Showing 2517 results

Archival descriptions
Sauðárkrókur
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

2014 results with digital objects Show results with digital objects

Frétt um skólamál 1965

Grein send til Einherja í október 1965 þar sem Guðjón segir frá skólastarfi á Sauðárkróki þetta haustið. Í Barnaskóla Sauðárkróks eru 182 nemendur þetta árið og er skólastjóri Björn Daníelsson. Í Gagnfræðiskólanum eru 90 nemendur og skólastjóri er Friðrik Margeirsson. Jafnframt er fjallað um fyrirhugaða byggingu nýs gagnfræðiskólahúss. Í Tónlistarskólanum eru 40 nemendur og er þar skólastjóri Eyþór Stefánsson tónskáld og aðalkennari Eva Snæbjörnsdóttir. Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum er söngstjóri við skólann. Í Iðnskóla Sauðárkróks eru 30-40 nemendur og er skólastjóri þar Jóhann Guðjónsson múrarameistari.

Grein frá 1967 - Til þess eru vítin að varast þau

Grein sem send var Einherja í júní 1967 og ber yfirskriftina "Til þess eru vítin að varast þau" en þar gagnrýnir Guðjón grein sem birt var í blaðinu Norðanfara (málgagni sjálfstæðismanna á Norðurlandi Vestra) 4. maí 1967 en téð grein var að mati Guðjóns ,,árás á meirihluta bæjarstjórnar á Sauðárkróki". Greinarhöfundur var ritstjóri og ábyrgðarmaður Norðanfara, Halldór Jónsson frá Leysingjastöðum.

Filmur

Myndir af Sauðákróki

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Árgeislinn 1908-1952

"Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki hóf útgáfu handskrifaðs blaðs er nefndist Árgeislinn árið 1907. Blaðið varð þegar í upphafi vettvangur deilna milli félagsmanna þar sem tókust á sjónarmið íhaldsstefnu og frjálslyndis á ýmsum sviðum. Einkum voru átökin um bindindisheit félagsmanna og um hvort félagið ætti að hafa kristileg gildi í hávegum. Helstu baráttumenn hvors hóps voru annars vegar Jón Þ. Björnsson og Brynleifur Tobíasson kennari, sem fulltrúar kristinna gilda og bindindis, og hins vegar Jón Pálmi Jónsson ljósmyndari og Árni Daníelsson kaupmaður."

Gjörðabækur aðalfunda U.M.F.T. 1903-1987

Innbundnar handskrifaðar og vel læsilegar bækur. Bækurnar hafa varðveist ágætlega, bindingar og blöð eru að mestu heilleg. Elsta fundargerðarbókin (frá 1903-1912) hefur varðveist illa.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Útmælingar Ólafs Briem

Lóðaútmælingar og gjöld þeim tengdar úr landi Sauðár.

Lóðin er seld í erfafestu gegn árgjaldi, sem ákveðið er 25 aurar fyrir hverja 40 fermetra, að upphæð 1 kr. 25 aura. Lóðargjaldið rennur í landsjóð og greiðist í peningum til umboðsmanns Reynisstaðar og klausturjarða fyrir 31. desember á hvert, fyrsta sinn árið 1915.

Ólafur Briem (1852-1930)

Gjafabréf

Gjafabréf Eyþórs Stefánssonar til Tónlistarskóla Sauðárkróks. Eyþór gefur 1.000.000 króna til sjóðsstofnunar sem átti að "þjóna því markmiði að styrkja þá nemendur skólans, er hyggja á framhaldsnám í hljóðfæraleik eða söng, eftir að hafa lokið tilskyldum prófum við skólann."

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

Kladdar 1941-1947

Kladdar frá árunum 1941-1947 þar sem Guðjón merkir við viðveru nemenda sinna, veikindi, leyfi og fleira.
TRÚNAÐARGÖGN!

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Menntamálaráðuneytið

Bréf til og frá Menntamálaráðuneytinu og 2 auglýsingar um laun stundakennara. 1 skjal með reglum um þáttöku ríkissjóðs í kostnaði við framkvæmd sundskyldunar 1971 og leiðbeiningar sem varða hana.
2 samningar Menntamálaráðuneytisins og bæjarstjórnar Sauðárkróks um Framhaldsskóla á Sauðárkróki. 1 greinargerð um gerð námsskráar.
Erindisbréf fyrir skólanefndir grunnskóla.

Hitaveita Sauðárkróks

Bréf til Jóns Nikodeumsson hitaveitustjóra. Reikningur fyrir jarðborun til Hitaveitu Sauðárkróks, yfirlit yfir rörasendingu, skýrsla, reglugerð um Hitaveitu Sauðárkróks.

Bréf

Einkabréf á milli Egils og Jens Þorkels.

Jens Þorkell Halldórsson (1922-1992)

Sveitarblaðið Árgeisli

"Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki hóf útgáfu handskrifaðs blaðs er nefndist Árgeislinn árið 1907. Blaðið varð þegar í upphafi vettvangur deilna milli félagsmanna þar sem tókust á sjónarmið íhaldsstefnu og frjálslyndis á ýmsum sviðum. Einkum voru átökin um bindindisheit félagsmanna og um hvort félagið ætti að hafa kristileg gildi í hávegum. Helstu baráttumenn hvors hóps voru annars vegar Jón Þ. Björnsson og Brynleifur Tobíasson kennari, sem fulltrúar kristinna gilda og bindindis, og hins vegar Jón Pálmi Jónsson ljósmyndari og Árni Daníelsson kaupmaður."

Félagatal knattspyrnudeildar U.M.F.T

Innbundin og handskrifuð bók með félagatali knattspyrnudeildar Tindastóls fyrir starfsárin 1963 og 1967. Einnig eru fundargerðir aðalfundar og stjórnar knattspyrnudeildarinar frá 5.1.1967 til 24.1.1970. Bókin er vel varðveitt og í góðu ásigkomulagi.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðir körfuknattleiksdeildar UMFT

Innbundin og handskrifuð fundargerðabók fyrir stofnfund körfuknattleiksdeildar Umf. Tindastóls ásamt lista yfir stofnendurm deildarinnar dags. 14. des.1969. Bókin er vel varðveitt og í góðu ásigkomulagi og læsileg. Aðeins sex fundagerðir eru skráðar í bókina, sú síðasta var skráð 14.2.1971.

Ungmennafélag Tindastóls

Fundagerðabók stofnfundar körfuknattleiksdeildar U.M.F.T.

Innbundin og handskrifuð bók, vel læsileg og vel varðveitt. Í bókina er skráður stofnfundur körfuknattleikdseildar Umf.Tindastóls sem haldinn var 14. des.1969 og eru aðeins sex fundir skráðir í bókina, síðasti fundur er skráður 14.2.1971.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðabækur 1929-1962

Í safninu eru bækur bæði stílabækur og innbundnar bækur, þær eru allar með línu- eða rúðustrikuðum blaðsíðum. Bækurnar eru ýmsum stærðum og gerðum. Í bækurnar eru skráðar fundagerðir, ársskýrslur, félagaskrá einnig ferðasögur skátaflokkanna. Bækurnar eru allar vel varðveittar og læsilegar og er lítið skrifað í þær flestar. Pappírsgögn sem voru í fundagerðabók (A-E) voru tekin úr bókinni og sett í sér örk (A-G). Í gögnum A-F og A-G eru persónugreinanleg gögn, arkirnar voru settar efst í öskjuna til að hægt sé að taka þau úr safninu. Í einni fundagerðabók, í örk A-F fannst mygla, bókin var hreinsuð (ryksuguð og burstuð eins og kostur var) og er hún að öðru leyti í góðu ásigkomulagi.

Sendibréf til Franch varðandi málefni Skátahreyfingunnar

  1. Bréf/ umslag varðandi norðurlanda Gildismót árið 1980.
  2. Bréf/ 1. umslag frá Helga Konráðssyni skrifað árið 1944 um Skátahreyfinguna Andvari.
  3. bréf vegna námskeiðs Gilwells 30. júní 1960 frá Sig. Guðmundsson skátafélag Sauðárkróks - Ásynjur og Andvarar.
  4. bréf frá Geirlaugi Jónssyni 28. nóvember 1948 um Foringjablað Skátahreyfingarinnar.
  5. bréf frá Sigurði Jónssyni 28.02 1973 vegna endurvekja Skátastarfið á Sauðárkróki.
  6. bréf frá Jóni A. Valdimarssynir skrifað í Keflavík um skátastarf á Sauðárkróki.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

Ávörp og ræður

Ýmis ávörp og ræður flutt af Guðjóni Ingimundarsyni við hin ýmsu tilefni tengd öllu því íþrótta- og félagsstarfi sem hann var þátttakandi í.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Guðjón Ingimundarson

Ýmis jóla og tækifæriskort úr fórum hjónanna Guðjóns Ingimundarsonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur sem bjuggu á Bárustíg 6 á Sauðárkróki.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Dögun 1954

Fjögur tölublöð af Dögun, blaði þjóðvarnarmanna á Sauðárkróki. Ábyrgðarmaður blaðsins var Ingi Sveinsson.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Lög U.M.F.T. 1922-1934

Innbundin bók sem er vel varðveitt, í henni eru handskrifuð lög félagsins og lagabreytingar sem gerðar voru á tímabilinu 1922-1934.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Reikningabók 1911-1926

Bókin inniheldur lista yfir greiddum aðgangseyri inn á skemmtifundi félagsins auk ársreikninga félagsins einnig bókhaldsfærslur fyrir orgels og húsbyggingarsjóðs U.M.F.T.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Bréfabók 1908-1925

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók. Í bókinni eru skráð bréf og erindi sem hafa borist U.M.F.T. einnig erindi og bréf sem félagið sendi á tímabilinu 1908-1925. Í bókinni er skráð reglugjörð fyrir glímuverðlaunapening U.M.F.T., dags. í desember 1911. Bókin er vel varðveitt.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðabók og pappírsgögn

Í safninu var ein innbundin og handskrifuð fundagerðabók en talsvert af öðrum pappírsgögnum bæði vélrituðum og handskrifuðum. Búið var að grófflokka safnið, farið var í að flokka skjölin betur eftir ártali - eins og hægt var og aðgreina það. Nokkur umslög með litlum miðum með orðsendingum sem aðallega voru um ósk um inntöku í félagið eða úrsagnir úr því voru í safninu, ákveðið var að halda eftir þremur umslögum með frímerkjum til varðveislu. Einnig er í safninu nokkrir miðar með handrituðum athugasemdum, fundargerðum sem eru án dagssetingar eða án ártals.
Jarðbótaskýrslum var safnað saman og þeim raðað eftir ártali. Forprentaðar auglýsingar, félagatal, bókhaldsgögn og kvittanir, kaup- og leigusamningur vegna jarðvinnslutækja félagsins, einnig eru í safninu fomleg erindi frá Stéttarsambandi Bænda, Áburðarsölu Ríkisins, Sambandi Ísl. Samvinnufélaga, Búnaðarsambandi Skagfirðinga og fleirum voru einnig flokkað eftir ártali eins og hægt var.
Í einni örk eru lög félagsins - bæði handskrifuð og vélrituð, bæði í A4 og A3 stærð og eru þetta líklega breytingartillögur þar sem athugasemdir eru handskrifaðar á tveimur skjalana.
Gögnin hefur varðveist misjafnlega vel en eru þó læsilegt, Jarðabótaskýrslurnar voru sumar talsvert rifnar og eru því viðkæmar allri meðhöndlun, sérstakegla sú sem er frá árinu 1931. Allar bréfaklemmur sem voru í safninu voru orðnar mjög ryðgaðar, þær voru allar fjarlægðgar en það má sjá för eftir þær á flestum skjölunum, hefti voru sömuleiðis fjarlægð.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

UMSS

Margvísleg gögn tengd UMSS sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar. Guðjón var í stjórn UMSS 1942-1973 og þar af formaður í 29 ár.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Fundagerðabækur

9 fundagerðabækur úr safni A-1. Elsta bókin sem er frá 1930 inniheldur heimild um stofnun félagsins.

Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)

Gamlárskvöld 1979-1980

Líklega frá áramótunum 1979-1980. Hefð var fyrir ólátum á Sauðárkróki á þessum tíma þar sem menn skipuðust í lið og slógust. Þarna átti að stoppa þessi læti í eitt skipti fyrir öll með sameiginlegu átaki.

Helgi Dagur Gunnarsson (1956-)

Móðurmálsvörður 1910-1936

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók. Bókin heldur skrá utan um orð sem félagsmenn hafa látið falla á fundum og merking þeirra.
Bókin er slæmilega varðveitt en kápa hennar er orðin snjáð, kjölurinn er límdur og bindingin er orðin léleg.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Results 341 to 425 of 2517