Print preview Close

Showing 3 results

Archival descriptions
Only top-level descriptions Nautgripir
Print preview Hierarchy View:

Nautgriparæktarfélagið í Akrahreppi (úthluta)

  • IS HSk E00076
  • Fonds
  • 1929 - 1933

Gögnin innihalda hin ýmsu gögn er varða starfsemi félagsins. Reikningur um rekstur nautahaldsins, ( keypt naut á árinu, vetrarfóðrun sumarhirðing, lán og styrkir og kaup á eftirlitsmanni ). Fylgigögn frá 1929 - 1932.
Lög um kynbætur nautgripa, 1.júní 1928.
Sendibréf til formanns Nautgriparæktarfélags Akrahrepps ( úthluta ) Hr. Björn Sigtryggsson, Framnesi. Styrkur fyrir fullmjólkandi kýr. Tveir reikningar frá Dansk Mælketeknisk Laboratorium A- S Köbenhavn 16.03.1929 og 06.08.1929.og sendibréf því tengt til Herr Björn Sigtryggsson.
Fundargerð 16.03 1930 en þau gögn eru tvö blöð illa farin og nokkuð lesanleg, þar kemur fram að Stefán Vagnsson skýrir frá starfsemi félagsinsá næst liðnu ári ,var aðalkjarni þess fóðrun og hirðing þarfanauts félagsins, (Páls ).

Nautgriparæktarfélagið í Akrahreppi (úthluta)

Nautgriparæktunarfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00116
  • Fonds
  • 1929-1967

Í safninu eru einugis ein innbundin og handskrifuð bók sem í eru línustrikaðar blaðsíður. Í bókina eru ritaðar fundagerðir og reikningar nautgriparæktunarfélagsins. Bókin er vel varðveitt og læsileg, það er ekki skrifað nema í hluta bókarinnar að öðru leyti eru blaðsíðurnar auðar.
Ekki kemur fram hvenær félagið er stofnað né hvort búið sé að leggja það niður.

Nautgriparæktunarfélag Lýtingsstaðarhrepps

  • IS HSk E00137
  • Fonds
  • 1928 - 1945

Harðspjalda handskrifaðar bækur í góðu ástandi en einhvert ryð við kjöl og blettóttar blaðsíður.

Nautgriparæktarfélag Lýtingsstaðahrepps (1928 - 1945)