Sigurjón Friðbjörn Björnsson (1926-

  • S02331
  • Person
  • 25. nóv. 1926-

Foreldrar: Halldóra Friðbjörnsdóttir frá Hvammkoti á Skaga og s.m.h. Björn Björnsson járnsmiður á Sauðárkróki. Sálfræðingur að mennt. Fyrrum prófessor í sálarfræði við Háskóla Íslands. Rithöfundur og þýðandi. Kvæntist Margréti Eybjörgu Margeirsdóttur.

Stefanía Arnórsdóttir (1945-

  • S02332
  • Person
  • 9. mars 1945

Fædd á Sauðárkróki 9. mars 1945. Dóttir hjónanna Arnórs Sigurðssonar og Guðrúnar Sveinsdóttur. Gift Jóni Björnssyni sálfræðingi; þau eiga tvö börn. Stefanía starfaði hjá Þjóðskjalasafninu.

Jónmundur Júlíus Halldórsson (1874-1954)

  • S02336
  • Person
  • 4. júlí 1874 - 9. júlí 1954

Jónmundur fæddist 4. júlí 1874 á Viggbelgsstöðum í Innra-Akraneshreppi. Foreldrar hans voru Halldór, síðar múrari í Reykjavík og kona hans Sesselja Gísladóttir frá Bæ í Miðdölum. Jónmundur var stúdent 1896, cand. theol. 1900. Hann var settur aðstoðarprestur séra Helga Árnasonar í Ólafsvík 1900, veitt Barð í Fljótum árið 1902 og Mjóafjarðarprestakall 1915. Jónmundur var settur sóknarprestur í Grunnavík árið 1918. Hann var að auki við þjónustu í Kvíabekkjarprestalakki 1906-1908, Staðarprestakalli í Aðalvík 1938-1941 og Unaðsdalssókn frá 1918 um nokkurt skeið. Hann var sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu 1908-1915 og í Norður-Ísafjarðarsýslu frá 1921. Sr. Jónmundur var einn af merkustu prestum þessa lands og sérstæður persónuleiki. Kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Eyrar-Uppkoti í Kjós, þau eignuðust sjö börn.

Hrefna Róbertsdóttir (1961-

  • S02339
  • Person
  • 6. sept. 1961-

Hrefna er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hún var formaður sagnfræðistofnunar 1994-1996. Hrefna var skipuð þjóðskjalavörður árið 2019.

Jón Júlíus Ferdinandsson (1929-1996)

  • S02341
  • Person
  • 1. mars 1929 - 20. júlí 1996

Alinn upp í Reykjavík. Hann lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Skósmiður á Hverfisgötu til margra ára. Starfaði einnig um árabil hjá Veðurstofu Íslands, Prentsmiðju Reykjavíkurborgar og síðustu árin sem kennari hjá Námsflokkum Reykjavíkur og Kópavogs. Kvæntist Helgu Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi, þau eignuðust fjögur börn.

Jón Þ. Þór (1944-

  • S02342
  • Person
  • 14. ágúst 1944-

Sagnfræðingur. Fæddur 1944 og ólst upp á Akureyri. Skrifaði m.a. Sögu Grindavíkur og Sögu Ísafjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps hins forna. Hefur einnig fengist við kennslu.

Jónas Jónsson (1930-2007)

  • S02343
  • Person
  • 9. mars 1930 - 24. júlí 2007

Jónas var fæddur að Ystafelli í Köldukinn, sonur hjónanna Jóns Sigurðssonar bónda og rithöfundar og Sigríðar Helgu Friðgeirsdóttur húsfreyju. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. árið 1952 og búfræðinámi frá Hólum 1953. Jónas lauk meistaranámi frá landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi1957 og stundaði framhaldsnám í jurtakynbótum og frærækt í Wales á árunum 1961 - 1962. Hann kenndi við Bændaskólann á Hvanneyri 1957-1963 og starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Reykjavík 1963-1966 og var jarðræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands 1974 - 1980 og aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra 1971-1974. Jónas var búnaðarmálastjóri 1980-1995. Eftir það vann hann að sérverkefnum fyrir Bændasamtök Íslands og stundaði einnig ritstörf. Umhverfismál og náttúruvernd voru Jónasi ætíð hugleikin og m.a. var hann formaður Skógræktarfélags Íslands 1972-1981. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn 1973-1974 og var varaþingmaður frá 1969. Jónas kvæntist Sigurveigu Erlingsdóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Lárus Halldór Grímsson (1954-

  • S02346
  • Person
  • 13. des. 1954-

Lárus er tónskáld. Hann lauk blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1975. Var við nám í Hollandi árið 1979 í elektrónískum tónsmíðum. Hefur samið elektrónísk tónverk.

Kristján B. Jónasson (1967-

  • S02347
  • Person
  • 23. nóv. 1967-

Kristján er fæddur á Sauðárkróki 1967. Hann ólst upp á Syðri-Hofdölum og Sauðárkróki. Bókaútgefandi og eigandi Crymogea bókaútgáfu. Býr í Skerjafirði.

Júlíus J. Daníelsson (1925-2017)

  • S02348
  • Person
  • 6. jan. 1925 - 20. jan. 2017

Júlíus var sonur hjónanna Daníels Júlíussonar frá Syðra-Garðshorni og Önnu Jóhannsdóttur frá Brekkukoti í Svarfaðardal. ,,Júlíus stundaði búfræðinám í Uppsölum í Svíþjóð 1946-1951 og starfaði við Búnaðarfélag Íslands frá 1954. Sumarið 1959 fluttu Júlíus og Þuríður í Svarfaðardal og bjuggu lengst af í Syðra-Garðshorni til 1976. Þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Júlíus fékk starf við Búnaðarblaðið Frey og starfaði þar til starfsloka." Þann 5. júlí 1958 gekk Júlíus að eiga Þuríði Árnadóttur íþróttakennara, þau eignuðust þrjú börn.

Þór Eyfeld Magnússon (1937-

  • S02353
  • Person
  • 18. nóv. 1937-

,,Fornleifafræðingur og var þjóðminjavörður 1968-2000. Þór lauk stúdentsprófi frá MR 1958 og fil.kand.-prófi í fornleifa- og þjóðháttafræði frá Uppsalaháskóla 1963. Hann gerðist síðan safnvörður við Þjóðminjasafn Íslands árið 1964 og gegndi því starfi til 1968 en tók þá við embætti þjóðminjavarðar. Því embætti gegndi hann þar til hann lét af störfum árið 2000. Þór gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa, var meðal annars formaður húsafriðunarnefndar um 20 ára skeið, var í stjórn Hins íslenska fornleifafélags frá 1967 og formaður þess frá 1993, í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar um skeið og formaður Íslandsdeildar Sambannds norrænna safnmanna 1968-2000."

Sigurbjörg Sveinsdóttir (1919-2013)

  • S02354
  • Person
  • 26. mars 1919 - 18. nóv. 2013

Sigurbjörg var fædd í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 26. mars 1919, dóttir Sveins Friðrikssonar og Stefönnu Jónatansdóttur. Hóf sambúð með Páli Ögmundsyni 1936 og eignuðust þau fjögur börn, en skildu. Sigurbjörg hóf störf að Hólum í Hjaltadal 1949. Þar vann hún í þjónustunni í Hólaskóla. Flutti síðan til Reykjavíkur og vann um tíma hjá Landspítalanum. Sigurbjörg vann við saumaskap hjá Feldinum þar til hann var lagður niður. Að endingu vann hún hjá Hreini syni sínum í Stimplagerðinni Roða. Eftir að Sigurbjörg hætti að vinna stofnaði hún ásamt fleiri eldri borgurum Leikhópinn Snúð og Snældu árið 2000. Þar lék hún í uppfærslum í nokkur ár en endaði störf sín með breytingum og saumaskap á búningum hjá Snúð og Snældu.

Halldór Eyþórsson (1924-2007)

  • S02356
  • Person
  • 12. mars 1924 - 21. sept. 2007

Halldór var fæddur 12. mars 1924 í Fremri - Hnífsdal við Djúp. Foreldrar hans voru Jón Eyþór Guðmundsson og Pálína Salóme Jónsdóttir. Halldór ólst upp í Fremri-Hnífsdal til 12 ára aldurs, en flutti þá með foreldrum sínum í Húnavatnssýsluna. Árið 1947 keyptu þau hjón Syðri - Löngumýri í Blöndudal. Allan sinn starfsaldur var Halldór bóndi þar, en um nokkurra ára skeið vann hann sem hirðir hjá Fáki í Reykjavík á veturna. Á sumrin var hann vörður við sauðfjárvarnargirðingu á Kili.

Jón S. Jakobsson (1918-1991)

  • S02361
  • Person
  • 11. nóv. 1918 - 21. feb. 1991

Frá Efra-Spákonufelli. Skattendurskoðandi í Reykjavík.

Örlygur Hálfdanarson (1929-

  • S02362
  • 21. des. 1929-

Bókaútgefandi í Reykjavík. Rak lengi bókaútgáfuna Örn og Örlygur.

Páll Valsson (1960-

  • S02370
  • Person
  • 31. okt. 1960-

Páll er fæddur 31. október 1960. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1980 og BA-próf í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Heimspekideild HÍ 1984 og cand. mag. próf í íslenskum bókmenntum frá HÍ. Páll fékkst við stundakennslu um tíma, eða á árunum 1988 til 1992 - vann við útgáfustörf fyrir bókaforlagið Svart á hvítu 1987 - 1988. Lektor í íslensku við Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1992 - 1997. Var um árabil ritstjóri og útgáfustjóri hjá Máli og menningu. Hann hlaut Íslensku bókmennaverðlaunin 1999 í flokki fræðirita fyrir bók sína, Jónas Hallgrímsson, ævisaga. Páll skrifaði einnig ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur.

Jón Óskar Ásmundsson (1921-1998)

  • S02371
  • Person
  • 18. júlí 1921 - 20. okt. 1998

Jón Óskar var fæddur á Akranesi og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sigurlaug Einarsdóttir og Ásmundur Jónsson sjómaður og rafvirki. Jón kvæntist Kristínu Jónsdóttur, frá Munkaþverá, myndlistarkonu f. 1933, þau eignuðust eina dóttur. Jón Óskar lauk gagnfræðaprófi frá MR árið 1940. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Lærði frönsku á námskeiðum hjá Alliace Francaise í Reykjavík og í París. Einnig námskeið og einkakennslu í ítölsku í Róm, Perugia og Genúa. Jón var píanóleikari í ýmsum danshljómsveitum 1946 - 1956. Hann var ræðuritari á Alþingi 1953 - 1958. Rithöfundur og þýðandi frá 1941 og aðalstarf hans frá 1958, en hann var afkastamikill þýðandi og rithöfundur og gaf út fjölda bóka. Meðal þeirra er: Mitt andlit og þitt, smásögur, Skrifað í vindinn, Nóttin á herðum okkar, Ljóðaþýðingar úr frönsku, Páfinn situr enn í Róm, ferðaþankar, Leikir í fjörunni, skáldsaga, Vitni fyrir manninn, Sölvi Helgason ofl. Jón Óskar var einn af frumkvöðlum módernisma í íslenskri ljóðagerð og í hópi atómskáldanna svokölluðu.

Jón Steingrímsson (1928-2011)

  • S02372
  • Person
  • 20. mars 1928 - 9. des. 2011

Jón fæddist í Reykjavík þann 20. mars 1928. Foreldrar hans voru hjónin Lára Margrét Árnadóttir og Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri. Jón ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1948. Var eitt ár í verkfræðinámi við Háskóla Íslands, en fór síðan til náms í vélaverkfræði við Worcester Polytecnhnic Instetute í Massachusetts í Bandaríkjunum og síðan við Massachusetts Instetude Technology, M.I.T. og lauk M.Sc.- prófi þaðan 1954. Um tveggja ára skeið starfaði Jón í Stálsmiðjunni. Frá 1955 - 1966 var hann deildarverkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, uns Landsvirkjun var stofnuð, að hann flutti sig þangað. Um miðjan áttunda áratuginn vann Jón að undirbúningi stofnunar Íslenska járnblendifélagsins og lauk starfsferli sínum þar. Jón kvæntist árið 1950, Sigríði Löve frá Ísafirði, foreldrar hennar voru Þóra Guðmunda Jónsdóttir og Sophus Carl Löve. Jón og Sigríður eignuðust þrjú börn.

Ingibjörg Hauksdóttir (1939-

  • S02375
  • Person
  • 19. júní 1939-

Ingibjörg er eiginkona Hannesar Péturssonar skálds, þau eiga einn son.

Jón Jósep Jóhannesson (1921-1981)

  • S02377
  • Person
  • 11. mars 1921 - 5. maí 1981

Jón fæddist á Hofstöðum í Viðvíkursveit í Skagafirði 11. mars 1921. Sonur hjónanna Kristrúnar Jósepsdóttur og Jóhannesar Björnssonar. Jón fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum og systkinum haustið 1932. Hann lauk gagnfræðaprófi árið 1938 og stúdentprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Jón lagði stund á íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk meistaraprófi þaðan í þeirri grein 1949. Hann réði sig sem kennara að Héraðsskólanum á Skógum. Þar kenndi hann á vetrum til 1960 er hann varð fyrir heilsubresti. Árum saman starfaði Jón sem stunda- og forfallakennari t.d. við Vogaskóla árabilið 1961 - 1965; einnig var hann vinsæll og eftirsóttur einkakennari. Jón starfaði um tíma með skógrækt Rangæinga og ritaði um skógrækt og gróðurvernd í blöð og tímarit. Síðast búsettur í Reykjavík.

Ingibjörg Bjarnadóttir (1915-1990)

  • S02380
  • Person
  • 26. júní 1914 - 3. júní 1990

Ingibjörg fæddist á Reykjum í Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði. Dóttir hjónanna Kristínar Sveinsdóttur og Bjarna Kristmundssonar. Ingibjörg var ung tekin í fóstur af Kristjönu Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Var húsfreyja í Reykjavík. Maki 1: Peder Jacobsen 1905-1950, þau eignuðust tvö börn. Maki 2: Gunnar Björnsson 1910 - 1990, þau eignuðust einn son.

Jónmundur Gíslason (1925-2019)

  • S02381
  • Person
  • 4. des. 1925 - 11. maí 2019

Foreldrar: Gísli M. Gíslason sjómaður á Hofsósi og k.h. Björg Guðmundsdóttir frá Marbæli. Málari í Reykjavík. Kvæntist Sigríði Kjördísi Jónsdóttur frá Sólbakka við Hofsós.

Jóhanna Björnsdóttir (1929-2012)

  • S02382
  • Person
  • 20. sept. 1929 - 8. okt. 2012

Jóhanna fæddist 20. september 1929 í Reykjavík. Dóttir hjónanna Salbjargar Níelsdóttur og Björns Ástráðs Erlendssonar. Jóhanna fluttist með foreldrum sínum í Kópavog árið 1938. Hún lauk námi við Kvennaskólann árið 1948. Fór eftir það að vinna hjá Hagstofu Íslands. Giftist Óskari Hannibalssyni vagnstjóra hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, þau eignuðust fimm börn. Hún skrifaði mikið síðustu árin og tók m.a. saman ferðadagbók Salbjargar dóttur sinnar og gaf út í nokkrum eintökum. Síðasta verk hennar var að ljúka yfirgripsmiklu riti með ýmsum fróðleik um presta, sem hún nefndi Prestlu.

Gísli Björnsson (1877-1966)

  • S02393
  • Person
  • 18.01.1877-03.03.1966

Gísli Björnsson, f. í Kolgröf í Lýtingsstaðahreppi 18.01.1877, d. 03.03.1966 í Reykjavík. Foreldrar: Björn Gottskálksson síðast bóndi í Kolgröf og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir.
Gísli aflaði sér talsverðrar menntunar af sjálfsdáðum. Hann var ráðsmaður á Skíðastöðum 1901-1904 og bóndi þar 1904-1915. Reisti hann steinsteypt íbúðarhús á jörðinni árin 1909-1910, hið fyrsta sinnar tegundar í hreppnum.
Maki: Ingibjörg Jónsdóttir (var áður gift Hannesi Péturssyni bónda á Skíðastöðum). Þau voru barnlaus og slitu samvistir 1915. Fór Gísli þá til Reykjavíkur og stundaði ýmis kaupsýslustörf og fasteignasölu. Mörg síðustu árin dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavíku.

Skúli Brynjólfur Steinþórsson (1934-

  • S02394
  • Person
  • 9. ágúst 1934-

Skúli Brynjólfur Steinþórsson, f. 09.08.1934 á Sléttu í Fljótum. Foreldrar: Steinþór Helgason og Guðríður Brynjólfsdóttir. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1954. Stundaði flugnám hjá Svifflugfélagi Akureyrar 1949-1954 og í Flugskóla Viktors Aðalsteinssonar á Akureyri og Flugskólanum Þyt hf. í Reykjavík. Ýmis trúnaðarstörf fyrir FÍA og störf við flug og flugumsjón. Maki: Ólöf Sigurðardóttir. Þau eiga 3 börn.

Nanna Rögnvaldsdóttir (1957-

  • S02395
  • Person
  • 20. mars 1957-

Nanna er dóttir hjónanna Rögnvalds Gíslasonar frá Eyhildarholti og Sigríðar Jónsdóttur frá Djúpadal. Hún ólst upp í Skagafirði, fyrst í Djúpadal en síðan á Sauðárkróki. Stúdent frá M.A. 1977. Stundaði nám í sagnfræði um tíma við H.Í. Frá árinu 1986 hefur Nanna starfað við bóka - og tímaritaútgáfu, lengst af hjá Iðunni og Forlaginu. Hefur einnig gefið út matreiðslubækur.

Guðrún Ólafía Jónsdóttir (1935-2016)

  • S02411
  • Person
  • 20. mars 1935 - 2. sept. 2016

Guðrún fæddist á Blönduósi 20. mars 1935. Dóttir hjónanna Huldu Á. Stefánsdóttur skólastjóra og Jóns S. Pálmasonar bónda á Þingeyrum. ,,Guðrún ólst upp á Þingeyrum í Húnaþingi til sjö ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur. Hún útskrifaðist frá MR 1955 og hélt til náms til Kaupmannahafnar. Hún lauk prófi í arkitektúr frá Konunglegu akademíunni 1963 og vann eftir útskrift á teiknistofu prófessors Viggo Möller Jensen og Tyge Arnfred til 1966. Eftir búferlaflutninga til Íslands rak hún teiknistofuna Höfða ásamt Stefáni Jónssyni og Knúti Jeppesen til 1979. Hún var forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur, síðar Borgarskipulags Reykjavíkur 1979-1984. Frá 1984 rak hún TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur allt til dauðadags. Á sínum ferli lét Guðrún til sín taka á sviði skipulagsmála og vann að mörgum verkefnum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Hún hannaði fjölmargar byggingar víða um land, t.a.m. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Vörðuna – ráðhús Sandgerðisbæjar og Klausturstofuna við Þingeyrakirkju. Guðrún var ákafur talsmaður verndunar byggingararfsins og kom að uppteikningu og endurgerð eldri húsa, auk gerðar byggða- og húsakannana. Guðrún kom víða við á ferlinum, hún sat í stjórn Arkitektafélags Íslands 1969-1973 og var formaður 1970-1972. Hún var formaður Torfusamtakanna 1972-1979, sat í ráðgjafanefnd um menningarmál á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 1972-1984, í framkvæmdastjórn Listahátíðar 1974-1976, í Skipulagsstjórn ríkisins 1985-1990, í Náttúruverndarráði 1993-1996 og í faghópi vegna Rammaáætlunar 1999-2003. Hún var varaborgarfulltrúi Nýs vettvangs 1990-1994 og Reykjavíkurlista 1994-2002, sat í Skipulagsnefnd Reykjavíkur 1990-1998, var formaður Menningarmálanefndar Reykjavíkur 1994-2002, formaður byggingarnefndar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og formaður stjórnar Búmanna hsf. frá 1998-2015. Þá var hún virkur félagi í Zonta-klúbbi Reykjavíkur frá 1971 til dauðadags. Guðrún var kjörin heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands 2015."
Guðrún var þrígift, fyrst Ómari Árnasyni tryggingastærðfræðingi, þá Knúti Jeppesen arkitekt og síðast Páli Líndal, fv. borgarlögmanni og ráðuneytisstjóra, Guðrún eignaðist fjögur börn.

Franzisca Antonia Josephine Jörgensen (1891-1976)

  • S02412
  • Person
  • 1891-1976

Franziska Antonia Josephine Jörgensen var frá Frederica á Jótlandi. Faðir hennar var járnsmiður, en móðir hennar af bæheimskum aðalsættum. Franziska giftist Gunnari Gunnarssyni skáldi í ágúst 1912. Þau eignuðust tvo syni, Gunnar og Úlf.

Sigurður Líndal (1931-

  • S02420
  • Person
  • 2. júlí 1931-

Varð forseti Hins íslenska bókmenntafélags 1967. Prófessor við Háskóla Íslands 1972 - 2001 og Háskólann á Bifröst til 2007. Sigurður hefur skrifað um kenningar í lögfræði og ritstýrt fjölda verka um lögfræði, sögu ofl.

Skúli Helgason (1916-2002)

  • S02433
  • Person
  • 6. jan. 1916 - 25. maí 2002

Skúli fæddist 6. janúar 2002 á Svínavatni í Grímsnesi. Foreldrar hans voru Helga Jónsdóttir á Svínavatni og Helgi Guðmundsson bóndi á Apavatni. Skúli var þjóðhagi og fræðimaður. Mörg merk verk liggja eftir hann m.a. á sviði smíða og má þar nefna Árbæjarkirkju í Reykjavík. Skúli skráði einnig stór ritverk á fræðasviði. Hann var höfundur að Byggðasafni Árnessýslu. Skúli var ókvæntur og barnlaus.

Gils Guðmundsson (1914-2005)

  • S02434
  • Person
  • 31. des. 1914 - 29. apríl 2005

Gils var fæddur í Hjarðardal innri í Önundarfirði 31. desember 1914. Sonur hjónanna Guðmundar Gilssonar bónda og Sigríðar Hagalínsdóttur húsmóður. Gils ólst upp við bústörf og sjósókn. Hann lauk kennaraprófi 1938 og kenndi við íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal 1938-1940 og við unglingaskóla í Garði og Sandgerði árin 1941 -1943. Gils var kvæntur Guðnýju Jóhannesdóttur Lynge og eignuðust þau eina dóttur. Gils var afkastamikill rithöfundur og meðal ritverka hans eru Skútuöldin, Öldin okkar, Öldin sem leið, Bára blá, Mánasilfur ofl. Gils var formaður rithöfundasambands Íslands árið 1957 -1958 og forstjóri Menningarsjóðs 1956 - 1975. Hann lét til sín taka í stjórnmálum, var einn af stofnendum Þjóðvarnarflokks Íslands og sat á Alþingi í tvo áratugi, fyrst fyrir Þjóðvarnarflokkinn og síðar fyrir Alþýðubandalagið. Gils sat í Norðurlandaráði 1971-1974 og 1978-1980; var í stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda 1974 -1975.

Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946)

  • S02437
  • Person
  • 13. jan. 1881 - 23. júlí 1946

Sigvaldi Kaldalóns fæddist í Vaktarabænum í Grjótaþorpinu í Reykjavík 13. janúar 1881, sonur Stefáns Egilssonar múrara og k.h., Sesselju Sigvaldadóttur ljósmóður Reykjavíkur um árabil. ,, Sigvaldi lauk stúdentsprófum frá Lærða skólanum 1902, embættisprófi í læknisfræði frá Læknaskólanum í Reykjavík 1908 og hélt að því loknu í framhaldsnám til Kaupmannahafnar. Þar kynnti hann sér danska og erlenda tónlist. Í Kaupmannahöfn kynntist hann einnig verðandi eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen. Þegar heim kom starfaði hann vetrarlangt sem læknir á Hólmavík en fékk síðan veitingu fyrir læknishéraði við Inn-Djúpið og bústað á Ármúla í Nauteyrarhreppi nálægt Kaldalóni vorið 1911. Hann hreifst mjög af náttúrunni þar í kring og tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns árið 1916. Frostaveturinn mikla 1917-18 veiktist Sigvaldi af taugaveiki og náði sér aldrei fyllilega eftir það. Hann fluttist frá Ármúla 1921. Hann dvaldist á Vífilstaðahæli og fór síðan utan til Kaupmannahafnar á heilsuhæli. Þegar honum hafði batnað sótti hann um Flateyjarhérað árið 1926 og var veitt það. Þar samdi hann lagið við ljóð Eggerts Ólafssonar, Ísland ögrum skorið og þar söng Eggert Stefánsson óperusöngvari, bróðir hans það fyrst opinberlega. Í Flatey var hann þar til hann fluttist í Keflavíkurhéraðið. Sigvaldi var læknir við héraðslæknisembættið í Keflavík árin 1929-45, búsettur í Grindavík. Dvöl hans þar hefur verið líkt við "menningarlega vígslu" í héraðinu. Þar dvöldu löngum hjá honum eða í návist hans þjóðkunnir listamenn eins og Gunnlaugur Scheving, Halldór Laxness, Ríkharður Jónsson, Steinn Steinarr o.fl." Sigvaldi Kaldalóns var yfirleitt mjög hógvær í garð laga sinna en um Ísland ögrum skorið, sem er eitt þekktasta lag hans, sagði hann þó að það ætti e.t.v. eftir að verða þjóðsöngur Íslands. Meðal þekktustu laga hans má nefna: Ave maria, Erla góða Erla, Draumur hjarðsveinsins, Þú eina hjartans yndið mitt, Ég lít í anda liðna tíð, Fjallið eina, Hamraborgin, Kirkjan ómar öll, Nóttin var sú ágæt ein, Á Sprengisandi, Suðurnesjamenn, Svanasöngur á heiði."

Einar Benediktsson (1864-1940)

  • S02440
  • Person
  • 31. okt. 1864 - 12. jan. 1940

,,Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir, húsmóðir. Einar gekk í Lærða Skólann í Reykjavík þaðan sem hann varð stúdent 1884. Hann fór því næst til Kaupmannahafnar og útskrifaðist sem lögfræðingur úr Hafnarháskóla 1892. Einar stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn, og var sjálfur ritstjóri þess í tvö ár. Hann átti þátt í stofnun Landvarnarflokksins árið 1902 og gaf út blaðið Landvörn samhliða því. Einar átti þátt í því að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1905. Hann kom einnig að útgáfu blaðanna Þjóðin (1914–15), Þjóðstefna (1916–17) og Höfuðstaðurinn (1916–17). Einar var mikill áhugamaður um virkjun fallvatna og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð. Á árunum 1907–21 ferðaðist Einar mikið. Hann fór til Noregs, Edinborgar í Skotlandi, sneri aftur til Kaupmannahafnar (1908-10) en eyddi svo sjö árum í London (1910–17) áður en hann fór enn aftur til Kaupmannahafnar (1917–21), þess í milli hafði hann stuttar viðkomur á Íslandi. Hann sneri endanlega aftur heim til Íslands 1921 og bjó í Reykjavík næstu árin, þó svo að hann hafi oft verið langdvölum erlendis, meðal annars í Þýskalandi, á Spáni og í Norður-Afríku. Þá lét hann fara fram rannsóknir á námum í Miðdal, til þess að skoða möguleikana á málmvinnslu og sementsframleiðslu. Síðustu átta árum ævi sinnar eyddi Einar í Herdísarvík á Reykjanesskaga, þar sem hann lést 1940."
Helstu verk:
Sögur og kvæði (1897)
Pétur Gautur (1901) (Þýðing á leikriti Henrik Ibsen)
Hafblik (1906) (Kvæði)
Hrannir (1913) (Kvæði)
Vogar (1921) (Kvæði)
Hvammar (1930) (Kvæði)

Jón Þórarinsson (1917-2012)

  • S02443
  • Person
  • 13. sept. 1917 - 12. feb. 2012

Jón Þórarinsson fæddist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og alþingismaður, f. í Keldhólum á Völlum og k.h. Anna María Jónsdóttir. Árið 1920 flutti fjölskyldan til Seyðisfjarðar. ,,Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lauk Mus.B-prófi í tónfræði 1946 og Mus.M-prófi í tónsmíði 1947 við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi 1954-1955. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stundakennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987. Hann starfaði við Ríkisútvarpið að mestu óslitið 1938-1956, var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins 1968-1979 og sat í Útvarpsráði 1983-1987. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Þá sat hann aftur í stjórn hljómsveitarinnar frá 1988-2002. Jón var söngstjóri Fóstbræðra 1950-1954, Gamalla Fóstbræðra frá stofnun 1959-1997 og Stúdentakórsins 1964-1967. Hann var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1951-1952 og 1963-1966, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs 1985-1986 og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1988. Jón sat í undirbúningsnefnd Samtaka um byggingu tónlistarhúss (1987) og í stjórn samtakanna um skeið. Auk þess að gegna ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum hjá samtökum listamanna. Jón var meðlimur í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1975 til dauðadags. Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Meðal þekktra sönglaga Jóns eru Fuglinn í fjörunni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu og Sex gamlir húsgangar. Jón samdi auk þess tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gerði fjölda útsetninga á verkum annarra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóðsöngsins. Megnið af frumsaminni tónlist Jóns kom út á geisladiskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998. Meðal ritverka Jóns eru Stafróf tónfræðinnar (1962) Páll Ísólfsson (1963) Sveinbjörn Sveinbjörnsson ævisaga (1969) og óútgefin Tónlistarsaga Íslands frá landnámsöld til miðbiks tuttugustu aldar sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. Hann skrifaði tónlistargagnrýni og um tónlist og tónlistarmenn í Alþýðublaðið (1948-1950), Morgunblaðið (1962-1968) og Vísi á árum áður. Eftir Jón liggur auk þess mikill fjöldi greina um tónlist og tónlistarmálefni frá ýmsum tímum. Jón var riddari íslensku fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari hennar frá 1999." Fyrri kona Jóns var Þórdís Edda Kvaran, þau eignuðust þrjá syni. Þau skildu. Seinni kona Jóns var Sigurjóna Jakobsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Þórarinn Guðmundsson (1896-1979)

  • S02445
  • Person
  • 27. mars 1896 - 25. júlí 1979

,,Þórarinn Guðmundsson var fiðluleikari og tónskáld. Þórarinn var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka prófi í fiðluleik við erlendan skóla, en árið 1913 lauk hann prófi frá Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn og stundaði síðar framhaldsnám í Þýskalandi. Þórarinn kenndi fiðluleik um langt skeið en hann var fyrsti formaður og stjórnandi Hljómsveitar Reykjavíkur 1921. Árið 1930 varð hann starfsmaður Ríkisútvarpsins og var lengi stjórnandi hljómsveitar þess. Hann stofnaði Félag Íslenskra tónlistarmanna árið 1939 og var formaður þess fyrstu árin. Síðustu starfsár sín lék Þórarinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands eða þar til hann náði eftirlaunaaldri."

Jón Laxdal (1865-1928)

  • S02446
  • Person
  • 13. okt. 1865 - 7. júlí 1928

Jón Laxdal er fæddur á Akureyri 13. október 1865. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson hafnsögumaður og kona hans Friðbjörg Guðrún Grímsdóttir. ,,Ólst hann upp í foreldrahúsum til 12 ára aldurs, en fór þá til Eggerts Laxdals, móðurbróður síns, og starfaði við verzlun hans á Akureyri til 18 ára aldurs. Árlangt var hann bókhaldari við Höpfnersverzlun á Blönduósi í forföllum annars manns (1883-84). Tvítugur að aldri (1885) gerðist hann bókhaldari við Knudtsonsverzlunina í Keflavík og var þar í sex ár, en fór þá um haustið 1891 utan og dvaldi vetrarlangt í Kaupmannahöfn (1891-92). Vorið eftir kom hann heim og gerðist bókhaldari í Reykjavík við sömu verzlun (Knudtson-verzlunina). Um veturinn 1895 varð hann forstjóri Tangsverzlunar á Ísafirði og gegndi því starfi í 13 ár (1895-1909). Árin 1909-1910 var hann erlendis í þeim erindum að kynna sér bankastörf í Danmörku og Skotlandi. Eftir það settist hann að í Reykjavík og gerðist brátt umsvifamikill kaupsýslumaður. Nokkrum árum fyrir andlát sitt varð hann ræðismaður Tjekkoslóvakíu hér á landi." Jón samdi fjölda sönglaga, má þar nefna „Syngið, syngið, svanir mínir“ og „Vorvísur“. Jón Laxdal var þríkvæntur. Fyrsta konan var Kristín Egilsdóttir, þau voru barnlaus og slitu samvistum. Önnur konan var Elín Matthíasdóttir, þau eignuðust eina dóttur. Þriðja konan var Inger, fædd Leimeier, ættuð frá Jótlandi, þau eignuðust ekki börn.

Guðrún Jóhannsdóttir (1892-1970)

  • S02447
  • Person
  • 21. júní 1892 - 29. sept. 1970

,,Guðrún Jóhannsdóttir er fædd 21. júní 1892 í Sveinatungu í Norðurárdal, Mýrasýslu. Um tvítugt fluttist hún með foreldrum sínum að Brautarholti á Kjalarnesi og kenndi sig síðan við þann stað. Guðrún stundaði nám í kvennaskólanum á Blönduósi og við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Árið 1919 giftist hún Bergsveini Jónssyni og bjuggu þau í Reykjavík. Þau eignuðust þrjár dætur. Guðrún vann mikið að ritstörfum og skrifaði bæði fyrir börn og fullorðna. Hún starfaði einnig að félagsmálum, t.a.m. fyrir Hallgrímskirkjusöfnuð, og flutti erindi í útvarp. Sex bækur komu út eftir hana á tuttugu árum, sú fyrsta Tvær þulur, árið 1927."

Vigfús Björnsson (1927-2010)

  • S02453
  • Person
  • 20. jan. 1927 - 6. jan. 2010

Vigfús fæddist á Ásum í Skaftártungu 20. janúar 1927. Foreldrar hans voru sr. Björn O. Björnsson og Guðríður Vigfúsdóttir. Vigfús ólst upp í foreldrahúsum, en árið 1941 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við ýmislegt, m.a. hjá hernum og var á þeim árum að verulegu leyti fyrirvinna fjölskyldunnar. Vigfús hóf bókbandsiðn árið 1947 við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi og varð síðar meistari í iðninni. Hann hélt til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms árið 1950 og að námi loknu bauð föðurbróðir hans, Sigurður O. Björnsson, starf hjá Prentverki Odds Björnssonar, fyrirtæki fjölskyldunnar á Akureyri. Þar starfaði Vigfús sem verkstjóri í bókbandi í 30 ár. Hann kvæntist Elísabetu Guðmundsdóttur frá Flatey á Skjálfanda árið 1953, þau eignuðust átta börn. Auk þeirra starfa sem að framan greinir vann Vigfús lengst af við ritstörf og eftir hann hafa komið út á annan tug bóka, aðallega sögur fyrir börn.

Sigfús Elíasson (1896-1972)

  • S02455
  • Person
  • 24. okt. 1896 - 22. okt. 1972

Búfræðingur og hárskerameistari á Akureyri og í Reykjavík. Rakari á Akureyri 1930. Rithöfundur og skáld. Starfrækti Dulspekiskólann í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Bergsteinn Jónsson (1926-2006)

  • S02459
  • Person
  • 4. okt. 1926 - 10. júlí 2006

Sonur hjónanna Jóns Árnasonar verkamanns og Kristínar Jónsdóttur húsmóður. ,,Lauk stúdentsprófi frá MR 1945. Hann lauk cand phil. og BA-próf frá HÍ, cand. mag.-próf í sögu Íslands, almennri sögu og ensku frá HÍ 1957. Bergsteinn var póstafgreiðslumaður hjá Póststofunni í Reykjavík 1946 til 1958, kenndi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1958-1962, í Kvennaskólanum í Reykjavík 1960-1961, MR 1959 til 1971 og Háskóla Íslands frá 1967 allt til ársins 1992. Eftir Bergstein liggja eftirtalin rit: Landsnefndin 1770-1771, I og II, 1958-1961; Mannkynssaga 1648-1789, 1963, Bygging Alþingishússins 1880-1881, sérprentun úr ævisögu Tryggva Gunnarssonar, 1972; Tryggvi Gunnarsson I-IV, ásamt Þorkeli Jóhannessyni, 1955 til 1990; Vestræna, ritgerðasafn til heiðurs Lúðvík Kristjánssyni sjötugum, útg. ásamt Einari Laxness 1981; Ísland, ásamt Birni Þorsteinssyni og Helga Skúla Kjartanssyni, Kaupmannahöfn 1985. Íslandssaga til okkar daga, meðhöf. ásamt Birni Þorsteinssyni 1991. Bergsteinn skrifaði greinar og ritgerðir um sagnfræðileg efni í tímaritum. Hann stundaði ritstörf og rannsóknir fyrir Seðlabankann og Landsbanka Íslands 1963 til 1965 og öðru hvoru síðan. Hann annaðist rannsóknarstörf um ferðir Íslendinga til Vesturheims 1971-1972. Báran rís og hnígur 2005, um samfélag íslenskumælandi fólks í Norður-Dakóta, Eitt og annað um vesturferðir, Vesturheim og Vesturíslendinga, handrit gefið út í tveimur eintökum 2006 í tilefni af áttræðisafmælisári Bergsteins."

Árni Jóhannsson (1933-2015)

  • S02460
  • Person
  • 30. jan. 1933 - 22. feb. 2015

Árni Jóhannsson fæddist 30. janúar 1933 að Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. ,,Árni lauk handíðakennarapróf árið 1952 frá Handíða- og myndlistaskólanum og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennarskólanum á Laugarvatni árið 1954. Á þessum árum sinnti Árni ýmsum störfum auk kennslu og sjómennsku svo sem trésmíði og löggæslu. Hann var kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík 1956-61. Árni var til sjós frá 1961-65, m.a. með Þorsteini Gíslasyni, skipstjóra, á Guðrúnu Þorkelsdóttur. Árið 1965 stofnaði Árni byggingarfyrirtækið Brún og starfaði sem verktaki þar til eftirlaunaaldri var náð. Fyrirtæki Árna komu að uppbyggingu stórra mannvirkja í Reykjavík og á landsbyggðinni. Auk vegbrúnna í Kópavogi reisti fyrirtæki Árna brú yfir Elliðaárnar, Höfðabakkabrúna og Gullinbrú. Árni var því ósjaldan titlaður brúarsmiður." Kona Árna til þrjátíu ára var Unnbjörg Eygló Sigurjónsdóttir, þau eignuðust ekki börn saman en Árni gekk börnum hennar frá fyrra sambandi í föðurstað.

Ólafur Halldórsson (1920-2013)

  • S02464
  • Person
  • 18. apríl 1920 - 4. apríl 2013

Ólafur fæddist að Króki í Gaulverjarbæjarhreppi. Foreldrar hans voru Halldór Bjarnason bóndi og Lilja Ólafsdóttir húsfreyja. Ólafur lauk stúdentsprófi frá MA árið 1946 og cand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1952. Hann sérmenntaði sig í handritalestri hjá Jóni Helgasyni prófessor í Kaupmannahöfn og starfaði einnig sem lektor við Kaupmannahafnarháskóla. Ólafur fluttist heim til Íslands með fjölskyldu sína árið 1963 og hóf þá störf við Handritastofnun Íslands, sem síðar fékk heitið Stofnun Árna Magnússonar og starfaði hann þar til starfsloka. Eftir það vann Ólafur sjálfstætt. Ólafur vann um áratugaskeið að rannsóknum á handritum, textum og útgáfum á fornsögum. Var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslands1975 og árið 2010 var hann heiðraður á færeyskri menningarhátíð í Reykjavík fyrir starf sitt í þágu menningartengsla Færeyinga og Íslendinga. Sama ár hélt Stofnun Árna Magnússonar málþing honum til heiðurs. Ólafur kvæntist Aðalbjörgu Vilfríði Karlsdóttur og eignuðust þau þrjú börn.

Stofnun Árna Magnússonar (1972-

  • S02465
  • Public party
  • 1972-

Háskóli Íslands stofnaði handritaútgáfunefnd 1955, en árið 1962 tók Handritastofnun Íslands við hlutverki hennar. Fyrsta skóflustunga að Árnagarði var tekin 1967 og flutti Handritastofnun þangað í árslok 1969, en árið 1972 tók Stofnun Árna Magnússonar við hlutverki hennar. Árið 2006 var Stofnun Árna Magnússonar lögð niður í þeirri mynd sem hún hafði verið frá 1972, en rann þá, ásamt fjórum öðrum stofnunum í íslenskum fræðum, saman í nýja stofnun, þ.e. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Íslenskar málstöðvar, Orðabók Háskóla Íslands, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordals og Örnefnastofnun Íslands.

Nanna Hermannsson (1942-

  • S02468
  • Person
  • 1942-

Foreldrar: Margrét Þórunn Sigurðardóttir og Olle Hermannsson. Nanna var fædd og uppalinn í Svíþjóð. Hún fornleifafræðingur að mennt, var lengi safnstjóri í Árbæjarsafni. Nú búsett í Svíþjóð. Minjasafnsstjóri Stokkhólmi.

Kristinn Bjarni Jóhannsson (1942-

  • S02470
  • Person
  • 20. feb. 1942-

Kristinn fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Elínar Baldvinu Bjarnadóttur og Jóhanns Hólm Jónssonar. Er hjartaskurðlæknir. Kvæntur Sigrúnu Einarsdóttur kennara. Þau eiga þrjú uppkomin börn.

Anna Ólafsdóttir (1955-

  • S02473
  • Person
  • 25. júlí 1955-

Anna er fædd í Reykjavík árið 1955, dóttir hjónanna Jónínu Tryggvadóttur Kvaran og Ólafs Kristjánssonar. Hún er tónlistarkennari. Gift Pálma Gunnarssyni tónlistarmanni. Þau eiga tvær dætur.

Pétur Pétursson (1918-2007)

  • S02477
  • Person
  • 16. okt. 1918 - 23. apríl 2007

Pétur var fæddur á Eyrarbakka, sonur hjónanna Elísabetar Jónsdóttur og Péturs Guðmundssonar. Pétur fluttist til Reykjavíkur ásamt móður sinni og systkinum árið 1923. Hann gekk í barnaskóla Reykjavíkur og Landakotsskóla. Ungur að aldri gerðist hann sendisveinn hjá Útvegsbanka Íslands og síðar bankamaður þar. Pétur stundaði nám við lýðháskóla í Svíþjóð og Pitman´s College í Bretlandi. Árið 1941 var Pétur ráðinn þulur við Ríkisútvarpið og starfaði þar til 1955. Þá fékkst hann við verslunarrekstur um tíma, en hóf aftur störf við Ríkisútvarpið árið 1970 og lauk þar starfsævi sinni. Hann var afar farsæll útvarpsmaður. Pétur skrifaði fjölmargar greinar í blöð, m.a. um sögulegt efni. Hann gerði fjölda útvarpsþátta, einkum viðtalsþætti. Pétur var verkalýðssinni og sjálfmenntaður fræðimaður sem naut virðingar m.a. sagnfræðinga. Pétur kvæntist Birnu Jónsdóttur og eignuðust þau eina dóttur.

Sæmundur Dúason (1889-1988)

  • S02478
  • Person
  • 10. nóv. 1889 - 4. feb. 1988

Sæmundur fæddist á Langhúsum í Fljótum. Foreldrar hans voru Eugenía Jónsdóttir Norðmann og Dúi Kristján Grímsson. Sæmundur ólst upp við almenn sveitastörf og sjómennsku. Kona hans var Guðrún Valdný Þorláksdóttir og eignuðust þau sex börn og ólu þess auk upp tvö fósturbörn. Sæmundur var fræðimaður að eðlisfari og mikill unnandi íslenskrar tungu. Hann lagði stund á þýsku, frönsku og esparento sér til ánægju. Hann stundaði sjómennsku með búskapnum, en árið 1914 fluttu þau til Reykjavíkur. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Reykjavíkur og tæpum tuttugu árum síðar hóf hann nám við Kennaraskóla Íslands og starfaði við kennslu í Fljótum, Grímsey og á Siglufirði. Sæmundur skrifaði ævisögu sína, Einu sinni var.

Sæmundur Jónasson (1890-1972)

  • S02483
  • Person
  • 30. mars 1890 - 17. júlí 1972

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Verkamaður í Reykjavík.

Gísli Jónasson (1891-1967)

  • S02485
  • Person
  • 22. des. 1891 - 11. okt. 1967

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Kennari og síðar skólastjóri í Reykjavík. Kvæntist Margréti Jónu Jónsdóttur frá Hafnarfirði.

Jóhannes Björnsson (1907-1966)

  • S02489
  • Person
  • 7. júlí 1907 - 7. sept. 1966

Jóhannes fæddist í Laufási við Eyjafjörð, sonur hjónanna sr. Björns Björnssonar og Ingibjargar Magnúsdóttur. Hann missti föður sinn á unglingsaldri og flutti þá móðir hans ásamt börnum sínum til Reykjavíkur. Jóhannes lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1934. Síðan lá leiðin til Danmerkur til frekara náms. Meðan hann dvaldi þar fékkst hann við sjálfstæðar rannsóknir í fræðigrein sinni, meltingarsjúkdómum. Árið 1940 hélt hann heim til Íslands og starfaði hér á landi æ síðan sem sérfræðingur í meltingarsjúkdómum. Hann var farsæll í starfi. Jóhannes kvæntist Guðrúnu Valdemarsdóttur, þau skildu, en eignuðust þrjú börn. Seinni kona hans var Ásta Árnadóttir.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

  • S02493
  • Person
  • 7. ágúst 1898 - 24. sept. 1976

Foreldrar Jóns voru Jónas Jónsson bóndi í Hróarsdal í Hegranesi í Skagafirði og seinni eiginkona hans Lilja Jónsdóttir. Jón var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1923 og tók kennarapróf árið 1929. Hann kenndi við Austurbæjarskóla og í forföllum við Barnaskóla Reykjavíkur. Jón fór í námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar árið 1935 og og dvaldi við nám á Norðurlöndum 1955-1956. Einnig var honum boðið að halda fyrirlestra í Harvardháskóla þar sem hann fjallaði um galdur, seið, skýringar á Hávamálum og þjóðleg íslensk fræði, en Jón var fræðimaður að eðlisfari og var vel að sér þar. Einnig var hann fróður um jurtir og og grös. Jón var bóndi á Selnesi á Skaga frá 1957 og var í stjórn Ungmennafélagsins Hegra um skeið. Jón skrifaði fjölda greina í blöð, m.a. um ræktun á sykurrófum, en hann var fyrstur manna á Íslandi til að rækta sykurrófur. Önnur ritverk Jóns eru: Vegamót, barnasögur 1935 , í Framsókn 1957 og um rjúpuna í Dýraverndaranum 1950. Hann þýddi bókina Foreldrar og uppeldi e. Th. Bögelund, 1938. Jón var einkar barngóður, sem kom vel fram á kennaraárum hans, einnig reyndist hann sumardrengjum sínum vel.
Hann var ókvæntur og barnlaus.

Snorri Sigfússon (1884-1978)

  • S02495
  • Person
  • 31. ágúst 1884 - 13. apríl 1978

Snorri var fæddur á Brekku í Svarfaðardal, sonur hjónanna Önnu Sigríðar Björnsdóttur og Sigfúsar Jónssonar. Snorri lauk kennaraprófi frá Storð í Noregi; sótti einnig námskeið í Danmörku og Englandi. Hann var skólastjóri og námstjóri. Síðast búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans var Guðrún Jóhannesdóttir.

Sigurður Gunnarsson (1912-1996)

  • S02496
  • Person
  • 10. okt. 1912 - 23. apríl 1996

Sigurður fæddist á Skógum í Öxarfirði. Foreldrar hans voru Kristveig Björnsdóttir húsfreyja og Gunnar Árnason bóndi. Eftir að Sigurður lauk námi við Kennaraskóla Íslands kenndi hann í Borgarnesi og Seyðisfirði 1936-1938. Hann var skólastjóri barnaskólans á Húsavík 1940 til 1960. Var æfingakennari við Kennaraskólann 1960-1978. Sigurður skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, en einnig kennslubækur ofl. Hann var afkastamikill þýðandi úr dönsku, norsku og ensku. Sigurður kvæntist Guðrúnu Karlsdóttur, þau eignuðust þrjá syni.

Results 256 to 340 of 551