Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 7 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Eining Hljómsveitir
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

7 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

KCM597

Ríó tríó á skemmtun á Sauðárkróki 17. júní við Grænuklauf (óvíst hvaða ár).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Öskubuskur

Öskubuskur voru kvennahljómsveit (söngsveit) sem var stofnuð af fimm nemendum í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík árið 1945. Fáum árum síðar voru aðeins Margrét Björnsdóttir og Sigrún Jónsdóttir eftir. Þær gáfu út fjórar 78-snúninga plötur hjá útgáfunni Tónika árið 1954. Þekktustu lög þeirra af þessum plötum eru „Seztu hérna hjá mér ástin mín“ (Lydia K. Liliuokalani/Jón frá Ljárskógum) og „Bimbó“ (Rodney Morris/Guðmundur Sigurðsson). Sigrún Jónsdóttir m eð gítarinn.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

KCM141

Auglýsing í búðarglugga (sennilega á Sæluviku). Alþýðuhúsið að auglýsa skemmtun. Halli og Stína sýna dans, Sigurdór syngur og hljómsveitin Rómó leikur (samanber miðjumyndina). Rómó var fyrsta alvöru hljómsveit Geirmundar (starfaði 1958-1965). Hljómsveitin var tríó og voru meðlimir bræðurnir Geirmundur og Gunnlaugur Valtýssynir og svo Jón Sæmundsson, Fosshóli. (ca. um 1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)