Showing 923 results

Archival descriptions
Item Text
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

923 results with digital objects Show results with digital objects

21.07.1857

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eignum Sveins Sveinssonar á Bjarnargili.

19.07.1856

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á dánarbúi Engilráðar Jónsdóttur (tilg. Melbreið út frá texta - samkv. íslendingabók er hún vinnukona á Fyrir-Barði)

23.06.1856

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á dánarbúi Þorfinns Finnssonar á Efra-Haganesi.

Skjal 11, bakhlið

Hér dregur til tíðinda, djöfullinn ætlar að taka með sér hóp af fólki til helvítis. Þar eru nefndir meðal annara: Jónas Helgason, Stefán Þorfinnsson, Sigurð Jónsson, Stefán Hjörleifsson, allir á Skinnastöðum. Þóra, Oddný og þrjár aðrar konur, auk hjónanna á Breiðumýri Allt þetta fólk ætlaði djöfullin handa sér á páskunum en tvær konur verða eftir.
„þetta allt fólk(ógr.) ætlaði andskotinn til páskanna handa sér, djöflunum þeim þar í helvíti sem hann hélt mest uppá, nema gömlu frúnna á Breiðumýri og Guðlaugu Björnsdóttur á Skinnastöðum, gamlar hórur djöfulsins. Þær áttu að vera hórurnar hans um alla eilífð“
Undir lok sögunnar virðist hersingin haf tekið drepsótt og læknar koma við sögu, þeir Oddur Stefánsson, Eggert Jónsson og Jón Þorsteinsson.

26.04.1856

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eigum Guðmundar Tómassonar á Laugalandi.

Skjal 11, seinni síða á opnu

„Enn af því guð var með honum, og hafði gefið honum meira vit og krafta og þekkingu á náttúrunni …“
Áfram heldur frásögnin af djöflinum en á þessari síðu er fjallað um guðdóminn og trú Sölva. Hvernig hann í krafti trúar sinnar getur veitt andskotanum mótspyrnu og hvernig er reynt að brjóta hann niður í þeirri von að hann snúi af guðsvegum og djöfulinn fái sínu framgengt.

16.04.1856

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eigum Sigríðar Björnsdóttur á Reykjarhóli á Bökkum í Fljótum.

Skjal 11, fyrri síða í opnu

Hér heldur áfram frásögnin af djöflinum og fylgjendum hans hér á Íslandi. Um miðja síðu snýr hann sér að sjálfum sér og hvernig hann er ógn við djöfulinn og hans málstað. Það kemur fram hvernig hann er kúgaður og píndur, rétt eins og allir þeir sem voga sér að ihuga að snúa frá villu síns vegar og snúa sér að dyggðinni og sannleikanum á drottins vegum.

14.04-15.04 1856

Uppskriftir og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eignum Guðmundar Jónssonar á Melbreið og seinni virðingin á eignum Sólveigar Sveinsdóttur á Móskógum.

02.05.1855

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eignum Jóns Guðmundssonar á Deplum.

Skjal 11, framhlið

Frásögn af djöflinum og ferðum hans um landið þar sem fylgjendur hans hljóta grimmilega og jafnvel hláleg örlög eftir meðferð hans.
Margt fólk er nefnt í þessari sögu, til dæmis Jóhann Sölvason (1829-1864), Kristján í Ærlækjarseli og annað heimilisfólk þar á bæ og Jakob Pétursson í Breiðumýri (1790-1885).

28.05.1854

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eignum Jóhanns Símonarsonar (tilg.).

20.05.1854

Uppskrift og virðingar hreppstjórans á Holtshreppi á eignum Lárusar Þorsteinssonar á Lambanesreykjum.

Skjal 10, framhlið

„draumaengillinn segir það sálunni“
„Tunglið, Hvar þar er á sinni braut“
„Sálin sjálf á sinni braut“
Greinilegt að Sölvi telur stöðu himintunglanna hafa áhrif á sálarlíf mannsins í draumi og í vöku. Í fyrstu lýsir hann eðli drauma en á eftir virðist fylgja draumur með kunnuglegu stefi. En þar kemur djöfullinn við sögu og gróteskar lýsingar á hans framferði.

Fundagerðabók

Framan á bókinni stendur Gjörðabók, Kvenfélag Holtshrepps. Auk þess er nafnið Framtíðin skrifað á kápu bókarinnar. Bókin er í ágætu ásigkomulagi.

Kvenfélagið Framtíðin (1939-)

Skjal 1, bakhlið

Lítill snepill þar sem fjallað er um fjandmenn Sölva, meðal annars: amtmanninn Pétur Havsteen, Eggert Briem, Sigfús Skúlason, Sölvi telur upp nokkra af fjandmönnum sínum, m.a. Skúlasen sýslumann og blótar þeim.

Skjal 1, bakhlið

Áfram fjallað um djöfulinn, sleðarnir hans koma við sögu en á þeim dregur hann fólkið sem hann safnar saman..

Skjal 1, opna

Framan af ávarpar sögumaður lesandann og leggur honum lífsreglurnar en undir lokin beinir hann athyglinni að spekingnum Sölva og hans miklu afrekum. En hann fullyrðir að lykill allrar þekkingar sé fundinn af sjálfum Sólon spekingi.
Áfram er fjallað um speki Sólons og dýrð drottins dásömuð. Á seinni síðu opnunnar er ljóð undir fornum háttum í ellefu erindinum. Umfjöllunarefnið er það sama eða speki guðs sem Sölvi boðar. Í formála að ljóðunum segir sögumaður að það sé eftir Sölva og tekur fram að hann sé flámæltur sem hlýtur að koma með einhverju móti fram í ljóðinu.

Skjal 1, bakhlið

Framhald af fyrri síðu. Níð sem er tileinkað Kristni Jóhannessyni. Sérkennilegur bragur líkt og á framhlið allt virðist í belg og biðu og vísuorðin misjafnlega löng.

Skjal 1, opna

Þarna stóðu þeir grenjandi, bláir og blóðugir um kjaftana. Svo mikið var höggið að framtennurnar brotnuðu allar og nokkuð af jöxlunum, auk þess „gengið þar að auki úr hálsliðunum, allir saman.“
Þess næst skipaði andskotinn Þorleifi að drulla í „náttskrínið“ og hella því svo ofaní þá. Þetta átti að vera einhvers konar meðal við tannskaðanum. Djöfullinn lét ekki þar við sitja heldur barði þá alla þrjá með hattinum og kollunni í rassinn, þannig að þeir komu úr þessari ferð bæði „rassbrotnir og hálsbrotnir“. Hann minnti þá jafnframt á að halda vel „svörtu – boðorðin“ eins og þeir höfðu lofað.
Drullan úr Þorleifi dugði skammt enda hafði hún „melst“ að mestu leyti djöfullinn virðist hafa brugðið á það ráð að gefa þeim „plástur“ úr sjálfum sér. Svo virðist sem frásögnin sé farin að beinast að þeim Jóni og Helga sem þolendum og þeim líki betur við meðal eða plástur eins og það er kallað úr einhverjum Kjeld sem skyndilega birtist í frásögninni. Auk þess er frásögnin orðin fyrstu persónu fleirtölu í lokin en þar vilja „þeir“ helst berja bæði andskotann og Þorleif.

Síða 1, bakhlið

Þessi síða er ekki í neinu samhengi hér en hér fjallar Sölvi um hversu mikið tjón hljótist af heimsku nítjándu aldarmanna sem pína og kvelja hann og valda því að afköst hans við fræðimennsku og skrif eru langt frá því sem þau hefðu annars verið.

Skjal 1, opna 1

Rakaskemmdir gera lestur frekar erfiðan en umfjöllun sögumanns um um guð og speki Sölva heldur áfram á seinn síðu opnunnar víkur hann máli sínu að höfðingjunum íslensku sem eru í slagtogi með djöflinum.

Results 426 to 510 of 923