Print preview Close

Showing 4 results

Archival descriptions
Skógræktarfélag Skagfirðinga Hólar í Hjaltadal Series
Print preview Hierarchy View:

Bókhald

Í safninu eru 2 innbundar bækur, 1 hefti með dagbókarfærslum ásamt fylgigögnum bókhalds. Um er að ræða skýrslur á sundurliðun á opinberum gjöldum, skilagreinar fyrir skattinn, reiknings- og viðskiptayfirlit, erindi frá skattsjóra, verðskrá á trjáplöntum, útfyllt tékkhefti og greiðslukvittanir og árs-, aðalreiknngar skógræktarfélagsins. Úr safninu var grisjað ljósrit með aðalreikningum félagsins sem voru til í tveimur eintökum og eitt eintak fyrir hvert ár (1990-1992) var haldið eftir. Talsvert var af erindum og bréfum á meðal fylgigagna bókhalds sem fært var yfir í safn A.

Skógræktarfélag Skagfirðinga (1933-

Erindi, bréf og skýrslur

Í safninu eru ljósrituð, handskrifuð, vélrituð, forprentuð og útprentuð erindi, bréf og skýrslur er tengjast skógrækt á Hólum í Hjaltadal.

Skógræktarfélag Skagfirðinga (1933-

Hólar í Hjaltadal: skjalasafn

Safn sem Jón Bjarnason fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hólum afhenti 2015. Safnið samanstendur af skjölum er tengjast Skógræktarfélagi Skagfirðinga og fundagerðabækur sem tengjast félagslífi nemenda Bændaskólans á Hólum. Þetta eru fundagerðabækur frá Hestamannafélaginu Hrein, málfundafélagi Hólasveina, málfundafélagi Hólaskóla, Íþróttafélagi Hólaskóla og ein bók sem kallast Ástundunarbók. Í safninu var einnig skýrsla frá 1977 um ástand skólabyggingarinnar og dagskrá Hólahátíðar frá árinu 1997.
Í fundagerðabók hestamannafélagsins Hreins voru tvö umslög, í þeim voru skýrslur og fundarboð frá Landsambandi Hestamannafélaga og bréf frá námsmeyjum í húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði. Umslögin voru grisjuð úr safninu og erindin sett í arkir. Að öðru leyti var safnið látið haldast óbreytt.

Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal

Teikningar fyrir skipulag trjáræktar 1990

Skjölin voru upprúlluð þegar farið var að vinna við að flokka og greina safnið. Í safninu voru nokkur eintök af sama eintakinu, það var grisjað og eitt eintak af hvoru var haldið eftir og reynt að laga til og sett í örk.

Skógræktarfélag Skagfirðinga (1933-