Showing 4 results

Authority record
Skagafjörður Kvenfélög

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

  • S03733
  • Organization
  • 1895 - 1953

Árið 1895. 25. ágúst var fundur haldinn á Sauðárkrók samkvæmt fundaraboði frá nokkrum konum þar er komið höfðu sér saman um að stofna félag meðal skagfirska kvenna. Á fundinn mættu 15 konur. Fundinn setti Margrét Guðmundsdóttir og skýrði tilgang hans og var hún síðan kosin til að stýra fundinum. Lagði hún fram frumvarp til laga í 13 greinum, sem var samþykkt eftir nokkra umræðu. Tilgangur félagsins segir í 2. gr laga þess, hann er að styðja að því að réttindi og menning kvenna aukist, einnig vill það styrkja allt það sem að þess áliti horfir til samra framfara. Félagið lætur halda fyrirlestur um það efni er því þykir best henta þá er það getur því viðkomið. Stjórn var kosin og Margét Guðmundsdóttir forseti, Ólöf Hallgímsdóttir gjaldkeri, Líney Sigurjónsdóttir skrifari. Á fundinum var ákveðið að kaupa gjörðabók til fundarhalds, næsti fundur var haldin 1. des. 1895 í barnaskólanum á Sauðárkróki. Allar bækurnar sem eru hér í þessu safni segja þá miklu sögu til líkna og mannúðarmála sem þessar konur skópu og gáfu af sér til samfélagsins. Í síðustu bókinn 1942 kemur fram að félagskonur eru nú 42 og á síðasta skráða fund í þessu safni er skráður 3. feb. 1953, og e haldinn á efri hæð bakarísins þar mættu 28 konur og þar var meðal annars kosning fulltrúa í stjórn h/f félagsheimilisins Bifröst, kosin Jórunn Hannesdóttir og til vara Sigríður Auðuns og tveggja fulltrúa til að sitja aðalfundi þess, kosnar Sigríður Auðuns og Jóhanna Þorsteinsdóttir. Ýmislegt annað koma fram á þessum fundi en eftir fundinn skemmtu konur sér með sameiginlegri kaffidrykkju, söng og hljóðfæraslætti. Að því loknu var sest við spil og spilað til miðnættis. Hver framvinda félagsins er eftir þetta kemur ekki fram í þessum gögnum. (Gögn skráð úr fundagerðabókum félagsins )

Kvenfélag Staðarhrepps

  • E00027
  • Organization
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagn og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn og muni í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjgarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrða námskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Kvenfélag Staðarhrepps (1908-)

  • S03656
  • Organization
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá fyrstu lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagni og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjugarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrðanámskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

  • S00318
  • Organization
  • 1943 -

Samband Skagfiskra Kvenna S.S.K. var stofnað 9.aprí 1943 á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í því skyni að stofna samband fyrir kvenfélög í Skagafjarðarsýslu. Rannveig Hansdóttir Líndal hafði framgöngu fyrir stofnun sambandsins og boðaði til fundarins eftir að hún hafði kynnt sér að konur víðsvegar í héraðinu höfðu mikinn áhuga fyrir að þetta næði fyrir fram að ganga. Rannveig hafði einnig séð svo um að nokkur félaganna sendu fulltrúa á fund þennan eða sendu skriflegar beiðnir um upptöku í sambandið ef það yrði stofnað og voru sex kvenfélög sem komu að stofnun sambandsins.
Tilgangur sambandsins var meðal annars að efla samvinnu, samúð og félagsanda meðal kvenna á félagssvæðinu. Tilgangi sínum vildi sambandið ná með því að halda fundi þar sem fulltrúar hinna eintöku félaga á félagssvæðinu séu mættir einu sinni til tvisvar á ári og einnig með því að styðja við stofnun kvenfélaga í þeim sveitum þar sem enginn kvenfélög eru og með því að vinna að áhugamálum kvenna.
Á stofnfundinum talaði Rannveig um tilgang hins væntanlega sambands, hún lagði áherslu á að félögin öll myndu hafa bæði hagsmuni og ánægju af þessum samtökum ef þau myndu takast og sagðist vita að konur sem voru búnar að fá reynslu í þessum efnum voru þessu mjög fylgjandi. Til að létta undir byrjunarörðugleika sambandsins ákvað hún að gefa því sparisjóðsbók með innistæðu, alls kr.100.- sem fyrstu eign S.S.K. Rannveig gerði uppkast að lögum S.S.K., voru þau samþykkt einróma á fundinum og eru þau fyrstu lög félagsins. Fyrsta stjórn S.S.K var kosin Rannveig Líndal formaður, Stefanía Arnórsdóttir gjaldkeri og Jórunn Hannesdóttir ritari.
Fyrsti aðalfundur Sambands Skagfirskra Kvenna var haldinn í Bifröst 14. júní 1943, það sama ár gerðist Samband Skagfirskra Kvenna aðili að Sambandi Norðlenskra Kvenna. Konur innan S.S.K. létu sig varða allt mannlegt og mörg þörf mál vor rædd, sem dæmi íslenski búningurinn, línrækt á Íslandi, raforkumál, garðrækt, matreiðsla, orlof, sjúkramál, bindindismál, mál aldraðra og uppeldismál svo einhver dæmi séu nefnd.