Showing 10 results

Authority record
Helluland í Skagafirði

Búnaðarfélag Rípurhrepps

  • S03700
  • Organization
  • 1912 - 1984

Tilgangur félagsins er að efla áhuga og framkvæmdir í jarðarækt og búnaði. Fram kemur í gögnum að Lög Búnaðarfélags Rípurhrepps samþykkt á aðalfundi er haldin var í Ási 16. mars 1912. Og þennan dag var aðalfundur haldin en það kemur ekki hreint fram hvort hér hafi verið um stofnfund að ræða en gengið er út frá því og kosin er stjórn og hlutu kosningu Ólafur Sigurðsson , formaður. Magnús Gunnarsson og Gísli Jakobsson, meðstjórnendur og endurskoðandi Guðmundur Ólafsson.
Framhald félagins eru í þessum gögnum til 1984 en í Reikningabók D er aftast í bók þetta skráð, Árið 1984, þessari bók er lokað og önnur tekin í notkun 1985. Jón Björnsson , Hellulendi.
Ekki er vitað um framhald félagsins eftir það.

Jón Kristinn Björnsson (1928-2000)

  • S02603
  • Person
  • 22. des. 1928 - 12. des. 2000

Foreldrar: Björn Jónsson bóndi og hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd og Kristín Ingibjörg Kristinsdóttir. ,,Jón lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal ungur að árum, aðeins 17 ára gamall. Að loknu námi fór hann suður á vertíð eins og svo margir á þeim tíma. Fyrst í Reykjavík og Ytri-Njarðvíkum og síðan í Vestmannaeyjum. Á vertíð var hann flesta vetur til 1957. Hann hóf búskap að Hellulandi á móti tengdaforeldrum sínum, fyrst að hálfu en síðan tóku þau við búinu að fullu árið 1961. Jón var snemma kosinn í ábyrgðarstörf innan sveitarinnar, einnig stundaði hann frá árunum eftir 1970 störf utan heimilis. Sláturhússtjóri hjá Slátursamlagi Skagfirðinga og verkstjóri við landanir við Sauðárkrókshöfn."
Barnsmóðir: Guðrún Svavarsdóttir á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Kvæntist árið 1951, Perlu Björnsdóttur frá Vestmannaeyjum og átti með henni þrjá syni. Þau skildu árið 1954. Árið 1956 kvæntist hann Þórunni Ólafsdóttir frá Hellulandi í Hegranesi, þau eignuðust sex börn.

Ólafur Sigurðsson (1885-1961)

  • S00818
  • Person
  • 1. nóvember 1885 - 23. október 1961

Foreldrar: Sigurður Ólafsson b. á Hellulandi og k.h. Anna Jónsdóttir. ,,Ólafur útskrifaðist frá Hólaskóla árið 1906 og starfaði svo að búi foreldra sinna allt þar til hann kvæntist árið 1916 og hóf sjálfur búskap á Hellulandi þar sem hann átti eftir að búa til dauðadags 1961. 1930-1946 starfaði hann sem ráðunautur veiðimála hjá Búnaðarfélagi Íslands og Fiskifélagi Íslands. Einnig starfaði Ólafur við að leiðbeina bændum við eflingu æðarvarps. Ólafur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Hreppstjóri Rípurhrepps frá 1955 til dauðadags, formaður Búnaðarfélags Rípurhrepps um skeið, deildarstjóri Rípurdeildar K.S. og fulltrúi á kaupfélagsfundum frá 1907 til dauðadags, formaður sjúkrasamlags Rípurhrepps frá upphafi til æviloka, helsti hvatamaður að útgáfu Glóðafeykis og fyrsti ristjóri þess ásamt Marteini Friðrikssyni og í áratugi fréttaritari ríkisútvarpsins í Skagafirði. Ólafur var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu 1960." Hann kvæntist Ragnheiði Konráðsdóttur, þau áttu tvö kjörbörn.

Ragnheiður Konráðsdóttir (1892-1982)

  • S02102
  • Person
  • 3. okt. 1892 - 18. nóv. 1982

Fæddist á Miklabæ í Óslandshlíð, dóttir Konráðs Arngrímssonar b. og kennara á Ytri-Brekkum og k.h. Sigríðar Björnsdóttur. Frá þriggja vikna aldri ólst Ragnheiður upp hjá föðursystur sinni Guðrúnu Arngrímsdóttur og manni hennar Guðjóni Gunnlaugssyni í Vatnskoti í Hegranesi. Hún dvaldist á Kvennaskólanum á Blönduósi 1912-1914 og bjó síðan hjá fósturforeldrum sínum þar til hún giftist og fluttist til bónda síns, Ólafs Sigurðssonar að Hellulandi, þar sem þau bjuggu óslitið frá 1916-1961. Þeim Ragnheiði og Ólafi varð ekki barna auðið en þau ólu upp tvö kjörbörn.

Sigmar Hróbjartsson (1919-2014)

  • S02912
  • Person
  • 24. maí 1919 - 5. nóv. 2014

Sigmar Hróbjartsson var sonur hjónanna Hróbjartar Jónassonar og Vilhelmínu Helgadóttur á Hamri í Hegranesi. Sigmar ólst upp með foreldrum sínum, lengst af á Hamri í Hegranesi. Leiðin lá síðan í Héraðsskólann í Reykholti. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1944, lærði síðan múraraiðn, tók sveinspróf á Sauðárkróki 1959 og meistarapróf í Reykjavík 1973. Hann bjó á Efri-Harrastöðum á Skagaströnd 1947-1955, fluttist þá til Skagastrandar og vann við múrverk, sjómennsku og fleira. Var kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1965-1968, fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði þar við múrverk til 1981. Var vaktmaður hjá SÍS 1981-1989. Eftir það var hann við blaðburð og starfaði einnig mikið með Silfurlínunni sem aðstoðaði eldra fólk. Sigmar kvæntist Jóhönnu Guðbjörgu Gunnlaugsdóttur. Þau skildu. Þau eignuðust tvö börn. Sigmar kvæntist aftur árið 1978, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, hún átti sex börn fyrir.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Sigurður Guðmundsson (1833-1874)

  • S02635
  • Person
  • 9. mars 1833 - 7. sept. 1874

Sigurður Guðmundsson (oftast nefndur Sigurður málari) var íslenskur listmálari frá Hellulandi í Skagafirði, sonur Guðmundar Ólafssonar b. á Hellulandi og Steinunnar Pétursdóttur. Hann lærði teikningu og listmálun í Kaupmannahöfn. Sigurður starfaði mikið að leikhúsmálun, hannaði búninga og gerði sviðsmyndir. Hann hafði sterk áhrif á mótun Íslenskrar þjóðarímyndar með hvatningu sinni og störfum að þjoðbúningagerð, forngripasöfnun og leiklist, þar sem áhersla var lögð á innlendar ímyndir frá sögu- og miðöldum. Hann átti drjúgan þátt í stofnun Fornminjasafnsins og vann ósleitilega að fegrun hins íslenska kvenbúnings. Sigurður var forystumaður um stofnun Forngripasafnsins árið 1863, en safnið varð síðar að Þjóðminjasafni Íslands. Sumarið 1874 vann Sigurður við hönnun skreytinga fyrir þjóðhátíð á Þingvöllum. Síðasta veturinn sem Sigurður lifði málaði hann leiktjöld fyrir leikritið Hellismenn eftir Indriða Einarsson. Við vinnuna ofkældist hann og náði aldrei fullri heilsu. Sigurður var ógiftur og barnlaus.

Þórunn Ólafsdóttir (1933-2017)

  • S03360
  • Person
  • 19.10.1933-31.10.2017

Þórunn Ólafsdóttir, f. á Siglufirði 19.10.1933, d. 31.10.2017. Sem kornabarn var Þórunn ættleidd af hjónunum Ólafi Sigurðssyni óðalsbónda á Hellulandi og Ragnheiði Konráðsdóttur. Ung að árum fór hún í skóla á Laugarvatni en sneri heim að Hellulandi að námi loknu. Þórunn og eiginmaður hennar stunduðu búskap á Hellulandi, fyrst í samstarfi við kjörforeldra hennar en tóku alfarið við búinu 1961. Síðustu árin bjó Þórunn á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki.
Maki: Jón Kristinn Björnsson frá Bæ á Höfðaströnd. Þau eignuðust sex börn.

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • S03669
  • Organization
  • 1908 - 1978

Sunnudaginn 30. maí 1908 var stofnfundur Ungmennafélagsins Hegri haldin að Ási í Hegrannesi.
Málshefjandi var Ólafur Sigurðsson á Hellulandi er vakið hafði fyrst máls á stofnun slíks félags nokkru áður við messu á Ríp. Eftir nokkrar umræður var félagið stofnað með tólf meðlimum. Lög voru samin og samþykkt og allir meðlimir skrifuðu undir skuldbindingar félagsins. Í stjórn félagsins var kosið og hlutu þessir kosningu, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, gjaldkeri. Ólafur Sigurðsson Hellulandi, formaður. Stefanía Guðmundsdóttir Ási, skrifari. Stofnendur félagsins voru þessir: Einar Guðmundsson Ási, Hróbjartur Jónasson Keldudal, Jósteinn Jónasson Vatnsskarði, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, Ólafur Sigurðsson Hellulandi, Páll Magnússon HEllulandi, Sigurlaug Hannesdóttir Ríp, Sigurlau Guðmundsdóttir Ási, Stefanía Guðmundsdóttir Ási, Skúli Guðjónsson Vatnskoti, Valdimar Guðmundsson Ási, Þórarinn Jóhannsson Ríp.
Á fundinum kom fram athugasemd frá Ólafi Sigurðssyni: Nú var félagið stofnað, allir stofnendur voru sammála um þða að hér væri slæmur félagsskapur og s´tor þörf að bæta úr slíku, að vísu væri ekki svo erfitt að stofna félag en það væri verra aða halda þeim saman eða að minnsta kosti vissu allir það að svo hafði það gengið með áður stofnuð félög. Nú vildu allir stofnendur þessa félags halda í orustu, allir fyrir einn og einn fyrir alla móti þessum sundrungar anda og ófélagslyndi sem væri svo mjög ríkjandi í þessari litlu sveit. Með þetta fyrir augum fór hver heim til sín.

Valgarð Björnsson (1918-2000)

  • S02087
  • Person
  • 30. nóv. 1918 - 15. okt. 2000

Fæddur á Hellulandi í Hegranesi, sonur Björns Skúlasonar veghefilsstjóri og Ingibjörg Jósafatsdóttir. Valgarð stundaði akstur bæði á eigin vegum og hjá öðrum á árunum 1942-1957. Árið 1956 hóf hann störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og þar var hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1989. Vann einnig um nokkurt skeið hjá Tengli.
Maki: Jakobína Ragnhildur Valdimarsdóttir, f. 02.08.1921. Þau hjónin bjuggu lengt af á Skagfirðingabraut 4. Þau eignuðust fimm börn.