Showing 6393 results

Authority record

Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)

  • S01866
  • Organization
  • 1930-

Verkakvennafélagið Aldan var stofnað þann 9. janúar 1930 á Sauðárkróki. Stofnendur voru 21 talsins. Ástríður Stefánsdóttir ljósmóðir átti frumkvæði að stofnun félagsins. Í félagslögum segir m.a.: „Tilgangur félagsins er sá að styðja og efla hag félagskvenna og menningu á þann hátt, sem kostur er, meðal annars með því að ákveða vinnutíma og kaupgjald og stuðla að því, að verkalýðurinn taki sjálfstæðan þátt í stjórnmálum lands og bæjarfélags.“
Fyrstu stjórn skipuðu: Ástríður Stefánsdóttir, formaður, Sigríður A.N. Eiriksen, ritari og Pálína Bergsdóttir.
Varastjórn skipuðu: Sigurrós J. Sigurðardóttir, Helga Jóhannsdóttir og Ingunn Magnúsdóttir.
Tvo meðráðamenn kaus félagið sér til halds og trausts úr Verkamannafélaginu Fram: Friðrik Hansen og Pétur Sigurðsson.
Verkakonur á Sauðárkróki töldu rétt að bindast samtökum um kaup og kjör, en fiskvinna, einkum síldarvinna, var nokkur og fór vaxandi.
Hver sú kona sem var orðin 16 ára að aldri og var fær til algengrar vinnu gat fengið inntöku í félagið. Varð hún að senda formanni skriflega inntökubeiðni en formaður bar umsóknina undir atkvæði á félagsfundi.
Aðalstörf félagsins snérust um að bæta kjör vinnandi kvenna, sérstaklega á meðan mikið atvinnuleysi var í landinu. Árið 1931 voru t.d. konurnar neyddar til að lækka þágildandi taxta félagsins til að hægt væri meðal annars að láta verka saltfisk á Sauðárkróki. En konurnar settu fram nokkur skilyrði gegn lækkun taxtans og meðal þeirra skilyrða var að félagar Öldunnar sætu fyrir vinnu, að konur við fiskþvott hefðu skýli og að þeim yrði lögð til áhöld.
Þeim konum sem mest beittu sér fyrir síldarsöltun á Sauðárkróki sumarið 1934 var neitað um vinnu á staðnum.
Aldan stéttarfélag, varð síðar til við sameiningu Verkalýðsfélagsins Fram og Verkakvennafélagsins Öldunnar. Sameinað félag tók til starfa í ársbyrjun 2001. Stofnfélagar voru um 820 manns, félagið á sér merkilega fortíð í sögu þessara félaga og forvera þeirra.

Nautgriparæktunarfélag Viðvíkurhrepps (1915-1955)

  • S03762
  • Association
  • 1915-1955

Tilurð Nautgriparætkunarfélags Viðvíkurhrepps má rekja til umræðu um nautgiriparækt á hreppsfundi í Viðvíkurhreppi í október árið 1914 og varð úr að nokkrir bændur lögðu til fé og sömdu um kaup á 2ja ára gömlu nauti sem alþingismaðurinn Jósef Björnsson á Vatnsleysu hafði keypt áður frá óðalsbóndanum Sigurði Péturssyni á Hofsstöðum og var greitt 120.- kr. fyrir nautið. Þann 20. janúar 1915 var boðað til stofnfundar fyrir nefndan félagsskap. Á fundinum var lögð frumvarp til laga fyrir nautgriparæktunarfélagið, eftir nokkar umræður og breytingatillögur voru lögin samþykkt og undirrituð af öllum stofnmeðlimum. Því næst var kosin þriggja manna stjórn og hlutu kosningu eftirtaldir: Jósef Björnsson, Jóhannes Björnsson, Hartmann Ásgrímsson.

Ungmennafélagið Varmi (1939-

  • S03763
  • Association
  • 1939 -

Þann 15. febrúar 1939 var fundur haldinn á prestsetrinu Barði í Haganeshreppi. Tilgangur fundarins var að stofna Ungmennafélag, á fundinum voru borin fram lög félagsins, þau lesin upp lið fyrir lið og að lokum voru þau borin upp í heild sinni og þau samþykkt einróma. Á fundinum voru 13 fundarmenn en þrír fundarmenn gátu ekki verið á fundinum en voru búin að samþykkja lög félagsins. Fyrsta stjórn nýstofnaðs félags skipaði Lárus Hermannsson, Sæmund Baldvinsson og Níels Hermansson. Í varastjórn voru kosnir Friðrik Baldvinsson, Jón Frímansson og Sigurjón Guðmundsson.
Heimili og varnarþing félagsins er Haganeshreppur.
Í stefnuskrá félagsins kemur fram að tilgangur með félagsskapnum er að vekja löngun hjá öllum landsmönnum til að vinna að alhliða þroska sjálfra sín og annara og öðru því er vera mætti þjóðinni til gæfu.
Að temja sér að beita starfskröftum sínum innan og utan félagsins.
Að reyna af fremsta megni að styðja, viðhalda og efla allt sem er þjóðlegt og rammíslenskt og sé íslensku þjóðinni til gagns og sóma. Sérstaklega skuli leggja stund á að fegra og prýða móðurmálið.
Tilgangi sínum hyggst félagið sér að ná með því að halda fundi svo oft sem félagsmenn telja þörf á og ákveði yfirstandandi fundur næsta fund ella stjórn félagsins, og það svo oft sem henni þykir við þurfa. Á fundum skal fram fara umræður, upplestrar, íþróttir, fyrirlestrar og fleira.
Ekki er vitað hvort félagið sé ennþá starfandi eða hvort það hafi sameinast öðru félagi.

Útgerðarfélagið Hegri h/f

  • S03764
  • Association
  • 1946-1951

Laugardaginn 18. maí 1946 var haldinn stofnfundur félags sem fékk nafnið Útgerðarfélagið Hegri h/f. Frumvarp fyrir félagið lá fyrir til samþykktar og var borin undir atkvæði og var samþykkt svohljóðandi; Félagið heitir Hegri h/f, heimili þess og varnarþing er á Sauðárkróki. Tilgangur félagsins er útgerð eigin- og leiguskipa til fisk- og síldveiða. Stjórn félagsins skipa þrír menn, kosnir á aðalfundi, í fyrsta skipti á stofnfundi.
Fyrsta stjórn félagsins skipaði þeim Eysteini Bjarnasyni, Steindóri Jónssyni og Haraldi Júlíussyni. Félagið starfaði í nokkur ár, á fundi 7. nóvember 1951, mættu 5 hluthafar í félaginu og samþykktu að slíta félaginu og voru kosnir tveir fulltrúar í skilanefnd sem ættu að sjá um félagslitin.

Rósa Petra Jensdóttir

  • IS-HSk
  • Person
  • 1929-1993

Rósa Petra Jensdóttir var fædd á Sauðárkróki þann 11. maí 1929. Foreldrar hennar voru Jens Pétur Erikssen kaupmaður á Sauðárkróki og Sigríður Amalía Njálsdóttir, þau bjuggu á Suðurgötu 18, húsið var lengi vel kallað Jenshús eða Jensahús. Rósa tók gagnfræðapróf á Akureyri og var við nám í Húsmæðraskólann á Löngumýri 1948 - 1950. Rósa hóf störf sem talsímavörður hjá Pósti og síma á Sauðárkróki árið 1944, þar starfaði hún í rúm tvö ár og fluttist svo til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum, hún hóf svo störf hjá langlínumiðstöðinni í Reykjavík og starfaði þar af og til á tímabilinu 1949-1960, en óslitið frá 1964 - 1974 og yfir sumartímann á árunum 1980-1982. Frá 25.júlí 1988 starfaði Rósa óslitið hjá langlínumiðstöðinni, eða þar til hún lét af störfum árið 1993, hún lést síðla það sama ár.

Results 6376 to 6393 of 6393