Sýnir 501 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Sölvi Helgason: Skjalasafn
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

423 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Skjal 26, framhlið

Þessi örk er greinilega hluti af siðfræðibók Sölva því hér eru nokkrar viðbætur við þriðju grein hennar og þær fjalla um samband siðfræði og trúar, einkum um hvernig siðbótin hafi leitt hið sanna samband þar á milli í ljós andstætt harðstjórnaranda kaþólsku kirkjunnar.

Skjal 3, framhlið

Hér heldur áfram umfjöllun um Katlamálsskjólu en ólíklegt er að þessi síða komi í beinu framhaldi af þeim tveim fyrstu en augljóslega er þetta sama umfjöllun, þ.e. tilraun til að henda reiður á rúmmálseiningu sem notuð er í Jónsbók og heitir Katlamálsskjóla.

Skjal 1, bakhlið

Þessi síða hefst á umfjöllun um Guð en á síðari hluta síðunnar er stjörnufræðin í brennidepli. Aðalega um fjarlægðir reikistjarna frá jörðu.

Skjal 2, bakhlið

Sölvi segir strax í fyrstu málsgrein síðunnar að hann geti ekki fjallað meira um stjörnufræði eða nokkuð annað i bili vegan kvala og þrældóms sem hann má þola. Á eftir fer almenn umfjöllun um píslir Sölva.

Síða 2, framhlið

Síðan hefst á hugleiðingum um dauðann og samband sálar og líkama því næst snýr Sölvi sér að nafngreindum prestum sem hann telur vitlausa og ekki skilja hvað felist í sögninni að sálast.
En þetta eru Jörgen Kröyer prestur á Helgafelli í Reykjadal, nafngreindur prestur á Skinnastöðum (en erfitt er að greina hvert seinna nafnið er en það er líklega Hjörleifur Guttormsson sem var prestur á Skinnastöðum frá 1849 – 1870) og loks Jón Ingjaldsson prestur á Húsavík.

Síða 2, bakhlið

Á þessari síðu er fallað um tilgang lífsins og Guð. Lífið er eilíft og það er líka sannleikurinn og spekin. En Guð stjórnar sköpunarverki sínu því ekkert í alheimi getur breytt vilja Guðs því hann er eilífur og almáttugur.

Síða 1, framhlið

Umfjöllun um goðafræði. Byrjar á einfaldri útlistun á sköpun heimsins þar sem Óðinn er í aðalhlutverki. Síðan kemur lýsing á Þór og Valhöll sem er svo rúm að áttahundruð manns geta hæglega gegnið samhliða inn um hvert af þeim 570 hliðum sem á henni var að finna.

Síða 1, framhlið

Á þessari síðu er fjallað um eldgos í Heklu og almennt um eldvirkni á Íslandi. Sérstaklega eru gosin 1766 og 1845 nefnd. Síðan er fjallað um gosefnin og hvernig eldvirknin mótar landslagið.

Síða 1, bakhlið

Þriðja spurning er náttúrufræðileg og snýr að jöklunum í sveitinni
Fjórða spurning snýr að berginu í klettunum
Fimmta spurning er hvort einhverjar járntegundir sé að finna í grjótinu.
Í sjöttu spurningu er spurt hvort nokkrar leifar af jurtum eða dýrum frá fornöld leynist í jörðu, svo sem eins og surtarbrandur.
Í sjöundu spurningu er spurt hvort einhverjar brennisteinsnámur sé að finna í sveitinni

Síða 1, framhlið

Ýmsar tölulegar upplýsingar um náttúrufyrirbæri á Íslandi. Eins og t.d. lengd vatnsfalla og hitastig þeirra og hitastig Geysis og ýmsar aðrar upplýsingar um hverinn.

Um flutning Sölva sem fanga

Í þessu handriti lýsir Sölvi illri meðferð á sér þegar hann er fluttur í varðhald á milli bæja i Svalbarðshreppi á Langanesi. Hann nafngreinir Sigfús Jónsson og Jón Jónsson sem fylgdarmenn sína. Upphaf frásagnarinnar bendir til þess að ferðalagið hafi verið lengra en hún hefst svo: „Nú fóru níðingarnir á stað með Sólon speking, út á sljettuna …“ Af fráögn Sölva má ráða að Jón þessi hafi verið vinnumaður hjá Ólafi bónda á Ytra – Álandi og Sigfús þessi lausamaður bróðir konu Guðmundar í Flögu. Fyrsti viðkomustaður þeirra var Svalbarð en Sölva líkaði illa móttökur séra Vigfúsar Sigurðssonar og heimilisfólks hans. Þar virðast þeir hafa stoppað stutt við en haldið áfram yfir Svalbarðsá með viðkomu í Garðstungu og síðan yfir Tunguá og síðan eftir fjallgarðinum og í Sjóarland (Sævarland). Þar endar ferðalýsing Sölva líkast til hefur dagleiðin endað þar. Sölvi nefnir heimilisfólk allt á Sjóarlandi en þar bjuggu Gísli Sigfússon og kona hans Margrét Ólafsdóttir ásamt börnum sínum Gunnari og Sigríði.
Fólki þessu lýsir Sölvi sem heimsku en nefnir ekki að þau hafi komið sérstaklega illa fram við hann en fer nokkuð ítarlega yfir framkomu og slæma meðferð af hendi fylgdarmanna sinna, þeirra Sigfúsar og Jóns. Sérstaklega tekur hann fram að meðferð sú hafi verið fyrirskipuð af hreppstjóranum í Flögu Guðmundi Jónssyni. Þessi illa meðferð fólst m.a. í að neita Sölva um mat og drykk en hann segir þá hafa bent þegjandi á árnar þegar hann bað þá um eitthvað að drekka. Sömuleiðis segir Sölvi þá hafa látið hann bera þá yfir vatnsföllin á leiðinni. Stefán nokkurn Jónsson nefnir hann líka sem illmenni sem kemur illa fram við hann.

Síða 3, bakhlið

Handritið hefst á níðvísu sem Sölvi kallar „Grafskrift“ Jóa Sölvasonar í Ærlækjarseli sem fær fær ekki falleg eftirmæli frá Sölva. Á eftir fylgir frásögn Sölva sem fjallar greinilega um þau þáttaskil þegar Sölvi var fluttur frá Ærlækjarseli til Húsavíkur árið 1854 þar sem var réttað yfir honum og hann loks dæmdur betrunarvistar í Kaupmannahöfn. Handritið virðist vera ritað bæði í Ærlækjarseli og á Húsavíkurbakka hjá sýslumanninum. Fyrst virðist hann vera í Ærlækjarseli þaðan sem hann býst við að verða fluttur á Bakka (Húsavíkurbakka) til Skúlasonar. (Hér er væntanlega átt við Sigfús Skúlason sýslumann sem kallaði sig Sigfús Schulesen. Sölvi virðist rita nafn hans á ýmsa vegur en notast yfirleitt ekki við skírnarnafnið). Sölvi segir upp og ofan af því sem fram fer og augljóst er að Sölvi býst ekki við öðru en að fá dóm fyrir sakir sem hann sver af sér. Þar sem frásögninni sleppir virðast hafa liðið þrír dagar frá því hann kom til Schulesen sýslumanns.

Síða 1, opna

Sölvi fjallar um málaferlin árið 1854 en hann var ákærður fyrir bæði þjófnað og flakk. Réttarhöld þessi voru afdrifarík fyrir Sölva því dómurinn var þungur. Hann var dæmdur til þriggja ára betrunarvistar í Kaupmannahöfn. Í þessu handriti fer hann m.a. yfir sakargiftir sýslumannsins, kvartar undan óréttlætinu sem hann telur sig beittann og ítrekar sakleysi sitt.
Við sögu koma auk Schulesen m.a. Eggert Briem, Jóhann Pálsson í Keldarnesi og Stefán Jónsson.

Síða 3, framhlið

Eftir að Sölvi fjallar um samband sitt við Guð snýr hann sér að höfðingjunum og þeirra sambandi við þann í neðra. Hann segir alla þjóðina fylgja höfðingjunum í djöfulskap þeirra en aðgreinir 50 kristilega menn og sjálfan sig. Þetta gerir hann víða í textum sínum. Það er engu líkara en þetta séu þeir einu í öllu landinu sem ganga á vegum drottins, hinir eru ofurseldir djöflinum. Sértaklega nefnir hann Sigfús Skúlason og Stefán Jónsson og níðingsskap þeirra í sinn garð í tengslum við dómsmálið 1854. Þeir virðast segja Sölva hafa játað glæpi sína en það segir Sölvi vera lygi.

Síða 5, opna

Á þessari opnu er lýst þeirri meðferð sem Sölvi má þola í varðhaldi í aðdraganda réttarhaldanna vorið og sumarið 1854. Vissulega er stuðst við staði og persónur sem komu raunverulega við sögu þess tímabils í ævi Sölva. Varast ber þó að meðhöndla þessa frásögn sem heimild um það sem gerðist og ósennilegt að það hafi verið ætlun höfundar. Fremur má álykta að um skáldverk sé að ræða en mörg einkenni þess konar verka prýða fráögnina. Til marks um það má nefna að sögumaður með góða yfirsýn yfir sögusviðið segir sögu Sölva og samtöl birtast á milli sumra þeirra persóna sem eru í sviðsljósi atburðana.
Á fyrri síðu opnunnar eru atburðirnir settir niður á tiltekinn dag þann 6 mars frekar en maí árið 1854. Sölvi er enn í haldi og er rekið hvernig eigur hans eru gerðar upptækar, fjármunir sem lausamunir ýmsir, t.d. verkfæri og því sem eftir var af Sjö miljóna arka bókinni (verk sem kemur ítrekað við sögu í þessum handritum). Sölvi virðist þarna vera vistaður á Laxamýri og og nýttur til vinnu við að gera garð umhverfis túnið. Sérstaklega eru nefndir þeir Jakob Þórarinsson og Stefán Jónsson sem gætu verið gæslumenn hans. Því næst er lýst atburði þar sem Sölvi er barinn þannig að stór sér á honum og síðan komið fyrir í gapastokk. Atburður þessi er sviðsettur af sögumanni og samtöl milli Sölva og gæslumanna hans gæða hana lífi en það hefst á þessum orðum Sölva:
„Ég er Sölvi spekingur – ef þið viljið gera níðingsverk á mér – þá er það ykkar synd, mitt er sakleysið.“ Á eftir fer að því er virðist undarleg lofræða um Sölva um atgervi hans og gáfur sem svo endar með því að þeir skipa honum að leggjast niður svo þeir geti barið hann. Þegar þeir hafa lokið við sér af er hann bundinn aftur og settur í gapastokk yfir nóttina á meðan velta þeir því fyrir sér hvort þeir ættu frekar að drepa hann.
Á seinni síðu opnunnar heldur sögumaður áfram að lýsa raunum Sölva í varðhaldi og flutningum á milli bæja. Hann víkur sérstaklega að ásökunum Sigfúsar sýslumanns um bókaþjófnaðinn sem samkvæmt þessari frásögn er helber lygi. Í Lokin snýr hann sér að innihaldi Sjö milljóna arka bók Sölva og segir að hún hafi aðeins verið stutt ágrip af framferði þeirra höfðingjana.

Um málaferli 1853-1854

Á þessum síðum ávarpar sögumaður Sölva og fjallar um bága stöðu hans í varhaldinu og ráðleggur honum um hvaða stefnu hann skuli taka

Síða 1, bakhlið

En ávarpar sögumaður Sölva sem virðist standa á einhverjum tímamótum, hann virðist vera á leiðinni eitthvað ef marka má ávarp sögumanns. Ef til vill er dómur gegninn og Sölvi á leiðinni til Kaupmannahafnar. Sögumaður biður hann um að íhuga hvaða stefnu hann muni taka þegar heim er komið og spyr hvort hann ætli að hafa visku drottins áfram að leiðarljósi í lífinu.

Síða 01, framhlið

„Segir þannig frá: að þá kom hann í Fnjóskadal,“
Hallgrímur Bjarnason og Hallgrímur Gíslason eru nefndir í þessum texta sem er einn samfeldur reiðilestur sem virðist beint að þeim tveimur.

Skjal 1, framhlið

Titil bréfsins: „Sendibréf frá „spekingi allra þjóða“ æðsta (=mesta) kallmenni frægðarinnar, alls mannkynsins!
Fysta bréfið er til „ Bjarna gestaníðingsins“ og reiði Sölva beinist gegn þremur mönnum fyrir að níðast og ljúga á saklausaum manni: „frelsishetjunni helgu“. Það eru þeir Bjarni í Múla, Björn í Lóni og Páll á Stafafelli. Engar sérstakar misgjörðir þeirra gegn Sölva eru tilgreindar en klifað er á því að Bjarni hafi gert sér ferð í aðra sveit til að níða og ljúga upp á Sölva. Þannig að ætla má að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað í Lóni.

Skjal 1, framhlið

Á þessari síðu er ýmsum einkennum Íslendinga lýst. Byrjað á Austfirðingum en síðan almennt um Íslendinga. Sérstaklega er fundið að hversu mjög þeir eru hændir að rímunum og fullyrt að þeir byrji að kveða um leið og tveir eða fleiri eru saman komnir.

Skjal 3, framhlið

„það þreytist að berja Sölva í járnunum“
Sölvi lýsir því að fólk þetta berji hann í járnum. Líkast til er þetta í varðhaldi í kringum réttarhöldin 1853-4 að minnsta kosti nefnir hann nokkra sem voru eða gætu hafa verið þar á þeim tíma, t.d. var Hósías prestur á svæðinu á þessum árum.
Barsmíðarnar bíta ekki á Sölva sem lætur á engu bera enda er hann „meiri andi en maður“ og getur leitt hjá sér sárskaukann.

Skjal 5, bakhlið

Sölvi heldur áfram að fjalla um óheiðarleika Norðra og ber blaðið saman við Þjóðólf og Ingólf sem segja satt ólíkt því fyrst nefnda.

Skjal 7, framhlið

Hér er Sölvi kynntur sem frelsari mannkyns. Lesandinn er ávarpaður og talinn ekki trúa því að Sölvi sé þess umkominn að vera þessi mikli maður en þá er honum bent á að hann þekki ekki manninn né verk hans. Síðan eru helstu kostir og verk tíunduð sem eru töluverð þrátt fyrir allar þær raunir sem hann þarf að ganga í gegnum.
Ljóst er að hvorug hlið arkarinnar er upphaf og vantar því augljóslega framan á þessa umfjöllun.

Skjal 8, bakhlið

Byrjar á ferskeytlu sem er greinilega um Sölva og gáfur hans en hún er ógreinileg vegna rakaskemmda.
Svo virðist sem einhver maður í Axarfirði hafi ort vísuna um Sölva. Hann er ekki nafngreindur en er viðloðandi frásögnina
Á síðunni eru eins konar heilræði um hvernig best sé að haga sínu lífi. Ganga veg sannleikans og dygðarinnar

Skjal 9, framhlið

„Blessuð náttúran! Og öll niðurröðunin í henni, hvernig allt er í jafnvægi.“
Hér fjallar Sölvi um lífsspeki sína sem er um margt áhugaverð og er testinn lofgjörð um náttúruna og alföðurinn. Þessa speki Sölva má tengja beint við hugmyndir þeirra heimspekinga sem mest voru áberandi í hugmyndafræði rómantíkurinnar.

Skjal 11, fyrri síða í opnu

Hér heldur áfram frásögnin af djöflinum og fylgjendum hans hér á Íslandi. Um miðja síðu snýr hann sér að sjálfum sér og hvernig hann er ógn við djöfulinn og hans málstað. Það kemur fram hvernig hann er kúgaður og píndur, rétt eins og allir þeir sem voga sér að ihuga að snúa frá villu síns vegar og snúa sér að dyggðinni og sannleikanum á drottins vegum.

Skjal 1, framhlið

„Draumur eins manns sem svaf altént með lokuð augun opin og gerði þannig alla drauma sína að sannindum, fullvissu og trú.“
Umfjöllun um speking vísindana sem fær vitranir sínar af alföðurnum.

Skjal 1, framhlið

Fyrri hluti síðunnar virðist vera endir á frásögn sem vantar framan á en umfjöllunarefnið er kunnuglegt. Þar er fjallað um illmennin sem nýðast á Sölva. Enginn er nefndur á nafn en þeim blótað hressilega.
Á seinni hluta síðunnar vendir sögumaður kvæði sínu í kross og textinn sem á eftir fer virðist vera bæn hans til Guðs en hann ávarpar hann beint. Bæn þessi heldur áfram á bakhlið síðunnar.

Skjal 1, framhlið

„Góðurinn minn! Hlýddu því: Hafðu ekki hálf…? á neinu sem þú gjörir: ef það er rétt, gjörðu það með alúð, sé það rangt láttu það ógjört.“
Þannig hefst síðan með ávarpi beint að lesandanum og á eftir fylgir nánari umfjöllun um kosti hinnar réttu breytni sem þarna er boðuð. Þar kemur Guð almáttugur að sjálfsögðu við sögu og spekingurinn sjálfur.

Skjal 1, bakhlið

Vísa í sex erindum um Skagfirðinga. Á eftir fylgir nánari útlistun á misgjörðum þeirra í garð Sölva.

Sagan af Julien og Fleurie

Hér er saga eða ævintýri af systkinunum Júlíen og Fleurie. Þau eru af aðalsættum og búa við allsnægtir. Júlíen, ólíkt systir sinni, kemur illa fram við flækinga sem leita ásjár hjá fjölskyldunni. Þegar hann hefur í tvígang hafnað fólki sem þarf á hjálp að halda leggur maður í röðum mötli á hann álög sem setja hann í spor allslaus flækings. Hann er fluttur út í skóg ásamt systur sinni sem vildi af góðmennsku sinni fylgja honum. Þar eru þau skilin eftir og þurfa að bjarga sér sjálf og reiða sig á góðmennsku þeirra sem á vegi þeirra verða.
Sagan gerist í Bordeaux í Frakklandi í kringum 1820 – 30 en óvist er um uppruna hennar. Enginn titill er á sögunni en Sölvi setur nafn sitt undir undir hana. Það gerir hann ekki við riddarasöguna af Flóres og Blankiflúr, hvort það bendi til þess að Sölvi hafi sjálfur samið söguna skal ósagt látið en líklegra er að um endursögn á einhverju ævintýri sé að ræða.

Skjal 2, framhlið

Á þessum síðum má sjá sögu af djöflinum og hans framgöngu á Íslandi. Þema sem kemur nokkuð oft fyrir í handritum Sölva. Þá er því lýst hvernig djöfullinn fer um og safnar saman fólki sem hann á sálina í og leikur það oft grátt með ýmsum gróteskum hætti. Oft virðist vera um að ræða hefðbundna frásögn þar sem lýst er samskiptum Sölva við helstu fjandmenn sína, þar sem þeir eru nafngreindir en síðan fer frásögnin út í fantasíu sem stundum virðist tengd við drauma Sölva. Í þessari sögu eru nafngreindir menn sem sannarlega voru uppi og reyndust Sölva ekki sértaklega vel ef marka má þessa frásögn. Jóhannes nokkur frá Laxamýri og synir hans þeir jón og Kristján fá allir slæman vitnisburð frá Sölva. Hóp presta telur hann upp og segir þá alla vera á vegum andskotans en ekki drottins. Þetta voru þeir Björn Þorsteinsson (1805-1874) prestur á Stafafelli í Lóni. Bjarni Sveinsson á Múla í Skriðdal. Páll Magnússon (1801-1860) prestur í Sandfelli í Öræfum.

Niðurstöður 171 to 255 of 501