Brekka

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Brekka

Equivalent terms

Brekka

Tengd hugtök

Brekka

4 Nafnspjöld results for Brekka

4 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Valdimar Konráðsson (1900-1986)

  • S02074
  • Person
  • 15. sept. 1900 - 4. feb. 1986

Foreldrar: Konráð Bjarnason b. í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð og k.h. Rósa Magnúsdóttir. Skráður bóndi í Brekku við Víðimýri árið 1921-1922. 1922 er hann talinn fara með foreldrum sínum frá Bakka í Hólmi til Sauðárkróks. Þar áttu þau heimili upp frá því að undanskyldum fardagaárinu 1927-1928 sem þau voru á Sjávarborg, Valdimar þá talinn vinnumaður þar. Á Sauðárkróki rak Valdimar lengi nokkurn búskap líkt og margir aðrir en sinnti jafnframt allri þeirri vinnu sem bauðst. Hann stundaði nokkuð sjó og átti um tíma trillubát í félagi með öðrum og var formaður. Lengst vann hann í Mjólkursamlagi Skagfirðinga og lauk þar starfsævi sinni. Eftir lát konu sinnar bjó hann á heimilum dætra sinn og undi sér síðustu árin við hestamennsku. Kvæntist Ingibjörgu Jóhannsdóttir frá Stóru-Gröf á Langholti, þau eignuðust fimm börn.

Margrét Björnsdóttir (1897-1988)

  • S02134
  • Person
  • 12. jan. 1897 - 27. maí 1988

Dóttir Björns Bjarnasonar b. í Brekku við Víðimýri o.v. og s.k.h. Stefaníu Ólafsdóttur. Búsett í Reykjavík. Kvæntist Óskari Jónassyni kafara hjá Landhelgisgæslunni.

Sólborg Rósa Valdimarsdóttir (1932-

  • S01329
  • Person
  • 05.01.1932

Dóttir Valdimars Konráðssonar b. í Brekku í Víðimýrarplássi, síðar verkamanns á Sauðárkróki og k.h. Ingibjargar Jóhannsdóttur frá Stóru-Gröf. Sólborg var lengst af búsett á Sauðárkróki en síðar í Reykjavík, starfaði á Hjúkrunarheimilinu Eir. Kvæntist Herði Guðmundssyni sjómanni og síðar verslunarmanni á Sauðárkróki.

Stefanía Ólafsdóttir (1878-1974)

  • S02133
  • Person
  • 14. ágúst 1878 - 27. jan. 1974

Foreldrar: Ólafur Stefánsson (1850-1887) og Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir (1834-1907). Foreldrar Stefaníu bjuggu aldrei saman, og var hún í fyrstu með föður sínum í Málmey á Skagafirði, en síðar á fleiri bæjum, þar til hann dó, er hún var níu ára gömul. Fór hún þá í vistir til vandralausra og átti misjafnt atlæti. Fyrst fór hún að Grafargerði á Höfðaströnd til Magnúsar Gíslasonar og Halldóru Skúladóttur, sem voru henni mjög góð, en eftir að Magnús drukknaði í janúar 1889 fór hún að Hofi á Höfðaströnd og síðar að Ártúni. Eftir fermingju, fjórtán ára gömul, fór hún að Brekku hjá Víðimýri til móður sinnar, sem þá var þar ráðskona hjá Birni Bjarnasyni bónda. 21 árs giftist Stefanía Birni. Þau bjuggu í Brekku til 1909, á Reykjarhóli 1909-1915 og í Krossanesi 1915-1919. Voru eftir það í húsmennsku á Hjaltastöðum, síðan að Brenniborg og loks hjá Sigurlínu dóttur sinni á Hofi á Höfðaströnd. Árið 1971 fluttist Stefanía suður til Reykjavíkur eftir 50 ára dvöl á Hofi. Stefanía og Björn eignuðust sjö börn saman. Með fyrri konu sinni, Margréti Andrésdóttur frá Stokkhólma, hafði Björn eignast einn son. Einnig eignaðist hann dóttur með Soffíu Björnsdóttur.