Showing 5181 results

Authority record

Þórólfur Pétursson (1942-)

 • S00014
 • Person
 • 21.01.1942

Þórólfur Pétursson fæddist á Hjaltastöðum þann 21. janúar 1942. Hann er bóndi á Hjaltastöðum í Akrahreppi. Kona: Anna Jóhannesdóttir (f. 1956).

Þórður Tómasson (1921-

 • S02436
 • Person
 • 1921

Þórður fæddist í Vallatúni undir Eyjafjöllum. Safnvörður á Skógum. Eftir hann liggur fjöldi bóka um íslenskt þjóðlíf fyrri tíma.

Þórður Sveinbjörnsson (1918-1977)

 • S00062
 • Person
 • 05.06.1918-16.06.1977

Þórður Sveinbjörnsson (eftirnafn), skrifstofumaður í Reykjavík, var fæddur í Reykjavík 5. júní 1918. Faðir: Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950). Móðir: Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972).
Látinn 16. júní 1977.

Þórður Stefánsson (1926-2002)

 • S01718
 • Person
 • 26. ágúst 1926 - 2. apríl 2002

Þórður Stefánsson fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal 26. ágúst 1926. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Guðmundsson og Sigurlína Þórðardóttir. Þórður kvæntist Rósu Bergsdóttur 22. febrúar 1964. Þau eignuðust fjögur börn. Þau hófu búskap á Hofi í Hjaltadal en eftir nokkurra ára búskap þar keyptu þau jörðina Marbæli í Óslandshlíð þar sem þau bjuggu síðan.

Þórður Runeberg Magnússon Blöndal (1885-1949)

 • S01291
 • Person
 • 21. des. 1885 - 30. okt. 1949

Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal, síðast hreppstjóri í Stykkishólmi og f.k.h. Ragnheiður Sigurðardóttir. Fjögurra ára gamall fór Þórður í fóstur að Kornsá í Vatnsdal til frænda síns, Lárusar Blöndal sýslumanns og Kristínar konu hans. Að Lárusi látnum fór hann í fóstur, þá 12 ára, til Björns prests á Hofi á Skagaströnd og k.h. Bergljótar. Fluttist Þórður með þeim árið 1901 að Hvammi í Laxárdal, er sr. Björn tók við prestakalli þar. Um tvítugt sigldi Þórður til Danmerkur og starfaði þar á búgarði um tveggja ára skeið. Við heimkomuna settist Þórður að á Sævarlandi og gerðist ábúandi þar árið 1914, er Elín hálfsystir hans fluttist til hans ásamt móður sinni. Bjuggu þau systkinin þar á hluta jarðarinnar á móti Jóhanni Sigurðssyni og k.h. Sigríði Magnúsdóttur til ársins 1921, er þau fluttust til Sauðárkróks og settust þar að. Á Sauðárkróki vann hann verslunar- og skrifstofustörf. Starfaði fyrst sem sýsluskrifari, en réðst þaðan til KS og vann fyrst við afgreiðslu og síðan bókhald. Hann sat einnig í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps og síðar í hreppsnefnd Sauðárkróks. Var í sóknarnefnd á Sauðárkróki um árabil og jafnframt gjaldkeri; gjaldkeri sjúkrasamlagsins og vann ötullega að uppbyggingu þess. Hann hafði á höndum bókhald fyrir fjölmarga einstaklinga og félagasamtök. Þórður kvæntist ekki en hélt heimili með Elínu hálfsystur sinni, þau tóku þrjú börn í fóstur.

Þórður Pétursson Sighvats (1909-1993)

 • S01275
 • Person
 • 11.08.1909-07.02.1993

Sonur Péturs Sighvats símstöðvarstjóra og Rósu Daníelsdóttur. Þórður hóf snemma að vinna við síma- og raflagnir með föður sínum ásamt sjómennsku og öðrum algengum störfum. Hann tók vélstjórapróf árið 1932 og annaðist vélar frystihúss Kaupfélags Skagfirðinga ásamt öðrum í mörg ár. Þórður var vélstjóri á síldarbátum sem hann gerði út ásamt Pálma bróður sínum og Sigurði P. Jónssyni frænda þeirra á árunum 1932-1937. Hann lauk iðnskólaprófi í rafvirkjun árið 1939, sá fyrsti á Sauðárkróki, og fékk meistaréttindi í því fagi 1943. Á árunum 1939-1949 var hann rafveitustjóri á Sauðárkróki. Símstjóri var hann frá 1938-1954. Hann var símaverkstjóri eftir það til 1979, er hann lét af störfum. Þórður annaðist nýlagnir og viðhald símalagna allt frá N- Ísafjarðarsýslu austur í Þingeyjarsýslur þótt starfsvettvangur hans væri fyrst og fremst í Skagafirði. Frá árinu 1940 rak Þórður eigið rafmagnsverkstæði sem síðar varð grunnurinn að félagin Al hf. er hann stofnaði með rafvirkjum sem hann hafði kennt. Nafni þess fyrirtækis var seinna breytt í Rafsjá hf. Þórður var lengið viðloðandi verslunarrekstur og var hluthafi í mörgum fyrirtækjum á Sauðárkróki og endurskoðandi reikninga Búnaðarbankans á Sauðárkróki í marga áratugi. Þórður var áhugasamur um félagsmál, félagi í Leikfélagi Sauðárkróks í marga áratugi, sá um lýsingu á sýningum félagsins og lék stöku hlutverk. Hann var félagi í Rótarýklúbbi, stangveiðifélagi og Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks og var heiðraður af Landssambandi iðnaðarmanna. Þórður kvæntist Maríu Njálsdóttur frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, þau skildu, þau eignuðust tvö börn.

Þórður Pálsson (1876-1922)

 • S01136
 • Person
 • 30. júní 1876 - 24. desember 1922

Héraðslæknir í Öxarfjarðarumdæmi um tíma eftir 1903 og sat á Skinnastað. Héraðslæknir í Borgarnesi.

Þórður Kristinsson (1886-1929)

 • S01608
 • Person
 • 1. nóv. 1886 - 11. okt. 1929

Kaupmaður á Ísafirði, síðar í Reykjavík. Kvæntist Dýrunni Jónsdóttur frá Ögmundarstöðum.

Þórður Jónsson (um 1749-1812)

 • S01423
 • Person
 • um 1749 - 22. nóv. 1812

Bóndi í Réttarholti í Blönduhlíð, Skag. Var í Axlarhaga, Flugumýrarsókn, Skag. Var í Axlarhaga í Blönduhlíð 1801. Bóndi á Kvennabrekku í Miðdölum, Dal. 1803-05.
Eiginkona hans var Ragnhildur Tómasdóttir fædd 1753.

Þórður Jónas Sigurðsson Thoroddsen (1908-1982)

 • S01090
 • Person
 • 18. nóv. 1908 - 11. nóv. 1982

Sonur Maríu Kristínar Valgardsdóttur Claessen og Sigurðar Thoroddsen. Var í Reykjavík 1910. Skrifstofumaður á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík 1930. Bæjarfógeti á Akranesi, síðar í Reykjavík.

Þórður Hansen (1949-)

 • S02893
 • Person
 • 08.06.1949-

Þórður Hansen, f. 08.06.1949. Foreldrar: Jóhannes Friðrik Hansen (1925-) og Ingibjörg Jóhanna Þórðardóttir Hansen (1927-2011).
Maki: Edda Lúðvíksdóttir. Þórður er verktaki á Sauðárkróki.

Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950)

 • S00063
 • Person
 • 09.10.1871-08.04.1950

Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson, skrifstofustjóri, var fæddur á Húsavík 9. október 1871. Faðir: Lárus Edvard Sveinbjörnsson (1834-1910). Móðir: Jörgine Sigríður Margrethe Thorgrímsen (1849-1915). Eiginkona: Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972). Guðmundur lést 8. apríl 1950.

Þórður Gunnarsson (1886-1940)

 • S01245
 • Person
 • 7. desember 1886 - 4. apríl 1940

Sonur Gunnars Ólafssonar og Guðnýjar Jónsdóttur sem bjuggu í Keldudal, á Lóni og í Ási í Hegranesi. Bústjóri á Lóni í Viðvíkursveit 1905-1914, bóndi á sama stað 1914-1938. Kvæntist Önnu Björnsdóttur frá Hofstöðum, þau eignuðust einn son.

Þórður Eyjólfsson (1927-

 • S01984
 • Person
 • 22.06.1927-

Bifreiðastjóri, áður búsettur í Stóragerði í Óslandshlíð, nú á Sauðárkróki. Kvæntist Jörgínu Þóreyju Jóhannsdóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Þórunn Ólafsdóttir (1884-1972)

 • S01212
 • Person
 • 14.04.1884-28.11.1972

Fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lærði herrafatasaum og þar syðra mun hún hafa kynnst Pétri Zophoníassyni frá Viðvík. Kom hún norður í Viðvík vorið 1904 sem unnusta hans og taldi sig sitja þar í festum. En málin þróuðust á annan veg því Pétur búsettist syðra og kvæntist annarri stúlku árið 1906. Þórunn var áfram í Viðvík með dóttur þeirra. Árið 1908 leystist heimilið í Viðvík upp, Þórunn réðst þá út að Hraunum í Fljótum með dóttur sína þar sem hún stundaði mest saumaskap og fataviðgerðir. Árið 1912 kvæntist hún Þórði Guðna Jóhannessyni frá Sævarlandi. Þau bjuggu í Hrúthúsum í Fljótum 1914-1915, á Siglufirði 1915-1931 en það sama ár skildu þau, þau eignuðust sex börn saman. Þórunn vann alla tíð við saumaskap, auk þess sem hún gekk til verka utan heimilis, svo sem síldarsöltun á sumrin, eins og flestallar húsmæður á Siglufirði á þeim tíma.

Þórunn Sigurðardóttir (1881-1968)

 • S00051
 • Person
 • 22.08.1881-26.02.1968

Fædd á Völlum, Saurbæjarhr., Eyj. 22. ágúst 1881
Látin á Sauðárkróki 26. febrúar 1968
Símastúlka á Sauðárkróki 1930. Símavörður á Sauðárkróki. Síðast bús. á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Heimildir: Þjóðskrá, Skagf.1910-1950, Skagf.1910-1950 III. Íslendingabók.is 20.08.2015.

Þórunn Kristjánsdóttir Elfar (1895-1943)

 • S00738
 • Person
 • 18. apríl 1895 - 3. september 1943

Dóttir Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og Bjargar Eiríksdóttur. Verslunarkona á Sauðárkróki og í Reykjavík. Síðast búsett í Reykjavík. Kvæntist Benedikt Elfar.

Þórunn Klementz Þorkelsdóttir (1926-1979)

 • S03019
 • Person
 • 07.10.1926-13.05.1977

Þórunn Clementz Þorkelsdóttir, f. 07.10.1926, d. 13.05.1977.
Maki: Þorkell Clementz vélfræðingur.
Kjördóttir: Þórunn Þorkelsdóttir.

Þórunn Jónsdóttir (1941-)

 • S00411
 • Person
 • 06.09.1941

Þórunn Jónsdóttir fæddist 6. september 1941. Dóttir Jóns Sigurjónssonar bónda og hreppstjóra í Ási í Hegranesi og k.h. Lovísu Guðmundsdóttur. Maður hennar var Sigurjón Björnsson (1930-1993). Þau bjuggu í Garði í Hegranesi.

Þórunn Jóhannesdóttir (1888-1982)

 • S02277
 • Person
 • 14.01.1888 - 10.03.1982

Var á Hólum, Holtssókn, Skag. 1890. Ráðskona í Keldnakoti í Sléttuhlíð, Skag. 1930. Húsfreyja á Daufá í Lýtingstaðarhreppi, Skag. og síðar á Sauðárkróki. Síðast bús. á Akureyri. Nefnd Þóranna á manntali 1890 (Íslendingabók)

Þórunn Bjarnadóttir (1855-1936)

 • S02986
 • Person
 • 15.06.1855-22.05.1936

Þórunn Bjarnadóttir, f. 15.06.1855, d. 22.05.1936. Foreldrar: Bjarni Brynjólfsson bóndi, skipasmiður, hreppstjóri og dannebrogsmaður á Kjaransstöðum og Helga Ólafsdóttir húsfreyja, fædd Stephensen.
Maki: Sigurður Stefánsson (1854-1924) prestur í Vigur. Þau eignuðust fjögur börn og dó það yngsta í æsku.

Þórleif Sigríður Benediktsdóttir (1899-1931)

 • S01210
 • Person
 • 17. ágúst 1899 - 27. maí 1931

Dóttir Benedikts Þorsteinssonar og Sigurborgar Jóhannesdóttur í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili. Var á Kimbastöðum 1901. Kvæntist Þórði Jóhannssyni, þau bjuggu á Kjartansstöðum 1930.

Þórleif Jónsdóttir (1911-1927)

 • S01971
 • Person
 • 01.03.1911-1927

Frá Marbæli í Óslandshlíð.

Erfiljóð um Þórleifu.
Þórleif Jónsdóttir f. 1. mars 1911 d. 1927
Við undrandi spyrjum um ákvörðun lífs
sem aðeins hér morguninn lítur,
og bergja hér þarf ei á bölinu kífs
en bikarinn tæma þó hlýtur
Ó þróttmikla æska, svo björt og svo blíð
þér byggir þú framtíðarheima,
og vonarlönd þín eru frjósöm og fríð
og fagurt að lifa og dreyma
Svo vængléttar höfðu þær vogað sér hátt
vonir þínar ungu,
allt var svo laðandi ljúft og kátt
um lífsgleði vordísir sungu.
En þegar að sumarið svífur á braut
þá sest hér að haustið og vetur,
og blómin þau frjósa og falla í skaut
sinnar fóstru, er ei lífgað þau getur.
Þú varst eins og rós sem að breiðir sín blöð
mót brosandi sólgeislum hlýjum,
með alúðlegt viðmót og ætið svo glöð
hverjum unnir þú deginum nýjum
en sárt var hve haustið koma sviplega fljótt
og svifti burt lífsmætti þínum
það dvínaði gleði, og dimmdi svo skjótt
varð dapurt í huganum mínum.

Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir (1912-1996)

 • S01682
 • Person
 • 29. feb. 1912 - 19. ágúst 1996

Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir fæddist á Skúf í Norðurárdal. Móðir hennar var Hallfríður Sigurðardóttir og faðir hennar Jakob Frimannsson. Þórhildur var aðeins sex mánaða gömul er faðir hennar lést úr berklum. Sigurlaug Sigurðardóttir og Ólafur Björnsson á Árbakka tóku Þórhildi þá til fósturs og ólu hana upp sem sitt eigið barn. Þórhildur giftist árið 1938 Guðmundi Torfasyni frá Kollsvík í Strandasýslu, þau eignuðust þrjú börn og voru alla sína búskapartíð búsett í Reykjavík.

Þórhallur Vilmundarson (1924-2013)

 • S02639
 • Person
 • 1924-2013

Þórhallur var fæddur á Ísafirði 1924. Foreldrar hans voru Kristín Ólafsdóttir læknir og Vilmundur Jónsson landlæknir. Vilmundur átti tvær systur, Guðrúnu og Ólöfu.
Árið 1941 lauk Þórhallur stúdentsprófi frá menntaskólanum í Reykjavík og cand.mag. gráðu í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1950, því næst stundaði hann nám háskóla í Danmörku og Noregi (Kaupmannahöfn og Osló).
Þórhallur var kennari við Menntaskólann í Reykjavík árabilið 1951 til 1960. Þar kenndi hann íslenska bókmenntasögu við heimspekideild HÍ og var skipaður prófessor í sögu Íslands 1961 og var hann forseti heimspekideildar 1969-1971. Þá var hann forstöðumaður Örnafnastofnunar frá stofnun hennar eða frá 1969-1998 og var formaður örnefnanefndar. Einnig átti hann sæti í nýyrðanefnd árabilið 1961-1964 og íslenskri málnefnd 1964-2001.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

 • S00285
 • Person
 • 23.02.1953

Þórhallur Ásmundsson fæddist 23. febrúar 1953.
Hann er blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri héraðsfréttaritsins Feykis.

Þórhallur Hermannsson (1938

 • S02490
 • Person
 • 1938

Bóndi á Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði. Formaður Veiðfélags Skjálfandafl. Kvæntur Ingu Hauksdóttur.

Þórey Ólafsdóttir (1895-1945)

 • S00894
 • Person
 • 23.08.1895-17.11.1945

Dóttir Ólafs Guðmundssonar sjómanns og Sigurlaugar Gísladóttur. Þórey var einkabarn og ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Húnavatnssýslu og síðar á Sauðárkróki. Þar fékk hún góða skólamenntun. Þórey kvæntist Guðmundi Björnssyni frá Veðramóti, þau bjuggu fyrst á Sauðárkróki og síðan í Tungu í Gönguskörðum 1922-1931, en það ár fluttu þau aftur til Sauðárkróks. Þórey starfaði bæði með kvenfélagi Sauðárkróks og leikfélaginu. Eins var hún handavinnukennari við barnaskólann á Sauðárkróki á árunum 1936-1945. Þórey og Guðmundur eignuðust þrjú börn.

Þórey Árnadóttir (1874-1914)

 • S01055
 • Person
 • 29. nóvember 1874 - 18. september 1914

Dóttir Árna Ásgrímssonar b. og hreppstjóra á Kálfsstöðum í Hjaltadal og k.h. Margrétar Þorfinnsdóttur. Þórey starfaði sem kennari, ógift og barnlaus.

Þórey Sveinsdóttir (1872-1926)

 • S02676
 • Person
 • 1872-1926

Þórey Sigurlaug Sveinsdóttir, f. 06.01.1872, d. 02.08.1926. Foreldrar: Sveinn Guðmundsson og Þorbjörg Ólafsdóttir í Bjarnastaðahlíð. Maki: Tómas Pálsson. Bjuggu á Bústöðum í Austurdal. Eignuðust 7 börn.

Þórey Sigurðardóttir (1924-2009)

 • S01728
 • Person
 • 12. mars 1924 - 30. nóv. 2009

Þórey Sigurðardóttir fæddist á Skúfsstöðum í Hjaltadal, Skagafirði, 12. mars 1924. Faðir: Sigurður Jónsson (1882-1965) bóndi á Skúfsstöðum. Móðir: Anna Sigurðardóttir (1885-1943), húsmóðir á Skúfsstöðum. ,,Þórey ólst upp á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Nítján ára gömul, við lát móður sinnar, gekk hún í störf hennar og sinnti húsfreyjustörfum á Skúfsstöðum meðan faðir hennar lifði. Þórey var ráðskona við Barnaskóla Rípurhrepps frá 1965 þar sem Lilja Sigurðardóttir vinkona hennar var skólastjóri og styrktist þá ævilöng vinátta Þóreyjar við fjölskylduna. Með þeim Lilju og Sigurði Jónassyni og börnum flutti Þórey til Akureyrar og saman keyptu þau Möðruvallastræti 1 sem varð heimili Þóreyjar eftir það nema síðasta eina og hálfa árið sem hún bjó á Hlíð. Þórey var einn af stofnendum Kristniboðsfélagsins Frækornsins í Skagafirði. Á Akureyri gekk hún til liðs við Kristniboðsfélag kvenna, var þar gjaldkeri í rúm 20 ár, og KFUK þar sem hún var í stjórn í 25 ár og þar af formaður í 19 ár. Þórey vann alla tíð við þjónustustörf, á FSA, Sólborg og hjá Akureyrarbæ í heimaþjónustu. Sérstaka unun hafði Þórey af því að vinna í kristilegu starfi með börnum og unglingum. Þórey var matráðskona og umsjónarkona með stúlknastarfi í Sumarbúðum á Hólavatni í 30 ár, frá 1966-1996. Bar hún alla tíð hag Hólavatns fyrir brjósti og var það Þóreyju mikil gleði þegar hún var sæmd heiðursviðurkenningu KFUM og KFUK á Íslandi í febrúar á þessu ári."
Þórey var ógift og barnlaus.

Þórey Jóhanna Dóra Þorsteinsdóttir (1944 - 2009)

 • S02474
 • Person
 • 31. 03. 1944 - 09.11.2009

Dóra fæddist í Hofsósi 1944. Foreldrar hennar voru Þorseinn Hjálmarsson póst-og símstöðvarstjóri í Hofsósi og Pála Pálsdóttir kennari þar. Dóra starfaði sem talsímavörður í mörg ár bæði í Hófsósi og á Sauðárkróki. Hún nam hýbýlafræði í Kaupmannahöfn. Dóra vann við skrifstofusörf við Fjölbrautarskólann á Sauðárkróki 1987-1988. Árin 1989 -1991 var hún gjaldkeri hjá Pósti og síma á Sauðárkróki. Árið 1991 tók hún við stöðu forstöðumanns Héaraðsbókasafns Skagfirðinga og starfaði þar til ársins 2007. Dóra vann um tíma á Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð.Hún tók þátt í starfi Alþýðuflokksins og síðar Samfylkingarinnar. Dóra var lengi félagi í Alþýðulist í Skagafirði.
Eiginmaður hennar var Sigurgeir Angantýsson bifvélavirki, þau eignuðust þau tvö börn, Halldóru Vöndu og Andra.

Þórdís Þorkelsdóttir (1895-2001)

 • S01285
 • Person
 • 26.10.1895 - 09.02.2001

Þórdís Þorkelsdóttir fæddist 26. október 1895 á Unastöðum í Kolbeinsdal. Foreldrar hennar voru Þorkell Dagsson, bóndi síðast á Róðhóli í Sléttuhlíð og Sigríður Guðrún Þorláksdóttir.
Þórdís giftist 1922 Skarphéðni Sigfússyni, þau hófu fyrst búskap í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 1917 en fluttu þaðan að Mið-Hóli í Sléttuhlíð 1923, þar bjuggu þau í tvö ár. Á Ysta-Hóli bjuggu þau svo í átta ár en fluttu að Sjöundarstöðum í Fljótum 1933 þar sem þau bjuggu í tuttugu og eitt ár eða til 1954. Þá fluttu þau til dætra sinna í Borgarfirði þar sem Þórdís bjó til 100 ára aldurs, síðast búsett á Akranesi. Þórdís var á 106. aldursári þegar hún lést.
Þórdís og Skarphéðinn eignuðust tvær dætur.

Þórdís Helga Jóhannsdóttir (1895-1926)

 • S01882
 • Person
 • 13.06.1895-13.06.1895

Þórdís var frá Lágubúð á Bækarklettum, síðar búsett á Sauðárkróki og tók hún var m.a. í fimleikahóp Jóns Þ. Björnssonar. Síðar flutti hún í Steingrímsfjörð. Gift Steingrími Magnússyni, símstjóra á Hólmavík.

Þórdís Haraldsdóttir (1902-1989)

 • S02565
 • Person
 • 1902-1989

Þórdís var kona Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara á Akureyri. Þau eignuðust þrjár dætur, þær Ragnheiði, Bryndísi og Helgu.

Þórdís Emilía Albertsdóttir (1889-1923)

 • S01796
 • Person
 • 1889-1923

Dóttir Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fædd í Vesturheimi. Kona Eyjólfs Þorkelssonar Erickson frá Gili í Borgarsveit, sem um langt skeið var búsettur í Selkirk í Manitoba, en síðast í Calgary í Alberta.

Þórarinn Sigurjónsson (1891-1971)

 • S00986
 • Person
 • 10. maí 1891 - 3. desember 1971

Bóndi á Sæmunnarstöðum í Hallárdal, Hún. Bóndi á Geirmundarstöðum og Auðnum í Sæmundarhlíð, í Vík og Glæsibæ í Staðarhr. og í Garði í Hegranesi, Skag. Rörlagningamaður í Garðhúsum, Járngerðarstaðahverfi, Grindavíkursókn 1930. Var á Grund, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bóndi og verkamaður, síðast bús. í Blönduóshreppi.

Þórarinn Magnússon (1913-1965)

 • S02825
 • Person
 • 15.08.1913-12.10.1965

Þórarinn Magnússon, f. 15.08.1913 að Hrútsholti í Eyjahreppi, d. 12.10.1965. Maki: Herta Haag frá Svíþjóð.
Sem ungur maður fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri. Þaðan fór hann í lýðsháskóla í Edslöv og síðan í Svalö, landbúnaðarháskóla í Svíþjóð. Var hann 7 ár í Svíþjóð og stundaði þar störf á sviði landbúnaðar. Kom til Vestamannaeyja árið 1946 og fór svo víða um land, m.a. í Stykkishólm. Stundaði trúboð til æviloka, en hann varð bráðkvaddur á Grænlandi eftir fjögurra ára veru við trúboðsstörf þar.

Þórarinn Jónasson (1910-1989)

 • S02808
 • Person
 • 08.03.1910-18.02.1989

Þórarinn Jónasson, f. 08.03.1910 í Hróarsdal, d. 18.02.1989 í Reykjavík. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi og smáskammtalæknir og þriðja kona hans Lilja Jónsdóttir. Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum í Hróarsdal. Árið 1936 tók hann formelga við búi þar ásamt bræðrum sínum Páli og Sigurði en þeir höfðu lengi ásamt Leó eldri bróður sínum sinnt öllum búrekstri í nafni foreldra sinna. Á þessum árum sótti Þórarinn talsvert vinnu út frá heimili sínu, allt þar til hann gifti sig árið 1949. Vann hann m.a. við símalagnir hjá Þórði Sighvats, húsbyggingar hjá Ólafi Eiríkssyni mági sínum og bræðrum sínum Sigurði og Páli. Komu þeir m.a. að byggingu Steinstaðaskóla. Eftir það fór hann víða og setti upp útvarp á bæjum og síðar vindrafstöðvar.
Þórarinn gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína. Sat ég hreppsnefnd 1954-1966 og 1974-1978. Var bæði varamaður og aðalmaður í sýslunefnd um tíma, hreppstjóri 1955-1°956, sat í skattanefnd, skólanefnd og stjórn Búnaðarfélags Rípurherepps ásamt fleiru.
Maki: Anna Sigurjónsdóttir, f. 10.08.1926, d. 29.10.1958, frá Nautabúi í Hjaltadal. Þau eignuðust tvær dætur og dó Anna frá þeim ungum. Eftir það tók Sigurbjörg Gunnarsdóttir við heimilishaldi innanbæjar þar til hún lést 1964.
Sumarið 1950 fluttist Jónas á neðstu hæð hins stóra íbúðarhúss í Hróarsdal en bræður hans bjuggu á hinum tveimur hæðunum.

Þórarinn Jóhannsson (1891-1985)

 • S01032
 • Person
 • 21. jan. 1891 - 14. júní 1985

Foreldrar: Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Fæddur á Skíðastöðum Laxárdal ytri, sex vikna komið í fóstur til Markúsar Arasonar og Ragnheiðar Eggertsdóttur sem bjuggu þá á Herjólfsstöðum, svo í Holtsmúla á Langholti, að Eyhildarholti í Hegranesi og að lokum á Ríp í Hegranesi. Saman áttu þau ekki börn en ólu Þórarinn upp og voru hjá honum til æviloka. Þórarinn kvæntist árið 1918 Ólöfu Guðmundsdóttur frá Ási í Hegranesi og það sama ár hófu þau búskap á Ríp og bjuggu þar óslitið til 1980 eða í 62 ár samfleytt, þau eignuðust tíu börn.

Þóranna Pálmadóttir (1889-1951)

 • S00088
 • Person
 • 18.03.1889-11.03.1951

Þóranna Pálmadóttir, f. 18.03.1889, d. 11.03.1951 í Reykjavík. Foreldrar: Pálmi Þóroddsson og Anna Jónsdóttir.
Maki: Pétur Pétursson, f. 07.09.1872, bókhaldari á Sauðárkróki. Þau eignuðust fimm börn og náðu fjögur þeirra fullorðinsaldri. Þau bjuggu á Sauðárkróki til 1914 en þá fluttust þau til Akureyrar þar sem Pétur rak eigin verslun og útgerð.

Þóra Þorsteinsdóttir (1805-1855)

 • S01746
 • Person
 • 1805 - 2. mars 1855

Þóra fæddist á Gili í Borgarsveit. Faðir: Þorsteinn Pétursson bóndi á Gili, Mið-Grund og síðast í Grundargerði. Móðir/eiginkona Þorsteins: Ingiríður Eiríksdóttir.
Þóra ólst upp hjá foreldrum sínum og vann, með hléum, í búi þeirra í Grundargerði þar til faðir hennar lést árið 1838. Var vinnukona hjá móður sinni á sama stað 1836-37 og hjá Eiríki bróður sínum á sama stað. Bjó hún sjáf í Grundargerði 1842-54 og gerðist svo vinnukona á sama stað frá 1854 til æviloka.
Þóra hafði lítið bú en virðist hafa komist þokkalega af. Hún var ógift en eignaðist tvö börn.
Barnsfaðir 1: Páll Sigfússon bóndi á Miklahóli í Viðvíkursveit og Litlabæ í Blönduhlíð (f. 1800): Lilja (f. 1830). Sögusagnir voru samt til um að Ari Arason á Flugumýri væri réttur faðir barnsins.
Barnsfaðir 2: Þorleifur Einarsson (1788-?): Stefán (f. 1839).

Þóra Rósa Stefánsdóttir (1938-1991)

 • S02854
 • Person
 • 18.09.1939-10.03.1991

Rósa Stefánsdóttir, f. 18.09.1939, d. 10.03.1991.
Foreldrar: Stefán Rósantsson og Helga Guðmundsdóttir á Gilhaga. Rósa ólst upp í stórum systkinahóp á Gilhaga. Ung gegndi hún húsmóðurhlutverkinu á bænum í veikindum móður sinnar.
Rósa átti heimili að Gilhaga uns hún fluttist að Reykjum. Rósa gekk tvo vetur í skóla á Löngumýri, 1957-1959, og kenndi síðar vélprjón við skólann. Hún vann m.a. í mötuneyti Steinsstaðaskóla. Þá var hún lengi húsvörður í Félagsheimilinu Miðgarði. Hún var listfeng og handlaginn og saumaði m.a. altarisdúk í Reykjakirkju. Hún söng í kirkjukór Reykjakirkju og tók virkan þátt í hvers konar menningar- og líknarmálum, m.a. starfi Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps.
Maki: Indriði Jóhannesson. Þau eignuðust ekki börn.

Þóra Magnúsdóttir (1913-1995)

 • S00524
 • Person
 • 18.07.1913 - 01.02.1995

Þóra fæddist á Sauðárkróki 18. júlí 1913.
Húsfreyja í Reykjavík og síðast búsett þar.
Maður hennar var Pétur Gunnarsson (1911-1973).

Þóra Jónsdóttir (1867-1938)

 • S01574
 • Person
 • 1. ágúst 1867 - 8. feb. 1938

Foreldrar: Jón Jónatansson b. á Höfða á Höfðaströnd og k.h. Rannveig Sigríður Espólín Hákonardóttir. Fór úr Skagafirði austur í Mjóafjörð með móður sinni árið 1883. Kvæntist Birni Gunnarssyni frá Höfða við Eyjafjörð, þau fluttust síðar til Norðfjarðar.

Results 1 to 85 of 5181