Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 5 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Stefán Guðmundsson Íslandi (1907-1994)
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

3 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Stefana Guðbjörg Björnsdóttir: skjala- og ljósmyndasafn

  • IS HSk N00497
  • Safn
  • 1930-1970

Safn sem byggist á bréfaskrifum milli Stefönu við frænda hennar óperusöngvarann Stefán Íslandi, þau áttu í bréfaskrifum um 35 ára skeið eða frá því að hann fór utan til söngnáms í Genova á Ítalíu 1930 og allt til ársins 1965 er hann bjó og starfaði í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma nam Stefán og starfaði lengi á Ítalíu og svo síðar er hann hóf störf hjá Konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn. Í safninu, auk sendibréfanna eru handskrifaðar jólakveðjur, nafnspjöld og skeyti. Einnig efnisskrá tónleika sem Stefán og Else Brehms héldu í Reykjavík ásamt undirleikaranum Fritz Weisshappel og skáldsaga sem er merkt Stefáni. Í safninu voru tveir myndarammar, í þeim voru tvær myndir - önnur þeirra pappírskópía var sett í viðeigandi plastvasa ásamt öðrum litmyndum sem voru í safninu. Hin myndin var úrklippa úr tímariti eða blaði með mynd af Stefáni, sú mynd var grisjuð úr safninu. Ákveðið var að halda myndarömmunum áfram í safninu.
Allt safnið er ágætlega varðveitt.

Stefana Guðbjörg Björnsdóttir

Einsöngslög- Gesange

Einsöngslög II og III hefti. Valagilsá, Kirkjuhvoll, Rósin, Friður á jörðu, Vorgyðjan kemur, Tí tí. Hjá liggur með ritaður texti með hendi Stefáns við lagið Friður á jörðu.

Árni Thorsteinson (1870-1962)