Showing 2517 results

Archival descriptions
Sauðárkrókur
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

2014 results with digital objects Show results with digital objects

Lög og lagabreytingar 1934-1959

Innbundin og handskrifuð lög U.M.F.T. frá 1934 með ýmsum lagabreytingum sem gerðar voru til ársins 1959. Bókin er vel læsileg og góðu ásigkomulagi.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Pappírsgögn 1984-1989

Í safninu eru ljósrituð, forprentuð, vélrituð og handskrifuð skjöl. Skjölin eru í góðu ásigkomulagi, sum þeirra eru ódagsett en virðast tengjast sama tímabili og þeirra sem eru dagsett. Í safninu eru söngtextar, starfsáætlanir, upplýsingar fyrir skátalandsmót, afmælisblað og fleira.

Skátafélagið Eilífsbúar

Almenn bæjarstjórnarmál

Ýmislegt er varðar þátttöku Erlendar Hansen í bæjarstjórnarmálum á Sauðárkróki á tímabilinu 1950-1975. Til að mynda gögn er varða deilur um bæjarreikninga 1960, ávörp Erlendar, fréttabréf stjórnmálaflokka.

Minnisbækur 1937-1976

Minnisbækur Guðjóns Ingimundarsonar, flestar þeirra tengjast bæjarstjórnarmálum en einnig má finna þar punkta um starfsemi hans innan KS og ungmennafélaganna. Jafnframt er elsta minnisbókin frá því hann var á Laugarvatni.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Lög úr Danslagakeppni

Lög úr Danslagakeppni,1. Nafnlaust (Skagafjörður fagur er), 2. Haustkvöld (höfundur Máni), 3. Hvað er ást (höfundur linnana) 4. Löngumýrarlagið (höf: Petró) nokkur leikin lög íslensk í syrpu. 5. Væri ég sjómaður (höf. Snadda), 6. Vangadans (höf. Fjöllyndan) 7. Abba (höf. Muggur) 8. Dísadóra (höf. Randafluga).

Ýmis skjöl

í þessu safni eru pappírsgögn, vélrituð, forprentuð og handskrifuð gögn á mismunandi gerð pappíra. Einnig er talsvert af prentuðum blöðum með merki og logo Bandalags íslenskra skáta (BIS). Misjafnt var hvort gögnin voru röðuð upp eftir ártali eða ekki, ákveðið var að raða þeim í ártalsröð til að koma einhverju skipulagi á það og til að auðvelda aðgengi að þeim. Mest er um fréttabréf og erindi frá BIS. Í safni B-J eru skýrslur og inntökubeiðnir skátafélagið og eru þetta persónugreinanleg gögn, þau voru sett efst til að hægt sé að taka þau frá þegar safn er fengið til lestrar. Hefti og bréfaklemmur voru hreinsaðar úr safninu, blöðin eru í mismunandi ástandi, sum rifin og gulnuð og á sumum er sýnilegir ryðblettir eftir hefti. Tvö umslög voru tekin úr safninu, búið var að klippa frímerkin úr, Inntökubeiðnir voru í plastmöppu, þau voru tekin úr möppunni og sett saman við aðrar samskonar skýrslur.

Skátafélagið Andvarar (1929-)

Ýmislegt

Stundaskrá með yfirliti yfir afnot ákveðinna hópa af sundlaug Sauðárkróks árið 2002 og samskipti Guðjóns við Sveitarfélagið vegna gjafar hans og eiginkonu hans, Ingibjargar Kristjánsdóttur, til sundlaugarinnar.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks

Þrjár fundargerðarbækur Iðnaðarfélags Sauðárkróks, skrá yfir réttindabréf félagsmanna, óskir um inngöngu í félagið, ýmis minnisblöð, upp, viðskiptayfirlit, uppkast að bréfi, auglýsingar og gjafabréf.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

UMSS

Gögnin innihalda m.a Fundargerðir, Ársþingskýrslur og Mótaskrá U.M.S.S sem er mjög umfangsmikil, haldin voru mörg mót s.s. Tugþrautarmót, Unglingamót, Meistaramót, Bikarmót og Norðulandamót svo fátt eitt sé talið. En í UMSS gögnum eru líka heimidir frá aðildarfélögum s.s Tindastól knattspyrn og sund. Gögnin eru pappísrsgögn og bæklingar í misjöfnu ástandi einhver rifin og blettótt.

Ungmennafélag Höfðstrendinga*

Fundagerðabók knattspyrnudeildar U.M.F.T

Innbundin og handskrifuð bók með fundagerðum og er vel læsileg. Bókin hefur varðveist ágætlega og er í góðu ásigkomulagi. Á fyrstu blaðsíðunni að þessi bók hafi verið tekin í notkun í stað annarar sem spannaði tímabilið 16.1.1963 til 24.1.1970 vegna hversu óskiljanlega rituð hún er og ritara fannst ósómi að gera bókina gildari að ritmáli. Einnig segir;" Fundargerðir félags- og stjórnarfunda rita ég í samfelldri röð svo og félagatal fyrir árið og annað sem þýðingu hefur fyrir deildina". Undirritað af Herði Ingimarssyni.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Leikjalýsingar og fundagerðir stjórnar körfuboltadeildar

Innbundin og handskrifuð bók, vel læsileg og í ágætu ásigkomulagi. Í bókinni eru skráð yfirlit og lýsingar á körfuboltaleikjum sem Umf. Tindastóll lék á árunum 1965-1971 - eða 52 leikir. Í bókinni eru einnig skráðar fundagerðir aðalfunda deildarinnar frá 11.12.1986 -11.9.2003 og listi yfir leikmenn í kvenna- og karladeild körfuboltans sem fengu viðurkenningar á tímabilinu 1993-2000. Ljósrituð og handskrifuð pappírsgögn fylgja bókinni, ákveðið var að leyfa þeim að var áfram þar sem það sem á blöðunum er skráð varða efni bókarinnar og tímasetningu.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Leikjayfirlit og fundagerðir aðalfunda körfuknattleiksdeildar U.M.F.T.

Innbundin og handskrifuð bók með lýsingu körfuboltaleikja fyrstu ár deildarinnar, nánar tiltekið frá 1965-1971. Í bókinni er einnig fundagerðir aðalfunda körfuknattleiksdeildarinnar, frá 11.12.1986 - 11.9.2003 ásamt því að tilgreindir eru einstaklingar sem hlutu verðlaun á uppskeruhátíðum deildarinnar í bæði kvenn- og karlaflokkum frá 1997 - 2000. Einnig eru pappírsgögn, eitt handskrifað og annað ljósritað sem eru með nöfnum einstaklinga sem tengjast viðurkenningum uppskeruhátíðar 1997.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Sauðárkrókur - aðalskipulag

Aðalskipulagsuppdráttur fyrir Sauðárkrók, unnar af Stefáni Jónssyni, Reyni Vilhjálmssyni, Guðrúnu Jónsdóttur og Knud Jeppesen árið 1970.

Stefán Jónsson (1892-1980)

Sauðárkrókur - skipulagsuppdrættir

Skipulagsuppdráttur fyrir Sauðárkrókur eftir Guðmund Hannesson frá 1938 og uppdráttur af skipulagi Sauðárkróks eftir Sigurð Sigurðsson (síðar búnaðarmálastjóra) frá 1917. Ljósrit af uppdráttunum sem notaðar voru á sýningarspjöldum, mögulega vegna kynningar á aðalskipulagstillögu frá 1970.

Guðmundur Hannesson (1866-1946)

Fundagerðabók stjórnar körfuboltadeildar Umf. Tindastóls 1989-1997

Innbundin og handskrifuð bók, vel læsileg en kjölur bókarinnar hefur skemmst en að öðru leyti hefur hún varðveist ágætlega. Í bókinni eru fundargerðir stjórnar körfuknattleiksdeildar auk pappírsgagna sem tengjast fundargerðum deildarinnar. Meðal annars er fundargerð dags. 22.11.1993 vegna foreldrafundar. Hins vegar er tölvuprentuð fundargerð frá Formannafundi KKÍ, dags. 8. jan.1994

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundareglur U.M.F.T. 1925-1933

Óbundin, línustrikuð og handskrifuð bók og vel læsileg. Blöðin eru flest orðin laus, einnig hafa blöð verið klippt eða skorin úr bókinni en að öðru leyti hefur bókin varðveist ágætlega. Einn vélritaður miði er í bókinni um skyldur fundarritara.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Pappírsgögn 1985-1990

Í safninu eru lög, fréttabréf og erindi frá Bandalagi íslenskra Skáta. Bréfasamskipti er varða heimsókn danskra skáta til Sauðárkróks, gjafabréf, formleg bréf og erindi, símskeyti, fundardagskrá og þakkarbréf.
Ath. í safninu eru persónugreinanleg gögn, þau eru fremst í örkinni.

Skátafélagið Eilífsbúar

Teikning af hlut

Teikning af verkfæri eftir Hjalta Guðmundsson. Prófverkefni. Líklega frá Iðnskólanum á Sauðárkróki.

Hjalti Jósafat Guðmundsson (1929-2012)

Reikningabók 1937-1967

Innbundin og handskrifuð sjóðsbók, bókin er ágætlega varðveitt. Í bókinni voru 4 blaðsíður línustrikaðar með handskrifuðum kynningum á einhverjum karlmönnum sem líklega voru í félaginu. Blöðin eru ódagsett og ómerkt.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðir körfuknattleiksdeildar UMFT

Innbundin og handskrifuð bók, án kjöls og að öðru leyti í ágætu ásigkomulagi, Bókin er vel læsileg. Í bókinni eru laus pappírsgögn sem tengjast fundagerðunum. Á öðru blaðinu er handskrifuð fundagerð fyrir foreldrafund, dags.22.11.1993 og tölvuútprentuð fundargerð frá Formannafundi KKÍ, dags. 8. jan.1994.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Bókhald 1939-2000

Safn sem áður var skráð C1 inniheldur vélrituð og handskrifuð pappírsgögn með ársreikningum Félagsheimilisins Bifrastar og Vkf Öldunnar, auk og innbundnar bækur sem innihalda félagaskrá og ársreikningum félagsins. Í safninu eru persónugreinanleg trúnaðarmál. Safn sem áður var C2 inniheldur árs- og efnahagsreiknnga Vkf Öldunnar og hreyfingalista frá 1989-1993. Í safninu er einnig lífeyrissjóðsyfirlit einstaklings sem var í Vkf Öldunni og er um að ræða trúnaðarmál.

Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)

Ýmsar bækur og gögn

Vélritað pappírsgögn með erindi til Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu er varðar tímaritið "Tindastóll", einnig er samskonar blað sem fylgir og er með tillögu og greinargerð um sama blað. Gögnin hafa varðveist vel og voru innan um bókhaldsgögn U.M.F.T. Ákveðið var að setja þau með öðrum gögnum óskyldum bókhaldi félagsins.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Viðverubók 1925-1937

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók þar sem haldið er utan um félagatal U.M.F.T. og mætingar á fundi félagsins tímabilið 1925-1937, einnig er yfirlit yfir heiðursfélaga. Bókin hefur varðveist ágætlega.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Kaupfélag Skagfirðinga 1954-1991

Ýmis gögn tengd starfsemi Kaupfélagi Skagfirðinga sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar. Guðjón var endurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga til fjölda ára, sat í stjórn Menningarsjóðs KS í mörg ár og var formaður fræðuslunefndar þess um skeið.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Ársskýrslur 1984-1989

Í safninu eru félagaskýrslur frá árinu 1985-1987, einnig eru önnur gögn með persónugreinanlegum upplýsingum í safninu.

Skátafélagið Eilífsbúar

Umsóknir og útborganir 1970-1996

Í safni sem var D1 eru innbundnar bækur og pappírsgögn, sum í tvíriti, önnur eru afrit af skjölum. Gögnin tengjast úthlutunum á atvinnuleysisbótum, úr sjúkarsjóði einnig örorku og ellilífeyri. Um er að ræða persónugreinanleg gögn og trúnðaðarmál. Safnið er vel varðveitt.

Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)

Lög og fundareglur U.M.F.T.

Handskrifaðar innbundnar og óinnbundnar bækur, vel læsilegar og í ágætu ásigkomulagi. Bækurnar innihalda fundareglur, einnig lög og reglur U.M.F.T. og lagabreytingar sem gerðar voru á fundum til ársins 1959.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Innbundin tölvuútprentuð pappírsgögn sem inniheldur ársskýrslu körfuknattleiksdeildar Tindastóls, fyrir 1996-1997. Plast er yfir forsíðu skýrslunnar og bakið er úr þykkum pappír. Eintakið hefur varðveist mjög vel. Í skýrslunni er fjallað um fjárhag deildarinnar, skýrslu formanns ásamt skýrslum frá þjálfurum yngri flokka körfuboltadeildarinar.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Hljóðsnælda

Viðtöl við Geirmund Valtýsson, Sigurgeir Angantýsson og Helgu Sigurbjörnsdóttur um Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks

Höfuðbók 1966-1973

Innbundin og handskrifuð bók með höfuðbókafærslum fyrir tímabilið 1966-1974. Bókin er vel varðveitt.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Gestabók/félagatal U.M.F.T.

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók og vel varðveitt. Bókin er í A4 stærð og í henni eru undirritanir einstaklinga, líklega félagsmanna U.M.F.T. ásamt dagsetningum og hefur verið nýtt sem gestabók / félagatal.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Teikningar af húsi og gluggum

Nokkrar teikningar af íbúðarhúsi ásamt teikningum af gluggum eftir Hjalta Guðmundsson. Merkt Iðnskóla Sauðárkróks, 1955. Líklega um prófverkefni að ræða.

Hjalti Jósafat Guðmundsson (1929-2012)

Færslubók 1982-1986

Innbundin og handskrifuð bók með bókhaldsfærslum frá 1.10.1982 -1.1.1986. Bókin er vel varðveitt og er lítið notuð.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Stjórnarfundir knattspyrnudeildar U.M.F.T

Pappírsgögn með handskrifuðum fundargerðum sem skrifaðar eru á tímabilinu 14.12.1989 - 18.12.1990. Gögn þessi virðast tengjast að einhverju leyti fundargerðum stjórnar knattspyrnudeildarinnar sem skrifaðar eru í fundagerðabók dags. 18.12.1989 - 28.8.1990 (sjá í C lið).
Á sumum blöðunum eru einungis skrifað dagskrá fundarins, á önnur eru líka skrifuð fundagerðir, blöðin dagsett og með ártali. Skriftir eru vel læsilegar.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Results 426 to 510 of 2517