Sýnir 6397 niðurstöður

Nafnspjöld

Ólafur Jóhannsson (1889-1941)

  • S02851
  • Person
  • 22. ágúst 1889 - 13. feb. 1941

Ólafur Jón Jóhannsson, f. 22.08.1889 í Bjarnastaðagerði í Unadal. Foreldrar: Jóhann Símonarson bóndi í Bjarnastaðagerði og kona hans Anna Guðrún Ólafsdóttir. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára. Hann fór í vinnumennsku í Blönduhlíð er hann var kominn á þrítugsaldurinn og árið 1915 var hann í húsmennsku á Frostastöðum og þar var hann fram til 1922, er hann flutti ásamt fjölskyldu sinni að Hofi í Vesturdal og hóf þar sjálfstæðan búskap. Að tveimur árum liðnum fluttust þau að Ystu-Grund og voru þar í fjögur ár og síðan að Miklabæ í Blönduhlíð þar sem Ólafur bjó til dánaradags. Síðustu árin var Ólafur mæðiveikivörður í Austurdal og á fjöllum á svæðinu frá Nýjabæ fram að Laugarfelli.
Maki: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 24.12.1892 á Fyrirbarði í Fljótum. Þau eignustðu þrjú börn.

Hestamannafélagið Svaði (1974-2016)

  • S02830
  • Félag/samtök
  • 31.10.1974-16.02.2016

Hestamannafélagið Stormur var stofnað á Hofsósi 31.10.1974. Fyrsti formaður þess var Friðbjörn Þórhallsson. Á framhaldsaðalfundi félagsins 14.02.1984 var samþykkt nafnabreyting á félaginu en sú ákvörðun var tilkomin vegna inngöngu í Landssamband hestamanna. Þann 28.02.1984 var svo haldinn fyrsti stjórnarfundur félagsins undir nýju nafni. Starfssvæði félagsins var lengst af út að austan í Skagafirði. Þann 16.02.2016 voru þrjú hestamannafélög í Skagafirði, Svaði, Léttfeti og Stígandi sameinuð í hestamannafélagið Skagfirðing.

Bandalag íslenskra leikfélaga (1950-)

  • S02845
  • Félag/samtök
  • 1950-

Bandalag íslenskra leikfélaga (skammstafað BÍL) er samtök áhugaleikfélaga á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 1950 og var Ævar Kvaran helsti hvatamaðurinn að stofnun þeirra.
Bandalagið rekur Þjónustumiðstöð að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík. Þjónustumiðstöðin sinnir ýmsum málum fyrir áhugaleiklistarhreyfinguna en einnig er þar almenn þjónusta við leikhús og leikhópa af öllu tagi. Þar er m.a. stærsta leikritasafn landsins. Bandalagið hefur starfrækt leiklistarskóla síðan árið 1997 til að byrja með að Húsabakka í Svarfaðardal en skólinn flutti árið 2010 í Húnavallaskóla og árið 2017 í Reykjaskóla í Hrútafirði.

Finnur Árnason (1958-

  • S02836
  • Person
  • 27. maí 1958-

Foreldrar: Árni Hafstað og Arngunnur Ársælsdóttir. Maki: María Maack. Þau eignuðust þrjú börn. Finnur lauk Bs prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands og cand. fil. prófi í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð. Starfaði sem háseti á Má frá Ólafsvík, framleiðslustjóri hjá Slippfélaginu, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki og Aldin á Húsavík. Var um langt skeið stjórnarformaður Sjávarleðurs á Sauðárkróki. Vann hjá Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og við ráðgjafafyrirtækið Taktar. Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum frá 2013.

Björn Rúriksson (1950

  • S0
  • Person
  • 1950

Björn er sonur Rúriks Halldórssonar og Önnu Snæbjörnsdóttur eiginkonu hans. Björn var giftur Guðfinnu Baldvinsdóttur, sem er bróðurdóttir Kristmundar.

Finnur Sigmundsson (1894-1982)

  • Person
  • (1894-1982)

Finnur var fæddur á Ytrahóli í Kaupvangssveit. Foreldrar hans voru Sigmundur Björnsson bóndi og Friðdóra Guðlaugsdóttir húsfreyja.
Hann settist á skólabekk í Gagnfræðaskóla á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 1917. Stúdentsprófi lauk hann fimm árum síðar.
Finnur lærði bókbandsfræði hjá Sigurði Sigurðssyni.
Finnur kvæntist Kristínu Aðaðbjörgu Magnúsdóttur árið 1924. Hann starfaði við þingskriftir og prófarkalestur hjá Alþingi, síðar varð hann aðstoðarmaður við Landsbókasafnið, ári eftir að hann lauk meistaraprófi við háskólann, var hann skipaður Landsbókavörður, þeirri stöðu gegndi hann í 20 ár.
Árið 1945 hóf Finnur útgáfu Árbókar Landsbókasafnins. Hann eygði mikla möguleika í nýrri myndatækni og aflaði véla, en erfitt reyndist að fá nægilegt fé svo nýta mætti vélarnar sem best.

Eiríkur Sigurgeirsson (1891-1974)

  • S02859
  • Person
  • 24.09.1891-13.05.1974

Eiríkur Sigurgeirsson, f. 24.09.1891 á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurgeir Jónsson húsmaður í Vík í Staðarhreppi og kona hans Ólína Jónsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, þar til þau slitu samvistir árið 1899. Fyrst eftir það var hann að mestu leyti hjá móður sinni en síðan á ýmsum bæjum í Staðarhreppi. Bóndi í Hólkoti (Birkihlíð) í Víkurtorfu 1912-1913, á Auðnum 1920-1928, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1928-1934, á Bessastöðum í sömu sveit 1934-1938, í Vatnshlíð 1938-1963. Var hjá Valdimar bróður sínum á Blönduósi 1963-1964, á Freyjugötu 17 á Sauðárkróki 1964-1973. Eiríkur var alblindur allmörg síðustu árin og var illa haldinn af heymæði. Maki: Kristín Karólína Vermundardóttir, f. á Sneis í Laxárdal fremri. Þau eignuðust 13 börn.

Friðrik Kristjánsson (1922-2009)

  • Person
  • 1922-2009

Friðrik fæddist í Stapadal í Arnarfirði. Foreldrar hans voru Kristján Kristjánsson og Guðný Guðmundsdóttir og fósturforeldrar hans voru Bjarni Árnason og Kristjana Th. Ólafsdóttir.
Friðrik lærði vélstjórn og var vélstjóri á ýmsum fiskiskipum, síðar verksmiðjustjóri í Fiskimjölsverksmiðjunni, vann einnig viðgerðarþjónustu fyrir Hraðfrystihús Suðurfjarðarhrepps.
Fjölskyldan flutti til Tálknafjarðar, en þar hóf Friðrik störf við Vélsmiðju Tálknafjarðar, síðar fór hann aftur á sjó.
Friðrik sat í stjórnum ýmissa fyrirtækja , m.a. Hafnarstjórn Bíldudalshafnar og Sparisjóðs Arnfirðinga ofl.Hann var í sóknarnefndum og kirkjukórum, bæði í Bíldudalskirkju og einnig í Tálknafirði og þar um kring.
Friðrik hafði yndi af tónlist og var góður söngmaður.

Björn Jóhann Jóhannesson (1905-1970)

  • S02862
  • Person
  • 17. nóv. 1905 - 27. apríl 1970

Björn Jóhann Jóhannesson, f. 17.11.1905 að Kolgröf í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Jóhannes Jónasson og María Guðmundsdóttir. Foreldrar hans voru ekki gift. Faðir hans kvæntist Marsibil Benediktsdóttur. Sambýlismaður móður hans var Helgi Guðnason, þau bjuggu lengst af í Þröm. Björn ólst upp hjá móður sinni en frá 12 ára aldri var hann á nokkrum bæjum í Skagafirði, uns hann fór aftur að Kolgröf 18 ára. Árið 1930 keypti hann jörðina ásamt Hrólfi bróður sínum. Maki: Þorbjörg Bjarnadóttir, sem áður hafði verið bústýra þeirra bræðra. Þau eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í Kolgröf til 1947 er þau fluttu að Torfustöðum í Svartárdal. Litlu síðar fluttu þau að Fjósum, þar sem heimili þeirra stóð æ síðan.

Jóhanna Guðbjörg Albertsdóttir (1897-1996)

  • S02867
  • Person
  • 11. mars 1897 - 3. mars 1996

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi). Jóhanna ólst upp á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Kvæntist Magnúsi Björnssyni og bjuggu þau alla sína búskapartíð á Syðra-Hóli í Vindhælishreppi Au-Hún, síðustu árin í félagi við Björn son sinn, en Magnús lést árið 1963. Jóhanna bjó áfram á Syðra-Hóli í átján ár eftir það en flutti árið 1981 til Skagastrandar. Síðast búsett á Blönduósi. Jóhanna og Magnús eignuðust sex börn.

Ásbjörn Ólafur Sveinsson (1942-

  • S02871
  • Person
  • 24. nóv. 1942-

Ásbjörn Ólafur Sveinsson f. 24.11.1942. Lyfjafræðingur. Foreldrar: Sveinn Sigurður Ásmundsson byggingameistari á Siglufirði og kona hans Margrét Snæbjörnsdóttir.
Maki 1: Hildur Svavarsdóttir, f. 1946. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Dagný Bára Þórsdóttir, f. 1945, d. 1996. Þau eignuðust eina dóttur.
Maki 3: Sólveig Kjartansdóttir, f. 1962.

Sólrún Jóna Steindórsdóttir (1943-

  • S02873
  • Person
  • 11. apríl 1943-

Foreldrar: Steindór Kristinn Steindórsson og Fjóla Soffía Ágústsdóttir. Læknaritari á Sauðárkróki. Kvæntist Gunnari Þóri Guðjónssyni. Nú búsett í Kópavogi.

Guðrún Ingimarsdóttir (1943-)

  • S02874
  • Person
  • 01.06.1943-

Guðrún Ingimarsdóttir, f. 01.06.1943 á Flugumýri í Blönduhlíð. Foreldrar: Ingimar Jónsson bóndi á flugumýri (1910-1955) og kona hans Sigrún Jónsdóttir (1911-1986).
Verkakona á Akureyri.
Maki: Sigurður Hannes Víglundsson f. 1940.

Rósa Guðrún Sighvats (1943-

  • S02874
  • Person
  • 9. des. 1943-

Foreldrar: Sighvatur Pétursson Sighvats og Herdís Pálmadóttir frá Reykjavöllum. Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Nú búsett á Akureyri.

Steinunn Ingimarsdóttir (1942-

  • S02878
  • Person
  • 26. mars 1942-

Foreldrar: Ingimar Jónsson, bóndi á Flugumýri og kona hans Sigrún Jónsdóttir húsfreyja. Fædd og uppalinn á Flugumýri. Gagnfræðingur og verkakona í Reykjavík.
Maki 1: Þórður Sigurðsson vélamaður. Þau skildu.
Maki 2: Gunnlaugur Már Olsen tónlistarkennari. Þau skildu.
Maki 3: Jónatan Eiríksson bifvélavirki.

Friðrik A. Jónsson (1930-2001)

  • S02879
  • Person
  • 11. sept. 1930 - 5. júlí 2001

Foreldrar: Jón Sigvaldi Nikódemusson (1905-1983) og Anna Friðriksdóttir (1909-1993). Maki: Elínborg Dröfn Garðarsdóttir húsmóðir, f. 1933, d. 1996. Þau eignuðust eina dóttur. Þau hjónin hófu búskap á Öldustíg 9 en bjuggu hin síðari ár í Háuhlíð 14 á Sauðárkróki. Friðrik starfaði við vélgæslu í frystihúsi á Sauðárkróki og stundaði einnig útgerð. Hann rak ásamt konu sinni verslun og happdrættisumboð til marga ára. Friðrik var virkur félagi í Ferðafélagi Skagfirðinga og Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit.

Björn Ragnarsson (1940-2020)

  • S02894
  • Person
  • 28. okt. 1940 - 25. sept. 2020

Björn Ragn­ars­son fædd­ist 28. októ­ber 1940 á Hrafns­stöðum í Suður-Þing­eyj­ar­sýslu. Faðir hans var Ragn­ar Guðmunds­son og móðir Guðbjörg Jón­ína Þór­ar­ins­dótt­ir (Bubba). Kjörfaðir hans var Guðmund­ur Jó­hann Ein­ars­son frá Ási í Hegranesi. Ólst upp hjá móður sinni og kjörföður frá sex ára aldri. Þau bjuggu á Bárustíg 13 á Sauðárkróki. Sjómaður, flutningabílstjóri, beitingamaður og verkstjóri. Starfaði síðar hjá Byggðasafninu í Reykjanesbæ. Síðast búsettur í Keflavík. Sambýliskona: Ólöf Björnsdóttir, þau áttu ekki börn saman en fyrir hafði Björn eignaðast þrjá syni.

Ingvar Bjarni Sighvats (1948-

  • S02886
  • Person
  • 17. mars 1948-

Foreldrar: Sighvatur Pétursson Sighvats (1915-1991) á Sauðárkróki og Herdís Pálmadóttir frá Reykjavöllum. Rafvirki á Sauðárkróki. Var formaður Ferðafélags Skagfirðinga. Maki: Elsa Sigurjónsdóttir.

Hilmar Hilmarsson (1949-)

  • S02900
  • Person
  • 20. maí 1949-

Foreldrar: Hulda Gísladóttir og Hilmari Jónssyni frá Tungu í Fljótum. Alinn upp á Sauðárkróki. Kjötiðnaðarmaður. Maki: Kristbjörg Óladóttir. Þau eiga þrjú börn og eru nú búsett í Reykjavík.

Símon Baldur Skarðhéðinsson (1950-

  • S02889
  • Person
  • 12. ágúst 1950-

Foreldrar: Þórleif Elísabet Stefánsdóttir og Skarphéðinn Pálsson á Gili. Verktaki á Sauðárkróki. Kvæntur Brynju Ingimundardóttur, þau eiga þrjú börn.

Tómas Leifur Ástvaldsson (1950-)

  • S02892
  • Person
  • 23. maí 1950-

Foreldrar: Ástvaldur Óskar Tómasson (1918-2007) og Svanfríður Steinsdóttir (1926-). Verkstjóri á Sauðárkróki.

Agnar Jónsson (1909-1984)

  • S02987
  • Person
  • 13. okt. 1909 - 14. feb. 1984

Foreldrar: Klemens Jónsson landritari og síðari kona hans, Anna María Schiöth. Agnar varð ritari í danska utanríkisráðuneytinu 1. febrúar 1934, síðar attaché við danska sendiráðið í Washington og vararæðismaður á dönsku aðalræðismannsskrifstofunni í New York. Hann fékk lausn að eigin ósk úr dönsku utanríkisþjónustunni 1. júní 1940 og gekk í hina nýstofnuðu íslensku utanríkisþjónustu, fyrst ræðismaður í New York en síðar varð hann deildarstjóri og skrifstofustjóri í utanríkisráðuneyti íslands. Hann var skipaður sendiherra í Bretlandi og Hollandi 1951. Fimm árum siðar var hann skipaður ambassador í Frakklandi, sendiherra á Spáni, Portúgal, ítalíu og Belgíu; ambassador í Grikklandi 4. desember 1958. Hann var skipaður ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu 1. janúar 1961 en fékk lausn 1. september 1969 og var sama dag skipaður ambassador í Noregi; hann var skipaður ambassador í Israel, ítalíu, Póllandi og Tékkóslóvakíu 27. janúar 1970. Agnar Klemens var ritari utanríkismálanefndar 1943—51 og 1961—69. Hann sat í fjölmörgum nefndum fyrir hönd rikisins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, átti m.a. sæti í sendinefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í tvö ár. Hann var sæmdur heiðursmerkjum margra þjóða. Ýmis rit liggja eftir Agnar Klemenz Jónsson, m.a. Lögfræðingatal og Stjórnarráð Islands 1904—1964, margvísleg rit um utanríkismál og lögfræði. Maki: Ólöf Bjarnadóttir. Þau eignuðust fjögur börn.

Guðmundur P. Johnson ( Blaine)

  • S0
  • Person
  • Ekki vitað

Guðmundur var Lúterskur prestur í Blaine í USA. Kona hans var Margrét Johnson. Hann var í elliheimilisnefnd sem hann setti á stofn. Á fyrsta fundi var Guðmundur með tvö ný mál sem hann flutti, að byggt verði starfrækt elliheimili fyrir aldraða Íslendinga og að íslenskuskóli yrði stofnaður sem fyrst. Guðmundur flutti frá Blaine.

Rögnvaldur Gíslason (1923-2014)

  • S02920
  • Person
  • 16. des. 1923 - 7. apríl 2014

Foreldrar: Gísli Magnússon og Guðrún Sveinsdóttir í Eyhildarholti. Maki: Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal, þau eignuðust fjögur börn. Rögnvaldur ólst upp í Eyhildarholti og gekk í farskóla í Rípurhreppi en var síðan einn vetur í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík, annan í Héraðsskólanum á Laugarvatni og þann þriðja í Bændaskólanum á Hólum. Hann varð búfræðingur 1945. Aðra vetur var hann við bústörf heima í Eyhildarholti, en á sumrin oftast í vega- og brúarvinnu víða um Norður- og Norðausturland. Þegar þau Sigríður giftust hófu þau búskap í Djúpadal og stóð til að þau tækju þar að fullu við búi en snöggur endir var bundinn á þau áform þegar Rögnvaldur fékk lömunarveiki vorið 1956. Hann lamaðist ekki en varð óvinnufær um nokkurra ára skeið og gat ekki unnið erfiðisvinnu eftir það. Um tíma vann Rögnvaldur íhlaupavinnu á skrifstofu Búnaðarsambands Skagafjarðar, en í ársbyrjun 1961 hóf hann störf á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki og vann þar til starfsloka um sjötugt, lengst af sem aðalbókari. Fyrstu árin átti fjölskyldan áfram heimili í Djúpadal ásamt föður og föðurbræðrum Sigríðar, en Rögnvaldur leigði herbergi á Sauðárkróki og kom heim um helgar. Haustið 1967 fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks og áttu þau hjón þar heima síðan.

Grímur M.Helgason

  • Person

Bókavörður Reykjavík. Fyrrverandi forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns.

Einhildur Sveinsdóttir (1912-2008)

  • S02921
  • Person
  • 6. ágúst 1912 - 29. júní 2008

Fædd á Eyvindará í Eiðaþinghá í S.- Múl. Foreldrar: Sveinn Árnason bóndi á Eyvindará (1866-1924) og Guðný Einarsdóttir (1877-1924). Systkinahópurinn á Eyvindará varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu að foreldrarnir dóu úr lungnabólgu með níu daga millibili í febrúar 1924. Elstu systkinin, Guðný og Björn, þá um tvítugt, ákváðu þó að halda áfram búskap foreldranna og annast og ala upp yngri systkini en Einhildur var þá 11 ára. Einhildur gekk í Alþýðuskólann á Eiðum frá 1931-32. Á næstu árum var hún á vetrum í vist á ýmsum heimilum í Reykjavík en sumrum eyddi hún í átthögunum. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1936-7 og þar með var brautin mörkuð. Til Akureyrar flutti hún 1939 og vann á Akureyrarspítala við matreiðslu og var ráðskona þar í ein 3-4 ár. Síðan varð hún matráðskona við Menntaskólann álíka lengi. Matsölu stundaði hún svo á eigin vegum næstu árin. Við tóku verslunarstörf og hún keypti verslunina Brekku og rak í nokkur ár. Í hjáverkum stofnaði hún ásamt vinkonu sinni Kristínu Ísfeld litla bókaútgáfu, Von, og gáfu þær út nokkrar bækur.
Maki: Marteinn Sigurðsson frá Veturliðastöðum í Fnjóskadal. Þau hjón stofnuðu verslunina Drangey í Brekkugötu og höndluðu með málverk, minjagripi og hannyrðavörur af ýmsu tagi. Saman störfuðu þau Einhildur og Marteinn að verslun sinni, allt til þess að heilsu hans fór að hraka upp úr 1960. Þá hélt hún versluninni áfram í smærri stíl á heimili þeirra.

Guðmundur Björnsson (1864-1937)

  • S02927
  • Person
  • 12. okt. 1864 - 7. maí 1937

Guðmundur Björnsson, f. 12.10.1864 í Gröf í Víðidal í V-Hún. Foreldrar: Björn Leví Guðmundsson bóndi í Gröf í Víðidal og kona hans Þorbjörg Helgadóttir húsfreyja. Guðmundur tók stúdentspróf frá Lærða skólanum í júní 1887 með 1. einkunn. Lauk cand. med. prófi frá Hafnarháskóla í janúar 1894 með 1. einkunn. Dvaldi um skeið í Noregi með styrk úr landssjóði til að kynna sér ráðstafanir varðandi holdsveiki. Fór einnig í kynnisferðir um Evrópu á árunum 1905-6 og síðar. Starfaði í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Kenndi við Læknaskólann um skeið. Var jafnframt ljósmæðrakennari. Landlæknir og forstöðumaður Læknaskólans frá 1906-1931. Settur prófessor við Háskóla Íslands 1911. Var einnig alþingismaður og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Eftir hann liggur mikið af rituðu máli um heilbrigðismál auk þess sem hann gaf út ljóðabókina Undir ljúfum lögum árið 1918 (undir höfundarnafninu Gestur).
Maki 1: Guðrún Sigurðardóttir, f. 31.12.1864, d. 29.01.1904. Þau eignuðust sjö börn.
Maki 2: Margrét Magnúsdóttir Björnsson, f. Stephensen. F. 05.08.1879, d. 15.08.1946. Þau eignuðust sjö börn.

Geir Ólafsson

  • Person

Var á Sjávarborg um tíma, starfaði á Sauðárkróki. Læknir.

Gíslíana Bjarnveig Bjarnadóttir (1912-2003)

  • Person
  • 1912-2003

Gíslíana (Jana) fæddist á Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Bjarni Kristmundsson og Kristín Sveinsdóttir. Eiginmaður Jönu var Pétur Gauti Pétursson bóndi. Þau bjuggu á Gautlöndum í Mývatnssveit. Börn þeirra: Sólveig, Bjarni, Kristín og Steingrímur. Jana var systir Kristmundar.

Geir S. Björnsson (1924-1993)

  • S0
  • Person
  • 1924-1993

Geir var fæddur á Akureyri árið 1924. Hann var sonur Sigurðar O. Björnssonar prentsmiðjustjóra og fyrri konu hans Maríu Kristjánsdóttur húsfreyju, en hún lést þegar Geir var einungis sjö ára. Hann ólst upp hjá föður sínum og seinni konu hans,Kristínu Bjarnadóttur.
Geir nam prentiðn í POB. Fór svo í frekara nám til Ameríku og fékk meistararéttindi frá Rochester Institute of Technology árið 1949.
Geir kvæntist Anitu Björnsson og eignuðust þau þrjú börn.

Hulda Pálsdóttir (1908-1995)

  • Person
  • 1908-1995

Hulda var fædd á Guðlaugsstöðum í Blöndudal árið1908. Foreldrar hennar voru Páll Hannesson bódi og Guðrún Björnsdóttir húsfreyja.
Hulda giftist Pétri Péturssyni frá Steiná í Svartárdal. Þau reistu bú á Höllustöðum í Blöndudal.

Hálfdán Einarsson (1917-2013)

  • Person
  • 1917-2913

Fæddur í Bolungarvík 1917. Foreldrar hans voru Jóhanna Einarsdóttir og Einar Hálfdánarsson.

Guðmundur Thoroddsen

Líklega Guðmundur Thoroddsen sem fæddur var 1. feb. 1887 - 6. júlí 1968. Prófessor og yfirlæknir Landspítalans.

Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson (1903-1978)

  • S02929
  • Person
  • 28. sept. 1903 - 18. nóv. 1978

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Guðrún Brynjólfsdóttir. Starfaði sem lögmaður og hæstaréttarlögmaður í Reykjavík og í Kaupmannahöfn, um tíma bæjarfógeti í Vestmannaeyjum.
Maki 1: Jóna Marta Guðmundsdóttir húsfreyja. Þau skildu. Þau eignuðust 2 börn.
Maki 2: Guðrún Ágústa Þórðardóttir húsfreyja. Þau skildu.
Maki 3: Þóra Emilía María Júlíusdóttir Havsteen húsfreyja. Þau skildu.

Helgi Skúlason (1892-1983)

  • S02992
  • Person
  • 22. júní 1892 - 7. nóv. 1983

Fæddur í Odda á Rangárvöllum. Foreldrar: Skúli Skúlason, stjórnarráðsritari og Sigríður Helgadóttir. Helgi var stúdent árið 1910 og lagði síðan stund á læknisfræði og lauk prófi árið 1915. Árið 1923 varð Helgi sérfræðingur í augnsjúkdómum, en þá hafði hann um hríð starfað að þeirri sérgrein. Hann varð héraðslæknir í Síðuhéraði frá 1. ágúst árið 1915, en því starfi gegndi hann til ársins 1919. Hann sinnti læknisstörfum í Reykjavík frá árinu 1921 til ársins 1927, en síðan á Akureyri. Hann var aukakennari í augnsjúkdómafræði við læknadeild Háskóla íslands á tímabilinu 1923 til 1927. Maki: Kara Sigurðardóttir Briem (1900-1982)

Erlendur Sveinsson

  • Person

Efni bréfs er um jarðskjálftann á Dalvík 1934

Jón Jóhann Jónsson Auðuns (1905-1981)

  • S02995
  • Person
  • 5. feb. 1905 - 10. júlí 1981

Foreldrar: Jón Auðuns framkvæmdastjóri og alþingismaður á Ísafirði og Margrét Guðrún Jónsdóttir frá Stað á Reykjanesi. ,,Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1929. Hann stundaði síðan nám í samanburðarguðfræði og helgisiðafræði í Marburg og París og ferðaðist auk þess víða um Vestur-Evrópu. Árið 1930 var hann vígður forstöðumaður fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði og 1941 var hann jafnframt ráðinn forstöðumaður fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík og var búsettur þar síðan. Jón var skipaður prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík 1. desember 1945 og dómprófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi 1951. Árið 1971 var honum veitt lausn frá starfi að hálfu vegna heilsubrests og að fullu 1973. Jón var ráðinn forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar 1970, sat kirkjuþing á árunum 1958 til 1962 og var prófdómari í guðfræði við Háskóla Íslands frá 1950, formaður Safnaðarráðs Reykjavíkur frá 1953 til 1973 og formaður Ekknasjóðs Reykjavíkur sama tímabil. Þá var hann formaður stjórnar kirkjubyggingarsjóðs Reykjavíkur frá 1954. Jón var skipaður í Skálholtsnefnd 1955 til 1956 og í dómnefnd um leikritasamkeppni fyrir Skálholtshátíðina 1955. Þá var hann forseti Sálarrannsóknarfélags íslands frá 1939 til 1963, í stjórn Barnaverndarfélags Reykjavíkur í mörg ár og formaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands frá 1951 til 1967. Jón ritaði einnig mikið í þágu kristinnar trúar og ritaði einnig talsvert um sálarrannsóknir og spírtisma. Eftir hann liggja mörg rit, bæði frumsamin og þýdd auk fjölda blaða- og tímaritsgreina. Maki: Dagný Einarsdóttir. Þau eignuðust ekki börn."

Bjarni Guðleifsson

  • Person

Skrifaði m.a. bækurnar Á fjallatindum og Svarfðardalsfjöll

Ludvig Knudsen (1867-1930)

  • S02939
  • Person
  • 9. feb. 1867 - 30. apríl 1930

Foreldrar: Jens A. Knudsen verslunarstjóri í Hólanesi og kona hans Elísabet Sigurðardóttir. Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1888. Tók heimspekipróf frá háskólanum í Kaupmannahöfn og lagði stund á guðfræði. Tók próf úr prestaskóla 1892. Fékk Stað í Kinn 1892 en missti prestskap vegna barneignarbrots. Var um hríð bókhaldari á Húsavík. Fékk Bergstaði 1904 og Breiðabólstað í Vesturhópi í V-Húnavatnssýslu árið 1914 og þjónaði þar til æviloka.
Maki: Sigurlaug Björg Árnadóttir frá Höfnum. Eignuðust tvö börn en aðeins annað þeirra komst upp.

Niðurstöður 596 to 680 of 6397