Sýnir 4 niðurstöður

Nafnspjöld
Garðshorn á Höfðaströnd

Jón Stefánsson (1836-1906)

  • S03284
  • Person
  • 03.02.1836-26.02.1906

Jón Stefánsson (1836-1901) bóndi á Skinþúfu.
Jón fæddist í Tumabrekku 2. febrúar 1836. Foreldrar: Stefán Jónsson (1809-1866) sem var lengst af bóndi á Garðshorni á Höfðabrekku og fyrstu konu hans, Guðríðar Sveinsdóttur (1795-1843). Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Garðshorni en missti móður sína unga að árum. Jón er bóndi á Ingveldarstöðum í Hjaltadal 1865-66, Borgarseli 1866-67, Holtsmúla 1867-76, Völlum 1876-91 og Skinþúfu 1891-1900. Brá búi og flutti til Kanada ásamt nokkru af sínu fólki, þá orðinn ekkjumaður. Er skráður sem bóndi í Gimli, Selkirk, Manitoba árið 1901 og á Fiskilæk í Arborg, Manitoba.
Eiginkona: Kristín Sölvadóttir (1829-1886). Foreldrar hennar voru Sölvi Þorláksson (1797-) bóndi á Þverá í Hrolleifsdal og Halldóra Þórðardóttir. Þau áttu fjögur börn saman sem öll komust á legg.
Jón átti þrjú börn með Ragnheiði Þorfinnsdóttur (1842-1927).
Jón lést í Kanada 26. febrúar 1906.

Helgi Pétursson (1865-1946)

  • S02914
  • Person
  • 4. mars 1865 - 21. okt. 1946

Helgi Pétursson fæddist árið 1865 á Fjalli í Sléttuhlíð. Foreldrar: Pétur Sigmundsson b. að Fjalli og k.h. Sigríður Helgadóttir. Helgi stundaði sjómennsku framan af en hóf svo búskap ásamt konu sinni, Margréti Sigurðardóttur frá Garðshorni á Höfðaströnd árið 1897. Bjuggu í Garðshorni 1897-1898, á hluta af Hofi á Höfðaströnd 1898-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, á Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1915. Eftir það áttu þau heimili hjá Vilhelmínu dóttur sinni á Hamri í Hegranesi. Helgi og Margrét eignuðust átta börn.

Jóna Guðný Franzdóttir (1898-2000)

  • S01309
  • Person
  • 16.03.1898 - 02.03.2000

Jóna Guðný Franzdóttir fæddist í Garðhúsi á Höfðaströnd í Skagafirði 16. mars 1898. Foreldrar Jónu voru Franz Jónatansson b. í Málmey og Jóhanna Gunnarsdóttir. Maður Jónu var Kristján Sigfússon (1902-1982). Árið 1929 hófu þau búskap að Geirmundarhóli í Hrolleifsdal. Þau bjuggu svo að Bræðraá frá 1930-1932. Þá fluttust þau að Róðhóli í Sléttuhlíð. Þar bjuggu þau í 37 ár, eða þar til þau brugðu búi árið 1969. Uppúr því fluttust þau til Sauðárkróks og bjuggu að Skógargötu 17b. Frá árinu 1996 og til dánardags, dvaldist Jóna á Dvalarheimili á Sauðárkróki. Jóna var tæplega 102 er hún lést og þá elsti íbúi Skagafjarðar. Jóna og Kristján eignuðust fjögur börn, fyrir átti Jóna einn son.

Margrét Sigurðardóttir (1871-1932)

  • S02913
  • Person
  • 23. okt. 1871 - 26. jan. 1932

Margrét Anna Sigurðardóttir fæddist árið 1871. Foreldrar: Sigurður Stefánsson og Guðbjörg Pétursdóttir bændur í Garðshorni á Höfðaströnd. Kvæntist Helga Péturssyni frá Fjalli í Sléttuhlíð, þau eignuðust átta börn. Þau bjuggu á Garðshorni 1897-1898, á hluta af Hofi á Höfðaströnd 1898-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1915. Eftir það voru þau meira og minna búsett hjá Vilhelmínu dóttur sinni á Hamri í Hegranesi.