Showing 1 results

Authority record
Hreppstjóri Kleif á Skaga

Jón Rögnvaldsson (1807-1886)

  • S03463
  • Person
  • 1807-1886

Jón Rögnvaldsson, f. á Kleif á Skaga1807, d. 1886 í Vesturheimi. Foreldrar: Rögnvaldur Jónsson bóndi á Kleif og kona hans Margrét Pétursdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og varð snemma hinn gjörvilegasti maður. Hamm hóf búskap á hluta Hvamms í Laxárdal og bjó þar 1837-1838. Á Gauksstöðum 1838-1843 og Hóli 1843-1874. Þá brá hann búi og flutti til Vesturheims. Jón var hreppstjóri Skefilsstaðahrepps 1862-1865 en sagði þá starfinu af sér. Hann smíðaði fjölda skipa. Vestra fékkst hann við skriftir um landsnám Íslendinga í Kanada og fleira. Synir Jóns í Vesturheimi tóku upp nafnið Hillmann.
Maki 1. Guðrún Jónsdóttir (1809-1846). Þau eignðust þrjú börn sem upp komust.
Maki 2: Una Guðbrandsdóttir (1814-1872). Þau eignuðust fjögur börn sem upp komust.