Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 8600 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Málaflokkur
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

68 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Sagan af Julien og Fleurie

Hér er saga eða ævintýri af systkinunum Júlíen og Fleurie. Þau eru af aðalsættum og búa við allsnægtir. Júlíen, ólíkt systir sinni, kemur illa fram við flækinga sem leita ásjár hjá fjölskyldunni. Þegar hann hefur í tvígang hafnað fólki sem þarf á hjálp að halda leggur maður í röðum mötli á hann álög sem setja hann í spor allslaus flækings. Hann er fluttur út í skóg ásamt systur sinni sem vildi af góðmennsku sinni fylgja honum. Þar eru þau skilin eftir og þurfa að bjarga sér sjálf og reiða sig á góðmennsku þeirra sem á vegi þeirra verða.
Sagan gerist í Bordeaux í Frakklandi í kringum 1820 – 30 en óvist er um uppruna hennar. Enginn titill er á sögunni en Sölvi setur nafn sitt undir undir hana. Það gerir hann ekki við riddarasöguna af Flóres og Blankiflúr, hvort það bendi til þess að Sölvi hafi sjálfur samið söguna skal ósagt látið en líklegra er að um endursögn á einhverju ævintýri sé að ræða.

Handritabrot sem inniheldur hugleiðingar um trú og siðfræði

Greinilega hluti af bók spekingsins um siðfræði. Á þessari síðu er 2.grein en þar fer mest fyrir staðhæfingum höfundsins að verkið sé hans en ekki Jakobs Péturssonar á Breiðumýri sem Sölvi sakar um að hafa skrifað upp handritið og sagt það sína ritsmíð. Á síðunni segir að Jakob kalli sig Sigurgeir, mögulega höfundarnafn.

Bók um siðfræði

Hér er á ferðinni eitt forvitnilegasta handritið í þessu safni sem þarfnast nánari skoðunar. En þetta er handrit að bók Sölva um kristilega siðfræði. Í umfjöllun sinni vitnar Sölvi til Biblíunnar jafnt sem til ýmissa heimspekinga. Hegel, Fichte og Kant nefnir hann alla til sögunar . En Sölvi telur siðfræði kristinna mótmælenda skera sig nokkuð frá öðrum trúahreyfingum þar sem hún er ekki eins bundin af kenningum ritningarinnar
Bókin skiptist upp í nokkra hluta. Sá fyrsti heitir Hugmynd siðfræðinnar. Síðan kemur: Annar partur: Hið góða, sem kærleikans lögmál, eða hið algjöra siðferðislega fyrirmynd. Því næst kemur kafli sem er merktur með þessum hætti: III: Hin siðferðislega fulkomnun mannsins: 59.grein: Sálarinnar velferð og dyggð. Það er nokkuð ósamræmi því þar næst kemur: Þriðji partur: Hið góða sem siðferðislegt ríki. Að lokum kemur kafli sem ekki er númeraður en ber heitið: Líf safnaðarins. Samtals 5 hlutar en álitamáli getur talist hvort bókin skiptist í fimm hluta eða hvort þeir séu þrír og hinir tveir einhvers konar millifyrirsagnir.
Ljóst er að handritið er nokkuð yfirgripsmikið og að sama skapi heilsteypt en þetta virðist vera hreinskrift því á öðrum stað má sjá hluta þess sem er ekki fullgerður. Kaflar handritsins skiptast í mismunandi greinar sem eru tölusettar upp í 85 auk viðbóta við nokkrar greinar. Ekkert virðsit vanta í handritið þó mögulega aftan við það en ekkert sérstakt niðurlag fylgir því virðist vera. Því ætti að vera hægt að fá góða mynd af umfjöllunarefni þess og einkar áhugavert að kanna það frekar, t.d. hvort það eigi sér einhverja hliðstæðu sem Sölvi gæti hafa stuðst við eða hvort um sé að ræða sjálfstæðar ályktanir Sölva um trú og siðfræði sem hann dregur af bæði ritningunni og hugmyndum heimspekinga.

Katlamálsskjóla

Titilinn vísar til rúmmálseiningar sem notuð er í Jónsbók og texti Sölva og útreikningar miða að því að komast að hvert inntak einingarinnar var nákvæmlega. Hann rekur ýmsar heimildir og gerir grein fyrir ýmsum mælieiningum fornum og beitir flóknum óskiljanlegum reiknikúnstum til að komast að hinu sanna.
Seinni síðurnar varpa síðan einhverju ljósu á hvers vegna hann er að velta þessu fyrir sér en þar eru fjandmenn hans Schulesen og Jakob nefndir til sögunnar en þeir vita víst ekki hvað mælieiningin stendur fyrir. Hvernig þetta tengist deilum hans við þessa menn er hins vegar óljóst.

Ýmsar hugleiðingar um trú og siðfræði

Á þessum síðum boðar Sölvi lífspeki sína á almennum nótum, líkt og ráðleggingar til lesenda. Hann ávarpar lesandann ítrekað og jafnvel virðist sem hann sé að ávarpa einhvern ákveðinn mann en á bakhlið síðu fjögur ávarpar hann fimmtán ára efnilegan drykkjuhrút.

Lýsing á Sléttuhlíð

Í formála segir Sölvi þetta eiga að vera landafræði eða sveitalýsing. Hann útskýrir líka formið sem er samræða að hætti frumspekingana. Sölvi útskýrir að spurningarnar verði bornar upp af „Ainu“ og „Bjeinu“ en þeim er svarað af „cinu“ og „Djeinu“ en sérstaklega er tekið fram að sami maðurinn, þ.e. spekingurinn sjálfur standi á bakvið allar þessar persónur.

Niðurstöður 4761 to 4845 of 8600