Showing 3 results

Authority record
Hestamennska

Hestamannafélagið Stormur / Svaði ( 1974 - 1988)

  • S03709
  • Organization
  • 1974 - 1988

Samkvæmt fundargjörðabók segir að þann 2.10.1974 hafi Gísli Kristjánssson, oddviti Hofsóshrepps boðað hrossaeigendur í Hofsóshreppi til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg. Mættir voru 8 hrossaeigendur og skýrði oddviti frá því vandamáli sem skapast hefur í þorpinu vegna hrossa sem þar ganga laus og sagði úrbætur mjög nauðsynlegar og þar sem engin félagasamtök væru til væri mjög æskilegt að stofna hestamannafélag þá yrðu þessi mál leyst og skipulögð á félagslegum grundvelli. Sýndur var á fundinum uppdráttur af fyrirhuguðu gripahúsahverfi í landi hreppsins hjá Hofsgerði. Máli þessu skildi hraðað sem hægt væri. Mætt voru auk oddvita. Jóhannes Pálsson, Sveinn Einarsson, Snorri Jónssson. Friðbjörn Þórhallsson, Pétur Olafsson, Gunnar Baldvinsson, Sigursteinn Guðlaugsson og Margrét Kristjánsdóttir.
Hlé kemur í ritun bókar frá 1976 til 1984.
Í fundagerð 14.02.1984 sem er framhaldsfundur frá 13.02 þá eru kynnt drög af lögum félasins og þar kom fram að breyta ætti nafni félagsins vegna væntanlegrar inngöngu í L.H og gerði tillögu að félagið heiti Svaði. ( skráð úr fundagjörðabók 28.12.2023 LVJ )

Hestamannafélagið Stígandi

  • S03734
  • Association
  • 1945 - 1980

Árið 1945 síðasta vetrardag var haldin að Varmahlíð stofnfundur til hestamannfélags í Skagafirði. Forgöngu menn að stofnun þessa félags voru þeir Sigurður Óskarsson bóndi, Krossanesi,og Sigurjón Jónasson bóndi, Syðra - Skörðugili. Sigurjón setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Gunnar Björnsson, Víðimýri og fundarritara Gunnar Gíslason, Glaumbæ. Sigurjón Jónasson tók fyrst til máls og lýsti hann með nokkrum orðum hvað fyrir þeim Sigurði í Krossanesi og sér vekti með því að beita sér fyrir stofnun þessa félags. Hann taldi að fyrst og fremst ætti það að vera markmið félagsins að auka veg og gengi skagfirska reiðhestsins. Á fundinum voru 18 menn sem samþykktu stofnun félagsins. (Segir í fyrstu fundagerðabók félagsins, hér Item 1).
Hestamannafélagið Skagfirðingur var stofnað á Sauðárkróki 16. febrúar 2016. Félagið varð til við sameiningu þriggja Hestamannafélaga Léttfeta, Stíganda og Svaða.
Félagssvæðið er Skagafjörður .

Hestamannafélagið Léttfeti (1933-2016)

  • S03641
  • Association
  • 1933-2016

Hestamannafélagið Léttfeti var stofnað árið 1933. Starfssvæði félagsins var Sauðárkrókur og nágrenni. Árið 2016 voru hestamannafélögin Léttfeti, Stígandi og Svaði sameinuð í eitt félag sem fékk nafnið Hestamannafélagið Skagfirðingur.