Eining 10 - Drög að bréfi til Magnúsar Guðmundssonar

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00251-A-A10-10

Titill

Drög að bréfi til Magnúsar Guðmundssonar

Dagsetning(ar)

  • 21.03.1918 (Creation)

Þrep lýsingar

Eining

Umfang og efnisform

Pappírsskjal

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(06.02.1879-28.11.1937)

Lífshlaup og æviatriði

Magnús Guðmundsson var fæddur á Rútsstöðum í Svínadal. Magnús lauk stúdentspróf Lsk. 1902. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1907. Hrl. 1923. ,,Var aðstoðarmaður í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu 1907–1912 (1. janúar—31. mars 1909 vann hann þó í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu). Jafnframt fulltrúi hjá Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmanni og málaflutningsmaður Landsbankans. Skipaður 1912 til þess að takast á hendur rannsókn á gjaldkeramáli Landsbankans. Sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1912–1918, sat á Sauðárkróki. Skipaður 1918 skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Skipaður 25. febrúar 1920 fjármálaráðherra og 2. febrúar 1922 jafnframt atvinnu- og samgöngumálaráðherra eftir lát Péturs Jónssonar (20. janúar 1922), lausn 2. mars 1922, en gegndi störfum áfram til 7. mars. Málaflutningsmaður í Reykjavík 1922–1924, 1927–1932 og frá 1934 til æviloka. Skipaður 22. mars 1924 atvinnu- og samgöngumálaráðherra, jafnframt forsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra eftir lát Jóns Magnússonar (23. júní 1926) til 8. júlí 1926, en þá tók Jón Þorláksson fjármálaráðherra við störfum forsætisráðherra. Skipaður 8. júlí 1926 atvinnu- og samgöngumálaráðherra og jafnframt dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 28. júlí 1927, en gegndi störfum áfram til 28. ágúst. Skipaður 3. júní 1932 dómsmálaráðherra, lausn 11. nóvember, en skipaður að nýju 23. desember 1932, lausn 16. nóvember 1933, en gegndi störfum áfram til 28. júlí 1934."

,,Í miðstjórn Íhaldsflokksins frá stofnun hans 1924 og síðan í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins um skeið. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1922 og 1928–1929. Stofnandi vikublaðsins Varðar 1923. Sat í Þingvallanefnd frá 1928, landsbankanefnd frá 1928, dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni frá 1934 og í stjórn kreppulánasjóðs bæjar- og sveitarfélaga frá 1936, allra til æviloka. Sat og um skeið í stjórnarnefnd vátryggingarsjóðs sjómanna. Skipaður 1929 í milliþinganefnd um tolla- og skattalöggjöf, 1936 í milliþinganefnd til að undirbúa löggjöf um tekjustofna bæjar- og sveitarfélaga. Kosinn 1937 í milliþinganefnd í bankamálum."

Alþingismaður Skagfirðinga 1916–1937, landskjörinn alþingismaður (Skagfirðinga) 1937 (utan flokka, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Fjármálaráðherra 1920–1922, atvinnumálaráðherra 1924–1927, dómsmálaráðherra 1932–1934.

  1. varaforseti neðri deildar 1918–1920 og 1924, 1. varaforseti sameinaðs þings 1937.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Bréfið er handskrifað á rúðustrikaðan pappír og undirritað af Valdemar Guðmundssyni.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

HSk

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 17.09.2019 KSE.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir