Showing 6397 results

Authority record

Hjálmar Pálsson (1904-1983)

  • S03193
  • Person
  • 03.03.1904-15.04.1983

Hjálmar Pálsson, fæddur 03.03.1904 (05.03. skv. kirkjubók) á Stafni í Deildardal, d. 15.04.1983 í Hafnarfirði. Foreldrar: Páll Ágúst Þorgilsson bóndi í Stafni og síðar á Brúarlandi í Deildardal og kona hans Guðfinna Ásta Pálsdóttir. Hjálmar fluttist með foreldrum sínum frá Stafni að Brúarlandi aðeins eins ár að aldri og ólst þar upp í hópi margra systkina. Faðir hans dó 1925, aðeins 52 ára gamall. Eftir það bjó Hjálmar með móoður sinni og Þorgils bróður sínum á Brúarlandi 1925-1928. Þá fluttist hann að Kambi og kvæntist árið etir Steinunni frændkonu sinni. Mun hann hafa haft ítök í Brúarlandi næstu tvö árin og er þar opinberlega talinn bóndi, en 1930 tekur hann alfarið við búi á Kambi er Hjálmar tengdafaðir hans bregðu búi. Hjálmar var svo búsettur að Kambi til ársins 1982, er hann fór til Hafnarfjarðar til barna sinni. Var hann þá orðinn heilsulaus og lést vorið eftir. Steinunn kona hans lést árið 1942 frá sjö ungum börnum en Hjálmar hélt áfram búskap og ól upp börnin og tóku yngstu dæturnar að sér húsmóðurhlutverkið barnungar. Tvö barnanna voru tekin í fóstur í nærliggjandi bæjum. Í rúm 20 ár bjó Hjálmar félagsbúi ásamt Páli syni sínum og Erlu konu hans en þau flutti til Sauðárkróks 1976 og síðustu 3-4 árin var Hjálmar einn á Kambi. Var hann þá með annan fótinn á Háleggsstöðum hjá Þórönnu dóttur sinni.
Maki: Steinunn Hjálmarsdóttir (11.06.1905-15.07.1942). Þau eignuðust tíu börn. Tvö dóu úr kíghósta á fyrsta ári og eitt lést samdægurs.

Sölvi Jónsson (1879-1944)

  • S02628
  • Person
  • 24. ágúst 1879 - 10. okt. 1944

Sölvi fæddist að Völlum í Vallhólmi. Foreldrar: Jón Stefánsson bóndi á Völlum, Skinþúfu og víðar og Ragnheiður Þorfinnsdóttir. Sölvi ólst upp með foreldrum sínum, þar til faðir hans og hálfbræður fluttust til vesturheims um aldamótin 1900. Eftir 1896 dvaldist Halldór Einarsson áður bóndi á Íbishóli, á Völlum og hjá honum lærði Sölvi járnsmíði. Árið 1900 réðst hann vinnumaður til sr. Jóns Magnússonar sem fluttist að Ríp í Hegranesi. Frá Ríp fluttist Sölvi til Sauðárkróks árið 1902 og bjó þar til dánardægurs. Fyrstu árin stundaði Sölvi járnsmiði en vorið 1907 bað Gránufélagið hann að fara til Akureyrar og kynna sér gæslu og viðhald mótorvéla. Samningar tókust um þetta og tók Sölvi við vélstjórn á bát félagsins "Fram", er hann kom til Sauðárkróks sumarið 1907 og hafði hann það starf á hendi til ársins 1914, er báturinn var seldur til Hríseyjar. Nokkru síðar var keyptur til Sauðárkróks vélbáturinn Hringur og var Sölvi vélstjóri á honum á sumrum og fram á haust. 1922 gerðist han gæslumaður og stöðvarstjóri við rafstöð, sem fékk afl sitt frá mótorvélum. Árið 1933 er reist vatnsaflstöð fyrir Sauðárkrók og tók hann við stjórn þeirrar stöðvar og hafði hana á hendi til ársins 1942, að hann lét af störfum vegna veikinda. Sölvi kvæntist Stefaníu Marínu Ferdinandsdóttur frá Hróarsstöðum í Vindhælishreppi, þau eignuðust sjö börn ásamt því að ala upp bróðurson Stefaníu.

Þorbjörn Árnason (1948-2003)

  • S02253
  • Person
  • 25. júlí 1948 - 17. nóv. 2003

Þorbjörn Árnason fæddist á Sauðárkróki 25. júlí árið 1948. Foreldrar: Þorbjörg Þorbjörnsdóttir og Guðbjartur S. Kjartansson bifreiðastjóri. Kjörforeldrar Þorbjörns frá fyrsta ári voru Árni Þorbjörnsson fv. kennari og lögfræðingur á Sauðárkróki, og Sigrún Sigríður Pétursdóttir, húsfreyja og skrifstofumaður. ,,Þorbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1968, lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1974 og hlaut lögmannsréttindi 1983. Hann starfaði hjá bæjarfógetanum á Sauðárkróki og sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu frá árinu 1974 til 1985, þar af aðalfulltrúi síðustu fimm árin. Þorbjörn gerðist framkvæmdastjóri sútunarverksmiðjunnar Loðskinns á Sauðárkróki 1985 og gegndi því starfi til 1990. Hann rak eftir það eigin lögmannsstofu á Sauðárkróki í nokkur ár en frá 1998 var hann með slíkan rekstur í Reykjavík auk þess að reka fyrirtækið Markfell ásamt eiginkonu sinni. Þorbjörn var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Sauðárkróks árin 1978-1990, þar af forseti bæjarstjórnar í tvö kjörtímabil. Á þeim tíma sat hann í fjölmörgum nefndum og ráðum fyrir sveitarfélagið og Sjálfstæðisflokkinn. Undanfarin ár gegndi Þorbjörn ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Landssamtök hjartasjúklinga og sat í stjórn samtakanna frá árinu 1998 sem varaformaður. Átti hann m.a. sæti í stjórn og framkvæmdaráði SÍBS og var um skeið stjórnarformaður Múlalundar."
Þorbjörn var tvíkvæntur. Fyrri eiginkona hans er Þórdís Þormóðsdóttir meinatæknir, þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Þorbjörns er Birna Sigurðardóttir, hún átti einn son fyrir.

Ellert Símon Jóhannsson (1890-1977)

  • S03195
  • Person
  • 14.10.1890-19.02.1977

Ellert Símon Jóhannsson, f. í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi 14.10.1890, d. 19.02.1977. Foreldrar: Jóhann Jóhannsson bóndi í Þorsteinsstaðakoti og kona hans Þuríður Símonarsdóttir. Árið 1899 fluttust þau að Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi og þar ólst Ellert upp til fullorðinsára, ásamt níu systkinum. Ungur fór hann í Hvítárbakkaskóla.
Maki (giftust árið 1910): Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap á Hóli í Sæmundarhlíð og síðar í Holtsmúla. Þau eignuðust sex börn og ólu upp eina kjördóttur, Hafdísi Ellertsdóttur, f. 1944.
Ellert var einn af stofnfélögum Ungmennafélagsins í Lýtingsstaðahreppi. Tók þátt í ýmsum félagsmálum og átti m.a. sæti í hreppsnefnd í mörg ár. Stóð um árabil í fjárkaupum fyrir Sláturfélag Skagfirðinga. Rak stórgripaslátrun og kjötsólu og á seinni
árum sveitaverslun i dálitlum stíl.

Sigurður Eiríksson (1922-2010)

  • S00927
  • Person
  • 14.12.1922-01.02.2010

Sigurður Haukur Eiríksson fæddist á Sauðárkróki 14. desember 1922. Foreldrar hans voru hjónin Eiríkur Kristjánsson, kaupmaður á Akureyri og María Þorvarðardóttir. Sigurður kvæntist 15. júní 1950 Auði Ingvarsdóttur tannsmíðameistara, f. 1922 á Norðfirði, þau eignuðust tvö börn. ,,Sigurður ólst upp á Akureyri. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri og síðan í verslunarskóla í Kaupmannahöfn. Að námi loknu starfaði hann fyrst í Bandaríkjunum, en eftir heimkomuna starfaði hann sem skrifstofustjóri hjá IBM og aðalbókari hjá Loftleiðum og síðar hjá Flugleiðum. Sigurður var íþróttamaður og lagði einkum stund á sund. Hann tók þátt í starfi og uppbyggingu KA og var formaður þess árið 1945."

Friðrik Valgeir Guðmundsson (1898-1974)

  • S03237
  • Person
  • 13.10.1898-26.06.1974

Friðrík Valgeir Guðmundsson, f. að Bræðrá á Sléttuhlíð 13.10.1898, d. 26.06.1974.
Foreldrar: Þórleif Valgerður Friðriksdóttir og Guðmundur Anton Guðmundsson. Hann var yngstur af þremur systkinum. Á unglingsárum fór hann tvo vetur í gagnfræðaskóla á Siglufirði. Árið 1922 fluttist hann að Höfða á Höfðaströnd ásamt foreldrum sínum og tók þar við búsforráðum. Er Þóra kona hans lést af barnförum brá Friðrik búi og flutti til Reykjavíkur. Þar gerðist hann tollvörður þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Maki 1: Þóra Jónsdóttir frá Stóragerði í Óslandshlíð (18.09.1908-13.04.1937). Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Guðríður Hjaltesteð (08.09.1914-). Þau eignuðust tvo syni.

Eðvald Eilert Friðriksson Möller (1875-1960)

  • S03216
  • Person
  • 28.10.1875-24.02.1960

Eðvald Eilert Friðriksson Möller, f. 28.10.1875 á Skagaströnd, d. 24.02.1960 á Akureyri. Foreldrar: Friðrik E. Möller, síðar póstmeistari á Akureyri og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir. Eðvald varð stúdent frá Lærða skólanum 1896. Fór eftir það til náms í læknisfræði í Kaupmannahöfn en lauk því námi ekki. Heimkominn stofnaði hann Sápuverksmiðju. Þegar þeim rekstri lauk gerðist hann verslunarmaður hjá Ólafi Árnasyni á Stokkseyri. Eftir það stundaði hann verslunarstörf til æviloka, m.a. í Haganesvík í Fljótum. Eftir að konan hans féll frá árið 1946 bjó hann í skjóli barna sinna, lengst af hjá dóttur sinni á Akureyri.
Maki: Pálína Margrét Jóhannesdóttir Möller, f. 26.12.1871, d. 22.06.1946. Þau eignuðust fjögur börn.

Jóhann Jóhannesson (1870-1914)

  • S00982
  • Person
  • 29.07.1870-04.11.1914

Jóhann Jóhannesson, f. 23.07.1870, d. 04.11.1914. Móðir: Guðlaug Hannesdóttir (04.10.1845-04.07.1882).
Skósmiður og kaupmaður. Bóndi í Jóhannshúsi, Sauðárkrókssókn 1901. Húsbóndi í Reykjavík 1910.

Holtshreppur (1898-1988)

  • S03286
  • Organization
  • 1898-1988

Holtshreppur var hreppur í Fljótum nyrst í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Stóra-Holt í Fljótum, sem var þingstaður Fljótamanna frá því snemma á öldum og til loka 19. aldar.
Hreppurinn varð til ásamt Haganeshreppi árið 1898 þegar Fljótahreppi var skipt í tvennt. Þeir sameinuðust aftur undir gamla nafninu 1. apríl 1988.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist svo Fljótahreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.

Adolf Ingimar Björnsson (1916-1976)

  • S01376
  • Person
  • 28. febrúar 1916 - 3. febrúar 1976

Adolf Ingimar Björnsson, f. í Vestmannaeyjum 28.02.1916, d. 03.02.1976. Foreldrar: Björn Erlendsson, formaður og Stefanía Jóhannsdóttir, húsmóðir. Adolf lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1937. Hann tók sveinsprófið í rafvirkjun 1939 og varð löggiltur rafvirkjameistari árið 1945. „Háspennupróf tók hann árið 1949 og féll leyfisbréf til háspennuvirkjunar sama ár. Á árunum 1938—1949 starfaði Adolf sem rafvirkjasveinn og meistari í Reykjavik, og m.a. á þeim árum var hann um skeið við framkvæmdir við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum og á Siglufirði. 15. mars 1949 réði hann sig sem rafveitustjóra til Rafv. Sauðárkróks og starfaði sem slíkur til dauðadags. Samhliða því var hafði Adolf eftirlit með raflögnum í Skagafjarðarsýslu frá 1950 til 1959. Adolf var mikill áhugamaður um eflingu iðnfyrirtækja í Skagafirði og var mikill baráttumaður fyrir vatnsvirkjunum á Norðurlandi vestra. Adolf var mjög virkur í félagsstarfi ýmis konar. Til dæmir var Adolf ritari í Félagi ísl. rafvirkja 1944 til 1945. Formaður iðnaðarmannafélags Sauðárkróks 1952 til 1968. Þá var hann formaður stjórnar félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki 1953-1958, í stjórn Sambandi íslenskra rafveitna 1960, 1962, 1974 til 1976. Adolf tók virkan þátt í starfi Rotary og Frímúrarareglunnar á Íslandi."
Þann 28. febrúar 1947, kvæntist Adolf Stefáníu Önnu Frimannsdóttur, frá Austara-Hóli i Fljótum. Þeim var ekki barna auðið en Stefanía átti fyrir einn son sem Adolf gekk í föðurstað.

Alda Valdimarsdóttir (1911-1970)

  • S01581
  • Person
  • 01.07.1911-02.02.1970

Alda Valdimarsdóttir, f. 01.07.1911, d. 02.02.1970. Faðir: Valdimar Jónsson sjómaður á Sauðárkróki. Öldu átti hann áður en hann giftist Guðrún Ólafía Frímannsdóttir.
Maki: Magnús Bjarnason (1914-1995). Voru búsett á Stokkseyri.

Alfreð Jónsson (1921-2011)

  • S02758
  • Person
  • 5. ágúst 1921 - 22. mars 2011

Alfreð Jónsson, f. að Stóru-Reykjum í Fljótum. Foreldrar: Jóns Guðmundsson, f. 1900 og Helga Guðrún Jósefsdóttir, f. 1901. Alfreð var elstur 13 barna þeirra. Maki: Viktoría Lilja Guðbjörnsdóttir, f. 20.10.1924. Þau eignuðust sex börn, en eitt dó í fæðingu. Alfreð ólst upp í foreldrahúsum í Fljótum. Fyrstu árin í Neðra-Haganesi, þá í Dæli og árið 1929 fluttist fjölskyldan í Móskóga. Vorið 1940 flutti hann með foreldrum sínum að Molastöðum. Hann fór ungur að vinna fyrir sér og aðstoða á heimili foreldra sinna. Alfreð og Lilja hófu búskap á Reykjarhóli 1944 og bjuggu þar til 1973, er Guðmundur sonur þeirra tók við búinu. Meðfram búskapnum stundaði Alfreð ýmis störf til sjós og lands, átti m.a. vörubíl sem hann vann á við gerð Skeiðsfossvirkjunar. Eftir að þau hættu að búa fluttu þau að Nýrækt í Fljótum og þaðan til Siglufjarðar en Alfreð vann þá hjá Vegagerð ríkisins á sumrin og var til sjós á veturna. Hann vann áfram hjá Vegagerðinni eftir að þau fluttu á Sauðárkrók 1978 og sigldi á millilandaskipum Sambandsins nokkra vetur. Einnig átti hann trillu eftir að hann hætti störfum vegna aldurs. Alfreð starfaði talsvert að félagsmálum, sat m.a. í hreppsnefnd Holtshrepps og var í stjórn Landssambands smábátaeigenda um tíma. Á efri árum sat hann við skriftir og skrifaði þætti í Skagfirskar æviskrár og endurminningaþætti sem sumir birtust í Skagfirðingabók. Einnig lauk hann við að rita endurminningar sínar og gefa út fyrir fjölskyldu og vini. Þegar Alfreð og Lilja fluttu á Sauðárkrók byggði hann hús að Fornósi 9 og bjó þar til dánardags.

Anna Friðriksdóttir (1909-1993)

  • S01357
  • Person
  • 22. desember 1909 - 2. janúar 1993

Anna Friðriksdóttir, f. 22.12.1909, d. 02.01.1993. Fædd og uppalinn á Akureyri. Móðir: Þorbjörg Sigurgeirsdóttir (1879-1970). Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Kvæntist Jóni Nikódemussyni hitaveitu- og vatnsveitustjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust fimm börn.

Jóhanna Birna Helgadóttir (1911-1990)

  • S00888
  • Person
  • 6. júlí 1911 - 21. desember 1990

Jóhanna Birna Helgadóttir, f. að Kirkjuhóli í Seyluhreppi 06.07.1911, d. 21.12.1990. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) og fyrri kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttir (1871-1914). Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Birna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð. Birna missti móður sína þegar hún var þriggja ára gömul en Helgi tók sér bústýru, Maríu Guðmundsdóttur, og eignaðist með henni börn. Hún gekk börnum hans einnig í móðurstað. Fjórtán ára gömul fluttist Birna til Akureyrar og dvaldi í vistum hjá skyldfólki sínu. Það ár missti hún föður sinn. Árið 1935 réðist hún í kaupavinnu að Fremstagili í Langadal. Þar bjó Hilmar, sem síðar varð eiginmaður hennar.
Maki: Hilmar Arngrímur Frímannsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu allan sinn búskap á Fremstagili.
Birna var hgmælit og félagslind og tók þátt í starfi kvenfélagsins í sveitinni.

Anna Helgadóttir (1905-1974)

  • S00885
  • Person
  • 2. 06.1905 -28.06.1974

Anna Helgadóttir, f. 09.06.1905, d. 28.06.1974. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) bóndi í Kirkjuhóli í Seyluhreppi og fyrri kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir.
Anna var verkakona, búsett á Akureyri. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á Kirkjuhóli í Seyluhreppi 1901-1914, en það ár lést móðir Önnu. Faðir hennar eignaðist síðar börn með bústýru sinni. Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Anna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð.
Maki: Júlíus Davíðsson (1905-1986), verkamaður á Akureyri. Fósturdóttir þeirra er Valdís Brynja Þorkelsdóttir (1946-), systurdóttir Önnu. Þá ólst dóttir Júlíusar, Sigrún Margrét Júlíusdóttir, upp hjá þeim frá 12 ára aldri, en móðir hennar var Margrét Sigurrós SIgfúsdóttir.

Kristinn Helgason (1899-1971)

  • S00886
  • Person
  • 29. 07.1899 -18.08.1971

Kristinn Helgason, f. 27.07.1899, d. 18.08.1971. Foreldrar: Helgi Guðnason bóndi á Kirkjuhóli og fyrri kona hans, Sigurbjargar Jónsdóttur. Bóndi á Kúskerpi í Blönduhlíð (1931-1932), í Litladal (1933-1935), á Minni-Ökrum (1935-1938), í Borgargerði í Norðurárdal (1939-1943), á Bakka í Vallhólmi (1943-1945) á Íbishóli (1945-1951), bjó eftir það um tíma að Fremsta-Gili í Langadal og svo í Varmahlíð, síðast á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Kvæntist Sólrúnu Sigurðardóttur frá Grundargerði í Blönduhlíð, þau eignuðust ekki börn.

Reimar Helgason (1902-1970)

  • S00589
  • Person
  • 27.05.1902-21.11.1970

Reimar Helgason, f. að Kirkjuhóli í Seyluhrepp27.05.1902, d. 21.11.1970. Foreldrar: Helgi Guðnason og fyrri kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttur. Reimar ólst upp í foreldrahúsum á Kirkjubóli þar til hann missti móður sína 12 ára gamall, þá fór hann í fóstur til Jóhanns Sigurðssonar og Sigurlaugar Ólafsdóttur á Löngumýri. Varð hann síðan vinnumaður þar í áraraðir og síðar lausamaður. Árið 1942 keypti hann jörðina Bakka í Vallhólmi en var alltaf viðloða Löngumýrarheimilið og sá t.d. um rekstur rafstöðvarinnar þar. Reimar var ókvæntur og barnlaus.

Arnbjörn Jóhannsson (1910-1985)

  • S03287
  • Person

Arnbjörn Jóhannsson, f. 09.10.1910, d. 11.01.1985. Foreldrar: Jóhann Gunnarsson (1880-1985) og Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965). Var búsettur á Sauðárkróki, ókvæntur og barnlaus.

Gunnlaugur Jóhannsson (1914-2006)

  • S03288
  • Person

Gunnlaugur Jóhannsson, f. á Bjarnastöðum í Unadal 19.04.1914, d. 02.06.2006 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhann Gunnarsson síðast bóndi á Krossi í Óslandshlíð (1880-1962) og kona hans Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965). Gunlagur bjó fyrstu æviár sín á Bjarnastöðum en flutti með foreldrum og systkinum að Krossi í Óslandshlíð árið 1928. Þau fluttustu síðan til Sauðárkróks ásamt móður sinni eftir andlát Jóhanns og bjuggu saman á Freyjugötu 40 meðan heilsa leyfði. Gunnlaugur starfaði við vegavinnu og fiskvinnu.

Jóhann Gunnarsson (1880-1962)

  • S03289
  • Person
  • 20.08.1880-27.08.1952

Jóhann Gunnarsson, f. að Egg í Hegranesi 20.08.1880, d. 27.08.1962 á Sauðárkróki. Foreldrar: Gunnar Ólafsson síðar bóndi í Keflavík í Hegranesi og kona hans Arnbjörg Hannesdóttir.
Bóndi í Utanverðunesi (á parti) 1907-1908, í Garði 1908-1913, á Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, í Enni í Viðvíkursveit 1927-1928, á Krossi 1928-1962.
Kona: Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965) frá Miklabæ í Óslandshlíð. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur.

Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965)

  • S03290
  • Person
  • 26.12.1883-18.07.1965

Anna Guðrún Þorleifsdóttir, f. 26.12.1883, d. 18.07.1965. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson bóndi í Brekkukoti og Miklabæ í Óslandshlíð (1850-1937) og kona hans Elísabet Magnúsdóttir (1845-1931). Þau bjuggu á Miklabæ þegar Anna fæddist.
Maki: Jóhann Gunnarsson (1880-1962). Þai eignuðust þrjú börn en áður átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur. Jóhann og Anna bjuggu á parti í Utanverðunesi 1907-1908, í Garði 1908-1913, Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, Enni í Viðvíkursveit 1927-1928 og á Krossi 1928-1962, en þá lést Jóhann. Ekki er getið um hvort Anna dvaldi þar áfram þau þrjú ár sem hún átti ólifuð.

Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959)

  • S03291
  • Person
  • 16.08.1882-24.09.1959

Anna Guðrún Pálsdóttir (Guðrún Anna Pálsdóttir, skv. Íslendingabók) f. 16.08.1882, d. 24.09.1959. Foreldrar: sr. Páll Sigurðsson prestur, síðast í Gaulverjabæ (1839-1887), og kona hans Margrét Andrea Þórðardóttir (1841-1938).
Maki: Sigurður Sigurðsson (1879-1939), skáld og lyfsali. Þau eignuðust eina dóttur sem lést á þritugsaldri. Þau bjuggu í Arnarholti í Vestmannaeyjum (áður nefnt Stakkahlíð) þar sem Apótekið var í áratugi. Anna tók virkan þátt í félagslífi í Eyjum og var píanóleikari. Vegna lélegs heilsufars Sigurðar varð hann að hætta störfum og fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur í byrjun fjórða áratugarins.

Sigurður Sigurðsson (1879-1939)

  • S03292
  • Person
  • 15.09.1879-04.08.1939

Sigurður Sigurðsson, f. í Kaupmannahöfn 15.09.1879, d. 04.08.1939. Faðir hans var við nám í Danmörku en móðir hans var dönsk. Sigurður fór til Íslands á vegum föður síns sem drukknaði þegar hann var fimm ára gamall. Eftir það ólst Sigurður upp hjá Birni M. Ólsen rektor Lærða skólans. Þar lærði Sigurður en hætti námi í 6. bekk. Sigurður lagði síðar stund á lyfjafræði bæði á Íslandi og erlendis. Sigurður var lyfsali í Vestmannaeyjum frá 1913-1931 en fluttist þá til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. Hann var fyrsti lyfsali í Vestmannaeyjum og bjó hann að Arnarholti við Vestmannabraut. Hann nefndi húsið Arnarholt en áður hét það Stakkahlíð. Sigurður var einn af helstu hvatamönnum þess að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1918. Sigurður var einn af máttarstólpum Björgunarfélagsins fyrstu ár þess og tók virkan þátt í starfi þess frá byrjun. Það var hann sem fór og keypti björgunarskip fyrir hönd félagsins og var skipið Þór fyrsta björgunar- og varðskip Íslendinga. Ljóð sín gaf Sigurður fyrst út í bók sem hét Tvístirnið. Eftir það hafa komið út fjórar útgáfur af ljóðum hans. Sigurður hafði einnig viðurnefnið slembir og skáld.
Maki: Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959). Þau eignuðust eina dóttur.

Anna Guðmundsdóttir (1846-1894)

  • S03293
  • Person
  • 19.08.1846-25.05.1894

Anna Guðmundsdóttir, f. á Ásláksstöðum í Kræklingahlið 19.08.1846, d. 25.05.1894 á Egilsá. Foreldrar: Guðmundur Pétursson þá vinnumaður á Hranastöðum og kona hans Ásdís Þorsteinsdóttir. Anna ólst að mestu leyti upp hjá Jóni Jónssyni í Bandagerði við Akureyri. Fluttist hann með Önnu til Skagafjarðar og dvaldi hjá henni til dánardags.
Maki: Sveinn Magnússon (1857-1926) bóndi. Þau eignuðust einn son. Bjuggu á Stekkjarflötum 1883-1893, Tyrfingsstöðum 1893-1894 og á Egilsá 1894-1896. Sveinn kvæntist aftur.

Albert Jónsson Finnbogason (1900-1988)

  • S03294
  • Person
  • 24.07.1900-11.08.1988

Albert Jónsson FInnbogason, f. á Reyðarfirði 24.07.1900, d. 11.08.1988. Foreldrar: Jón Finnbogason kaupmaður og Björg Ísaksdóttir húsmóðir. Ungur flutti Albert með fjölskyldu sinni til Kanada en síðar flutti fjölskyldan aftur heim. hann gekk í Bændaskólann á Hólum en nam seinna prentiðn í Bandaríkjunum.
Albert starfaði í Prentsmiðjunni Gutenberg við vélsetningu og setti saman setjaravélar sem komu til landsins á árunum 1925-1957. Í rúman áratug rak hann Bókaútgáfuna Norðra en gerðist síðan bóndi á Hallkelshólum í Grímsnesi.
Hann vann ýmis störf fyrir HIð íslenska prentarafélag. Einnig átti hann þátt í stofnun tímaritsins Heima er bezt.
Maki: Margrét S: Benediktsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur.

Guðjón Agnar Hermannsson (1933-2014)

  • S03295
  • Person
  • 03.09.1933-09.06.2014

(Guðjón) Agnar Hermannsson, f. að Fjalli í Kolbeinsdal 03.09.1933, d. 09.06.2014 í Reykjavík. Foreldrar: Hermanns Sigurvin Sigurjónsson (1901-1981) bóndi á Lóni í VIðvíkursveit og kona hans, Rósa Júlíusdóttir (1897-1988) húsmóðir. Agnar ólst upp hjá foreldrum sínum á nokkrum bæjum í Hólahreppi til 1938, að hann fluttist með þeim að Lóni í Viðvíkursveit þar sem hann átti heima í 25 ár. Þar stofnaði hann sitt heimili en fluttist með fjölskyldu sína til Sauðárkróks árið 1963 þar sem þau hjón reistu sér íbúð að Hólavegi 28 og þar átti Agnar heimili sitt til æviloka. Sumarið 1963 hóf Agnar störf sem ýtumaður hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga og var þar óslitið til 1974 en það sumar stofnaði hann ýtufyrirtæki með starfsfélaga sínum Hjalta Pálssyni, og keyptu þeir litla ýtu, Caterpillar D-3, hina fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Árið 1980 keypti hann vélina alla og rak síðan fyrirtæki sitt, Agnar og Hjalta, í mörg ár, seinna í félagi við Hermann son sinn. Agnar vann á jarðýtum samtals fjóra áratugi. Í fjölmörg ár stundaði hann einnig sauðfjársæðingar á vegum Búnaðarsambands Skagfirðinga.
Maki: Anna Lilja Leósdóttir frá Hvalnesi á Skaga (1941-). Þau eignuðust þrjú börn.

Frímann Ágúst Jónasson (1901-1988)

  • S03296
  • Person
  • 30.11.1901-16.01.1988

Frímann Ágúst Jónasson, f. 30.11.1901, d. 16.01.1988. Foreldrar: Jónas Jósef Hallgrímsson (1863-1906) bóndi á Fremri-Kotum og kona hans Þorey Magnúsdóttir (1861-1935) húsmóðir. Foreldrar Frímanns voru búandi á Fremri-Kotum þegar hann fæddist en þegar hann var þriggja ára lést faðir hans. Móðir hans bjó þar áfram til 1909 en fluttist þá að Bjarnastöðum og bjó þar á móti Hirti syni sínum til 1912. Frímann nam bókband á Akureyri 1916-1917 og lauk síðar sveinsprófi í þeirri iðn 1947. Hann fór síðar í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1923. Síðan kenndi hann tvo vetur á Melgraseyri við Ísafjarðardjúp og var kennari við barnaskólann á Akranesi í átta ár. Árið 1933 tók hann við heimavistarskóla á Strönd á Rangárvöllum og stýrið honum í sextán ár en árið 1949 gerðist hann skólastjóri við Kópavogsskóla og gengdi því starfi til 1964. Síðustu æviárin fékkst hann við bókband. Auk kennslu sinnti hann ýmsum félagsmálum, sat í stjórnum kennarafélaga og ungmennafélaga þar sem hann var kennari, einnig í stjórn Norræna félagsins í Kópavogi og Rotaryklúbbs Kópavogs.
Lengi starfaði hann í Góðtemplarareglunni, var einn aðalstofnandi stúkunnar á Rangárvöllum og lengi æðstitemplari hennar. Hann var á Akranesárum sínum i stjórn bókasafnsins þar, en á Rangárvöllum sá hann um bækur lestrarfélagsins og í Kópavogi var hann í stjórn bókasafnsins. Hann var lengi í stjórn Sambands íslenskra barnakennara. Frímann skrifaði nokkrar bækur handa börnum og unglingum: Hve glöð er vor æska (1944). Þegar sól vermir jörð (1950). Valdi villist í Reykjavík (1980). Landið okkar, Iesbók um landafræði íslands (1969).
Maki: Málfríður Björnsdóttir (1893-1977 kennari. frá Innstavogi við Akranes. Þau eignuðust þrjú börn.

Árni Kristjánsson (1915-1974)

  • S03297
  • Person
  • 12.07.1915-04.07.1974

Árni Kristjánsson, f. á Finnastöðum í LJósavatnshreppi í Suður-Þingeyjasýslu 12.07.1915, d. 04.07.1974. Foreldrar: Kristján Árnason og Halldóra Sigurbjarnardóttir. Árni varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 og stúdent þaðan utanskóla 1937. Hann lauk kennaraprófi 1938 og cand mag. prófi í íslensku fræðum frá HÍ 1943. Hann var stundakennari við Samvinnuskólann 1937-1942 og 1943-1952, og við Kvennaskólann f Reykjavík1944-1945. Árni var starfsmaður Orðabókarháskólans 1944-1952 og kennari
við Menntaskólann á Akureyri 1952-1972, er hann tók við forstöðu Amtsbókasafnsins á Akureyri og grundvallaði héraðsskjalasafnið. Sumarið Sumarið áður en hann lést lét hann af stöðu amtsbókavarðar og hóf aftur kennslu við M.A. að hausti, en vanheilsa lamaði þá fljótt starfsgetu hans.
Maki: Hólmfríður Jónsdóttir frá Ystafelli. Þau eignuðust fimm börn.

Stefán Erlendsson (1908-1991)

  • S03298
  • Person
  • 20.09.1908-16.06.1991

Stefán Erlendsson, f. 20.09.1908, d. 16.06.1991. Foreldrar: Erlendur Helgason (1884-1964) og Guðríður Jónsdóttir (1885-1911). STefán ólst upp á Þorljótsstöðum í Vesturdal fyrstu tvö árin en þá flutti fjölskyldan að í Tungusveit. Móðir hans lést árið 1911 en faðir hans bjó áfram á Breið í tíu ár eftir það og kvæntist aftur, Moniku Sæunni Magnúsdóttur.
Bóndi í Bakkakoti í Vesturdal í Skagafirði. Bifreiðastjóri. Síðast búsettur á Akureyri.
Maki: Helga Hjálmarsdóttir (03.07.1919-26.02.2007) frá Bakkakoti. Þau eignuðust tvö bör. Þau bjuggu í Bakkakoti 1937-1945 og á Mælifelli 1945-1947. Síðan fluttu þau til Akureyrar og áttu þar heima til æviloka. Þar fékkst Stefán við ýmsa vélavinnu. o

Solveig Sigurðardóttir (1868-1948)

  • S03299
  • Person
  • 1868-27.12.1948

Solveig SIgurðardóttir, f. 1868, d. 27.12.1948. Foreldrar: Sigurður SIgurðsson og Ingibjörg Hallgrímsdóttir. Þau bjuggu víða í vinnumennsku og húsmennsku.
Vinnukona í Flatatungu, systir Sesselju Sigurðardóttur (1872-1945) sem þar var húsmóðir frá 1899, gift Einari Jónssyni (1863-1950).
Solveig var ógift og barnlaus.

Einar Oddsson (1931-2005)

  • S03300
  • Person
  • 20.04.1931-17.11.2005

Einar Oddsson, f. í Flatatungu 20.04.1931, d. á Vík í Mýrdal 17.11.2005. Foreldrar: Sigríður Gunnarsdóttir (1899-1989) og Oddur Einarsson (1904-1979)
Maki. Halla Þorbjörnsdóttir barnageðlæknir (1929-). Þau eignuðust tvo syni.
Einar ólst upp í föðurhúsum og naut heimakennslu, utan nokkrar vikur sem hann gekk í barnaskóla á Stóru-Ökrum. Við framhaldsnám nau hann kennslu Eiríks Kristinssonar heima í Flatatungu. Síðasta veturinn gekk hann í Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan 1953. Haustið eftir fór hann í lagadeild Háskóla Íslands og lauk þaðan embættisprófi vorið 1959 og fékk hdl réttindi 1962. Eftir embættispróf var Einar fulltrúi hjá Útflutningssjóði, síðar fulltrúi hjá Sýslumanninum á Ísafirði, þá fulltrúi hjá Borgardómara í Reykjavík þar til hann var skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslum í feb. 1963 með aðsetur í Vík í Mýrdal. Þegar AusturSkaftafellssýsla var gerð að sérstöku lögsagnarumdæmi 1977 var Einar áfram sýslumaður vestursýslunnar. Auk þessa stofnaði hann fyrst fjárbú í Norður-Vík og síðar hrossabú sem hann sinnti með sýslumannsstarfinu. Heilsa hans bilaði á miðjum aldri en hann sinnti þó starfi sínu til ársins 1992. Eftir það fluttust þau hjónin til Reykjavíkur.

Ólafur Gíslason (1916-1999)

  • S03301
  • Family
  • 18.03.1916-22.02.1999

Ólafur Gíslason f. á Fjósum í Svartárdal 18.03.1916, d. 22.02.1999. Var á Sauðárkróki 1930. Foreldrar: Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir (29.06.1890, d. 29..05.1968) og Gísli Ólafsson, (02. 01.1885-14.01.1967). Þegar Ólafur fæddist voru þau í húsmennsku á Fjósum í Svartárdal, en árið eftir fóru þau að Leifsstöðum í sömu sveit og voru þar eitt ár, þá eitt ár á Bergstöðum og loks eitt ár á Fjósum. Þá fengu þau jarðnæði og reistu bú í Hólabæ í Langadal og bjuggu þar til 1924 en fluttu þá til Blöndúóss. Fjórum árum seinna, eða 1928. fluttu þau á Sauðárkrók. Ólafur starfaði sem bifreiðastjóri á Akureyri og Sauðárkróki. Einnig vann hann við afgreiðslustörf á Sauðárkróki og síðast sem póstfulltrúi.
Maki: Guðrún Ingibjörg Svanbergsdóttir (17.08.1927-25.05.2015) frá Hrappstöðum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Þau eignuðust þrjá syni.
Var bifreiðastjóri á Akureyri er hann kynntist Guðrúnu. Þau bjuggu fyrstu árin saman á Akureyri en fluttu svo til Sauðárkróks árið 1948. Þau leigðu um tíma læknishúsið á Sauðárkróki og ráku húsgagnaverslun sem þar var í nokkur ár, frá 1967. Guðrún rak verslunina til 1996. Hún flutti til Akurerar 2005 og bjó þar síðustu æviárin.

Margrét Helga Magnúsdóttir (1896-1986)

  • S03302
  • Person
  • 18.03.1896-19.01.1986

Margrét Helga Magnúsdóttir, 18.03.1896 í Gilhaga á Fremribyggð, d. 19.01.1986 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Jónsson bóndi í Gilhaga og kona hans Helga Indriðadóttir ljósmóðir. Margrét ólst upp hjá föður sínum til fullorðinsára. Níu ára gömul missti hún móður sína. Hún naut menntunar hjá heimiliskennurum sem teknir voru í Gilhaga.
Maki 1: Steindór Kristján Sigfússon (12.12.1895-21.08.1921) bóndi í Hamrsgerði á Fremribyggð. Þau giftu sig 12. desember 1916 á Mælifelli. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigurjón Helgason (1895-1974), Þau eignuðust fjögur börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Margrét og Steindós bjuggu á Mælifelli 1918-1919 og í Hamrsgerði 1919-1921. Steindór lést það ár og eftir það bjó Margrét áfram eitt ár í Hamrsgerði en giftist þá Sigurjóni Helgasyni og bjó með honum í Hamarsgerði til 1929. Þá fóru þau að Árnesi og bjuggu þar til 1938 en síðan á Nautabúi frá 1938-1974, er Steindór lést.

Björn Jónsson (1848-1924)

  • S03303
  • Person
  • 14.06.1848-23.01.1924

Björn Jónsson f. 14.06.1848 í Háagerði á Skagaströnd, d. 23.01.1924 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri í Hágerði (1798-1865) og kona hans, Guðríður Ólafsdóttir (1817-1885) frá Harrastöðum.
Björn ólst upp hjá foreldrum sínum og vandist strax í æsku öllum algengum störfum, bæði til lands og sjávar. Naut auk þess nokkurrar kennslu umfram það sem þá var algengt. Var hann m.a. tvo vetrarparta við nám hjá sóknarprestinum á Höskuldsstöðum.
Maki: Þorbjörg Stefánsdóttir, f. 17.07.1877 á Ríp í Hegranesi, d. 18.05.1903 á Veðrarmóti.
Björn og Þorbjörg hafa líklega kynnst er hún var við nám á Skagaströnd hjá danskri konu sem þar bjó. Þau reistu bú í Háagerði árið 1877 en þá hafði Björn um nokkurra ára skeið verið fyrirvinna fyrir búi móður sinnar eftir að hún varð ekkja. Vorið 1884 fluttust þau að Heiði í Gönguskörðum en foreldrar Þorbjargar að Veðramóti. Árið 1888 fluttust Björn og Þorbjörg að Veðramóti en foreldrar Þorbjargar fluttust til dóttur sinnar. Björn bjó á Veðramóti til ársins 1914. Hann var kjörinn til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað. Var m.a. hreppstjóri Sauðárhrepps hins forna 1892-1907, Skarðshrepps

Guðmundur J. Jónasson (1887- 1982)

  • S03304
  • Person
  • 1887-1982

Guðmundur var fæddur á Breiðstöðum í Gönguskörðum í Skagafirði árið 1887. Fyrrverandi forseti þjóðræknisdeildar. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson og Anna Kristjánsdóttir kennd við Tjörn, lítið býli í nágrenni Sjávarborgar í Skagafirði. Fór til Vesturheims 1905.

Albert Guðmundsson (1925-1994)

  • S03305
  • Person
  • 1925-1994

Albert var fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Gíslason gullsmiður og kona hans Indíana Katrín Bjarnadóttir húsfreyja. Börn:Helena Þóra, Ingi Björn og Jóhann Halldór.
Samvinnuskólagenginn, Verslunarnám frá Skotlandi.
Atvinnumaður í knattspyrnu, heildsali í Reykjavík. Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra. Sendiherra Íslands í París.

Andrés Björnsson

  • S03306
  • Person
  • 16.03.1917-29.12.1998

Andrés Björnsson, f. í Krossanesi í Vallhólma 16.03.1917, d. 29.12.1998. Foreldrar: Björn Bjarnasson bóndi og Stefanía Ólafsdóttir húsfreyja. Andrés var Cand.mag í íslenskum fræðum og starfaði hjá breska upplýsingaráðinu frá 1943 til 1944, en hóf þá störf hjá Ríkisútvarpinu og var settur útvarpsstjóri 1968-1984. Andrés sótti námskeið í útvarps-og sjónvarpsfræðum við Bostonháskóla1959. Hann var aukakennari við M.R 1943-1945 og aukakennari hjá Verslunarskóla Íslands 1952-1955.
András gegndi mörgum félags - trúnaðarstörfum, m.a.stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1968 -1982 og formaður Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins. Sat í stjórn Hins fornvinafélags.
Andrés lagði stund á ritstörf og þýðingar s.s. rit eftir Knut Hamsun, Somerset Maugham og margt annað liggur eftir hann.
Hann kvæntist árið 1947, Margréti Villhjálmsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn.

Kaupfélag Fellshrepps (1919-1939)

  • S02946
  • Privat company
  • 1919-1939

Hinn 17. nóvember árið 1918 komu flestir bændur í Fellshreppi saman á fund í þinghúsi hreppsins á Skálá til þess að ræða um úvegun á nauðsynjavörum handa hreppsbúum. Var ákveðið að stofna pöntunarfélag og voru stofnendur 20. Þann 24. sama mánaðar voru samþykkt lög fyrir félagið og því gefið nafn. Félagið hóf þó ekki starfsemi fyrr en 1919 og gekk þá í Samband íslenskra samvinnufélaga. Félagssvæðið var upphaflega aðeins Fellshreppur, síðan bættist Hofshreppur við. Fyrsta vörusendingin var sett á land í Haganesvík. Ein sending af vefnaðarvöru og leirtaui kom til Hofsóss, áður en félagið fékk þar húspláss og var varningurinn því fluttur í Mýrnavík sem varð fyrsta bækistöð og afgreiðsla félagsins varí sjóbúð sem hafði verið reist við víkina árið 1914. Árið 1919 keypti félagið verslunarleyfi og fékk lánaðan hjá Kaupfélagið Skagfirðinga skúr í Hofsósi. Var þetta allt mjög örðugt viðfangs þegar svo langt var á milli athafnastaða félagsins. Eftir þetta flutti Kaupfélag Fellshrepps starfsemi sína alfarið í Hofsós og 1922 keypti það verslunarhús Ólafs Jenssonar og Jóns Björnssonar á Sandinum í Hofsósi. Kaupfélag Fellshrepps varð síðan Kaupfélag Austur-Skagfirðinga.

Sigurlaug Björnsdóttir (1895-1966)

  • S00522
  • Person
  • 21.01.1895 - 03.03.1966

Sigurlaug Björnsdóttir fæddist á Borgarey í Lýtingsstaðahreppi 21. janúar 1895.
Hún var verkakona og vann við prjónaskap, búsett á Siglufirði.
Ógift og barnslaus.
Sigurlaug lést 3. mars 1966.

Eiríkur Einarsson (1898-1952)

  • S03307
  • Person
  • 24.07.1898-06.06.1952

Eiríkur Einarsson, f. í Ytri-Svartárdal í Svartárdal 24.07.1898, d. 06.06.1952 á Akureyri. Foreldrar: Einar Björnsson og Stefanía Björnsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en fór snemma að vinna fyrir sér. Hann fór í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1921. Hann hóf búskap á Sveinsstöðum í Tungusveit 1925-1927, í Breiðargerði í sömu sveit 1927-1931 og á Lýtingsstöðum 1931-1937. Þaðan fluttust Eiríkur og kona hans til Akureyrar þar sem Eiríkur stundaði ýms averkamannavinnu. Þau reistu sér hús í Laxagötu 7 og síðar að Hólabraut 22. Síðasta árið sem Eiríkur lifði var hann auglýsingastjóri og afgreiðslumaður Íslendings á Akureyri. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og var einn stofnenda Sleipnis, málfundafélags Sjálfstæðisverkamanna og sjómanna á Akureyri og formaður þess félags fyrstu árin. Þá átti hann sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna og var eitt skeið fyrsti varamaður flokksins í bæjarstjórn.
Maki: Rut Ófeigsdóttir, f. 27.03.1900, d. 04.06.1981. Þau eignuðust sjö börn.

Eiríkur Jón Guðnason (1875-1949)

  • S3308
  • Person
  • 25.05.1875-21.02.1949

Eiríkur Jón Guðnason, f. í Villinganesi 25.05.1875, d. 21,02,1949. Foreldrar: Guðni Guðnason og Ingiríður Eiríksdóttir. Bóndi í Villinganesi 1897-1899 og aftur 1901-1946, í Breiðargerði 1899-1901.
Maki 1: Guðrún Þorláksdóttir (05.08.1876,-08.09.1905). Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Margrét Stefanía Sveinsdóttir (03.12.1879-01.03.1912). Þau eignuðust eitt barn sem dó kornungt.

Fjóla B. Bárðdal (1929-2011)

  • S03312
  • Person
  • 12.05.1929 - 10.01.2011

Fædd 12. maí 1929 á Fossi í Blönduhlíð í Skagafirði. Látin 10. janúar 2011 á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Fjóla var í sambúð með Sigurþóri Hjörleifssyni, f. 15.06.1927.
Fjóla ólst upp á Sauðárkróki. Hún fór ung í vist á Sauðárkróki og vann síðar við ýmis störf svo sem fiskvinnu og saumaskap.
Haustið 1967 tók Fjóla að sér heimilið í Messuholti og þrjár ungar dætur Sigurþórs og Guðbjargar Hafstað sem lést 02.07.1966. Fjóla tók virkan þátt í Kvenfélagi Skarðshrepps og var ein af stofnendum þess. Í mörg ár voru börn í sumardvöl hjá Fjólu og önnur til lengri tíma. Einnig var hún dagmamma um árabil.

Baldvin Bergvinsson Bárðdal (1859-1937)

  • S03313
  • Person
  • 27.07.1859-14.10.1937

Fæddur í Sandvík í Bárðardal. Kenndi víða t.d. í Skagafirði 1890-1900. Var skólastjóri í Bolungavík og stofnaði þar söngfélagið Gleym mér ei og var söngstjóri þess um skeið. Amtsbókavörður í Stykkishólmi 17 ár. Bæjarpóstur á Sauðárkróki í 17 ár. Starfaði mikið að félagsmálum, gaf m.a. úr nokkur sveitarblöð og ljóðabókina Hörpu 1903.

Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1981)

  • S03315
  • Person
  • 14.02.1913 - 25.03.1981

Var fæddur 14. Febrúar 1913 í Hlíð í Álftafirði í Norður-Ísafjarðarsýslu, sonur Hjálmars Hjálmarsson bónda og eiginkonu hans Maríu Rósinskransdóttur. Hann ólst upp í Hlíð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1932 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1940. Hann bjó á Langeyri í Álftafirði til ársins 1940. Hann var kennari í Grunnavíkurgreppi árin 1936-1938. Hann flutti til Hofsós árið 1940 og átti heima þar til hinsta dags. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga í Hofsósi frá 1940-1946. Hann varð stöðvarstjóri Pósts og síma árið 1946 og hafði þá stöðu á hendi æ síðan. Hann var virkur í ýmsum félagsmálum og nefndum. Hann var til að mynda formaður Leikfélags Hofsóss frá stofnun þess 1951.
Þorsteinn kvæntist 31. Maí 1940 Pálu Pálsdóttur kennara í Ártúnum við Hofsós. Þau áttu 9 börn.

Jónmundur Gunnar Guðmundsson (1908-1997)

  • S003316
  • Person
  • 07.05.1908 - 25.08.1997

Jónmundur Gunnar Guðmundsson fæddist í Langhúsum, Fljótum í Skagafjarðarsýslu 7. Maí 1908.
Foreldrar hans voru hjónin Lovísa Sigríður Grímsdóttir og Guðmundur Árni Ásmundsson, Laugalandi. Jónmundur var sjöundi í röðinni af níu systkinum. Hann kvæntist Valeyju Benediktsdóttur frá Haganesi, Fljótum þann 26. September 1931. Jónmundur og Valey eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu að Laugalandi í Fljótum til 1954 en þá fluttu þau á Akranes. Á Akranesi starfaði Jónmundur lengst af hjá Sementsverksmiðju ríksins sem birgðavörður.

Haraldur Sigurðsson (1876-1943)

  • S03317
  • Person
  • 18.10.1876 - 18.09.1943

Haraldur Sigurðsson fæddist 18. október 1876 og lést 18. september 1943. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson bóndi og kona hans Guðbjörg Sigurðardóttir. Haraldur fæddist í Háamúla í Rangárvallasýslu. Haraldur var með foreldrum sínum í æsku að Háamúla og Butru í Fljótshlíð. Hann hóf nám í Möðruvallaskóla haustið 1894 og gekkst undir burtfararpróf frá skólanum vorið 1896. Hann var kaupmaður, sjómaður og trésmiður. Hann var síðast kvæntur Guðnýju Kristjönu Einarsdóttur og bjuggu þau í húsinu Sandi í Vestmannaeyjum.

Results 5101 to 5185 of 6397