Garðyrkja

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Garðyrkja

Equivalent terms

Garðyrkja

Associated terms

Garðyrkja

2 Authority record results for Garðyrkja

2 results directly related Exclude narrower terms

Garðyrkjufélag Seyluhrepps

  • S03704
  • Association
  • 1904-

Garðyrkjufélag Seyluhrepps var stofnað 4. febrúar 1904 að Geldingaholti í Seyluhreppi. Þar var haldinn fundur til að ræða um hvort væri gjörlegt væri að vera með kartöflugarð á svonefndum Reykjarhól í sama hreppi, ætlunin var að stunda þar kartöflurækt í stórum stíl - eins og segir í fundagerðabók garðyrkjufélagsins.
Stofnfundurinn var vel sóttur og mættu til hans meiri hluti bænda í Seyluhreppi ásamt Christian Popp, sem þá var kaupmaður á Sauðárkróki og var hann auk þess aðalhvatamaður þessa félagsskapar eða fyrirtækis, stofnfundarfélagar voru 20.
Aðaltilgangur félagsins var að bindast samtökum til að hafa á leigu erfðafestulandi sem nam allt að 12 vallardagsláttum og var neðan við Reykjarhólslaug. Þar átti að koma upp afgirtum sáðreit. Félagið var hlutafélag og áttu stofnfélagar 1 hlut hvor.

Á fundinn mætti Ólafur Briem umboðsmaður sem þá gengdi starfi umráðamanns landssjóðsjarðarinnar Reykjarhóls. Á fundinum var lögð fram áætlun um kostnað til að koma upp áðurnefndum kartöflugarði en kostnaðaráætlunin hafði verið gerð af Sigurði Sigurðssyni, þá skólastjóra á Hólum. Fyrirspurn vegna kaupa á ofangreindu garðsstæði var lögð fyrir Ólaf sem hvaðst mæla með því við landsstjórnina og var það álit hans að slíkt leyfi fengist auk þess sem núverandi ábúendur Reykjarhóls gáfu kost á landinu um sinn ábúðartíma. Gjaldið fyrir landið var 1% af árlegri uppskeru. Í fyrstu stjórnarnefnd félagsins voru kosnir Christian Popp, kaupmaður, Tobías Magnússon, Geldingarholti og Jóhann Sigurðsson, Grófargili.

Jarðabótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi

  • S03695
  • Organization
  • 1902 - 1943

Ár 1902 16. maí var fundur settur og haldinn í Brekkukoti i Hofshreppi og þar stofnað Jarðabótafélag af 12 bændum. Kosnir í stjórn félagsins : Jón Erlendsson, Marbæli. Sigurjón Jónsson, Óslandi formaður. Þorleifur Rögnvaldsson, Brekkukoti. Félagið heitir Jarðarbótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt , garðrækt og búpeningsrækt.