Showing 6397 results

Authority record

Albert Sölvason (1903-1971)

  • S03561
  • Person
  • 1903-1971

Albert fæddist á Páfastöðum í Skagafirði .Foreldrar Alberts voru Sölvi Jónsson járnsmiður og kona hans Stefanía Ferdínansdóttir húsfreyja. Albert nam ketil-og plötusmíði, einnig var hann með vélstjórapróf.
Abert varð síðar framkvæmdastjóri á Akureyri.

Björn Gunnlaugsson (1788-1876)

  • S03560
  • Person
  • 25.09.1788-17.03.1876

Björn Gunnlaugsson, f. að Tannstöðum við Hrútafjörð 25.09.1788, d. 17.03.1876. Foreldrar: Gunnlaugur Magnússon smiður og Ólöf Bjarnardóttir. Þau fluttust síðar búferlum á Vatnsnesið. Björn var settur til bóknáms, fyrst hjá Gísla presti Magnússyni að Tjörn á Vatnsnesi og síðan hjá Halldóri prófasti Ámundasyni að Melstað. Þaðan var hann útskrifaður af Geir biskupi Vídalín árið 1808. Hann sigldi til Kaupmannahafnar og lærði þar. Varð hann síðar aðstoðarmaður Schumachers, hins nafnkunna stjörnumeistara, við mælingarstörf hans á Holtsetalandi næstu tvö árin. Eftir það varð hann kennari við Bessastaðaskóla og hélt því starfi meðan skólinn var á Bessastöðum og áfram í Reykjavík. Frá 1850-1862 var hann yfirkennari skólans.
Maki 1: Ragnheiður Bjarnadóttir (d. 1834). Þau eignuðust eina dóttur. Fyrir átti Ragnheiður einn son.
Maki 2: Guðlaug Aradóttir (d. 1873). Þau eignuðust ekki börn en Guðlaug átti eina dóttur fyrir.
Björn lét eftir sig mörg rit og árið 1831 byrjaði hann að starfa að uppdrætti Íslands og lauk því árið 1843.

Björn Jónasson (1886-1966)

  • S02781
  • Person
  • 23. júní 1886 - 19. feb. 1966

Björn Jónasson, f. 23.06.1886 á Ytra-Hóli í Kaupangssveit í Eyjafirði. Foreldrar: Jónas Einarsson og Guðrún Jónsdóttir. Ólst upp með foreldrum sínum og fór ungur að vinna fyrir sér. Átján ára fór hann til Reykjavíkur og vann þar um tveggja ára skeið. Rak síðar um skeið búskap og útgerð á Látraströnd. Maki: Guðrún Jónasdóttir. Þau eignuðust fimm börn. Þau fluttu til Siglufjarðar árið 1911. Björn stundaði þar keyrarastörf, þ.e.a.s. fólksflutning og vöruflutninga á hestum og vögnum, lagningu gatna og slíkt. Auk þess rak hann nokkurn búskap á Hóli við Siglufjörð um árabil.

Herdís Ásu Sæmundardóttir (1945-)

  • S03559
  • Person
  • 30.07.1954-

Herdís Ásu Sæmundardóttir, f. 30.07.1954.
Búsett á Sauðárkróki. Fyrrum kennari og fræðslustjóri, starfar á fræðslusviði sveitarfélagsins.

Elínborg Hilmarsdóttir (1958-)

  • S03558
  • Person
  • 30.01.1958

Elínborg Hilmarsdóttir, f. 30.01.1958.
Frá Siglufirði.
Búsett á Hraunum í Sléttuhlíð.

Snorri Styrkársson (1958-)

  • S03557
  • Person
  • 20.02.1958

Snorri Styrkársson, f. í Reykjavík 20.02.1958.
Áður verkefnastjóri hjá KS. snú fjármálsrtjóri Fjarðarbyggðar.

Karl Ásgeir Sigurgeirsson (1943-)

  • S03556
  • Person
  • 12.12.1943

Karl Ásgeir Sigurgeirsson, f. 12.12.1943. Frá Bjargi í Miðfirði, búsettur á Hvammstanga.

Agner Francisco Kofoed Hansen

  • S03555
  • Person
  • 1869-1957

Anger Fransisco Kofoed Hansen fæddist í Danmörku árið 1869. Hann var skógfræðingur að mennt og hafði mikla reynslu í stjórnun ræktunarframkvæmda, bæði frá Svíþjóð og Rússlandi. Hann var skipaður skógræktarstjóri í byrjun árs 1908. Hann lést í Reykjavík árið 1957.

Æðarræktarfélag Íslands (1969-)

  • S03554
  • Organization
  • 1969-

"Æðrarræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969.
Félagið er búgreinafélag með aðild að Bændasamtökum Íslands. Fulltrúi félagsins situr á búnaðarþingi.
Félagar geta þeir orðið sem njóta hlunninda af æðarvarpi og þeir sem hafa áhuga fyrir æðarrækt og stofnun nýrra varpstöðva.
Félagar eru vel á þriðja hundrað.
Félagið vinnur að því að efla æðarrækt, m.a. með því að:
-stuðla að rannsóknum, fræðslu og leiðbeiningum um atvinnugreinina.
-leita leiða til að draga úr tjóni í æðarvörpum af völdum vargs.
Félagið fylgist með sölu á æðardúni og styður við markaðsmál, m.a. með útgáfu kynningarefnis.
Félagið starfar í deildum eftir landsvæðum.

Anna Sigurjónsdóttir (1926-1958)

  • S03553
  • Person
  • 10.08.1926-29.10.1958

Anna Sigurjónsdóttir, f. að Nautabúi í Hjaltadal 10.08.1926, d. 29.10.1958. Foreldrar: Sigurjón Benjamínsson og Elínborg Pálsdóttir. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum á Nautabúi. Sex sumur var hún barnfóstra hjá Ísak Jónssyni og eiginkonu hans. Þegar hún var 18 ára dvaldi hún vetrarlangt á Húsmæðraskólanum á Löngumýri (1944-1945) og 22 ára lauk hún kennaraprófi í handavinnu, árið 1948. Hún var kennari í Rípurskólahéraði veturinn 1946-1947 og frá 1948 til dánardags. Mörg börn dvöldu hjá henni í heimavist í Hróarsdal. Árið 1949 giftist hún Þórarni Jónssyni og bjuggu þau í Hróarsdal. Þau eignuðust tvær dætur.
Maki: Þórarinn Jónsson

Ingibjörg Jóhannesdóttir (1929-2021)

  • S03552
  • Person
  • 27.10.1927-03.11.2021

Inigbjörg Jóhannesdóttir, f. á Húsavík 27.10.1929, d. 03.11.2021. Foreldrar: Ása Stefánsdóttir frá Skinnalóni á Melrakkasléttu og Jóhannes Ármannsson frá Hraunkoti í Aðaldal.
Inga ólst upp á Húsavík og var í hópi frystu nemenda sem útskrifuðust sem gagnfræðingar þar. Hún og Gísli bjuggu á Mið-Grund í Skagafirði, byggðu þar íbúðarhús á 6 áratugnum og bjuggu þar til æviloka.
Maki: Gísli Gíslason (1925-2018) brúarsmiður frá Eyhildarholti í Skagafirði. Þau eignuðust eina dóttur.

Ágúst Sigurðsson (1945-)

  • S03549
  • Person
  • 05.05.1945-

Ágúst Sigurðsson, f. 05.05.1945.
Bóndi á Geitaskarði í Langadal.

Helgi Hannesson (1952-)

  • S03547
  • Person
  • 17.03.1952-

Helgi Hannesson, f. 17.03.1952.
Kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Guðbjörg Guðmundsdóttir (1956-)

  • S03547
  • Person
  • 25.03.1956-

Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 25.03.1956.
Landslagarkitekt, bjó um nokkurra ára skeið á Sauðárkróki.
Maki: Þórarinn V. Sólmundarson. Þau eiga tvö börn.

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra (1992-)

  • S03546
  • Organization
  • 1992-

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra var stofnaður árið 1992 og fékk við það sína eigin skipulagsskrá. Samkvæmt skipulagsskrá Farskólans eru markmið skólans að efla endur- og símenntun á Norðurlandi vestra, greina þarfir fyrir fræðslu, standa fyrir hvers konar námi og koma á fót háskólanámi í heimabyggð.
Stofnaðilar Farskólans samkvæmt endurskoðari skipulagsskrá frá árinu 2009 eru:
Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, sveitarfélagið Skagaströnd, Akrahreppur, sveitarfélagið Skagafjörður, stéttarfélagið Samstaða, Aldan, stéttarfélag, Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Verslunarmannafélag Skagfirðinga, Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki, Fisk Seafood ehf., Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Hólaskóli.

Birna Sigurbjörg Guðjónsdóttir (1943-

  • S02875
  • Person
  • 29. ágúst 1943-2021

Foreldrar: Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980) og Guðjón Sigurðsson (1908-1986) bakari á Sauðárkróki. Fædd og uppalin á Sauðárkróki.
Maki: Björn Björnsson fv. skólastjóri, þau eignuðust þrjár dætur.

Guðbrandur Jón Guðbrandsson (1964-)

  • S03543
  • Person
  • 19.06.1964-

Guðbrandur Jón Guðbrandsson, f. 19.06.1964.
Foreldrar: Guðbrandur Jón Frímannsson (1922-2000) og Hallfríður Eybjörg Rúdolfsdóttir (1927-).
Tónlistarkennari á Sauðárkróki.

Arna Björnsdóttir (1975-)

  • S03542
  • Person
  • 19.08.1975

Arna Björnsdóttir, f. 19.08.1975.
Foreldrar: Björn Björnsson og Birna Sigurbjörg Guðjónsdóttir (1943-2021).

Auðunn Blöndal (1980-)

  • S03541
  • Person
  • 08.07.1980

Auðunn Blöndal, f. 08.07.1980.
Frá Sauðárkróki.

Sigurður Sigfússon (1947-)

  • S03538
  • Person
  • 02.11.1947-

Sigurður Sigfússon, f. 02.11.1947. Bóndi í Vík, nú búsettur á Sauðárkróki.

Sveinn Allan Morthens (1951-)

  • S03536
  • Person
  • 10.06.1951-

Sveinn Allan Morthens, f. 10.06.1951.
Bjó í Skagafirði, var framkvæmdastjóri svæðisstjórnar um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra.
Búsettur í Reykjavík.

Alda Björk Konráðsdóttir (1942-2007)

  • S03535
  • Person
  • 08.09.1942-21.11.2007

Alda Björk Konráðsdóttir, f. á Tjörnum í Sléttuhlíð 08.09.1942, d. 21.11.2007. Foreldrar: Konráð Ásgrímsson (1917-2000) og Guðrún Þorsteinsdóttir (1918-). Alda ólst upp í Sléttuhlíð og á Höfðaströnd í Skagafirði. Hún fór ung að heiman og vann ýmist verslunarstörf, m.a. á Sauðárkróki og í Reykjavík. Hún og Trausti hófu búskap á Laufskálum 1964. Eftir að þau brugðu búi árið 1982 starfaði Alda við Bændaskólann á Hólum í 15 ár, en á Hólum bjuggu þau til ársins 1999, er þau fluttu á Sauðárkrók. Þar vann Alda í fiskvinnslu og síðar á Heilbrigðisstofnuninni, þar til hún lét af störfum sökum veikinda. Í Hjaltadal var Alda virk í kvenfélaginu og söng um árabil í kirkjukór Hóladómkirkju.
Maki: Jón Trausti Pálsson (1931-2019). Þau eignuðust þrjú börn.

Sigurlaug Pálsdóttir (1934-2020)

  • S00406
  • Person
  • 10.06.1934-22.11.2020

Sigurlaug Pálsdóttir frá Laufskálum/Brekkukoti í Hjaltadal, foreldrar hennar voru Páll Jónsson og Guðrún Gunnlaugsdóttir. Maður hennar var Sighvatur Fanndal Torfason (1936-2004), þau eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hvítadal og á Neðri Brekku í Saurbæ í Dalasýslu til ársins 1966 er þau fluttust til Sauðárkróks.

Guðrún Gunnlaugsdóttir (1905-1992)

  • S03534
  • Person
  • 17.07.1905-21.06.1992

Guðrún Gunnlaugsdóttir, f. 17.07.1905, d. 21.06.1992. Foreldrar:Gunnlagur Jónsson bóndi í Víðinesi í Hjaltadal og Sigríður Guðmundsdóttir.
Fjölskyldan í Víðinesi bjó í útihúsi og eldaði í kofa þar meðan verið var að endurbyggja bæinn eftir bruna sumarið 1905. Sigríður móðir Guðrúnar var að baka í kofanum þegar hún kenndi sín og fór þá yfir að Kálfsstöðum og fæddi Guðrúnu þar. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Víðinesi. Hún var einn vetur, 1927-1928 í Reykjavík í vist. Haustið 1928 réðist hún að Hofi til Páls Jónssonar sem hafði ný hafið búskap þar og áttu þau samleið síðan. Þau bjuggu á Laufskálum 1934-1965. Árið 1966 fluttu þau á Sauðárkrók og keyptu sér hús að Kambastíg 4 en árið 1975 fengu þau inni í nýrri íbúð á dvalarheimili aldraðra. Á Sauðárkróki vann Guðrún mörg ár við ræstingar á sjúkrahúsinu. Síðustu árin glímdi hún við hrörnunarsjúkdóm og dvaldist tvö síðustu árin á sjúkrahúsi.
Maki: Páll Jónsson (1896-1981). Þau eignuðust þrjú börn.

Jón Trausti Pálsson (1931-2019)

  • S03533
  • Person
  • 05.01.1931-20.09.2019

Jón Trausti Pálsson, f. í Nýjabæ á Hólum 05.01.1931, d. 20.09.2019. Foreldrar: Páll Jónsson og Guðrún Gunnlaugsdóttir í Brekkukoti í Hjaltadal, síðar búsett á Laufskálum.
Trausti fluttist ungur með foreldrum sínum í Brekkukot og ólst þar upp. Hann byggði Laufskála með foreldrum sínum og þar var félagsbú þar til þau Alda tóku alfarið við búrekstrinum árið 1965. Trausti gekk í Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1952. Hann fór einnig suður til vinnu, var á Vellinum og á vertíð frá Akranesi. Meðfram búskapnum vann hann ýmis önnur störf, svo em akstur á vörubíl og skólabíl og við ökukennslu.
Trausti og Alda brugðu búi 1982 og fluttu þá á Sauðárkrók. Þaðan fluttu þau í Hóla 1984 og þar starfaði Trausti sem fjósameistari ríkisins og síðar sem umsjónarmaður fasteigna Hólaskóla. Á Hólum bjuggu þau til 1999 er þau fluttu aftur á Sauðárkrók.
Trausti sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Hann sat um árabil í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti rá 1980-1982 og 1990-1994. Hann var einnig virkur í starfi UMF Hjalta. Þá var hann um ellefu ára skeið sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Hólahrepps. Einnig átti hann sæti í sóknarnefnd Hólakirkju. Þá átti hann sæti í stjórn byggingasamvinnufélagsins Búhölda sem byggði m.a. íbúðir við Hásæti og Forsæti á Sauðárkróki, en þau voru meðan fyrstu íbúa í Hásæti.
Maki: Alda Björk Konráðsdóttir (1942-2007). Þau eignuðust þrjú börn.

Icelandic Association of Utah Inc.

  • S03500
  • Organization

"The Association has three primary purposes:
Celebrate and perpetuate a common interest in the culture and heritage of Iceland through shared activities and continuing education.
Promote closer and better relations with the people of Iceland.
Preserve the memory of the early Icelandic pioneers who established the first permanent Icelandic settlement in North America in Spanish Fork, Utah."

Árni Steinar Jóhannsson (1953-2015)

  • S03532
  • Person
  • 12.06.1953-01.11.2015

"Fæddur á Dalvík 12. júní 1953, dáinn 1. nóvember 2015. Foreldrar: Jóhann Helgason (fæddur 20. nóvember 1920, dáinn 9. apríl 1963) og kona hans Valrós Árnadóttir (fædd 3. ágúst 1927), móðursystir Sigríðar Önnu Þórðardóttur alþingismanns.
Gagnfræðapróf Dalvík 1969. Nám í Eau Claire Wisconsin U.S.A. Memorial High 1971, Garðyrkjuskóla ríkisins 1971–1974 og Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1974–1979.
Garðyrkjustjóri á Akureyri 1979–1986. Umhverfisstjóri á Akureyri 1986–1999.
Stjórnarmaður Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar 1994–1998. Tók þátt í Evrópusamvinnunni Urban Forest and Trees 1997.
Alþingismaður Norðurlands eystra 1999–2003 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).
Varaþingmaður Norðurlands eystra nóvember 1996 (Alþýðubandalag), október–nóvember 1998 (þingflokkur óháðra), október–nóvember 2003 og október 2006 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

  1. varaforseti Alþingis 1999–2003.
    Iðnaðarnefnd 1999–2003."

Björn Ingvi Sigurbjörnsson (1946-)

  • S03531
  • Person
  • 1946-

Björn Ingvi Sigurbjörnsson, f. 1946.
Frá Siglufirði, var m.a. formaður SSNV og skólastjóri á Sauðárkróki.
Bróðir: Gunnar Rafn Sigurbjörnsson.

Sigrún Magnúsdóttir (1944-

  • S02376
  • Person
  • 15. júní 1944-

Sigrún er fædd í Reykjavík 15. júní 1944, dóttir Magnúsar Jónssonar Scheving sjómanns og múrara og Sólveigar Vilhjálmsdóttur húsmóður. Sigrún hefur verið virk í stjórnmálum í áratugi. Er með BA-próf í þjóðfræði og borgarfræðum frá HÍ 2006. Maki 1: Kári Einarsson verkfræðingur, þau skildu, þau eignuðust tvær dætur. Maki 2: Páll Pétursson f. alþingismaður og ráðherra. Býr í Reykjavík.

Páll Pétursson (1937-2020)

  • S03529
  • Person
  • 17.03.1937-23.11.2020

"Fæddur á Höllustöðum í Blöndudal 17. mars 1937, dáinn 23. nóvember 2020. Foreldrar: Pétur Pétursson (fæddur 30. nóvember 1905, dáinn 7. maí 1977) bóndi á Höllustöðum í Blöndudal og kona hans Hulda Pálsdóttir (fædd 21. ágúst 1908, dáin 9. janúar 1995) húsmóðir. Maki 1 (26. júlí 1959): Helga Ólafsdóttir (fædd 30. október 1937, dáin 23. maí 1988) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Þ. Þorsteinsson og kona hans Kristine Glatved-Prahl. Maki 2 (18. ágúst 1990): Sigrún Magnúsdóttir (fædd 15. júní 1944) varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Jónsson Scheving og kona hans Sólveig Vilhjálmsdóttir. Börn Páls og Helgu: Kristín (1960), Ólafur Pétur (1962), Páll Gunnar (1967).
Stúdentspróf MA 1957.
Bóndi á Höllustöðum síðan 1957. Skipaður 23. apríl 1995 félagsmálaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skipaður 28. maí 1999 félagsmálaráðherra, lausn 23. maí 2003.
Formaður FUF í Austur-Húnavatnssýslu 1963–1969. Í hreppsnefnd Svínavatnshrepps 1970–1974. Formaður Veiðifélags Auðkúluheiðar 1972–1977. Fulltrúi Austur-Húnvetninga á fundum Stéttarsambands bænda 1973–1977. Formaður Hrossaræktarsambands Íslands 1974 og 1980. Í Norðurlandaráði 1980–1991, formaður Íslandsdeildar þess 1983–1985. Forseti Norðurlandaráðs 1985 og 1990. Í flugráði 1983–1992. Kjörinn í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum 1981 um sameiginleg hagsmunamál. Í Rannsóknaráði 1978–1980. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985–1987, formaður. Í stjórn Landsvirkjunar 1987–1995. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995.
Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–2003 (Framsóknarflokkur).
Félagsmálaráðherra 1995–2003.
Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1980–1994.
Utanríkismálanefnd 1991–1995 (varaform. 1994–1995), iðnaðarnefnd 1991–1995, sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1995."

Jóhanna Sigurðardóttir (1942-)

  • S03528
  • Person
  • 04.10.1942-

"Fædd í Reykjavík 4. október 1942. Foreldrar: Sigurður Egill Ingimundarson (fæddur 10. júlí 1913, dáinn 12. október 1978) alþingismaður og forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og Karítas Guðmundsdóttir (fædd 19. desember 1917, dáin 26. ágúst 1997) húsmóðir. Maki 1 (28. febrúar 1970): Þorvaldur Steinar Jóhannesson (fæddur 3. mars 1944) bankastarfsmaður í Reykjavík. Þau skildu. Foreldrar: Jóhannes Eggertsson og Steinunn G. Kristinsdóttir. Maki 2 (15. júní 2002): Jónína Leósdóttir (fædd 16. maí 1954) blaðamaður og leikskáld. Foreldrar: Leó Eggertsson og Fríða Björg Loftsdóttir. Synir Jóhönnu og Þorvalds: Sigurður Egill (1972), Davíð Steinar (1977). Sonur Jónínu: Gunnar Hrafn Jónsson (1981).
Verslunarpróf VÍ 1960.
Flugfreyja hjá Loftleiðum 1962–1971. Skrifstofumaður í Kassagerð Reykjavíkur 1971–1978. Félagsmálaráðherra 8. júlí 1987 til 24. júní 1994. Félagsmálaráðherra 24. maí 2007 og félags- og tryggingamálaráðherra í ársbyrjun 2008 til 1. febrúar 2009. Forsætisráðherra 1. febrúar 2009, lausn 28. apríl 2013 en gegndi störfum til 23. maí 2013.
Í stjórn Flugfreyjufélags Íslands 1966–1969, formaður 1966 og 1969. Í stjórn félagsins Svölurnar 1974–1976, formaður 1975. Í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur 1976–1983. Varaformaður Alþýðuflokksins 1984–1993. Formaður í stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra og öryrkja 1979–1983. Í nefnd til að undirbúa frumvarp um tilhögun og framkvæmd fullorðinsfræðslu og endurskoðun laga um almannatryggingar 1978. Í tryggingaráði 1978–1987, formaður þess 1979–1980. Sat á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1980–1985. Formaður Þjóðvaka 1995. Formaður Samfylkingarinnar 2009–2013.
Alþingismaður Reykvíkinga 1978–2003 (landskjörinn alþingismaður 1979–1987) (Alþýðuflokkur, utan flokka, Þjóðvaki - hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2013 (Samfylkingin).
Félagsmálaráðherra 1987–1994 og 2007–2008, félags- og tryggingamálaráðherra 2008–2009, forsætisráðherra 2009–2013.

  1. varaforseti neðri deildar 1979, 1. varaforseti neðri deildar 1983–1984, 4. varaforseti Alþingis 2003–2007.
    Utanríkismálanefnd 1995–1996, iðnaðarnefnd 1995–1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995–1997 og 1999–2000 og 2004–2007, allsherjarnefnd 1996–1999, efnahags- og viðskiptanefnd 1999–2007, kjörbréfanefnd 1999–2003, félagsmálanefnd 2003–2007.
    Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1996–2003, Íslandsdeild ÖSE-þingsins 2003–2007."

Þorsteinn Pálsson (1947-)

  • S03527
  • Person
  • 29.10.1947-

"Fæddur á Selfossi 29. október 1947. Foreldrar: Páll Sigurðsson (fæddur 17. október 1916, dáinn 16. september 2007) skrifstofumaður á Selfossi og síðar í Reykjavík, hálfbróðursonur Sveins Guðmundssonar alþingismanns, og kona hans Ingigerður Nanna Þorsteinsdóttir (fædd 23. maí 1920, dáin 5. júní 1982) húsmóðir. Maki (1. desember 1973): Ingibjörg Þórunn Rafnar (fædd 6. júní 1950, dáin 27. nóvember 2011) hrl. Foreldrar: Jónas G. Rafnar alþingismaður og kona hans Aðalheiður Bjarnadóttir Rafnar. Börn: Aðalheiður Inga (1974), Páll Rafnar (1977), Þórunn (1979).
Stúdentspróf VÍ 1968. Lögfræðipróf HÍ 1974. Hdl. 1976.
Blaðamaður við Morgunblaðið jafnframt námi frá 1970, fastráðinn blaðamaður 1974–1975. Ritstjóri dagblaðsins Vísis frá júlí 1975 til 1979. Framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands 1979–1983. Skipaður 16. október 1985 fjármálaráðherra, fór einnig með Hagstofu Íslands, jafnframt iðnaðarráðherra frá 24. mars 1987, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí. Skipaður 8. júlí 1987 forsætisráðherra, lausn 17. september 1988, en gegndi störfum til 28. september. Skipaður 30. apríl 1991 sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Skipaður 23. apríl 1995 sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 11. maí 1999. Sendiherra í Lundúnum 1999–2003 og í Kaupmannahöfn 2003–2005.
Formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1969–1970. Í stúdentaráði HÍ 1971–1973 og í háskólaráði 1971–1973. Formaður Orators 1972–1973. Í skólanefnd Verslunarskóla Íslands 1972–1977. Í nefnd til að endurskoða stjórnsýslu Háskóla Íslands 1973–1974. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1975–1977. Í fastanefnd norrænu vinnuveitendasamtakanna 1979–1983. Í kauplagsnefnd 1979–1983. Í kjararannsóknarnefnd og verðlagsráði 1979–1983. Skipaður 1980 í nefnd til að endurskoða lög og reglugerðir um réttarstöðu og aðbúnað farandverkafólks, 1983 formaður nefndar til að endurskoða lög um Seðlabanka Íslands og viðskiptabankana (bankalaganefnd), sama ár í nefnd til að endurskoða lög um Framleiðsluráð landbúnaðarins og í nefnd til að gera tillögur um breytingar á skattalögum í því skyni að örva fjárfestingu í atvinnulífinu. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1981. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1983–1991. Í Þingvallanefnd 1984–1988. Í Norðurlandaráði 1988–1991. Í stjórnarskrárnefnd frá 2005.
Alþingismaður Suðurlands 1983–1999 (Sjálfstæðisflokkur).
Fjármálaráðherra 1985–1987, forsætisráðherra 1987–1988, sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1991–1999."

Hermann Jónsson (1938-2019)

  • S03526
  • Person
  • 13.11.1938-01.01.2019

Hermann Jónsson, f. í Móskógum í Fljótum 13.11.1938, d. 01.01.2019 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Guðmundsson (1900-1988) og Helga Guðrún Jósefsdóttir (1901-1971). Hermann ólst upp í foreldrahúsum í Fljótum, fyrstu árin í Móskógum en fluttist vorið 1940 að Molastöðum með fjölskyldu sinni. Hann vann ýmis störf til sjós og lands, var bóndi á Merkigili í Eyjafirði 1960-1965 og bóndi í Lambanesi í Fljótum 1965-2001. Hann var hreppsstjóri í Holtshreppi frá 1982 og síðan í Fljótahreppi til ársins 1998. Þau hjónin fluttu til Sauðárkróks haustið 2003 þar sem Hermann tók virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara.
Maki: Auður Ketilsdóttir frá Finnastöðum (f. 1937). Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Hermann einn son, Hólmkel Hreinsson.

Sigurlaug Sigurðardóttir (1878-1974)

  • S03525
  • Person
  • 05.01.1878-15.10.1974

Sigurlaug Sigurðardóttir f. á Stóra-Vatnsskarði 05.01.1878, d. 15.10.1974 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Bjarnason bóndi á Stóra-Vatnsskarði og seinni kona hans, Salbjörg Sölvadóttir. Sigurlaug missti föður sinn þegar hún var tólf ára. Móðir hennar lét þá af búskap og fór Sigurlaug í vist til frænku sinnar Soffíu Þorkelsdóttur og eiginmanns hennar. Meðna hún dvaldi þar lærði hún margt nytsamlegt, svo sem fatasaum.
Maki: Benedikt Sigurðsson. Þau bjuggu á Fjalli í Sæmundarhlíð. Þau eignuðust þrjú börn og tóoku nokkur til viðbótar í fóstur.

Björn Gunnlaugsson (1926-1990)

  • S03524
  • Person
  • 02.07.1926-24.12.1990

Björn Gunnlaugsson, f. 02.07.1926, d. 24.12.1990. Foreldrar: Sigurlaug Sigurðardóttir og Gunnlaugur Björnsson. Björn ólst upp í foreldrahúsum. Hann naut barnafræðslu og fór síðan í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan. Hann var bóndi í Brimnesi og tók við búinu eftir að faðir hans lést 1962. Meðfram búskapnum kenndi hann við Hólaskóla og ritaði sögu Hólastaðar. Eftir að móðir hans lést var Jóna Gísladóttir bústýra hjá honum. Frá árinu 1982 vann hann hjá Sambandinu og bjó við Laugarteig í Reykjavík.

Sigfús Helgason (1939-)

  • S03523
  • Person
  • 11.09.1939-

Sigfús Helgason f. 11.09.1939. Bóndi í Stóru-Gröf.
Maki: Guðrún Gunnsteinsdóttir.

Sæmundur Jónsson (1915-1993)

  • S03522
  • Person
  • 28.11.1915-13.05.1993

Sæmundur Jónsson f. í Holtskoti í Seyluhreppi 28.11.1915, d. 13.05.1993 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Jón Jónsson "Skagfirðingur" og kona hans Soffía Jósafatsdóttir. Sæmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Holtskoti, síðan í Geldingaholti og loks Glaumbæ. Þar bjó hann fardagaárið 1937-1938 en vorið 1938 fluttist hann að Bessastöðum. Árið 1961 var jörðinni skipt og stofnaði Jón sonur hans nýbýlið Fosshól á hálfri jörðinni. Sæmundur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. var hann í hreppsnefnd Staðarhepps 1966-1982 og oddviti þann tíma. Hann var í stjórn sjúkrasamlags Staðarhepps 1958-1974 og gjaldkeri allan þann ´tima.
Maki: Mínerva Gísladóttir (1915--1998). Þau eignuðust sjö börn. Fyrir átti Mínerva dóttur með Sigurjóni Kristinssyni.

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson (1936-1999)

  • S03521
  • Person
  • 23.09.1936-08.05.1999

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson, f. að Ási í Vatnsdal 23.09.1936, d. 08.05.1999 í Reykjavík. Foreldrar: Ólöf Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir og Ásgrímur Kristinsson. Þau bjuggu á Ásbrekku í Vatnsdal.
Maki: Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 16.02.1934. Hún ólst upp að Varmalandi í Sæmundarhlíð. Þau eignuðust tvö börn.
Þorsteinn og Ingibjörg hófu búskap í félagi við foreldra hennar 1958 og bjuggu að Varmalandi til vorsins 1988, er þau fluttust til Sauðárkróks.
Þorsteinn tók virkan þátt í félagsmálum, sat m.a. í sveitarstjórn Staðarhrepps og tók þátt í stofnun Héraðsnefndar Skagafjarðar og var formaður hennar 1990-1994. Hann var formaður stjórnar Hólalax hf. frá 1983 til dánardags. Þá sat hann í stjórn Kaupfélags Skagafirðinga um árabil.

Hilmar Pétur Valgarðsson (1973-)

  • S03520
  • Person
  • 10.01.1973-

Hilmar Pétur Valgarðsson, f. 10.01.1973.
Foreldrar: Valgarður Hilmarsson og Vilborg Pétursdóttir (f. 19449 á Fremstagili í A-Hún.

Helgi Jónsson (1937-1997)

  • S03519
  • Person
  • 31.08.1937-12.01.1997

Helgi Jónsson, f. 31.08.1937, d. 12.01.1997. Foreldrar: Jón Jónsson frá Hárlaugsstöðum (f. 1897) og Rósa Runólfsdóttir (f. 1908).
Á yngri árum stundaði Helgi vertíðir í Vestmannaeyjum, Grindavík og Hafnarfirði. Hann var við bústörf á Herríðarhóli til 1974 en réði sig þá í vinnumennsku að Merkigili hjá Moniku Helgadóttur og varð síðar bóndi þar.

Vilhjálmur Egilsson (1952-)

  • S03518
  • Person
  • 18.12.1952-

"Fæddur á Sauðárkróki 18. desember 1952. Foreldrar: Egill Bjarnason (fæddur 9. nóvember 1927, dáinn 15. apríl 2015) ráðunautur og kona hans Alda Vilhjálmsdóttir (fædd 20. nóvember 1928) verkstjóri. Maki (12. október 1974): Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir (fædd 17. september 1951) skáld og húsmóðir. Foreldrar: Ófeigur J. Ófeigsson og kona hans Ragnhildur Ásgeirsdóttir. Börn: Anna Katrín (1975), Bjarni Jóhann (1978), Ófeigur Páll (1985), Ragnhildur Alda (1990).
Stúdentspróf MA 1972. Viðskiptafræðipróf HÍ 1977. MA-próf í hagfræði Suður-Kaliforníu-háskóla í Los Angeles 1980 og doktorspróf 1982.
Framkvæmdastjóri SUS á sumrum 1976 og 1977. Hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda sumurin 1978 og 1981. Hagfræðingur Vinnuveitendasambands Íslands 1982–1987. Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands 1987–2003. Fulltrúi (skrifstofustjóri) í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Whashington 2003. Ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu 2004–2006. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins frá 2006.
Í deildarráði viðskiptadeildar Háskóla Íslands 1976–1977. Ritstjóri Hagmála 1975–1976. Í kauplagsnefnd 1982–1987. Í þriggjamannanefnd Verðlagsráðs 1983–1987, í Verðlagsráði frá 1987. Í stjórn Íslensk-ameríska félagsins frá 1983. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1985–1987. Formaður EAN á Íslandi frá 1987 og formaður EDI-félagsins frá 1989. Stjórnarformaður Skjaldar hf., Sauðárkróki, 1989–1993. Í stjórn Handsals hf. 1991–1992. Í þingmannanefnd EFTA/EES frá 1991, formaður Íslandsdeildarinnar frá 1991 og formaður þingmannanefndarinnar 1991–1992. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs 1994–2003.
Alþingismaður Norðurlands vestra 1991–2003 (Sjálfstæðisflokkur).
Varaþingmaður Norðurlands vestra febrúar–mars 1988.
Sjávarútvegsnefnd 1991–1996 og 1997–2003, efnahags- og viðskiptanefnd 1991–2003 (formaður 1995–2003), sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1993, 1996–1997 og 1999, sérnefnd um fjárreiður ríkisins 1995–1997, kjörbréfanefnd 2001–2003.
Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1996–2003 (formaður).
Ritstjóri: Hagmál (1975–1976)."

Þorkell Vilhelm Þorsteinsson (1956-)

  • S03514
  • Person
  • 12.11.1956

Þorkell Vilhelm Þorsteinsson f. 12.11.1956.
Aðstoðarskólameistari FJölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Maki: Lydía Þorfinna Jósafatsdóttir.

Hólmfríður Haraldsdóttir (1942-)

  • S03513
  • Person
  • 21.08.1942-

Hólmfríður Haraldsdóttir, f. 21.08.1942.
Maki 1: Björn Ásgeirsson (f. 1933). Þau skildu. Þau eignuðust einn sön.
Maki 2: Kristján Jónsson (1928-1982). Sjómaður í Bolungarvík. Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 3: Barði Þórhallsson (f. 1943) lögfræðingur. Þau eignuðust tvö börn.
Einnig átti Hólmfríður einn sön með Sigurjóni Úlfari Björnssyni bifreiðarstjór (f. 1938).
Hólmfríður var um nokkurra ára skeið ráðskona hjá Ríkharði Jónssyni á Brúnastöðum í Fljótum.

Anna Sif Ingimarsdóttir (1976-)

  • S03512
  • Person
  • 09.07.1976-

Anna Sif Ingimarsdóttir frá Ytra-Skörðugili.
Foreldrar: Ingimar Ingimarsson og Kolbrún Ingólfsdóttir.

Ragnar Arnalds (1938-2022)

  • S03511
  • Person
  • 08.07.1938-15.09.2022

"Fæddur í Reykjavík 8. júlí 1938, dáinn 15. september 2022. Foreldrar: Sigurður Arnalds (fæddur 15. mars 1909, dáinn 10. júlí 1998) útgefandi og stórkaupmaður, sonur Ara Arnalds alþingismanns, og kona hans Guðrún Jónsdóttir Laxdal (fædd 1. mars 1914, dáin 7. september 2006) kaupkona. Maki (30. ágúst 1963): Hallveig Thorlacius (fædd 30. ágúst 1939) brúðuleikari. Foreldrar: Sigurður Thorlacius, sonur Ólafs Thorlaciusar alþingismanns, og kona hans Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius, bróðurdóttir Jónasar Jónssonar frá Hriflu alþingismanns og ráðherra. Dætur: Guðrún (1964), Helga (1967).
Stúdentspróf MR 1958. Nám í bókmenntum og heimspeki við sænska háskóla 1959–1961. Lögfræðipróf HÍ 1968. Hdl. 1968.
Kennari við Gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði 1958–1959. Settur kennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík 1967–1969 og við Gagnfræðaskólann við Laugalæk 1969–1970. Settur skólastjóri við barna- og unglingaskólann í Varmahlíð í Skagafirði 1970–1972. Skipaður 1. september 1978 menntamála- og samgönguráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 fjármálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí.
Kosinn 1966 í nefnd til þess að athuga um lækkun kosningaaldurs. Formaður Alþýðubandalagsins 1968–1977. Skipaður 1971 í nefnd til að fjalla um vandamál niðursuðuiðnaðarins, formaður nefndarinnar. Í stjórn Framkvæmdasjóðs 1969–1971. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1971, 1984 og 1985. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972–1978, formaður 1972–1974. Í stjórnarskrárnefnd 1972–1995. Skipaður í Kröflunefnd 1974. Í stjórn Byggðastofnunar 1988–1995. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1968, 1983 og 1986. Varafulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1986–1995. Formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listamannalaun og formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listaháskóla. Formaður byggingarnefndar bóknámshúss Fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra frá 1989. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1990–1991. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs Íslands 1991–1993. Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna 2003–2010. Í bankaráði Seðlabanka Íslands síðan 1998. Í landsdómi 1999–2005.
Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1963–1967, alþingismaður Norðurlands vestra 1971–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).
Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra). janúar–febrúar og nóvember–desember 1968 og maí 1969 (Alþýðubandalagið).
Menntamála- og samgönguráðherra 1978–1979, fjármálaráðherra 1980–1983.

  1. varaforseti Alþingis 1995–1999.
    Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1971–1975, 1979–1980, 1983–1987 og 1992–1995.
    Hefur samið nokkur leikrit, m. a. Uppreisn á Ísafirði (Þjóðleikhúsið 1986). Sveitasinfónía (Leikfélag Reykjavíkur 1988).
    Ritstjóri: Frjáls þjóð (1960), Dagfari (1961–1962 og 1964). Ný útsýn (1969)."

Svavar Gestsson (1944-2021)

  • S03510
  • Person
  • 26.06.1944-18.01.2021

"Fæddur á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, dáinn 18. janúar 2021. Foreldrar: Gestur Zóphónías Sveinsson (fæddur 3. október 1920, dáinn 29. desember 1980) bóndi á Grund á Fellsströnd, síðast verkamaður í Hafnarfirði og kona hans Guðrún Valdimarsdóttir (fædd 28. mars 1924, dáin 16. desember 2016) verkakona í Hafnarfirði. Maki 1 (20. júní 1964): Jónína Benediktsdóttir (fædd 5. október 1943, dáin 29. maí 2005) ritari. Þau skildu. Foreldrar: Benedikt Kristinn Franklínsson og kona hans Regína Guðmundsdóttir. Maki 2 (29. maí 1993): Guðrún Ágústsdóttir (fædd 1. janúar 1947) borgarfulltrúi. Foreldrar: Ágúst Bjarnason og kona hans Ragnheiður Eide Bjarnason. Börn Svavars og Jónínu: Svandís (1964), Benedikt (1968), Gestur (1972).
Stúdentspróf MR 1964. Innritaðist í lögfræði við Háskóla Íslands 1964, nám í Berlín 1967–1968.
Vann með námi ýmis önnur störf, m.a. við Þjóðviljann, í verkamannavinnu, hjá Samtökum hernámsandstæðinga og hjá Alþýðubandalaginu. Fastur starfsmaður við Þjóðviljann frá 1968, ritstjórnarfulltrúi fyrst, en síðan ritstjóri hans 1971–1978. Skipaður 1. september 1978 viðskiptaráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí. Skipaður 28. september 1988 menntamálaráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl. Aðalræðismaður í Winnipeg 1999–2001. Framkvæmdastjóri þúsund ára hátíðahaldanna í Kanada 2000. Sendiherra Íslands í Svíþjóð 2001–2006. Sendiherra Íslands í Danmörku 2006–2010. Sendiherra Íslands gagnvart Afríkusambandinu 2008.
Í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins nær samfellt 1968–1999. Formaður Útgáfufélags Þjóðviljans 1976–1983. Formaður ráðherranefndar EFTA 1979. Formaður Alþýðubandalagsins 1980–1987. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannasamtaka EFTA 1985. Í öryggismálanefnd sjómanna 1986. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1985 og 1992–1993. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1987–1988 og 1992–1994. Formaður norrænna mennta- og menningaráðherra 1990–1991, formaður Norræna menningarsjóðsins 1995–1996. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1995. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1992–1995. Í stjórn Landsvirkjunar 1995–1997.
Alþingismaður Reykvíkinga 1978–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).
Viðskiptaráðherra 1978–1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980–1983, menntamálaráðherra 1988–1991.
Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra 1995–1999.
Hefur ritað fjölda greina um stjórnmál í blöð og tímarit. Út kom eftir hann 1995 bókin Sjónarrönd, jafnaðarstefnan - viðhorf. Sjálfsævisagan Hreint út sagt kom út 2012.
Ritstjóri: Nýja stúdentablaðið (1964). Þjóðviljinn (1971–1978). Var í ritstjórn tímaritsins Réttar á annan áratug. Ritstjóri tímaritsins Breiðfirðings frá 2015."

Ásdís Guðmundsdóttir (1963-)

  • S03509
  • Person
  • 1963

Ásdís Guðmundsdóttir, frá Ísafirði, bjó um tíma á Sauðárkróki, nú búsett í Reykjavík.

Snorri Þorfinnsson ehf. (1995-)

  • S03499
  • Organization
  • 1995-

"Fyrirtækið Snorri Þorfinnsson h.f. var stofnað af hópi fólks árið 1995 og stóð það fyrir fjármögnun verkefnisins og daglegum rekstri Vesturfarasetursins eftir opnun þess.
Endurbyggingu Gamla Kaupfélagshússins lauk árið 1996 og í samvinnu við safnstjóra Byggðasafns Skagafirðinga var komið þar upp sýningu sem nefnd var “Nýtt Land, Nýtt Líf” og er sýningin í eigu Byggðasafnsins. Í húsinu er einnig að finna stofu Stephan G. Stephanssonar þar sem safngestir geta fengið upplýsingar um líf og starf þessa íslensk-kanadíska skáldjöfurs. Byggingin var opnuð af forseta Íslandsvvið hátíðlega athöfn í júlí 1996. Gerður var samningur við Byggðasafnið um að það kæmi að öflun heimilda og sýninga um sögu afkomenda Vestur-Íslendinga.
Samningur við forsætisráðuneytið gerði það mögulegt árið 1999 að hefjast handa um nýja byggingu sem jók sýningarrýmið að miklum mun. Húsið var nefnt Frændgarður og var byggt í svipuðum stíl og gamla Pakkhúsið. Þar er að finna sýningarsal, ættfræðisetur, bókasafn, skrifstofu setursins og íbúð fyrir fræðimenn og aðra gesti. Forseti Íslands opnaði húsið árið 2000 og var við það tækifæri opnuð sýningin “Fyrirheitna landið”. Hún var unnnin í samvinnu við Íslendingafélagið í Utah og lýsir sögu um það bil 400 Íslendinga sem fluttust til Utah milli áranna 1852 til 1914. Þessi athyglisverða og velsótta sýning var síðan sett upp í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík árið 2004. Á sama tíma var opnuð ljósmyndasýningin “Þögul leiftur” í Frændgarði, sem hinn þekkti sagn- og ættfræðingur Nelson Gerrard er höfundur að.
Sumarið 2002 lauk byggingu Nýja-Konungsverslunarhússins og var það opnað af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Um leið var opnuð sýningin “Akranna skínandi skart” sem unnin var í samvinnu við afkomendur landnemanna í Pembina-sýslu í Norður-Dakóta. Þessi bygging er nánast eftirlíking af verslunarhúsinu sem stóð á sama stað samkvæmt gömlum ljósmyndum af þorpskjarnanum. Auk sýningarsvæðis á jarðhæð hússins er á annari hæð fjölnotasalur þar sem rúmast 50-60 manns á fundum eða í samkvæmishaldi.
Snorri Þorfinnsson ehf. hætti rekstri Setursins árið 2006 og Vesturfarasetrinu var breytt í sjálfseignastofnun. Fullyrða má, að með starfsemi setursins hafi tekist að rækta og styrkja vináttubönd við afkomendur landnemanna í Norður-Ameríku. Mikill fjöldi fólks hefur fundið og kynnst skyldmennum sínum handan við hafið og meðal Íslendinga hefur vaknað áhugi á þessum þýðingarmikla þætti í sögu lands og þjóðar. Margir afkomenda landnemanna finna hjá sér hvöt til að rækta tengsl við uppruna sinn og þann menningararf sem forfeður þeirra tóku með sér vestur um haf fyrir meira en öld síðan. Tilgangur Vesturfarasetursins er að veita grundvöll fyrir ræktun þessara tengsla og varðveita sameiginlega menningararf Íslendinga og afkomenda þeirra."

Ólafur Ragnar Grímsson (1943-)

  • S03508
  • Person
  • 14.05.1943-

Ólafur Ragnar Grímsson, f. 14.05.1943.
F.v. stjórnmálamaður og forseti Íslands.

Þóra Björg Guðmundsdóttir (1940-)

  • S03507
  • Person
  • 29.12.1940

Þóra Björg Guðmundsdóttir, f. 29.12.1940.
Foreldrar: Elín Jóhannesdóttir og Guðmundur Marinó Ingjaldsson (1912-1979).
Móðursystir: Hólmfríður Jóhannesdóttir sem bjó á Sauðárkróki.

Kristbjörg Guðbrandsdóttir (1934-2009)

  • S03504
  • Person
  • 15.06.1934-03.12.2009

Kristbjörg Guðbrandsdóttir, f. í Ólafsvík 15.06.1934, d. 03.12.2009 á Sauðárkróki. Foreldrar: Guðbrandur Guðbjartsson og Kristjana Sigþórsdóttir. Kristbjörg giftist Magnúsi H. Sigurjónssyni árið 1954. Á Sauðárkróki vann hú ýmis störf. M.a. í Landssímastöðinni, kenndi handavinnu við barnaskóla Sauðárkróks, leiðbeindi í skólagörðum bæjarins og starfaði um árabil við verslun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hún var mikil hannyrðakona. Stofnaði kvenfata- og snyrtivöruverslunina Ísafold árið 1988 og rak í tæp tuttugu ár. Kristbjörg var félagi í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar.

Maki. Magnús Heiðar Sigurjónsson, f.v. verslunarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.

Vesturfarasetrið (1995-)

  • S034503
  • Organization
  • 1995-

"Stutt frá Hofsósi er landnámsjörðin Höfði þar sem Þórður bjó, forfaðir Snorra saga1Þorfinnssonar, fyrsta barnsins af evrópskum ættum sem fætt er á meginlandi Ameríku. Foreldrar Snorra voru landkönnuðurnir Þorfinnur karlsefni Þórðarson og Guðríður Þorbjarnardóttir. Þorfinnur karlsefni var mikill sæfari og var um tíma með skip í förum milli Íslands og Norges, Grænlands og Ameríku. Þau Þorfinnur og Guðríður kona hans stofnuðu heimili á Vínlandi, sennilega á árunum 1004 til 1006 og eignuðust þar soninn Snorra. Eftir að Þorfinnur og Guðríður sneru aftur til Íslands settust þau að í Skagafirði.
Hofsós var einn af elstu versluarstöðum landsins. Í lok 19. aldar varð staðurinn, jafnt og aðrir staðir, fyrir áhrifum bágindaáranna. Í lok 20. aldar var elsti hluti þorpsins mikið niður níddur og sögufræg hús að falli komin vegna skorts á viðhaldi. Valgeir Þorvaldsson hófst þá handa um endurreisn kjarna gamla þorpsins með það í huga að vernda staðinn og gamlar húsagerðir og gera Hofsós að áhugaverðum viðkomustað.
Í öðrum áfanga var gamla hótelið endurbyggt en þar er rekin veitingastofan Sólvík yfir sumartímann. Þá voru nokkur íbúðarhús á Plássinu lagfærð og eru þau í einkaeigu.
Valgeir Þorvaldsson hefur alltaf haft mikinn áhuga á sögu forfeðra sinna sem voru meðal þeirra 16 – 20 þúsunda fólks sem fluttust frá Íslandi milli 1870 og 1914 til að byrja nýtt líf í Norður-Ameríku. Hann átti þann draum að heiðra minningu brottfluttra Íslendinga frá þessum tíma með því að koma á fót upplýsingasetri með þjónustu og sýningum fyrir afkomendurna og aðra áhugasama gesti. Upphafið að veruleika þessa draums hófst með því að bjarga Gamla Kaupfélagshúsinu frá eyðileggingu.
Endurreisn fjölda gamalla húsa gamla þorpkjarnans og bygging nýrra húsa hefði ekki verið möguleg án góðs fjárhagslegs stuðnings einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og hins opinbera. Fyrirtækið Snorri Þorfinnsson h.f. var stofnað af hópi fólks árið 1995 og stóð það fyrir fjármögnun verkefnisins og daglegum rekstri Vesturfarasetursins eftir opnun þess.
Endurbyggingu Gamla Kaupfélagshússins lauk árið 1996 og í samvinnu við safnstjóra Byggðasafns Skagafirðinga var komið þar upp sýningu sem nefnd var “Nýtt Land, Nýtt Líf” og er sýningin í eigu Byggðasafnsins. Í húsinu er einnig að finna stofu Stephan G. Stephanssonar þar sem safngestir geta fengið upplýsingar um líf og starf þessa íslensk-kanadíska skáldjöfurs. Byggingin var opnuð af forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur við hátíðlega athöfn í júlí 1996. Gerður var samningur við Byggðasafnið um að það kæmi að öflun heimilda og sýninga um sögu afkomenda Vestur-Íslendinga.
Samningur við forsætisráðuneytið gerði það mögulegt árið 1999 að hefjast handa um nýja byggingu sem jók sýningarrýmið að miklum mun. Húsið var nefnt Frændgarður og var byggt í svipuðum stíl og gamla Pakkhúsið. Þar er að finna sýningarsal, ættfræðisetur, bókasafn, skrifstofu setursins og íbúð fyrir fræðimenn og aðra gesti. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson opnaði húsið árið 2000 og var við það tækifæri opnuð sýningin “Fyrirheitna landið”. Hún var unnnin í samvinnu við Íslendingafélagið í Utah og lýsir sögu um það bil 400 Íslendinga sem fluttust til Utah milli áranna 1852 til 1914. Þessi athyglisverða og velsótta sýning var síðan sett upp í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík árið 2004. Á sama tíma var opnuð ljósmyndasýningin “Þögul leiftur” í Frændgarði, sem hinn þekkti sagn- og ættfræðingur Nelson Gerrard er höfundur að.
Sumarið 2002 lauk byggingu Nýja-Konungsverslunarhússins og var það opnað af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Um leið var opnuð sýningin “Akranna skínandi skart” sem unnin var í samvinnu við afkomendur landnemanna í Pembina-sýslu í Norður-Dakóta. Þessi bygging er nánast eftirlíking af verslunarhúsinu sem stóð á sama stað samkvæmt gömlum ljósmyndum af þorpskjarnanum. Auk sýningarsvæðis á jarðhæð hússins er á annari hæð fjölnotasalur þar sem rúmast 50-60 manns á fundum eða í samkvæmishaldi.
Snorri Þorfinnsson ehf. hætti rekstri Setursins árið 2006 og Vesturfarasetrinu var breytt í sjálfseignastofnun. Fullyrða má, að með starfsemi setursins hafi tekist að rækta og styrkja vináttubönd við afkomendur landnemanna í Norður-Ameríku. Mikill fjöldi fólks hefur fundið og kynnst skyldmennum sínum handan við hafið og meðal Íslendinga hefur vaknað áhugi á þessum þýðingarmikla þætti í sögu lands og þjóðar. Margir afkomenda landnemanna finna hjá sér hvöt til að rækta tengsl við uppruna sinn og þann menningararf sem forfeður þeirra tóku með sér vestur um haf fyrir meira en öld síðan. Tilgangur Vesturfarasetursins er að veita grundvöll fyrir ræktun þessara tengsla og varðveita sameiginlega menningararf Íslendinga og afkomenda þeirra."

New Iceland Heritage Museum (1972-)

  • S03502
  • Organization
  • 1972-

"The Icelandic community in North America long felt the desire to establish a truly ethnic museum to foster the heritage and the culture of its people and provide a repository for the many artifacts that would relay the story of the first settlements of their forefathers.
In 1971, the Canadian Forces Base at Gimli was withdrawn. This move was a devastating blow to the community and to compensate for the hardships created, the two senior governments granted the sum of $1.6 million to the area to create work and establish a program of rural and urban development.
THE ICELANDIC CULTURAL CORPORATION WAS INCORPORATED IN MARCH 1972 AS A NON-PROFIT ORGANIZATION WHOSE FIRST PRIORITY WAS TO DEAL WITH THE ESTABLISHMENT OF A MUSEUM.
In 1973 the Gimli Development Corporation purchased the old B.C. Packers fish packing plant and by 1974 it had been renovated to form a threefold museum, containing and Icelandic Room, a Ukrainian Room, and a Fishing Room. The museum was open for 20 consecutive summer seasons proving to be an interesting attraction for visitors and residents and providing many summer jobs for local students throughout these years.
In 1994, the Icelandic Cultural Corporation turned the operation of the museum to the Town of Gimli. Prior to handing over the keys, a professional firm from Ontario had been retained to do a feasibility study in order to assess the best options for future development of the Museum and to explore ways in which the Museum could contribute to tourism in Gimli.
While Gimli long had a small community museum, the New Iceland Heritage Museum (NIHM) initiated a plan to create a new museum facility which today stands on the main floor of Gimli’s Waterfront Centre.
One of the recommendations made in the Planning and Feasibility study completed in 1994 by Lord Cultural Resources Planning and Management Inc. was that a new museum be a major departure from the traditional concept of a small community museum. That it be developed as a national or even international museum dedicated to telling the story of New Iceland and the Icelandic experience in North America. This would attract a larger and more diverse audience while educating visitors about a very unique chapter in Canada’s history. This development option was the one chosen by the Board of Directors
In 1995 a group of concerned citizens incorporate the Icelandic International Heritage Corporation in order to ensure the continuation of a museum presence in Gimli."

Ásdís Sigurjónsdóttir (1949-)

  • S03498
  • Person
  • 27.12.1949-

Ásdís Sigurjónsdóttir, f. 27.12.1949. Foreldrar: Sigurjón M. Jónasson og Sigrún Júlíusdóttir, Skörðugili.

Mountain Celebration Committee (1999-)

  • S03497
  • Organization
  • 1999-

"The Icelandic Communities Association (ICA) was originally known as the Mountain Celebration Committee. The Mountain Legion and Legion Auxillary sponsored and organized the 2nd of August celebrations for many years. Historically, the Icelandic group in northeast North Dakota was called Báran. The committee was first established in 1999 but our celebration began in 1889.
In February 2003, bylaws were adopted and the name was changed from the Mountain Celebration Committee to the Icelandic Communites Association. To become a member of ICA, pay an annual membership fee of $15.00/person. This provides each member voting rights at all ICA meetings, a subscription to the Fjalla Blað newsletter, and full membership to the Icelandic National Leage of North America.
The seven Icelandic settlement communities that make up the ICA are Gardar, Mountain, Hallson, Vidalin, Fjalla, Thingvilla and Svold. More information on these areas can be found on the Pembina County USGenWeb. The people from these communities and many other supporters from all over the United States are instrumental in the success of the celebration and ICA activities.
The goal of the ICA is to celebrate our Icelandic heritage and culture. In addition to the annual heritage celebration, the ICA also participates in various activities throughout the year such as a Þorrablót, Icelandic movies from the INLNA, and we have frequent tour groups and visitors to our area.
In 1999, during the 100 year anniversary of August the Deuce, the Mountain Celebration Committee hosted the President of Iceland, Ólafur Ragnar Grímsson. He was the first Icelandic president to visit North Dakota. Since that time, the ICA has been honored to entertain countless dignitaries and visitors from Iceland.
Each year the ICA honors an individual for the Parade Grand Marshal and Honorary Parade Marshal. Please submit your nomination to the ICA before May 1st."

Northeastern North Dakota Herritage Assosiation (1986-)

  • S03496
  • Organization
  • 1986-

"The Northeastern North Dakota Heritage Association was formed in June 1986. The purpose of the organization was to build the Pioneer Heritage Center with interpretive exhibits that tell the Settlement Era Story from 1870-1920 of northeastern North Dakota. Their main goals are as follows:

Develop a living history of pioneer life through the use of restored community buildings on the site of the Pioneer Heritage Center.
Develop the Pioneer Heritage Center as a northeastern North Dakota educational and research facility for genealogy, settlement-era history, and natural history.
Work in cooperation with the North Dakota Parks and Recreation Department to attract tourism to northeastern North Dakota.
Develop the Pioneer Heritage Center as a social and cultural meeting place for area people."

Results 681 to 765 of 6397