Item 2 - Bréfabók

Identity area

Reference code

IS HSk E00066-A-2

Title

Bréfabók

Date(s)

  • 1904-1929 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Innbundin og handskrifuð bók
1 örk

Context area

Name of creator

(1904-)

Biographical history

Garðyrkjufélag Seyluhrepps var stofnað 4. febrúar 1904 að Geldingaholti í Seyluhreppi. Þar var haldinn fundur til að ræða um hvort væri gjörlegt væri að vera með kartöflugarð á svonefndum Reykjarhól í sama hreppi, ætlunin var að stunda þar kartöflurækt í stórum stíl - eins og segir í fundagerðabók garðyrkjufélagsins.
Stofnfundurinn var vel sóttur og mættu til hans meiri hluti bænda í Seyluhreppi ásamt Christian Popp, sem þá var kaupmaður á Sauðárkróki og var hann auk þess aðalhvatamaður þessa félagsskapar eða fyrirtækis, stofnfundarfélagar voru 20.
Aðaltilgangur félagsins var að bindast samtökum til að hafa á leigu erfðafestulandi sem nam allt að 12 vallardagsláttum og var neðan við Reykjarhólslaug. Þar átti að koma upp afgirtum sáðreit. Félagið var hlutafélag og áttu stofnfélagar 1 hlut hvor.

Á fundinn mætti Ólafur Briem umboðsmaður sem þá gengdi starfi umráðamanns landssjóðsjarðarinnar Reykjarhóls. Á fundinum var lögð fram áætlun um kostnað til að koma upp áðurnefndum kartöflugarði en kostnaðaráætlunin hafði verið gerð af Sigurði Sigurðssyni, þá skólastjóra á Hólum. Fyrirspurn vegna kaupa á ofangreindu garðsstæði var lögð fyrir Ólaf sem hvaðst mæla með því við landsstjórnina og var það álit hans að slíkt leyfi fengist auk þess sem núverandi ábúendur Reykjarhóls gáfu kost á landinu um sinn ábúðartíma. Gjaldið fyrir landið var 1% af árlegri uppskeru. Í fyrstu stjórnarnefnd félagsins voru kosnir Christian Popp, kaupmaður, Tobías Magnússon, Geldingarholti og Jóhann Sigurðsson, Grófargili.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Innbundin og vel læsileg harðspjaldabók, í bókinni eru skráð formleg erindi og bréf sem send eru í nafni félagsins einnig fundarboð. Í bókinni er auk þess handskrifað afrit af samningi Garðyrkjufélags Seyluhrepps og Málfundafélagsins Fram um kaup garðyrkjufélagsins á spildu á fitjunum neðan við Reykjarhólsgarð fyrir sundlaugarstæði, dagsett 23. júní 1912. Einnig er í bókinni tilkynning til félagsmanna og auglýsing um kartöflur til sölu í Reykjahólsgarðinum. Ein fundagerð er í bókinni, dags. 3. maí 1925 og reikningar félagsins f. árið 1926.
Í bókinni eru tvö skjöl:
a) Listi með nöfnum eigenda hlutabréfa í Garðyrkjufélagi Seyluhrepps, árið 1944.
b) Skjal sem kallast Úskrift úr afsals og veðmálabókum Skagafjarðarsýslu. Um er að ræða saming um kaup Guðmundar Guðmundssonar bónda á Reykjarhóli, á spildu á Reykjarhóli, svonefndan Reykjahólsgarð. Skjalið er dagsett 27. ágúst 1920.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Note

Uppfært í Atóm, 28.12.2023. JKS

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

IS-HSk

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places