Málaflokkur B - Friðrik Jens Friðriksson (1923-2011)

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00195-A-B

Titill

Friðrik Jens Friðriksson (1923-2011)

Dagsetning(ar)

  • 1965-1975 (Creation)

Þrep lýsingar

Málaflokkur

Umfang og efnisform

Ein stafræn hljóðritun.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(17.02.1923-11.06.2011)

Lífshlaup og æviatriði

Friðrik Jens Friðriksson fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1923. Foreldrar hans voru Friðrik Ásgrímur Klemenzson, kennari og póstafgreiðslumaður í Reykjavík og María Jónsdóttir, kennari. ,,Friðrik ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá MR 1942. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1950. Á námstíma, kandídatsári og fyrstu árum þar á eftir starfaði hann á Landspítalanum, Reykhólum, Blönduósi og við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Árið 1954-1955 var hann héraðslæknir á Patreksfirði, en frá janúar 1956 til ársins 1974 gegndi hann héraðslæknisembætti á Sauðárkróki og starfaði sem yfirlæknir á gamla sjúkrahúsinu á Sauðárkróki til 1961. Var umdæmislæknir frá 1974-1978 og héraðslæknir í Norðurlandshéraði vestra frá 1978-1993. Samhliða starfaði hann sem læknir við Sjúkrahús Skagfirðinga, nú Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, frá 1962-1993. Friðrik gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Sat í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga og í stjórn Læknafélags Norðurlands vestra. Var í stjórn Rauða kross deildar Skagafjarðar, í stjórn Krabbameinsfélags Skagafjarðar og formaður utanfararsjóðs sjúkra í Skagafirði. Sat í byggingarnefnd Sauðárkróks um árabil og var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Var formaður heilbrigðismálaráðs Norðurlands vestra og félagsmálaráðs Sauðárkróks. Sat í svæðisstjórn um málefni fatlaðra, í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra og í öldrunarnefnd Skagafjarðar. Hann var félagi í Rótarýklúbbi Sauðárkróks um áratugaskeið og hlaut æðstu viðurkenningu samtakanna, Paul Harris-orðuna. Var heiðursfélagi í Golfklúbbi Sauðárkróks, auk þess sem hann var félagi í Frímúrarahreyfingunni og var í Félagi eldri borgara í Skagafirði. Síðasta áratuginn áttu þau Friðrik Jens og Alda Ellertsdóttir náið vináttusamband sem var þeim innihaldsríkt og færði þeim gleði." Friðrik kvæntist 1. júní 1950 Sigríði Guðvarðsdóttur hjúkrunarfræðingi, þau áttu eina fósturdóttur.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Athugasemd

Úr öskju 5

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

ES

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Fullskráning

Dates of creation revision deletion

09.02.2018 frumskráning í atom. Yfirfarið af Sveini Sigfússyni og skráð af ES

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir