Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 627 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Only top-level descriptions
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

5 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Hólahreppur ( afhending 2023 - 035 )

  • IS HSk N00477
  • Safn
  • 1945 - 2008

Gögnin komu frá einkasafni Harðar Jónssonar, Hofi 2, oddvita Hólahrepps 1982 - 1990, og voru afhent á Héraðsskjalasafnið á Sauðárkrók þann 10.10.2023. Hörður Jónsson fæddist á Sauðárkróki 24. maí 1952 en ólst upp á Hofi 2 í Hjaltadal þar sem hann átti heimili æ síðan. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 22. ágúst 2023.
Gögnin voru óhrein og bækur hreinsaðar og gögn grisjuð af skjalamöppum, afritum og bréfaklemmum, þau eru flokkuð eftir ártali og málefnum.
Tekið var úr safni þau gögn er tilheyra Hólakirkju og verða þau pökkuð sér ( Samfélag B - C )

Hólahreppur

Sparisjóður Hólahrepps

  • IS HSk N00478
  • Safn
  • 1926 - 2013

Gögn frá Sparisjóð Hólahrepps komu frá einkasafni Harðar Jónssonar, Hofi 2, oddvita Hólahrepps 1982 - 1990. Gögnin voru óhrein við komu og umfang mikið um 20 kassa af blönduðu safni Harðar. Þau voru flokkuð og hreinsuð og skipt niður í 3 söfn. N00476, N00477. N00478. Gögn voru látin halda uppruna eins og hægt var en vegna ýmist góðs skipulags gagna eða óreiðu voru þau sett í þau 3 söfn sem var unnin út frá rekjanleika og skipulagi.

Sparisjóður Hólahrepps

Baldvin Leifsson skjala- og ljósmyndasafn

  • IS HSk N00479
  • Safn
  • 1890-2022

Einkaskjalasafn Baldvins Leifssonar, gögn sem tengjast einkum Ásbúðum á Skaga og nágrenni.

Baldvin Leifsson (1941-2022)

Sigurbjörg Gunnarsdóttir (Afh. 2023:031)

  • IS HSk N00481
  • Safn
  • 1926 - 1960

Í safni þessu eru fjölmörg sendibréf og meðylgjandi umslög er bárust til Sigurbjargar og Magnúsar bróður hennar á þessu tímabili. Einnig eru sendibréf til Walters sem var í sveit hjá þeim Bréfin eru vel læsileg og í góðu ástandi. Í safni þessu liggja líka jólakort og myndir myndir og eru látnar halda sér hjá því sendibréfi vegna uppruna. Í series bókhaldi E, lá efst í safninu er óopnað umslag frá Kaupfélagi Skagfirðinga merkt Stefánía M Pétursdóttir, Garði Hegranesi, það er látið halda sér þannig.
Í series G-4 er handskrifað bréf með stimpilmerki. Bréfið sýnist vera skírnavottorð um skírn Jón fæddur 9.janúar, skírður 2.des.ár 1916.
Foreldrar, Björn Pálmason og Sigurbjörg Jónsdóttir.Ytri - Húsabakka. Dagsett, Glaumbæ 3.maí 1930.

Sigurbjörg Gunnarsdóttir (1888-1964)

Skógræktarfélag Skagfirðinga

  • IS HSk N00488
  • Safn
  • 1974-1994

Safn sem Jón Bjarnason fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hólum afhenti 2015. Safnið samanstendur af skjölum er tengjast Skógræktarfélagi Skagfirðinga og fundagerðabókum ýmissa félaga sem nemendur Bændaskólans á Hólum voru í. Safnið frá skógræktarfélaginu samanstendur af formlegum erindum, bréfum, dagbókum og skýrslum er varða að mestum hluta skógrækt á Hólum og spannar tímabilið 1974-1994. Í safninu er líka talsvert af fylgigögnum bókhalds. Reiknings- og viðskiptayfirlit, greiðslukvittanir, launamiðar, skýrslur og skilagreinar frá skattinum. Verðskrár frá Skógræktarfélagi Íslands, einnig ársreikningar- og aðalreikningar. Í safninu sem tengist nemendum bændaskólans eru fundagerðabækur er tengjast Hestamannafélaginu Hrein, Málfundafélagi Hólasveina, Málfundafélag Hólaskóla og Íþróttafélag Hólaskóla einnig fylgdi ástundunarbók sem skráðar eru mætingar nemenda í tíma. Þegar farið var að vinna safnið var það gróf flokkað.
Það þurfti að fara yfir það og færa skjöl á milli, erindi, bréf og skýrslur í viðeigandi safn og fylgigögn bókhalds sömuleiðis.
öll erindi, bréf og skýrslur úr bókhaldsgögnunum og var raðað eins og kostur var í ártalsröð en minna lagt í að raða bókhaldsgögnin.
Talsvert var grisjað úr safninu, sérstaklega gögn sem voru til í fleiri en einu eintaki, orðsendingar og leiðbeiningabæklingar frá skattinum. Ljósrit af pöntunum fyrir trjáplöntur, fundarboð og plastvasi voru fjarlægð. Lög og frumvörp til laga og breytinga á lögum um skógrækt, skógvernd og jarðræktarlögum frá Alþingi. Rit um Náttúruminjar og frá Skógræktarfélagi Íslands og Leiðbeiningarmerki frá Vegagerðinni var einnig fjarlægt úr safninu. Úr safninu var einnig grisjað leiðbeingar fyrir sláttuvél og dælu og óútfyllt eyðublöð frá skattinum. Ákveðið var að safnið frá bændaskólanum yrði skráð með safni skógræktarfélagsins þar sem sami skjalamyndari afhenti bæði söfnin. Safnið var hreinsað af heftum og bréfaklemmum eins og kostur var. Í safninu eru persónugeinanleg trúnaðargögn.

Skógræktarfélag Skagfirðinga (1933-

Árni Blöndal: skjalasafn

  • IS HSk N00489
  • Safn
  • 1955-2014

Safn úr eigu Árna Blöndals og Maríu Gísladóttur konu hans. Einkaskjalasafnið var forflokkað af skjalamyndara áður en það var afhent, í því safni er talsvert af persónulegum gögnum, sendibréf, jólakort, DVD diskar auk ljósmynda frá fjölskyldum þeirra bæði á Íslandi og erlendis. Í safninu eru einnig skjöl sem tengjast félögum sem Árni starfaði og kom að í gegnum tíðina. Safnið var að miklu leyti flokkað og voru skjölin geymd í plastvösum sem voru í plastmöppu. Safnið var yfirfarið og sumt flokkað á ný og því skipt í tvennt, það sem tengist byggingu Sauðármýrar 3 á Sauðárkróki og einkaskjöl. Allt plast var grisjað úr safninu, einnig ljósrit af fundargerðum úr fundargerðabókinni, afrit af ljósmyndum sem teknar voru á stjórnarfundum húsfélagsins að Sauðármýri 3.
Hefti voru fjarlægð. Ljósmyndirnar voru settar í sýrufría plastvasa fyrir betri varðveislu, öll pappírsgögn voru sett í arkir. Safnið var í tveimur öskjum.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

Ólína Ingibjörg Björnsdóttir og Guðjón Sigurðsson: skjalasafn

  • IS HSk N00492
  • Safn
  • 1900-1995

Bréfa og ljósmyndasafn úr eigu Guðjóns Sigurðssonar bakara og Ólínu Ingibjörgu Björnsdóttur konu hans, safnið samanstendur af sendibréfum og erindum m.a til þáverandi sjávarútvegsráðherra Emils Jónssonar (1963). Í safninu eru auk þess 280 pappírskópíur og ljósmyndir, hluti af þeim er úr eigu Björns (Haraldar) Björnssonar, bróður Ólínu. Safn Björns var í litlu tréboxi (gömlu vindlaboxi). Þess má geta að í tréboxinu voru tvær litlar myndamöppur með ljósmyndum af helstu kennileitum Kaupmannahafnar. Ákveðið var að halda söfnunum aðskildum og skrá myndirnar og myndamöppurnar sérstaklega.
Þegar byrjað var að fara yfir myndinar komu í ljós nokkrar myndir sem eru úr eigu Björns Björnssonar sem var tengdasonur Ólínu og Guðjóns, nokkrar af myndunum eru merktar honum og hafa liklega verið birtar í Morgunblaðinu (Björn var lengi fréttaritari blaðsins).

Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980)

Rósa Petra Jensdóttir: Skjala- og ljósmyndasafn

  • IS HSk N00496
  • Safn
  • 1900-1989

Í safninu eru svart hvítar litmyndir - fjölskyldumyndir og myndir teknar á Sauðárkróki og nokkrum öðrum kennileitum í Skagafirði. Tvær skólamyndir frá Húsmæðrakólanum á Löngumýri. Tvær myndir voru innrammaðar, önnur þeirra er máluð ljósmynd af Suðurgötu 18 og lítil mynd af Rósu og foreldrum hennar. Rammar og umslög utan um myndirnar var grisjað úr safninu. Í safninu eru einnig nokkrar handskrifaðar blaðsíður með lista yfir jólagjafir og jólakortasendingar.

Rósa Petra Jensdóttir

Sigurður Sigurðsson: Málverkasafn

  • IS LSk M00003
  • Safn
  • 1950-1996

Málverk í eigu Listasafns Skagfirðinga eftir Sigurð Sigurðsson.

Sigurður Sigurðsson (1916-1996)

Friðþjófur Þorkelsson

  • IS SIS 005
  • Safn
  • 1970-2010

Ljósmyndir úr safni Friðþjófs Þorkelssonar.

Friðþjófur Þorkelsson

KCM2007

  • KCM2007
  • Eining

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Sigurgeir Angantýsson: Ljósmyndasafn

  • N00362
  • Safn
  • 1950-1970

15 ljósmyndir, gefnar 29.06.2012 úr dánarbúi Sigurgeirs Angantýssonar.

Sigurgeir Angantýsson (1939-2012)

Mynd 205

  • Eining

Áhorfendur, hugsanlega í sundlauginni. Þekkja má Ingimar Bogason (með loðhúfu og gleraugu). T.v. við Ingimar er Árni Guðmundsson. Aftan við Árna er Friðrik Friðriksson og t.h. Hafsteinn Hannesson, Elsa Valdimarsdóttir og Jónanna Jónsdóttir. Aftan við Friðrik er Hermann Sigurjónsson frá Lóni.

Gunnar Steingrímsson: Skjalasafn

  • Safn
  • 1898-1945

Lýsing á grenjum í Holtshreppi og upplýsingar um unnin greni frá um 1898-1912.

Jón Sigurðsson (1854-1920)

Niðurstöður 596 to 627 of 627