Eining 1 - Skeyti frá Sigurði Sigurðssyni og Stefaníu Arnórsdóttur til Gísla Ólafssonar

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00276-B-B-D-1

Titill

Skeyti frá Sigurði Sigurðssyni og Stefaníu Arnórsdóttur til Gísla Ólafssonar

Dagsetning(ar)

  • 1945 (Creation)

Þrep lýsingar

Eining

Umfang og efnisform

Pappírsskjöl.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(19.09.1887-20.06.1963)

Lífshlaup og æviatriði

Sigurður Sigurðsson, f. í Vigur, Ögurhreppi í Ísafjarðardjúpi 19.09.1887, d. í Hafnarfirði 20.06.1963. Foreldrar: Sigurður Stefánsson prestur og alþingismaður í Vigur og kona hans Þórunn Bjarnadóttir húsfreyja í Vigur. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum í Vigur. Hann varð stúdent frá MR 1908. Cand. juris frá HÍ 1914. Yfirdómslögmaður á Ísafirði frá 1914-1921, jafnframt gjaldkeri í útibúi Íslandsbanka á Ísafirði og síðar gæslustjóri Landsbanka Íslands þar á meðan hann bjó á Ísafirði. Skipaður fulltrúi í fjármáladeild Stjórnarráðs Íslands 1921 og settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum frá 26. febrúar til 4. ágúst 1924. Skipaður sýslumaður Skagfirðinga 1. desember 1924 og gegndi því embætti til ársloka 1957. Frá 24.05.1947 var Sigurður jafnframt bæjarfógeti á Sauðárkróki. Sigurður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. bæjarfulltrúi á Ísafirði 1917-1920. Gekkst fyrir stofnun Búnaðarsambands Skagfirðinga í árslok 1930 og sat í stjórn þess frá upphafi. Gekkst einnig fyrir stofnun Sögufélags Skagfirðinga 6. febrúar 1937 og sat í stjórn þess frá upphafi og var forseti félagsins 1937-1948. Maki: Guðríður Stefanía Arnórsdóttir (jafnan kölluð Stefanía). Þau eignuðust níu börn.

Nafn skjalamyndara

(15.04.1889-14.07.1948)

Lífshlaup og æviatriði

Stefanía Arnórsdóttir, f. 15.04.1889 á Felli í Kollafirði í Strandasýslu, d. 14.07.1948 í Danmörku. Foreldrar: Arnór Árnason prestur í Hvammi í Laxárdal ytri og fyrri kona hans, Stefanía Sigríður Stefánsdóttir. Stefanía ólst upp hjá föður sínum og seinni konu hans, Ragnheiði Eggertsdóttur, en móður sína hafði hún misst er hún var fjögurra ára gömul. Sem ung stúlka var hún um skeið í Reykjavík og vann þar m.a. við afgreiðslustörf í verslun. Í Skagafirði starfaði Stefanía mikið í félagsmálum, lét félags- og menningarmál kvenna til sín taka. Hún gerðist félagi í Hinu skagfirska kvenfélagi og var virkur félagi til dauðadags. Hún var forstöðukona félagsins frá 1935-1942. Þegar kvenfélögin í sýslunni stofnuðu Samband skagfirskra kvenna, var hún kosin í stjórn sambandsins og átti þar sæti og var gjaldkeri til dauðadags. Á árunum 1945 og 1946 starfaði hún í nefnd ásamt annarri konu í sambandinu og þremur fulltrúum sýslunefndarinnar, sem gera skyldu tillögur um skólasetur fyrir væntanlegan húsmæðraskóla Skagafjarðarsýslu og fleira viðkomandi þeirri skólastofnun. Veturinn 1946 sat Stefanía kvennafund í Kaupmannahöfn ásamt frú Sigríði Magnússon, formanni Kvenfélagasambands Íslands. Stefanía veiktist skyndilega sumarið 1947 og leitaði sér lækninga bæði til Reykjavíkur og Norðurlanda, en án árangurs.
Maki: Sigurður Sigurðsson frá Vigur, sem m.a. var sýslumaður Skagfirðinga. Þau eignuðust níu börn.

Nafn skjalamyndara

(02.01.1885-14.01.1967)

Lífshlaup og æviatriði

Fæddur á Eiríksstöðum í Svartárdal, foreldrar hans voru Ólafur Gíslason og Helga Sölvadóttir. Gísli bjó lengi vel á Eiríksstöðum með foreldrum sínum. Hann vann ýmis störf utan heimilis og sótti einn vetur nám í unglingaskóla hjá Árna Hafstað í Vík. Gísli kvæntist árið 1914 Jakobínu G. Þorleifsdóttur og voru þau hjón í húsmennsku á bæjum í Svartárdal fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1924 fluttust það til Blönduóss þar sem Gísli stundaði daglaunavinnu. 1928 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til æviloka, húsið sem þau bjuggu í við Suðurgötu 11b nefndu þau Eiríksstaði. Gísla var í blóð borin rík hagmælska og hann byrjaði snemma að yrkja. Fyrsta bók hans, Ljóð, kom út 1917, Nokkrar stökur kom út 1924. Samantekt fyrri ljóða ásamt nýjum viðauka, Á brotnandi bárum, kom út 1944. Síðasta bók hans, Í landvari, kom út árið 1960. Nokkur þekkt sönglög hafa verið samin við texta hans, t.d. Myndin þín eftir Eyþór Stefánsson. Gísli hlaut listamannalaun ríkisins frá 1945. Gísli lék einnig á orgel og var góður kvæðamaður.
Gísli og Jakobína eignuðust þrjú börn og ólu einnig upp dótturson sinn.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Skeytið er handskrifað á þar til gert eyðublað.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

KSE

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 04.06.2020 KSE.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir