Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 1501 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Jóhannes Geir: Málverkasafn With digital objects
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

JG-898

Skissa af Sigríði Sigurðardóttur frá Stóru-Ökrum. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-899

Teikning af hestamönnum á ferð yfir landslag. Á myndinni stendur: „Riðið norður. Langjökull. Hvítárvatn. Hrútfell“. Myndin var teiknuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-906

Sjálfsmynd af Jóhannesi Geir í hlutverki Jóhannesar Klein. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-907

Teikning af ónefndum manni sem hefur starfað við kvikmynd um Daniel Bruun árið 1982. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-909

Skissa af Sigríði Sigurðardóttur frá Stóru-Ökrum. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-911

Skissa af Sveini Jóhannssyni frá Varmalæk. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-925

Sjálfsmynd af Jóhannesi Geir í hlutverki Jóhannesar Klein. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-929

Teikning af krumma svífa yfir grýttri strönd með fjöll í bakgrunni. Á myndinni stendur: „Óður til Íslands“. Samskonar mynd var birt í Kvæðasafni (bls. 287) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-935

Skissa af manni sem er þungt hugsi og í bakgrunni má sjá menn standa við krossfestann mann. Svipuð mynd var birt í Kvæðasafni (bls. 5) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-938

Á myndinni er verið að reka kýr í átt að Sauðárkróki og á myndinni stendur: „Innlönd 1970“. Innlönd var kvæðabók eftir Hannes Pétursson en óljóst er hvort myndin var birt í þeirri bók en Innlönd var líka birt í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977 en myndin var ekki birt í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-939

Hópur fólks gengur eftir vegi sem liggur frá Sauðárkróki og á myndinni stendur: „Í sumardölum 1958“. Í sumardölum var kvæðabók eftir Hannes Pétursson sem kom fyrst út árið 1959 en óljóst er hvort myndin var birt í þeirri bók. Í sumardölum var líka birt í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977 en myndin var ekki birt í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-945

Á blaðinu eru þrennar skissur: sú neðsta er af fuglahópi á flugi - fyrir miðju er af tveimur svönum og sú efsta er af vængjuðum hesti á flugi. Myndirnar voru líklega skissaðar í samhengi við kvæði Hannesar Péturssonar. Kvæðasafn Hannesar Péturssonar - myndskreytt af Jóh.Geir - kom út árið 1977 en skissurnar voru ekki birtar í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-955

Teikning af manni og stúlku á hesti með sérkennilegt skýjafar í bakgrunni. Á blaðinu stendur: „Kvæðabók“. Á hann þá væntanlega við Kvæðabók Hannesar Péturssonar og kom út árið 1955 en óljóst er hvort myndin var birt í þeirri bók en Stund og staðir var líka birt í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977 en myndin var ekki birt í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-956

Teikning af manni síga niður kletta - tveir menn gæta spottans á klettabrúninni. Samskonar mynd í kafla sem kallaðist: „Stund og staðir“ var birt í Kvæðasafni (bls. 109) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-958

Teikning af skeggjuðum manni sem heldur á upprúlluðu skjali með byggingar í baksýn. Myndirnar eru í svipuðum stíl og þær myndir sem birtust í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-962

Nokkrar teikningar innan stundaglass - m.a. af Sauðárkróki - manni á hestbaki - dómkirkjunni í Köln - landslag o.fl. Fyrir neðan myndina stendur: „Stund og staðir 1972“. Kafli með sama nafni var birt í Kvæðasafni (bls. 109) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-964

Tvennar teikningar af krumma á flugi með landslag í bakgrunni. Samskonar mynd var birt í Kvæðasafni (bls. 287) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-965

Fimm skissur í svipuðum stíl og þær myndir sem birtust í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977. Skissurnar eru eftirfarandi - upptalið frá efra vinstra horni: stúlka situr í fjöru með sjóinn í bakgrunni - maður á hestbaki með tunglið og sérkennilegt skýjafar í bakgrunni - krummi á flugi - krummi stendur á þúfu og maður og stúlka á hestbaki í landslagi.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-966

Fjórar skissur í svipuðum stíl og þær myndir sem birtust í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977. Skissurnar eru eftirfarandi - upptalið frá efra vinstra horni: maður og stúlka á hestbaki í landslagi og hinar þrjár eru af kentárum á Sauðárkróki.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-977

Teikning af manni sem er þungt hugsi og í bakgrunni má sjá menn standa við krossfestann mann. Svipuð mynd var birt í Kvæðasafni (bls. 5) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-980

Skissa af stúlku sitja í fjöru með hafið í baksýn. Myndefnið er það sama og birtist í kafla sem kallast Í sumardölum (bls. 57) í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-985

Nokkrar skissur af forsíðu Kvæðasafns Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-987

Nokkrar grófar skissur - m.a. af vængjuðum hesti - þar sem á einni þeirra stendur: „Kvæðasafn Hannes Péturs“ og stúlku við sjóinn eða á bryggju. Skissurnar er líklega gerðar í tengslum við Kvæðasafn Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-990

Skissa af manni liggjandi í rúmi - yfir honum stendur prestur ásamt öðru fólki. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 186. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-992

Skissa af manni berandi stóran grjóthnullung að öðrum manni sem stendur með krosslagðar hendur. Á myndinni stendur: „á Húsafelli“. Svipuð mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 122. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-994

Skissa af einhverskonar púkum - þar sem annar þeirra ræðst á hest. Teikningar í svipuðum stíl voru hluti af mynd sem birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 137. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-995

Skissa af fimm einhverskonar púkum. Á myndinni stendur:„snú“. Teikningar í svipuðum stíl voru hluti af mynd sem birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 137. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1003

Skissa af baksvip manns sem heldur á tveimur fiskum - í bakgrunni má á sjá tvær manneskjur. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 164. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1006

Skissa af konu sem situr á rúmstokki og virðist vera með þungar áhyggjur - umhverfis hana eru tvö börn og hundur. Samskonar teikning var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 107. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1010

Skissa af mönnum sitjandi inn í helli. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 167. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1011

Skissa af nokkrum mönnum á ferð um landslag með hesta. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 91. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1020

Hópur manna standa umhverfis tjöld. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Jón hittir Skúla á Kaldadal. Kafli No 7. Mynd Nr. 10“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 80. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1023

Teikning af manni liggjandi í rúmi - yfir honum stendur prestur ásamt öðru fólki. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Jón á banasænginni. Kafli 14. Mynd 24“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 186. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1038

Teikning af manni sem stendur á hesti með bók í hendi og umhverfis hann eru einhverskonar púkar. Á myndinni stóð: „Kveðnir niður Drísildjöflar Sr. Arnór? Kafli No 10. Mynd No 16 “. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 137. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1040

Teikning af manni sem situr á stein og ræðir við Djöfulinn. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Kolbeinn og Kölski. Kafli. 10 Mynd No 18.“ Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 152. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1042

Teikning af tveimur mönnum róa á bát. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Eiríkur Laxdal. ferja. Kafli No 11. „Það mun gleðja þjófana“ Mynd No. 19.“ Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 88. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1045

Teikning af manni sitja með konu í fanginu. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 18. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1050

Teikning af karlmanni afhenda konu barn sem baðar út faðminn. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 103. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1056

Skissa af tveimur mönnum huga að neti við á - annar þeirra situr á hesti. Myndin var mögulega teiknuð fyrir bókina um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - en það er þó óljóst þar sem hún var ekki birt í henni. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1059

Grófar skissur drengjum leika sér umhverfis hús. Mynd í samskonar stíl á bls. 103 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-261

Landslagsmynd - óvíst hvaðan. Bláleit fjöll eru í bakgrunni og litlir hólar fyrir miðju myndar. Myndin er frá 1987.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-293

Teikning sem er hluti af Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Örlygsstaðabardagi. Myndin er frá 1984.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-294

Teikning sem er hluti af Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Hópur manna á hestum með spjót á lofti á leið í Örlygsstaðabardaga. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-295

Teikning sem er hluti af Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Kort af Íslandi og á stendur: „Umdæmi höfðingjaætta. The Districks of the Aristocracy.“ Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-296

Teikning sem er hluti af Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Kort af Skagafirði sem sýnir þá staði sem komu við sögu í Sturlungu. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-297

Teikning sem er hluti af Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Kort af Skagafirði sem sýnir þá staði sem komu við sögu í Sturlungu. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-300

Æfingaskissa fyrir Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Á myndinni stendur: „Flugumýrubrennu. Kolbeinn Grön, Ingibjörg Sturludóttir borin út til kirkju.“ Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-304

Æfingaskissa fyrir Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Á blaðinu eru tvær skissur. Á þeirri efri koma Ásbirningar og Haukdælir til orrustu. Sturlungar eru óviðbúnir og hestar þeirra enn klifjaðir eins og Jóh.Geir skrifar fyrir neðan myndina: „Skildir á klifjum hestar“. Á neðri skissunni eru vopnaðir menn og hestar. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-308

Æfingaskissa fyrir Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Myndefnið forn bátur. Ýmsar upplýsingar eru einnig skrifaðar á blaðið - m.a.: „Kolbeinn ungi ath.“ - „árablær(?)“ og „Sjófuglar“. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-309

Æfingaskissa fyrir Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Á myndinni stendur: „Tindastóll úr Hjaltadal“. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-311

Æfingaskissa fyrir Sturlungamyndaseríu JóhGeirs. Bardagasena þar sem menn berjast með sverð - exi og skildi á lofti. Til hægri eru mörg spjót á lofti. Menn Þórðar kakala settu spjótin í jörðina og um nóttina hvein í þeim. Þar sem mennirnir voru stressaðir fóru þeir að berjast innbyrðis. Á myndinni stendur: „Hvín í spjótum - nóttin fyrir Haugsnesfund“. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-313

Æfingaskissa fyrir Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Víkingaskip í höfn. Í bakgrunni eru fleiri skip. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-315

Æfingaskissa fyrir Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Myndefnið er líklegast Flugumýrabrenna. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-321

Teikningin er hluti af Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Kort af Skagafirði. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-322

Teikningin er hluti af Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Mynd af vopnuðum mönnum í Örlygsstaðabardaga - þar sem Sighvatur lét lífið. JG skrifar fyrir neðan myndina: „Sighvatur gengur fram. (og veifði skaftinu).“ Myndin er frá 1984.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-323

Teikningin er hluti af Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Gissur Þorvaldsson hvetur menn sína áfram fyrir Örlygsstaðabardaga. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-330

Skissa af bókakápu Þurrt og blautt að vestan - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs - sem kom út árið 1990. Á myndinni er skógur og í vinstra horni er mynd af flöskum. Á blaðinu standa ýmsar upplýsingar.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-331

Skissa af bókakápu Þurrt og blautt að vestan - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs - sem kom út árið 1990. Efst á mynd má sjá trjátoppa en neðst er mynd af er virðist fjöru (?).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-332

Gróf skissa af bókakápu Þurrt og blautt að vestan - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs - sem kom út árið 1990. Efst á mynd má sjá trjátoppa en neðst er mynd af einhverjum óljósum hlutum. Blaðið er brotið og að inná stendur:„Kæri bróðir. Hér er myndin og filma með. Eitthvað svona myndi það þá líta út - skilst mér. Vatnsflötur með öldum eða bærinn etv. gliti(?) og trjá-strönd efst?“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-337

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Bátur - með tveimur mönnum um borð - siglir í brælu. Fyrir neðan myndina stendur: „No. 21.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-339

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Smíðaverkfæri á borði. Fyrir neðan mynd stendur: „Fylgir skútum No. 35.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-340

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Hópur krakka á skautum. Í bakgrunni má sjá Málmey og Drangey. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 40.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-344

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Baksvipur drengs sem liggur í grasi og horfir út á haf. Í bakgrunni má sjá Drangey. Fyrir neðan mynd stendur: „Lokamynd. Neðst á síðu. bókarlok.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-346

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Krakkar hjóla á bryggju undan stórri öldu sem skellur á bryggjuna. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 25.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-352

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Myndir af þremur bátum. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 35.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-357

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Drengur spennir boga. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 46.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-362

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Maður ræðir við annan mann. Óljóst hvað sá síðarnefndi er að gera en hann virðist vera að moka. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 33.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-365

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Dansað í kringum jólatré. Fyrir neðan mynd stendur: „No.45.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-370

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Hermenn koma í land á bryggju á Sauðárkróki. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 29“.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-372

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Fólk á skíðum fer niður Nafirnar á Sauðárkróki. Til hægri má sjá Villa Nova. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 10“.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-374

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Drengur róar bát á meðan maður veiðir fisk. Í bakgrunni má sjá Sauðárkrók. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 24“.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-375

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Drengur stendur fyrir framan bát sem kallast Garðar SK22. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 37“.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-378

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Löng röð hunda - fremst í röðinni er drengur sem rekur hundana áfram. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 20“.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-395

Teikning af trjálaufi. Skissan var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-397

Teikning af trjágrein með köngli. Fyrir neðan hana stendur: „Lerki“. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-398

Skissa af haka sem hefur verið rekinn í jörðu. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-404

Teikning í þremur þáttum sem sýnir hvernig á að gróðursetja tré. Maður grefur holu með haka og loks er tréð komið í jörðu. Fyrir neðan myndina stendur: „ath haki of langur“. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-408

Teikning sem sýnir veðurfar eftir árstíðum í nokkrum þáttum. Fyrstu fjórar sýna apríl - maí - júní og júlí og sólin skín. Síðustu þrjár myndirnar eru ómerktar en þá rignir. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-413

Teikningar sem er leiðbeiningar í þremur þáttum um hvernig á að gróðursetja tré. Maður notar haka til að grafa fyrir trénu. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-414

Teikningar sem er leiðbeiningar í þremur þáttum um hvernig á að gróðursetja tré. Maður notar haka til að grafa fyrir trénu. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-415

Grenitrésgrein með stórum köngli. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-424

leiðbeiningar í þremur þáttum um hvernig á að gróðursetja tré. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-456

Æfingaskissa fyrir Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Gróf skissa líklega af bardaga. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-457

Skissa af bátum sem liggja í fjöru. Í bakgrunni má sjá fleiri báta. Myndin gæti verið frá árunum 1960-1970.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-483

Myndefnið er iðnaðarhverfi handan við lítinn vog. Myndin er frá 1983.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Niðurstöður 1106 to 1190 of 1501