Einar Arnórsson (1880-1955)

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Einar Arnórsson (1880-1955)

Hliðstæð nafnaform

  • Einar Arnórsson

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. feb. 1880 - 29. mars 1955

Saga

Fæddur á Minna-Mosfelli í Grímsnesi. Foreldrar: Arnór Jónsson bóndi þar og kona hans Guðrún Þorgilsdóttir. Maki: Sigríður Þorláksdóttir Johnson, þau eignuðust sex börn.
,,Stúdentspróf Lsk. 1901. Lagði fyrst stund á norræna málfræði við Hafnarháskóla, en hvarf frá því. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1906. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1907. Heiðursdoktor í lögum Háskóla Íslands 1936. Hrl. 1945. Ritstjóri Fjallkonunnar 1907. Kennari við Lagaskólann í Reykjavík 1908–1911. Prófessor í lögum við Háskóla Íslands 1911–1915. Skipaður 4. maí 1915 ráðherra Íslands, lausn 4. janúar 1917. Varð þá að nýju prófessor í lögum og gegndi því embætti til 1932, enda þótt hann fengi lausn í október 1919 og væri stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins og Ísafoldar veturinn 1919–1920. Rektor Háskóla Íslands 1918–1919 og 1929–1930. Jafnframt var hann skattstjóri í Reykjavík 1922–1928 og formaður niðurjöfnunarnefndar, sat í nefndinni til 1932. Hæstaréttardómari 1932–1942. Skipaður 16. desember 1942 dóms- og menntamálaráðherra, lausn 16. september 1944, en falið að gegna störfum áfram um stundarsakir, fékk lausn 21. september. Hæstaréttardómari 1944–1945. Afkastamikill rithöfundur og samdi fjölda rita og greina um lögfræði, sögu Íslendinga o. fl. Heiti nokkurra bókanna eru: Réttarstaða Íslands. Meðferð opinberra mála. Þjóðréttarsamband Íslands og Danmerkur. Réttarsaga Alþingis. Þjóðabandalagið. Alþingi og frelsisbaráttan 1845–1874. Árnesþing á landnáms- og söguöld. Annaðist útgáfu Alþingisbóka og fleiri merkra heimildarrita um íslensk lög og dóma o. fl."

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

S03021

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Skráningardagsetning

Frumskráning í Atóm 19.06.2020 KSE.
Lagfært 07.12.2020. R.H.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir