Eining 2 - Stofnfundur Héraðsvatnadeildar Veiðifélags Skagafjarðar

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00251-E-C-2

Titill

Stofnfundur Héraðsvatnadeildar Veiðifélags Skagafjarðar

Dagsetning(ar)

  • 25.05.1973 (Creation)

Þrep lýsingar

Eining

Umfang og efnisform

Pappírsskjal

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(20.05.1914 - 31.05.1989)

Lífshlaup og æviatriði

Jóhann Lárus Jóhannesson fæddist 20. maí 1914. Sonur hjónanna Jóhannesar Þorsteinssonar bónda og kennara, síðast á Uppsölum í Blönduhlíð og Ingibjargar Jóhannsdóttur húsmóður og kennara. ,,Jóhann lagði árið 1931 leið sína í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1935 með glæsilegum árangri. Hlaut hann hinn eftirsótta 5 ára styrk, annar tveggja norðanstúdenta það ár, og hélt um haustið til náms í eðlisfræði við Hafnarháskóla. Sumarið 1939 var hann heima og þegar hann hugðist snúa aftur til Hafnar um haustið var heimsstyrjöldin síðari skollin á og varð það til þess að námsferill hans rofnaði. Jóhann Lárus var heimiliskennari á Akureyri 1940-1941, kenndi við Iðnskólann á Akureyri 1941-1942 en lengstur var kennaraferill hans við Menntaskólann á Akureyri, eða frá 1942-1951 og 1952-1954. Við MA kenndi hann stærðfræði, allar helstu raungreinar og dönsku. Árið 1948 kvæntist Jóhann Helgu Kristjánsdóttur frá Fremstafelli, hún var þá skólastýra Húsmæðraskólans á Akureyri. Þau eignuðust einn son. Árið 1951 tóku Jóhann og Helga við búi á Silfrastöðum af Jóhannesi Steingrímssyni, frænda Jóhanns. Jóhann var kosinn oddviti Akrahrepps árið 1958 og hélt þeirri trúnaðarstöðu óslitið ti ársins 1986 og hreppstjóri var hann jafnframt frá 1961-1984."

Nafn skjalamyndara

(5. sept. 1925 - 13. des. 2012)

Lífshlaup og æviatriði

Hróðmar Margeirsson, f. 05.09.1925 á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi. Foreldrar: Helga Óskarsdóttir, f. 1901, frá Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi og Margeir Jónsson, f. 1889, bóndi, kennari og fræðimaður á Ögmundarstöðum. Hróðmar ólst upp á Ögmundarstöðum og tók snemma þátt í bústörfum þar. Hróðmar tók kennarapróf vorið 1947 og kenndi við Melaskólann í Reykjavík 1947-1956. Samhliða náminu og kennslu vann hann að búinu á sumrin. Maki: Ásdís Björnsdóttir frá Ölduhrygg í Svarfaðardal. Vorið 1956 tóku þau við búinu á Ögmundarstöðum og bjuggu þar síðan. Hróðmar var jafnframt skólastjóri barnaskóla Staðarhrepps frá 1956-1993. Síðasta æviárið dvaldi hann á Heilbrigðisstofuninni á Sauðárkróki. Hróðmar og Ásdís eignuðust 4 börn.

Nafn skjalamyndara

(8. mars 1910 - 18. feb. 1989)

Lífshlaup og æviatriði

Þórarinn Jónasson, f. 08.03.1910 í Hróarsdal. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi og smáskammtalæknir og þriðja kona hans Lilja Jónsdóttir. Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum í Hróarsdal. Árið 1936 tók hann formlega við búi þar ásamt bræðrum sínum Páli og Sigurði en þeir höfðu lengi ásamt Leó eldri bróður þeirra, sinnt öllum búrekstri í nafni foreldra sinna. Á þessum árum sótti Þórarinn talsvert vinnu út frá heimili sínu, allt þar til hann gifti sig árið 1949. Vann hann m.a. við símalagnir hjá Þórði Sighvats, húsbyggingar hjá Ólafi Eiríkssyni mági sínum og bræðrum sínum Sigurði og Páli. Komu þeir m.a. að byggingu Steinstaðaskóla. Eftir það fór hann víða og setti upp útvarp á bæjum og síðar vindrafstöðvar.
Þórarinn gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína. Sat ég hreppsnefnd 1954-1966 og 1974-1978. Var bæði varamaður og aðalmaður í sýslunefnd um tíma, hreppstjóri 1955-1956, sat í skattanefnd, skólanefnd og stjórn Búnaðarfélags Rípurherepps ásamt fleiru. Maki: Anna Sigurjónsdóttir frá Nautabúi í Hjaltadal. Þau eignuðust tvær dætur og dó Anna frá þeim ungum. Eftir það tók Sigurbjörg Gunnarsdóttir við heimilishaldi innanbæjar þar til hún lést 1964.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Vélrituð pappírsörk í A5 stærð.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

HSk

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 24.09.2019 KSE.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Related genres

Tengdir staðir