Sýnir 6399 niðurstöður

Nafnspjöld

Ingi Gests Sveinsson (1919-2000)

  • S03587
  • Person
  • 04.11.1919-12.5.2000

Ingi Gests Sveinsson, f. í Reykjavík 04.11.1919, d. 12.05.2000 í Hafnarfirði. Foreldrar: Sveinn Helgason frá Ketilsstöðum á Kjalarnesi og kona hans Björg Sigríður Þórðardóttir frá Sperlahlíð í Arnarfirði. Ingi ólst upp hjá foreldrum sínum i Reykjavík. Hann vann sem sendill, m.a. hjá O. Johnson og Kaaber. Árið 1941 lauk hann sveinsprófi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Síðan lærði hann vélvirkjun og bifvélarvirkjun. Árið 1945 flutti hann í Neskuapsstað og sáum byggingu slippsins þar. Árið 1948 kom hann á Sauðárkrók og tók við formennsku á Bifreiða- og vélaverkstæði KS. Þar vann hann til 1958, að hann byggði eigið verkstæði, Vélaverkstæði Inga Sveinssonar. Sumrin 1958 og 1959 vann hann á skurðgröfu hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga. Verkstæði rak hann til 1963 en þáfluttist hann til Reykjavíkur. Gerðist hann vélstjóri á olíuflutningaskipinu Hamrafelli og 1964-1966 vann hann við Búrfellsvirkjun. Árið 1967 hóf hannstörf hjá Íslenska álfélaginu þear það hóf göngu sína. Ingi var mikill sundmaður og tók átt í ýmsum keppnum og átti mörg Íslandsmet. Ingi var radíóamatör og á Sauðárkróki byggði hann fyrstur manna loftnetsturn með snúanlegu stefnuvirku loftneti. Hann var eini Íslendingurinn og einn örfárra manna á heimsvísu sem hafði komið á staðfestu radíósambandi í öll lönd veraldar. Hann var heiðursfélagi í íslenska radíóamatörafélaginu. Á Sauðárkróki kenndi Ingi eðlis- og efnafræði við Iðnskólann um tíma og tók virkan þátt í starfi Rótarýklúbbsins.
Maki 1: Guðrún Sigríður Gísladóttir (1941-1988). Þau eignuðust fjögur börn. Þau slitu samvistir 1968.
Maki 2: Lilja Eygló Karlsdóttir (191-2010). Lilja átti fimm börn af fyrra hjónabandi.

Erla Einarsdóttir (1930-2008)

  • S03584
  • Person
  • 04.03.1930-11.09.2008

Erla Einarsdóttir, f. í Vík í Mýrdal 04.03.1930, d. 1109.2008 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Erlendsson skrifstofumaður og Þorgerður Jónsdóttir Húsmóoðir. Erla ólst upp í Vík í Mýrdal. Hú stundaði nám við Barna- og unlignaskólann þar, Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem íþróttakennari frá Laugarvatni 1950. Erla og Gísli bjuggu fyrstu tvö búskaparárin á Dalvík en fluttu þaðan til Sauðárkróks 1954 og bjuggu þar síðan. Erla vann sem íþróttakennari fyrstu árin á Sauðárkróki, auk þess ða kenna á sundnámskeiðum á Sauðárkróki og í Varmahlíð. Árið 1970 hóf hún störf á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga og vann þar til ársins 1997.
Maki: Gísli Felixsson. Þau eignuðust tvö börn.

Sigtryggur Bergþór Pálsson (1931-1964)

  • S03582
  • Person
  • 13.05.1931-07.01.1964

Sigtryggur Bergþór Pálsson, f. á Sauðárkróki 13.03.1931, d. 07.01.1964 í Kaupmannahöfn. Rafvirki á Sauðárkróki.
Maki: Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir frá Víðimel (giftist síðar Garðari Guðjónssyni).

Steingrímur Skagfjörð Felixson (1932-2007)

  • S03508
  • Person
  • 02.03.1932-17.11.2007

Steingrímur Skagafjörð Felixson f. á Halldórsstöðum í Seyluhreppi 02.03.1932, d. °7.11.2007. Foreldrar: Felix Jósafatsson og Efemía Gísladóttir. Steingrímur stundaði nám í Bændaskólanum á Hólum. Einnig lauk hann vélskólaprófi í Vestmannaeyjum árið 1950. Hann starfaði á Akureyri en flutti síðar í Sunnuhlíð. Hann vann einnig á vinnuvélum og við ylrækt í Varmahlíð. Árið 1968 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar starfaði Steingrímur sem verktaki og síðar verkstjóri. Síðustu starfsárin vann hann hjá Búnaðarbankanum í Reykjavík. Steingrímur söng með Karlakórnum Heimi og síðar Karlakór Reykjavíkur og var einn af stofnendum Skagfirsku söngsveitarinnar.
Maki: Dana Arnar Sigurvinsdóttir (1933-). Þau eignuðust sex börn.

Emilía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988)

  • S03593
  • Person
  • 12.12.1897-07.04.1988

Emilía Jónsdóttir Bergmann, f. 12.12.1897, d. 07.04.1988. Foreldrar: Ósk Gísladóttir (1868-1956) og Jón Jónsson (1869-1962) bóndi á Eyvindarstöðum.
Maki: Sigfús Bergmann Hallbjarnarson, kaupfélagsstjóri í Flatey á Breiðafirði.
Þau bjuggu í Flatey og síðar í Reykjavík.

Ragnheiður Brynjólfsdóttir (1930-1986)

  • S03597
  • Person
  • 31.10.1930-16.10.1986

Ragnheiður Brynjólfsdóttir, f. 31.10.1930. d. 16.10.1986. Foreldrar: Brynjólfur Danivalsson og Emilía Lárusdóttir, þau bjuggu á Suðurgötu 24 á Sauðárkróki (Árbæ).
Ragnheiður fór ung til Reykjavíkur í atvinnuleit og fór síðan í ljósmæðranám og útskrifaðist úr því 1963. Hún vann lengst af við Sjúkrahúsið í Keflavík. Í Keflavík hélt hún heimili með tveimur systkinum sínum. Ragnheiður var meðlimur í Sóroptimistaklúbbi Keflavíkur. Hún fór síðar til starfa á Sauðárkróki og var þar síðustu 4 æviárin.
Ragnheiður eignaðist einn son.

Valdimar Friðbjörnsson (1926-1996)

  • S03615
  • Person
  • 06.01.1926-19.06.1996

Valdimar Friðbjörnsson, d. 06.01.1926, d. 19.06.1996. Foreldrar: Friðbjörn Björnsson og Björg Valdimarsdóttir. Maki: Sigurlaug Barðadóttir. Þau eignuðust fjögur börn.
Sjómaður og skipstjóri og starfaði einnig við fiskverkun og hjá Olíuverslun Íslands. Einnig hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.

Lestrarfélag Óslandshlíðar

  • S03645
  • Association
  • 1913-1957

Lestrarfélag Óslandshlíðar var stofnað 29. apríl 1913 á Hlíðarhúsi og voru stofnendur 11. Lögð voru fyrir fundinn lög félagins og þau samþykkt.
Þann 31.mai.1957 varð tillaga um að bókasafn Lestrarfélags Óshlíðar muni sameinast í Lestrarfélag Hofshrepps. Tillaga þessi var samþykkt.

Ungmennafélag Höfðstrendinga*

  • S03652
  • Association
  • 1917 - 1987

Þann 25. mars.1917 komu nokkur ungmenni úr Hofsós og grendinni saman í þinghúsi hreppsins í þeim tilgangi að stofna ungmennafélag. Á þessum fyrsta fundi var samþykkt að félagið héti Ungmennafélag Höfðstrendinga. U.M.F.H. Og svo segir m.a. í lögum nýs félags, að félagsmenn geta þeir orðið sem ekki neyta áfengra drykkja og þeir sem eru innan 20 ára ( breyttist svo í 16 ára ). Séu ekki tóbaksneytendur en aldurstakmark félagsmanna er 12 - 40 ára og byggja þeir stefnu sína á kristilegum grundvelli. Allir sem skrifa undir skuldbindingu og lög félagsins skulu þúast. Fundir skulu byrja og enda með því að syngja eða lesa eitthvað ættjarðarljóð. Í bréfi sem Björn í Bæ ritar og er í þessum gögnum segir að fyrsta verkefni var að stofna Unglingaskóla og að það var mikill áhugi hjá fólki að láta gott af sér leiða og margir hafi fengið sínar fyrstu æfingu að setja hugsanir sínar í mælt mál. Starfrækt var kartöflurækt, opnuð var sundlaug milli Hugljótstaða og Hólakots, árið 1927 var strengt heit að koma upp samkomuhúsi og 29 .des.1928 var húsið fullbyggt og vígt með viðhöfn og skýrt Skjaldborg. Það var eins og öll skemmtanahöld lifnuðu við með tilkomu Skjaldborgar, leikfélagið var með margar sýningar og starfandi karlakórinn Þröstur, flestir ungmennafélagar, þá þótti engin skemmtun boðleg nema samsöngur væri. Félagar ungmennasambanda skiptust á að mæta á fundi hjá hvorum öðrum og flutt voru ýmis erindi sem voru svo tekin til umræðu, þetta færði unga fólkið saman í starfi og góðum anda.
Stjórnarfundur sem haldin var 11.maí.1982 í U.M.F.Höfðstrending samþykkti ( áður samþ á aðalfundi 24. febrúar.1982 ) að UMSS hafi forgöngu um viðræður milli U.M.F Geisla og U.M.F Höfðstrendings. Í Byggðasögu Skagafjarðar X. bindi er þess getið að með sameiningu Ungmennafélags Geisla í Óslandshlíð og Íþróttafélagsins Neista 22. mars.1990 hafi orðið til Ungmennafélag Neisti og Ungmennafélag Höfðstrendingur hafi ekki verið með í þeirri sameiningu og starfaði ekkert eftir þetta.

Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu (1976-2020)

  • S03638
  • Association
  • 1976-2020

Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

Baldvin Leifsson (1941-2022)

  • N00479
  • Person
  • 19.10.1941 - 29.05.2022.

Baldvin Leifsson fæddist 19.10.1941 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki en ólst upp í Ásbúðum í Skagabyggð. Baldvin flutti síðar til Kópavogs og starfaði þar sem vélsmiður, rennismiður, bátasmiður og vélstjóri. Baldvin bjó í Kópavogi til æviloka, hann var ókvæntur og barnlaus. Hann lést 29.05.2022.

Niðurstöður 4676 to 4760 of 6399