Showing 7 results

Authority record
Ísafjarðardjúp

Árni Jóhannsson (1933-2015)

  • S02460
  • Person
  • 30. jan. 1933 - 22. feb. 2015

Árni Jóhannsson fæddist 30. janúar 1933 að Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. ,,Árni lauk handíðakennarapróf árið 1952 frá Handíða- og myndlistaskólanum og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennarskólanum á Laugarvatni árið 1954. Á þessum árum sinnti Árni ýmsum störfum auk kennslu og sjómennsku svo sem trésmíði og löggæslu. Hann var kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík 1956-61. Árni var til sjós frá 1961-65, m.a. með Þorsteini Gíslasyni, skipstjóra, á Guðrúnu Þorkelsdóttur. Árið 1965 stofnaði Árni byggingarfyrirtækið Brún og starfaði sem verktaki þar til eftirlaunaaldri var náð. Fyrirtæki Árna komu að uppbyggingu stórra mannvirkja í Reykjavík og á landsbyggðinni. Auk vegbrúnna í Kópavogi reisti fyrirtæki Árna brú yfir Elliðaárnar, Höfðabakkabrúna og Gullinbrú. Árni var því ósjaldan titlaður brúarsmiður." Kona Árna til þrjátíu ára var Unnbjörg Eygló Sigurjónsdóttir, þau eignuðust ekki börn saman en Árni gekk börnum hennar frá fyrra sambandi í föðurstað.

Baldur Vilhelmsson (1929-2014)

  • S02598
  • Person
  • 22. júlí 1929 - 26. nóv. 2014

Baldur Vilhelmsson, fæddur á Hofsósi 22.07.1929. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi og k.h. Hallfríður Pálmadóttir. Kvæntist Ólafíu Salvarsdóttur, þau eignuðust fimm börn, fyrir átti Ólafía dóttur. Stúdent frá MA og cand.theol. frá HÍ 1956. Sóknarprestur í Vatnsfirði frá 1956-1999. Einnig prófastur í Ísafjarðarprófastdæmi frá 1988. Lengi kennari í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og skólastjóri í afleysingum.

Halla Eyjólfsdóttir (1866-1937)

  • S02439
  • Person
  • 11. ágúst 1866 - 6. feb. 1937

,,Halla Eyjólfsdóttir hét fullu nafni Hallfríður Guðrún Eyjólfsdóttir og fæddist hún að Múla við Gilsfjörð 11. ágúst 1866. Tvítug réði hún sig að Laugabóli við Ísafjörð í Ísafjarðardjúpi og fáeinum árum síðar giftist hún syni hjónanna þar, Þórði Jónssyni frá Laugabóli. Þau eignuðust 14 börn en misstu þrjú þeirra úr barnaveiki. Eftir lát Þórðar sá Halla um búið en árið 1921 giftist hún Gunnari Steini Gunnarssyni frá Hvítanesi í Ögursveit við Djúp. Þau héldu áfram búskap á Laugabóli til 1935. Skáldskapurinn átti ætíð hug hennar allan þrátt fyrir að hún gæti aðeins sinnt honum í hjáverkum. Eftir Höllu liggja tvær ljóðabækur, Ljóðmæli sem komu út árið 1919, og Kvæði sem komu út árið 1940, þremur árum eftir andlát hennar. Bækurnar eru miklar að vöxtum og ljóðin margvísleg að allri gerð. Úrval kvæða hennar sem Guðfinna Hreiðarsdóttir gaf út ásamt æviágripi kom út árið 2008 og nefnist bókin Svanurinn minn syngur."

Hávarður Friðriksson (1891-1985)

  • S02931
  • Person
  • 7. nóv. 1891 - 31. des. 1985

Bóndi á Hallsstöðum í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp. Síðast búsettur í Reykjavík.

Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir (1890-1968)

  • S01369
  • Person
  • 29. júní 1890 - 29. maí 1968

Fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp. Kvæntist Gísla Ólafssyni skáldi frá Eiríksstöðum í Svartárdal, þau eignuðust þrjú börn og ólu einnig upp dótturson sinn. Fyrstu ár sín í hjónabandi voru þau í húsmennsku á nokkrum bæjum í Svartárdal. Bjuggu á Blönduósi 1924-1928 er þau fluttu til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til æviloka. Jakobína starfaði mikið með kvenfélagi Sauðárkróks og var meðal þeirra sem lögðu fyrstu hönd að gróðursetningu trjáplantna í Sauðárgili þar sem nú kallast Litli skógur.

Jósteinn Jónasson (1867-1944)

  • S02007
  • Person
  • 4. sept. 1867 - 8. sept. 1944

Foreldrar: Jónas Jónsson í Hróarsdal og bústýra hans Steinunn Jónsdóttir frá Víðivöllum. Jósteinn ólst upp hjá föður sínum og naut heimafræðslu. Hann fór frá föður sínum í verstöðvar vestur að Ísafjarardjúpi 1891, en kom aftur með unnustu sinni, Ingibjörgu Sigurgeirsdóttur, að Hróarsdal 1894 og dvöldu þau þar, þar til hann fór 1895 sem vinnumaður að Glaumbæ til Hallgríms Thorlaciusar prests, en Ingibjörg var á sama stað í sjálfsmennsku. Þaðan fóru þau í húsmennsku að Kárastöðum í Hegranesi 1896. Var hann næsta ár í vinnumennsku í Hegranesi, en hún í sjálfsmennsku með börn þeirra, en skildu svo samvistir 1901. Fór hann þá vinnumaður að Ási í Hegranesi með son þeirra, en kom honum síðar í fóstur að Garði og Utanverðunesi. Hún fór með dóttur þeirra að Páfastöðum á Langholti og síðast til Akureyrar, stundaði þar sauma og hannyrðir. Hann var lengi vinnumaður að Ási og síðar lausamaður við sjósókn og önnur störf, reisti sér svo grasbýli að Naustavík, gamalli verstöð Hegranessbúa í Utanverðunesi 1915, og bjó þar til 1935; veiktist þá af slagi og dvaldi síðustu ár að Svanavatni í Hegranesi hjá hálfbróður sínum, Leó Jónassyni. Jósteinn og Ingibjörg eignuðust tvö börn. Jósteinn átti utan hjónabands dóttur með Theódóru Guðmundsdóttur að Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Sambýliskona Jóns þegar hann bjó í Naustavík var Guðmunda Sigurrós Sigurðardóttir.

Sigurjón Samúelsson (1936-2017)

  • S02508
  • Person
  • 6. feb. 1936 - 4. ágúst 2017

Sigurjón var fæddur á Hrafnabjörgum við Ísafjarðardjúp, sonur hjónanna Samúels G. Guðmundssonar bónda og Hildar Hjaltadóttur húsfreyju og ljósmóður. Sigurjón fór snemma til sjós, fór m.a. til Grindarvíkur á vertíð. Hann fór á Hvanneyri á vélanámskeið og vann lengi á jarðýtu hjá Búnaðarfélaginu. Um 1958 tók Sigurjón við búinu á Hrafnabjörgum. Sigurjón sat lengi í hreppsnefnd Ögurhrepps og seinna Súðavíkurhrepps, var einnig formaður búnaðarfélags Ögurhrepps nokkurn tíma og sat í stjórn Ræktunarsambands Ögur- og Reykjafjarðarhrepps. Sigurjón átti gífurlega stórt hljómplötusafn, sem hann hafði safnað um árabil. Hann var mikill unnandi tónlistar. Hann eignaðist tvo syni.