Item 4 - Bréf íbúa Neðra-Haganess til sýslunefndar

Identity area

Reference code

IS HSk N00313-B-P-F-4

Title

Bréf íbúa Neðra-Haganess til sýslunefndar

Date(s)

  • 31.01.1924 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Pappírsskjöl.

Context area

Name of creator

(08.10.1874-1988)

Biographical history

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Name of creator

(27.10.1875-05.07.1949)

Biographical history

Filuppus Guðmundur Halldórsson, f. að Stóra-Grindli í Fljótum 27.10.1875, d. 05.07.1949 á Molastöðum í Fljótum.
Foreldrar: Halldór Guðmundsson bóndi á Stóra-Grindli og kona hans Kristín Anna Filuppusdóttir frá Illugastöðum.
Guðmundur fór ungur að heiman og var fyrst í vinnumennsku að Efra-Haganesi. Síðan eitt ár á Uppsölum í Blönduhlíð. Vann að öllum hefðbundnum landbúnaðarstörfum en stundaði jafnframt sjóróðra haust og vor og fór einnig í hákarlalegur á vetrarskipum. Vann einnig mikið við vegghleðslur yrir aðra.
Guðmundur og Anna giftu sig 1899 og voru þá tvö ár í húsmennsku í Efra-Haganesi, til 1901, er þau hófu búskap í Neðra-Haganesi og bjuggu þar til 1905. Voru í Neskoti 1905-1916, á Mið-Mói 1916-1919 og í Neðra-Haganesi 1919-1931 er þau bruggðu búi og voru í húsmennsku í Efra-Haganesi í nokkur ár. Fluttu svo til Jóns sonar síns og Helgu konu hans að Molastöðum í Austur-Fljótum. Síðari búskaparár sín í Neðra-Haganesi vann Guðmundur mikið hjá Samvinnufélagi Fljótamanna við margvísleg störf sem til féllu. Hann sat í hreppsnefnd Haganeshrepps í nokkur ár og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.
Maki: Aðalbjörg Anna Pétursdóttir (26.06.1875-25.06.1947).
Þau eignuðust fjögur börn. Einnig ólu þau upp að miklu leyti Sigríði Benediktsdóttur (f. 1896).

Name of creator

(17. júní 1853 - 17. maí 1924)

Biographical history

Foreldar: Þorsteinn Þorleifsson bóndi og smiður að Hjallalandi í Vatnsdal og síðar Kjörvogi við Reykjafjörð og kona hans Herdís Jónsdóttir. ,,Þorsteinn ólst upp hjá Katrínu móðursystur sinni og sr. Jóni Norðmann á Barði í Fljótum. Hann sinnti sveitastörfum og sjósókn frá unga aldri. Tvítugur fór hann að Kjörvogi og nam járnsmíði hjá föður sínum einn vetur en fór svo aftur að Barði. Haustið eftir lést sr Jón og fluttust hann og Katrín þá að Langhúsum, þar sem Þorsteinn var ráðsmaður hjá fóstru sinni þar til hann kvæntist. Vorið 1890 reisti hann nýbýli á hálflendu Neðra-Haganess og kallaði Vík. Jarðapartinn keypti hann svo árið 1920. Bjó hann alla sína búskapartíð í Vík en gerði jafnframt út einn eða tvo báta. Einnig kenndi hann piltum sjómannafræði undir próf og hafði með höndum barnakennslu í Haganeshreppi. Hann var formaður skólanefndar Haganeshrepps 1908-1916, í hreppsnefnd Holtshrepps og oddviti þess hrepps 1892-1895 og síðar í hreppsnefnd Haganeshrepps og oddviti þar 1901-1907, sýslunefndarmaður Holtshrepps 1895-1898 og síðar sýslunefndarmaður Haganeshrepps 1898-1907 og aftur 1916-1922. Hreppstjóri Haganeshrepps 1916-1924. Bréfhirðingarmaður í Haganesvík 1914-1924 og símstöðvarstjóri þar sama tímabil. Hann var einn af stofnendum góðtemplarastúku í Haganesvík. Mikill áhrifamaður um flest héraðsmál og beitti sér m.a. fyrir byggingu þinghúss í Haganesvík. Maki: Guðlaug Baldvinsdóttir. Þau eignuðust 3 börn."

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar ósk um að vegurinn um Haganesvík verði tekinn í sýsluvegatölu.
Ástand bréfsins er gott.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

KSE

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 04.03.2021 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area