Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 6 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Jón Þ. Björnsson (1882-1963) Ísland Eining Barnaskólar
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Skýrslubók um líkamsþroskun skólabarna í Sauðárkróksskóla

Jón Þ. Björnsson skólastjóri Barnaskólans á Sauðárkróki fylgdist með og skráði líkamlegan þroska skólabarna á tímabilinu 1914-1953. Í þessari bók virðist hann taka saman upplýsingarnar frá öðrum skrám, eins konar samantekt með reiknuðu meðaltali og þess háttar. Mæld var hæð, þyngd, brjóstmál (brjóstkassi), kraftur/afl og andrými.

Líkamsþroskun skólabarna

Jón Þ. Björnsson skólastjóri Barnaskólans á Sauðárkróki fylgdist með og skráði líkamlegan þroska skólabarna á tímabilinu 1914-1953. Í þessari bók skráir hann niður mælingar á börnum 1935. Mæld var hæð, þyngd, brjóstmál (brjóstkassi), kraftur/afl og andrými.

Viðtakandi: Jón Björnsson, skólastjóri

Bréf Vigfúsar Friðrikssonar ljósmyndara, dagsett 11. maí 1938, til Jóns Þ. Björnssonar, varðandi ljósmyndun skólabarna (unglingaskólans) við skólann á Sauðárkróki og skólaspjald. Guðmundur Trjámannsson hefur tekið ljósmyndina en hefur þá líklega starfað fyrir ljósmyndastofuna "Jón og Vigfús" á þessum tíma. Vigfús er að biðja Jón Þ. Björnsson um upplýsingar varðandi nemendur og kennara.

Vigfús Lárus Friðriksson (1899-1986)