Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

Auðkenni

Tegund einingar

Association

Leyfileg nafnaform

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1888-1984

Saga

Búnaðarfélag Lýtingsst.hrepps var stofnað sjötta dag júlímánaðar, árið 1888 á almennum hreppsfundi að Lýtingsstöðum. Þá var jafnframt haldinn stofnfundur Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps. Á dagskrá fundarins var frumvarp til laga fyrir búnaðarfélagið lagt fram og eftir nokkrar umræður voru samþykkt gildandi lög fyrir félagið. Fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Ólafur Briem þá bóndi á Álfgeirsvöllum. Kosnir voru tveir skoðunarmenn fyrir hverja sókn. Fyrir Reykjasókn, Björn Þorláksson, Kolgröf og Eyjólfur Jóhannesson, Vindheimum. Til vara var Pálmi Pétursson Skíðastöðum. Fyrir Mælifellssókn Jóhann Pétursson, Skíðastöðum og Sigurður Sigurðsson, Brekkukoti. Til vara Sr. Jón Magnússon Mælifelli. Fyrir Goðdalasókn; Indriði Árnason Írafelli og Jón Guðmundsson Villinganesi. Til vara Ólafur Ólafsson Litluhlíð.
Stofnfélagar voru allir þeir einstaklingar sem taldir eru upp hér að ofan, alls tíu.

Tilgangur félagsins var að bindast samtökum til jarðbóta, einkum að slétta tún, hlaða vörslugarða, grafa vatnssveituskurði og hlaða stíflugarða. Í lögum félagsins kemur fram að ef einhver félagsmaður vann ekkert að jarðarbótum þrjú ár í röð var hann rækur úr félaginu og átt ekki afturkvæmt í það nema aðalfundur samþykkti það (þá voru eigi taldar þær jarðabætur sem áskildar voru í byggingarbréfum jarða).
Hlutverk formanns búnaðarfélagsins var að útvega félagsmönnum nauðsynleg jarðbótaverkfæri sem þeir höfðu óskað eftir fyrir árslok hvert ár. Jarðbótaverkferi þau sem keypt voru á kostnað félagsins voru ætluð til sameiginlegra afnota fyrir félagsmenn.

Staðir

Lýtingsstaðahreppur, Skagafirði.

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

S03703

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Skráningardagsetning

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects