Sýnir 1192 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Skjalaflokkar
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

2 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Minningarljóð

Minningarljóð um Kristínu Sölvadóttur.
Tilgáta: Kristín Sölvadóttir f. 1829 - d. 29.09.1886

Fréttabréf

Félagsbréf Tónlistarfélags Skagafjarðarsýslu ásamt félagatali frá 1983, fréttabréf MENOR Menningarsamtaka Norðlendinga frá 1990 (7. tbl. og 8. tbl), júní 1993 og júní 1994.

Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu (1976-2020)

Skrár

Skrá yfir stofnfélaga Tónlistarfélags Skagafjarðarsýslu 1975, félagatal frá 1982 (minnismiðar), félagatal í ársbyrjun 1995.

Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu (1976-2020)

Bréf

Bréf til Péturs Jónassonar sem eru frá ýmsum bréfriturum, flest frá frændfólki eða sveitungum.
Einnig uppkast að bréfum Péturs til ýmissa viðtakenda.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Útlánabók II

Stílabók með görmum á kili, mynd af kisu á bókakápu. Bókin er handskrifuð línustrikuð í góðu ástandi. Útektir eru skráðar á bæjarheiti, ártal og bókaheiti.

Lestrarfélag Hólahrepps

Lög

Prentuð gögn. Lög félagsins eru ódagsett.

Lestrarfélag Hólahrepps

Erindi og bréf

Handskrifuð og prentuð erindi til og frá félaginu, mest frá Búnaðarfélagi Íslands. Gögn eru í ágætu ástandi en nokkuð um ryð ogblettótt blöð.

Fóðurbirgðafélag Fellshrepps

Gjörðabók

Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ástandi. Lög félagsins skráð og reikningar, fundagerðir, útlán og bókakaup.

Lestrarfélag Goðdalasóknar

Útlánsbók

Handskrifuð stílabók um útlán bóka. Bókin er í góðu ástandi en ódagsett.
Aftast í bók kemur fram listi yfir bókagjöf Jóhanns og Maríu á Ljósalandi . Útgáfudagur bóka kemur þar fram og er sett hér fram sem dagsetning.

Lestrarfélag Goðdalasóknar

Rit

Afmælisrit Sambands skagfirskra kvenna, 100 ára afmælisrit Samtaka skagfirzkra kvenna og 80 ára afmælisrit Sambands norðlenskra kvenna.

Fundagerðabók

Ein handskrifuð stílabók laus frá kili en vel læsileg um stofnfund, félagaskrá og aðalfundi félagsins

Kvenfélag Seyluhrepps

Reikningabækur

Reikningabók Lestrarfélags Óslandshlíðar frá 1930-1954. Inniheldur rekstrarreikninga Lestrarfélags Óslandshlíðar. Heillegar stílabækur með láréttum og lóðréttum línum og blaðsíður gulnaðar og í misgóðu ástandi. Yfirlit yfir tekjur og gjöld Lestrarfélag Óslandslíðar,ásamt lista yfir bókaeign félagsins.

Lestrarfélag Óslandshlíðar

Bóka og Félagaskrá

Bókakaup og Meðlimaskrá. Handskrifuð gögn nokkuð heilleg skráning meðlima í Lestrarfélagi Óslandshlíðar sem og bókaeign félagsins árin 1949-1955.

Lestrarfélag Óslandshlíðar

Sparisjóðsbók

Ein lítil bók, viðskiptabók við sparisjóð á Sauðárkrók. Bókin er laus frá kápu, plastmiði á kili heldur henni ekki saman. Bók þessi er 12 blöð að stærð no 7814 við Sparisjóð á Sauðárkrók 23. mars. 1912, Aðalbók no 5, handskrifuð, um það sem er innlagt og úttekið.

Búnaðarfélag Staðarhrepps

Skýrslur og Lög

Ýmsis gögn um lög og reglugerðir prentað efni í góðu ástandi, hér eru einnig undirskriftalistar með rithandarsýnishornum bankastjóra og starfsmanna ( 1982 - 1997) 4 rit og laus blöð með rithandarsýnishorn viskiptamanna ( 1976 ) . Innbundnar sjö skýrslur um bankaeftirlit frá 1978 - 1992 en það vantar inn í ártöl. Hluthafasamkomulag, vinnureglur og samþykktir. Þrju smárit um reglugerð Seðlabanka ( 1962 - 1982. Rit úr Úlfljóti timariti laganema frá 1964.

Sparisjóður Hólahrepps

Ýmis gögn

Litlar viðskiptabækur 11 talsins handskrifaðar og elsta síðan 1923. Stofnskírteini og sýnishorn af tékkheftum sparisjóðsins síðan 1933. Gögnin vel læsileg. Bók með töflum um útreikninga á 3% - 7 % vöxtum. bókin er prentuð í Svíþjóð. Decimal Intresse - Utrakning av J. Lindblom.
Gögn Búnaðarfélags Viðvíkurhrepps 1997 - 2013 komu fram í safni Sparisjóðsins og varða þau meðal annars kaup, notkun, varahluta og vinnu á Plóg 3 X 16" er keyptur var frá Ingvari Helgasyni 1997.
Harðspjaldabók Lögfræðileg bók um löggjöf landsins. Bók í góðu ásigkomulagi.

Sparisjóður Hólahrepps

Trúnaðargögn

Askja 1/2, A. Handskrifuð viðskiptablöð sem eru laus og með hafa verið losuð frá bók. Gögnin eru persónugreinanleg trúnaðargögn og reynt var að láta þau halda sér í uppruna, en sett nokkurn vegin í ártalaröð. Gögnin í þokkalegu standi.
Askja 2/2, B- C- D. Gögn um stofnfjáreigendur og ábyrgðarðilla. Gögn um óverðtrygð skuldabréf, persónugreinanleg. Handskrifuð yfirlit yfir sparisjóðsbækur og reikninga 1988 - 1999. Frumrit skuldabréfa persónugreinanleg með innborgunum handskrifuðum á baksíðu skuldabréfa 1992 - 1997. Víxileyðublöð útfyllt og persónugreinanleg, þar sem óskað er eftir að Sparisjóður kaupi víxil 1981 - 2000.
Tvær stílabækur um verðtryggða sparireikninga persónugreinanlegir 1998 - 1999. Ein mappa álagningaskrá og stílabók um afsagðir vixlar frá 1946 - 1971. Bókin er handskrifuð og í góðu ásigkomulegi en persónugreinanleg.

Sparisjóður Hólahrepps

Fundagerðabækur

Tvær innbundnar og handskrifaðar fundagerðarbækur. Eldri bókin frá 1886 er með leðurbindingu sem er orðin mjög léleg og bæði þurr og götött, auk þess sem bindingin er sömuleiðis orðin léleg og blöðin eru byrjuð að losna úr henni.
Í bókina voru handskrifaðar fundagerðir, félagatal, lög og reikningar félagsins, einnig eignaskrá og yfirlit yfir greiddan styrk til bænda í Skarðshreppi. Á saurblaði bókarinnar er handskrifað með stórum stöfum "Búkolla" líklega hefur bókin verið kölluð það.
Yngri bókin frá árinu 1934, hún er vel læsileg og hefur varðveist ágætlega á kjölnum er límborði. Blaðsíðurnar eru línustrikaðar og í henni eru handskrifaðar fundagerðir, félgatal, lög og reikningar félagsins, einnig yfirlit yfir greidda styrki til bænda í hreppnum.

Búnaðarfélag Skarðshrepps

Rituð bréf 1912-1980

Afrit af hinum fjölmörgu handskrifuðu og prentuðu bréfum er Gísli ritaði til ýmisra aðilla. Bréfin eru í misgóðu ástandi en öll þokkalega vel læsileg, vert er að geta að bréfsefnið er oft á tíðum eldri prentuð blöð sem Gísli nýtir til að prenta á afritin. Gísli undiritar oft bréfin sín með nafnastimpli sem hann lét útbúa eftir sinni rithönd því hann var orðin skjálfhentur. Bréfin eru flokkuð eftir stafrófsröð og sett þannig saman í arkir, eins og þau lágu í uppruna, en örk sem var utan um bréfin fyrir er hreinsuð. Safnið er hreinsað af bréfaklemmum.

Gísli Magnússon (1893-1981)

Blaða- og tímaritsgreinar 1920-1980

Hinar ýmsu greinar í blöð og tímarit. Flokkuð eftir ártölum í safni og það látið halda sér. Elstu bréfin eru handskrifuð og fylgir oft umslag með gögnum, þau eru í misgóðu ástandi en ágætlega læsileg. Bréfsefnið er oft á tíðum eldri prentuð blöð sem Gísli nýtir til að prenta afritin af greinum á. Gísli undiritar oft bréfin sín með nafnastimpli sem hann lét útbúa eftir sinni rithönd því hann var orðin svo skjálfhentur.
Trúlega er síðastu grein Gísla að finna aftast í C - 5. Eftirhreytur, dagsett 12..06. 1980.

Gísli Magnússon (1893-1981)

Sendibréf

Handskrifað sendibréf á þrjú línustrikuð blöð til Sigurjóns, dags. 13.október 1947 um stofnun Ungmennafélagsins Fram. Bréfið er vel varðveitt og læsilegt.

Ungmennafélagið Fram (1907-)

Fundagerðabók og pappírsgögn

Í safninu var ein innbundin og handskrifuð fundagerðabók en talsvert af öðrum pappírsgögnum bæði vélrituðum og handskrifuðum. Búið var að grófflokka safnið, farið var í að flokka skjölin betur eftir ártali - eins og hægt var og aðgreina það. Nokkur umslög með litlum miðum með orðsendingum sem aðallega voru um ósk um inntöku í félagið eða úrsagnir úr því voru í safninu, ákveðið var að halda eftir þremur umslögum með frímerkjum til varðveislu. Einnig er í safninu nokkrir miðar með handrituðum athugasemdum, fundargerðum sem eru án dagssetingar eða án ártals.
Jarðbótaskýrslum var safnað saman og þeim raðað eftir ártali. Forprentaðar auglýsingar, félagatal, bókhaldsgögn og kvittanir, kaup- og leigusamningur vegna jarðvinnslutækja félagsins, einnig eru í safninu fomleg erindi frá Stéttarsambandi Bænda, Áburðarsölu Ríkisins, Sambandi Ísl. Samvinnufélaga, Búnaðarsambandi Skagfirðinga og fleirum voru einnig flokkað eftir ártali eins og hægt var.
Í einni örk eru lög félagsins - bæði handskrifuð og vélrituð, bæði í A4 og A3 stærð og eru þetta líklega breytingartillögur þar sem athugasemdir eru handskrifaðar á tveimur skjalana.
Gögnin hefur varðveist misjafnlega vel en eru þó læsilegt, Jarðabótaskýrslurnar voru sumar talsvert rifnar og eru því viðkæmar allri meðhöndlun, sérstakegla sú sem er frá árinu 1931. Allar bréfaklemmur sem voru í safninu voru orðnar mjög ryðgaðar, þær voru allar fjarlægðgar en það má sjá för eftir þær á flestum skjölunum, hefti voru sömuleiðis fjarlægð.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

Erindi og bréf

Bréfasafn félagssins sem barst á umræddum tímabili, gögnin eru í misjöfnu ástandi, sum léleg og er reynt að slétta úr blöðum á meðan önnur eru í betra ástandi. Hreinsað hefur verið úr gögnum bréfaklemmur og hefti og nokkuð er um ryð eftir það.

Búnaðarfélag Akrahrepps

Aðalreikningabók

Aðalreikningabók er um tekjur og gjöld félagsins Vöku og inn í bók eru 6 laus blöð um ýmsar greiðslur sem eru sett í eina örk.

Ungmennafélagið Vaka

Bókhald

Í safninu eru bókhaldsbækur, dagbókarfærslubækur, viðskiptabók, kassabók og söluyfirlit. Safnið er í góðu ásigkomulagi og vel læsilegt. Bækurnar voru í bland við aðrar í safninu en ákveðið var að halda þessum sér þó svo að önnur fylgigögn bókhalds hafi fengið að fylgja pappírsgögnum í safni B (A-F).

Skátafélagið Andvarar (1929-)

Ýmis skjöl

í þessu safni eru pappírsgögn, vélrituð, forprentuð og handskrifuð gögn á mismunandi gerð pappíra. Einnig er talsvert af prentuðum blöðum með merki og logo Bandalags íslenskra skáta (BIS). Misjafnt var hvort gögnin voru röðuð upp eftir ártali eða ekki, ákveðið var að raða þeim í ártalsröð til að koma einhverju skipulagi á það og til að auðvelda aðgengi að þeim. Mest er um fréttabréf og erindi frá BIS. Í safni B-J eru skýrslur og inntökubeiðnir skátafélagið og eru þetta persónugreinanleg gögn, þau voru sett efst til að hægt sé að taka þau frá þegar safn er fengið til lestrar. Hefti og bréfaklemmur voru hreinsaðar úr safninu, blöðin eru í mismunandi ástandi, sum rifin og gulnuð og á sumum er sýnilegir ryðblettir eftir hefti. Tvö umslög voru tekin úr safninu, búið var að klippa frímerkin úr, Inntökubeiðnir voru í plastmöppu, þau voru tekin úr möppunni og sett saman við aðrar samskonar skýrslur.

Skátafélagið Andvarar (1929-)

Bókhald 1939-2000

Safn sem áður var skráð C1 inniheldur vélrituð og handskrifuð pappírsgögn með ársreikningum Félagsheimilisins Bifrastar og Vkf Öldunnar, auk og innbundnar bækur sem innihalda félagaskrá og ársreikningum félagsins. Í safninu eru persónugreinanleg trúnaðarmál. Safn sem áður var C2 inniheldur árs- og efnahagsreiknnga Vkf Öldunnar og hreyfingalista frá 1989-1993. Í safninu er einnig lífeyrissjóðsyfirlit einstaklings sem var í Vkf Öldunni og er um að ræða trúnaðarmál.

Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)

Ljósmyndir

Í safninu eru tvær innrammaðar ljósmyndir, bekkjarmynd Sigurbjargar (Boggu) úr Ungmennaskóla Sauðárkróks og hópmynd nemenda í bekkjarferðalagi sumarið 1932.

Margrét Nýbjörg Guðmundsdóttir

Erindi, bréf og skýrslur

Í safninu eru ljósrituð, handskrifuð, vélrituð, forprentuð og útprentuð erindi, bréf og skýrslur er tengjast skógrækt á Hólum í Hjaltadal.

Skógræktarfélag Skagfirðinga (1933-

Teikningar fyrir skipulag trjáræktar 1990

Skjölin voru upprúlluð þegar farið var að vinna við að flokka og greina safnið. Í safninu voru nokkur eintök af sama eintakinu, það var grisjað og eitt eintak af hvoru var haldið eftir og reynt að laga til og sett í örk.

Skógræktarfélag Skagfirðinga (1933-

Hólar í Hjaltadal: skjalasafn

Safn sem Jón Bjarnason fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hólum afhenti 2015. Safnið samanstendur af skjölum er tengjast Skógræktarfélagi Skagfirðinga og fundagerðabækur sem tengjast félagslífi nemenda Bændaskólans á Hólum. Þetta eru fundagerðabækur frá Hestamannafélaginu Hrein, málfundafélagi Hólasveina, málfundafélagi Hólaskóla, Íþróttafélagi Hólaskóla og ein bók sem kallast Ástundunarbók. Í safninu var einnig skýrsla frá 1977 um ástand skólabyggingarinnar og dagskrá Hólahátíðar frá árinu 1997.
Í fundagerðabók hestamannafélagsins Hreins voru tvö umslög, í þeim voru skýrslur og fundarboð frá Landsambandi Hestamannafélaga og bréf frá námsmeyjum í húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði. Umslögin voru grisjuð úr safninu og erindin sett í arkir. Að öðru leyti var safnið látið haldast óbreytt.

Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal

Ljósmyndir

Safn litmynda, bæði í svart hvítu og í lit, einnig er pappírskópía. Myndirnar eru mest af Rósu og fjölskyldu hennar, einnig eru myndir frá Sauðárkróki og þekktum kennileitum innan Skagafjarðar. Í safninu er einnig máluð mynd af Suðurgötu 18 á Sauðárkróki. Stór ljósmynd er af Rósu og önnur nokkuð minni er af móður hennar, Sigríði Amalíu Njálsdóttur. Tvær nemendamyndir frá Húsmæðraskólanum á Löngumýri.

Niðurstöður 851 to 935 of 1192