Showing 6 results

Authority record
Organization Fellshreppur

Ungmennafélagið Eining

  • S03710
  • Organization
  • 1933 - 1954

Ekki kemur fram fundagerðir eða stofnun félagsins í gögnum þessum eða framtíð félagsins. En í gögnum segir í lögum, að félagið hefur á stefnuskrá sinni að vekja löngunn hjá öllum félagsmönnum til að starfa fyrir sjálfa sig , land og þjóð. Ennfremur að efla efnalegt og andlegt sjálfstæði innan félagsins svo sem með því ða keppa að reglusemi, árverkni, stundvísi og fleiru því sem horfir félagskapnum til heilla.
Samkvæmt reikningabók var unnið að uppbyggingu Geirmundarhólaskógar.

Nautgriparæktarfélag Fellshrepps (1928 - 1966)

  • S03708
  • Organization
  • 1928 - 1966

Ekki kemur fram í þessum gögnum upphaf félagsins né framtíð. Í fundargerð kemur fram ráðstöfun á þarfanauti hreppsins og formanni falið að semja við Eið Sigurjónsson sem fóðrað hafði nautið undnfarandi ár. Nautatollur er ákveðin og kaup á kálfi af Finnboga Sveinssyni á Keldum.

Mjólkurflutningafélag Fljóta og Fellshrepps

  • S03712
  • Organization
  • 1974 - 1985

Þriðjudaginn 30 júní 1974 var stofnfundur Mjólkurflutningafélags Fljóta og Fellshrepps haldin að Sólgörðum. Fundarboðandi var Trausti Sveinsson og nefndi hann til fundarstjóra Hermann Jónsson og fundarritara Sigurbjörn Þorleifsson. Samþykkt var á fundinum gjaldskrá í 5 liðum og fór svo fram stjórnarkjör, fyrir Holtshrepp, Trausti Sveinsson og Hermann Jónsson, fyrir Haganeshrepp Sigurbjörn Þorleifsson og Sigmundur Jónsson, fyrir Fellshrepp Stefán Gestsson. Tilgangur félagsins er að flytja mjólk af félagssvæðinu til Mjólkursamlags Sakagfirðinga, farþega og vörur með bifreið er félagið á og rekur á eigin ábyrgð. Félagssvæðið er Hóltshreppur, Haganeshreppur og Fellshreppur. Allir bændur á félagssvæðinu sem framleiða mjólk skulu ganga í félagið og flytja mjólk sína með því. Enginn getur gengið úr félaginu nema hann hætti mjólkurframleiðslu eða flytji burtu. Fram kom að þjónustu K.S. Sauðárkróki væri ábótavant í sambandi við afgreiðslu á vörum fyrir bændur. Fundurinn ákvað að beina því til stjórnar K.S. að bætt verði afgreiðsla á fóðurvörum og á vörupöntunum sem sendar eru með mjólkurbílstjóra.
Á fundi 11.03.1977 kom fram að breitt fyrirkomulag á mjólkurflutingum hér í héraði tæki gldi 1. maí með tilkomu tankbíla til flutninga og þá um leið allir mjólkurflutningar í umsjá Mjókursamlags Skagfirðinga og væri því ekki þörf fyrir flutningafélagið að reka né eiga bíla. Og 1.maí hætti félagið að flytja mjólk til Sauðarkróks og flutningum til bænda frá Sauðárkrók og tók Kaupfélag Skagfirðinga við þeim, og keypti annan bílinn en hinn bíllinn var seldur Bjarna Haraldssyni. Óráðstafaður afgangur 138.970 kr, var ákveðið að ráðstafa til Kvenfélaga í Fljótum og Sléttuhlíð. Kvenfélagið í Fljótum fær 100.000 kr, en Kvenfélagið í Fellshreppi það sem eftir er. Samþykkt var að slíta félaginu þegar endalegir reikninga þess liggja fyrir. ( Upplýsingar koma frá fundagerðabók félagsins ).

Lestrarfélag Fellshrepps

  • S03716
  • Organization
  • 1918 - 1974

Árið 1918, 24.nóv komu menn saman í Þinghúsi Fellshrepps í því tilefni að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins hafði boðað Friðrik Guðmundsson á Bræðraá. Fyrstu starfsmenn Friðrik Guðmundsson Bræðraá, Jóhann Jónsson Glæsibæ, Eiður Sigurjónsson Skálá. Tilgangur félagsins er að auka fróðleik og lestrarfýsn í sveitinni. Fram kemur í gjörðabók að 22. des.1956 brann íbúðarhúsið á Skálá en þar voru bækur félagssins geymdar. Alls brunnu 670 bindi og tveir bókaskápar. Safnið var brunatryggt.

Fellshreppur (874-1990)

  • S02935
  • Organization
  • 874-1990

Fellshreppur sameinaðist Hofshreppi og Hofsóshreppi árið 1990 undir nafninu Hofshreppur. Í jarðabók Árna og Páls heitir hreppurinn Sléttuhlíðarhreppur og virðist hafa heitið svo fram á fyrri hluta 19. aldar sbr. dómabækur Skagafjarðarsýslu.