Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 210 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Skagafjörður Eining
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

111 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Bréfritari Janis Johnson

Bréf frá Janis Johnson til Guðlaugar. Skrifað á ensku. Dagsetning 22.september en ártal er ekki skýrt, mögulega 2002.
Bréfsefni er merkt "The Senate of Canada" og Hon. Janis Johnson, Ottawa, (613) 943-1430 í rauðu letri.
Með fylgir ljósrituð mynd af Þóru Jónsdóttir. Á myndinni er skrifað á ensku fædd í september 1860 á Hólum og dó 1882 á Sauðárkróki.

JG-1033

Teikning af hópi fólks ásamt hestum fyrir utan torfbæ og kirkju. Á hlaðinu liggur lífvana manneskja og tveir menn bera aðra. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Á Víðimýri. Hungur. Mynd No 11. + 2 ótölusettar myndir. Frá „Heima er best“ Kafli 8. Hungur“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 94-95. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Bókaldsgögn

Í færslubók dags, 1987-1989 voru eftirfarandi gögn: óútfyllt eyðublöð og formlegt bréf frá Ríkisendurskoðun vegna minningarsjóð Jóhanns Ellertssonar, dags.20.01.1991. Útfyllt afrit af efnahagsreikningi vegna minningarsjóðs Jóhanns Ellertssonar, dags. 20.3.1989. Færslukvittanir frá Búnaðarbanka Íslands frá árinu 1990, Ljósrit af bókhaldsfærslum frá ÍSÍ og UMFÍ til Ungmennafélags Æskunnar fyrir árið 1990, Tvö afrit af rekstrarreikningi vegna 1989-1990. Þrjú fundarboð frá UMSS og eitt kjörbréf á ársþing, dagsett 2.3.1990, 6.4.1990 og 5.2.1991.Tvö blöð með nafnalistum, líklega vegna kosninga í stjórn, blöðin eru ódagsett.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Færslubók

Þykk innbundin bók í A4 stærð með bókhaldsfærslum. Færslurnar eru handskrifaðar og vel læsilegar. Bókin er vel varðveitt, kjölurinn er heill en hann er límdur aðallega til að merkja bókina.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Formleg erindi og samningur

Handskrifuð, vélrituð og ljósrituð pappírsgögn, m.a. formlegt erindi til hreppstjórnar Seyluhrepps, samningur um húsnæði, lög foreldrafélagsins. Gögnin eru öll vel varðveitt.

Foreldrafélag Seyluhrepps

Bókhaldsgögn

Útprentuð pappírsgögn, alls fjögur hefti með rekstraryfirliti félagsins fyrir mismunandi tímabil. Vel læsileg og varðveitt gögn.

Foreldrafélag Seyluhrepps

Víðinesbardagi 1208

Víðinesbardagi. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Víðinesbardagi í Hjaltadal 1208. Biskup sat á hesti og með honum ábótar og nokkrir prestar og kallaði að eigi skyldi berjast. Að því gáfu engir gaum. Sannaðist í þessum atburði að ekki verður ófeigum í hel komið eða feigum forðað. Í bardaganum fékk Kolbeinn stein í höfuðið og féll í öngvit og missti mál og mátt." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 16).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Fjárræktarskýrslur

Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hreinsuð af heftum og plastblöðum.

Fjárræktarfélag Skarðshrepps

Kaupsamningur um suðurhluta Unastaðalands

Kaupsamningur. Gísli Magnússon bóndi Vöglum Akrahreppi selur Upprekstrarfélagi Hóla- og Viðvíkurhrepps suðurhluta Unastaðalands. Dagsett 3.6.1976. Þinglýst og vottað.

Gísli Magnússon (1921-2004)

Fjárræktarskýrslur

Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hreinsuð af heftum og plastblöðum.

Fjárræktarfélag Skarðshrepps

Fjárræktarskýrslur

Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hreinsuð af heftum og plastblöðum.

Fjárræktarfélag Lýtingsstaðahrepps

Flugumýrarbrenna

Flugumýrarbrenna. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Flugumýrarbrenna 1253. Gissur Þorvaldsson höfðingi af ætt Haukdæla var í bandalagi við Ásbirninga og hafi flust til Skagafjarðar og keypt Flugumýri. Þar var nýafstaðin veisla þar sem Ingibjörg Sturludóttir (Þórðarsonar sagnaritara) 13 ára var gift Halli, 16 ára syni Gissurar. Lögðu óvinir Gissurar eld að bænum er heimamenn áttu síst von á og brunnu margir þar inni. Hallur var dreginn helsærður til kirkju og Árni beiskur fóstri Halls var veginn" (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 36).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Hólabardagi 1209

Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Hólabardagi 1209. Að tilstuðlan Haukdælingsins Þorvaldar Gissurarsonar í Hruna slóust sunnlenskir og borgfirskir bændur í lið með Arnóri Tumasyni að hefna Kolbeins Tumasonar og tóku upp erindi hans frá Víðinesi. Með þeim voru þeir bræður Sighvatur og Snorri Sturlusynir. Slí í brýnu á Hólum, en biskup var liðfár og gerði Arnór honum þá kosti að létta af þeim bannfæringunni og bauð á móti grip fyrir sakamenn þá sem biskup hélt hlífiskildi yfir. Neitaði biskup þar til Snorri bauð honum með sér í Reykholt og reið með hann brott af Hólastað, en sakamenn þeir sem Kolbeinn hafði sektað voru dregnir úr kirkju og höggnir." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 18).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Nóttin fyrir Haugsnesfund

Nóttin fyrir Haugsnesfund. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"...Kolbeinn [ungi] lést af brjóstmeini því er hann hafði lengi átt við að stríða, í júlí 1245. Við völdum hans í Skagafirði tók Brandur Kolbeinsson frændi han á Stað í Reyninesi. Áður en Kolbeinn dó hafði hann ákveðið að afhenda Þórði kakala Norðausturland, til að tryggja friðinn. Það var föðurarfur Þórðar sem Kolbeinn hafði náð undir sig með Örlygsstaðabardaga. Þórður fór einnig með völd vestan lands, og var nú komin upp svipuð staða og fyrir bardagann. Sturlungar réðu Norðausturlandi og Vesturlandi ,en Ásbirningar Skagafirði og höfðu stuðning Haukdæla.
Fylgismenn Kolbeins ólu á óvild milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og misklíð milli héraðanna stigmagnaðist. Um páska 1246 leitaði Brandur stuðnings hjá Gissuri Þorvaldssyni vini Kolbeins og bandamanni. Þórður kakali frétti það og var snar í snúningum og safnaði liði af öllu yfirráðasvæði sínu, bæði norðan og vestan. Hann tjáði mönnun sínum á fundi á Grund í Eyjafirði að nú hyggðist hann ráðast inn í Skagafjörð og láta vopnin tala. Þriðjudaginn eftir páksaviku hélt hann af stað vestur Öxnadalsheiði með 600 manna lið. Héldu þeir til Silfrastaða um kvöldið og lágu þar úti um nóttina. það hvessti, og söng vindur í spjótum, sem stungið hafði verið niður úti við. Vöknuðu menn við þetta og héldu að ráðist hefði verið á þá. Í glímuskjálfta og óðagoti var gripið til vopna og börðust menn í ákafa hver við annan um hríð. Einn maður féll og nokkrir særðust áður en menn áttuðu sig á hvers kyns var. Sýnir þessi atburur vel hversu ógnir ófriðarins voru farnar að sauma að taugum liðsmanna Þórðar. Menn voru komnir í óvinaland. Margir höfðu barist á Örlygsstöðum og vor uminnugir þeirra atburða þar sem þeir biðu lægri hlut. Svo átti ekki að fara í þetta sinn.
Brandur Kolbeinsson var viðbúinn og hafði safnað liði um Skagafjörð og Húnaþing. Hann var með 720 manna lið á Víðimýri. Reynt var að semja, en kakalinn hafnaði öllum tillögum og vildi ráða öllum samningum sjálfur.
Nóttina fyrir bardagann gisti Þórður á Úlfsstöðum í Blönduhlíð. Lið Brands var á Víðimýri illa fyrir kallað og taugaveiklað. Sagt var að undarleg sótt hefði komið í lið hans og féllu um þrjátíu manns í öngvit og urðu ófærir til bardaga. Bardagamorguninn hélt hann yfir Jökulsá og bjóst til bardaga." " (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 33).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Hauganesfundur 2

Hauganesfundur 1. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Hauganes liggur að eyrum Djúpadalsár í Blönduhlíð. Í Hauganesbardaga féllu 110 manns. Myndsviðið er dökkt, eins og dauðinn hafi brugðið hend fyrir sól þennan vordag, í apríl 1246. Í þessari orrustu var veginn brandur sonur Staðar-Kolbeins, sem fór fyrir liði Skagfirðinga. Hann komst sjálfur undan á hesti, en náðist niðri á grundunum og var tekinn af lífi. Reistur var róðukross þar sem hann féll og vvar grundin kölluð Róðugrund. Kolbeini kaldaljósi, föður Brands, varð mikið um atburðina og dó nokkurm mánuðum seinna." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 32).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Bannfæring

Bannfæring. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Kolbeinn og Gyðríður bjuggu á Víðimýri og hjá þeim hafði Guðmundur verið presturtvo vetur þegar Brandur Sæmundsson Hólabiskup dó 1201. Kolbeinn kallaði þá saman fund á Völlum í Svarfaðardal. Þar mættu helstu höfðingar Norðlendinga og Gissur Halsson Haukdælingur, sem bað fyrir biskupefni Magnús son sinn. Úr varð að Guðmundur var kjörinn biskup, enda vinsæll og hæógvær maður og hefur Kolbeinn, að líkindum, talið að hann yrði auðvelt verkfæri sitt. Fór Kolbeinn til Hóla eftir biskupskjörið, tók búið í sínar hendur og fékk Guðmundur litlu ráðið, þótt hann sætti ekki við það ráðslag. Var ákveðið að Sigurður Ormsson tæki við umsjón Hólastaðar og Kolbeinn fór heim aftur, en vinskapur þeirra Guðmundar var orðinn lítill.
Um 1250 skarst alvarlega í odda milli þeirra tveggja út af dómsmáli yfir Ásbirni presti, sem kallaður var pungur. Dæmdi Kolbeinn prestinn sekan skóggangsmann. Biskup hafnaði niðurstöðu dómsins, enda taldi hann að kirkjan ætti að dæma í málinu, tók prestinn til sín og bannaði að nokkur prestur veitt Kolbeini kirkjulega þjónustu, né nokkrum sem í dómnum sat eða bar vitni. Mótspil Kolbeins var að fara til Hóla með skóggangsstefnu á húskarla vegna samneytis við prestinn. Þá bannfærði biskup Kolbein. Sættir tókust í málinu í að sinn fyrir tilstilli Páls Jónssonar Skálholtsbiksups, en áfram deildu þeir." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 9-10).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Hauganesfundur 1

Hauganesfundur 1. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Hauganes liggur að eyrum Djúpadalsár í Blönduhlíð. Í Hauganesbardaga féllu 110 manns. ... Í þessari orrustu var veginn brandur sonur Staðar-Kolbeins, sem fór fyrir liði Skagfirðinga. Hann komst sjálfur undan á hesti, en náðist niðri á grundunum og var tekinn af lífi. Reistur var róðukross þar sem hann féll og vvar grundin kölluð Róðugrund. Kolbeini kaldaljósi, föður Brands, varð mikið um atburðina og dó nokkurm mánuðum seinna." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 32).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Aðför að Oddi Þórarinssyni

Aðför að Oddi þórarinssyni. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Aðförin að Oddi Þórarinssyni í Geldingarholti. Sá atburður gerðist 13. janúar 1255. Gissur var í Noregi og hafði beðið Odd að stjórna liði sínu og hafa með mannaforráð að gera þar til hann kæmi aftur. Oddur rændi því sem hann vildi af andstæðingum Gissurar og stefndi til hefnda við Eyjólf ofsa, þann er brenndi Flugumýri. Er skemmst frá að segja að menn Eyjólfs komust í Geldingarholt án þess að njósn bærist og var Oddur drepinn úti á túni, þar sem hann varðist einn lengi vel, uns maður skreið aftan að honum og hélt fótum hans." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 40).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Gjörða- og reikningsbók 1970-1995

Innbundin og handskrifuð bók, í bókinni eru fundagerðir, rekstrarreikningar félagins og lög, jarðótaskýrslur og félagaskrá. Bókin hefur varðveist mjög vel, kjölur bókarinnar er heill en límborði er yfir honum. Í bókinni er útprentað fundarboð og dagskrá aðalfundar þann 10.apríl líklega 1995.

Búnaðarfélag Viðvíkurhrepps

Fey 1796

Heyskapur við Víðimýri Skagafirði.

Feykir (1981-)

Fey 4830

Skiphóll í Vallhólmi (hóllinn fjær).

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Persónuleg gögn úr db. Egils Helgasonar

Pappírsgögn úr db Egils Helgasonar, í safninu er kjörbréf frá Verkamannafélaginu Fram á Sauðárkróki, dags.23.2.1968 og reikningur frá Ríkisútvarpinu fyrir útvarpsafnot.í gluggaumslagi. Í safninu er líka minnisblað, líklega úr eigu Egils, með nöfnum og ýmislegu öðru. Gögnin hafa varðveist vel.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Bók 1968 - 1980

Harðspjalda handskrifuð fundabók í góðu ástandi um hin fjölmörgu störf sem fóru fram í félaginu.

Hestamannafélagið Stígandi

Fundargerðarbók

Innbundin og handskrifaðar fundargerðir. Í bóknni eru þrjú laus blöð, handskrifuð með fundargerð sem er dagsett 16.04.1990. Á fyrstu tveimur síðum bókarinnar er samningur sem Ungmennafélagið Æskan og Ungmennafélagið Fram gera með sér um eignarhlut í félagsheimilisbyggingunni í Varmahlíð, dags.14.4.1967.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Bréfritari Laufey

Tvö bréf til Guðlaugar og Þóris frá Laufeyju frænku þeirra, skrifuð á íslensku og merkt Winnipeg, Manitoba.
Fyrra bréfið er til Guðlaugar og er skrifað 24 desember, 1966.
Seinna bréfið er til Guðlaugar og Þóris bróðir hennar, skrifað 27 september, 1973

Mynd 12

Ljósmynd í stærðinni 7,6 x 7,6 sm. Á myndinni sést út á Skagafjörð frá Borgarsandi. Drangey th., Málmey fyrir miðju og Þórðarhöfði th.

Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson (1941-

Mynd 13

Ljósmynd í stærðinni 7,6 x 7,6 sm. Á myndinni sést út á Skagafjörð frá Borgarsandi. Sauðárkrókur th., Drangey fyrir miðju og Málmey th.

Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson (1941-

Færslubók

Þunn stílabók með bókhaldsfærslum, bundin með tveimur heftum. Færslurnar eru handskrifaðar og vel læsilegar. Kjölur bókarinnar er límdur með rauðu límbandi (örugglega upprunalegt) sem er farið að losna frá neðst.
Ath. opnan í miðjunni hefur losnað frá heftunum.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Félagaskrá og erindi

Gögn með félagaskrá dýraverndunarfélagsins, með nöfnum 68 einstaklinga í A4 blaðastærð.
Einnig eru handskrifaður nafnalisti líkt með strikum og númerum sem eru innan sviga við hvert nafn, auk handskrifaður listi með nöfnum 13 nýrra félaga. Í safninu er einnig handskrifað bréf, líklega fundagerð eða uppkast af bréfi, dagsett 17/2 ekki kemur hvaða ár þetta var einnig eru nokkrir minnispunktar, óvíst er hvort þetta allt tengist. Vélrituð lög um fuglaveiðar og fulgafriðun, II kafli, dags.28.4.1966.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Fundargerðabók 1961-1987

Innbundin og handskrifuð og vel læsileg fundagerðarbók. Í athugasemd í bókinni kemur fram að það vanti fundargerðir fyrir árið 1962 þar sem þær glötuðust.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Lög og félagatal

Innbundin og handskrifuð bók, í bókinni eru endurbætt lög og reglur félagsins dags. 13.3.1960. Listi yfir heiðursfélaga og félagatal. Bókin er í góðu ásigkomulagi en blaðabindingin er aðeins farin að losna frá.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

SSKv29

Kvenfélag Hólahrepps. Meðfylgjandi er nafnaskrá.
Fremri röð frá vinstri: Anna Gunnlaugsdóttir, Hofi, Eufemía Jónsdóttir, Mannskaðahóli og Hofsósi, Guðný Ágústsdóttir, Hólum, Konkordía Rósmundsdóttir, Nautabúi, Elísabet Júlíusdóttir, Efra-Ási, Kjarvalsstöðum, Friðfríður Jóhannsdóttir, Hlíð, Una Árnadóttir, Kálfsstöðum, Anna Bogadóttir, Hofsósi, Helga Helgadóttir, Hólum, Svava Antonsdóttir, Kjarvalsstöðum, Sigurlaug Pálsdóttir, Laufskálum
Aftari röð frá vinstri:
Guðrún (eða Guðríður) Jóhannsdóttir, Hofsósi, Konkordía Sigmundsdóttir, Hofsósi og Melum, Sigurbjörg Pétursdóttir, Felli, Emma Hansen, Hólum, Arnbjörg Jónsdóttir, Hofsósi, Fjóla Kr. Ísfeld, Hrafnhóli, Anna Jónsdóttir, Hofsósi og Sælandi

SSKv30

Konur í Viðvíkursveit.
Frá vinstri:
Alda á Lóni, Dísa á Vatnsleysu, Anna á Laufhóli, Oddný á Narfastöðum, Elinborg Bessadóttir (1947-), Hofstaðaseli, Elísabet Friðriksdóttir í Viðvík og Helga á Hofdölum.
Myndin er tekin á Löngumýri.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

SSKv28

Aðalfundur Sambands norðlenskra kvenna á Hólum.
Meðfylgjandi er nafnalisti. Ekki tæmandi.
Aftari röð frá vinstri:

  1. Óþekkt
  2. Ásta Jóhannesdóttir, Torfalæk
  3. Helga Sigurðardóttir, skólastjóri
  4. Hulda Á. Stefánsdóttir, forstöðukona (skólastjóri)
  5. Unnur Jakobsdóttir, Hólum, Reykjadal, S-Þingeyjarsýslu
  6. Emma Hansen, prófastfrú
  7. Óþekkt
  8. Óþekkt
    Fremri röð:
  9. Steinunn Ingimundardóttir, skólastjóri (ráðunautur hjá Kvenfélagasambandi Íslands)
  10. Bergþóra Magnúsdóttir (1892-1963), Halldórsstöðum, Laxárdal, S- Þingeyjarsýslu
  11. Pála Pálsdóttir, skólastjóri, Hofsósi
  12. Óþekkt
  13. Halldóra Bjarnadóttir, formaður S.N.K.
  14. Óþekkt
  15. Óþekkt
  16. Óþekkt
  17. Óþekkt
  18. Solveig Benediktsdóttir Sövik (1912-2010), Blönduósi
  19. Vigdís Björnsdóttir, Blönduósi
  20. Sigrún Pálmadóttir, Reynistað

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Fundagerðabók

innbundin og handskrifuð bók, vel læsileg og varðveitt. Bókin inniheldur fundagerðir á tímabilinu 1959-1984. Aftast í bókinni er lausblöð með hluta af fundagerð dags.27.4.1984. Blöðin eru merkt með blaðsíðunr. 193 og 194. Einnig er blað með dagskrá aðalfundar Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps 1984. Blaðið er þar að auki með blekblettum og pennakrassi.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

Gestabók/félagatal U.M.F.T.

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók og vel varðveitt. Bókin er í A4 stærð og í henni eru undirritanir einstaklinga, líklega félagsmanna U.M.F.T. ásamt dagsetningum og hefur verið nýtt sem gestabók / félagatal.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Niðurstöður 1 to 85 of 210