Item 21 - Bréf bænda í Lýtingsstaðahreppi til sýslunefndar

Identity area

Reference code

IS HSk N00313-B-Y-G-21

Title

Bréf bænda í Lýtingsstaðahreppi til sýslunefndar

Date(s)

  • 10.03.1933 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Pappírsskjöl.

Context area

Name of creator

(08.10.1874-1988)

Biographical history

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Name of creator

(12.06.1901-06.09.1952)

Biographical history

Ólafur Tómasson, f. í Litluhlíð 12.06.1952, d. 06.09.1952 í Garðshorni í Kræklingahlíð. Foreldrar: Tómas Pálsson bóndi á Bústöðum og kona hans Þórey Sigurlaug Sveinsdóttir. Ólafur var elstur sex bræðra og átti eina systur sem dó á fyrsta ári. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og vann ða búi þeirra fram til 1920, er hann fór til búfræðináms á Hólum. Að námi loknu tók hann meira og minna við búsforráðum og alfarið árið 1927. Árið 1944 seldi hann jörðina og flutti til Eyjafjarðar. Þar keypti hann Garðshorn í Kræklingahlíð. En árið 1952 lenti hann í bilslysi við heimreiðina á bænum og lést samstundis.
Maki: Stefanía Guðrun Ingveldur Jóhannesdóttir frá Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal (17.12.1905-15.03.1985). Þau eignuðust fimm börn.

Name of creator

(08.05.1884-02.02.1964)

Biographical history

Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum og f.k.h. Steinunn Jónsdóttir. Erlendur ólst upp hjá foreldrum sínum til átta ára aldurs, að hann missti móður sína, en eftir það gekk Margrét, síðari kona föður hans, honum í móðurstað. Sjálfstæðan búskap hóf Erlendur á Þorljótsstöðum og bjó samtals um aldarfjórðungsskeið á fjórum jörðum í Lýtingsstaðahreppi til ársins 1936, lengst í Gilhaga. Þá lét hann af búskap og fluttist til dóttur sinnar, Helgu og var til heimilis hjá henni úr því, fyrst í Bjarnastaðahlíð, þá Árnesi, en síðast í Laugarholti, nýbýli sem hún byggði úr Skíðastaðalandi um 1950.
Maki 1: Guðríður Jónsdóttir frá Bakkakoti, þau eignuðust einn son, Guðríður lést árið 1911.
Maki 2: Monika Sæunn Magnúsdóttir frá Gilhaga, þau eignuðust eina dóttur.

Name of creator

(08.05.1903-11.06.1983)

Biographical history

Fæddur og uppalinn í Ytri-Svartárdal, sonur Ófeigs Björnssonar og Bjargar Tómasdóttur. Bóndi í Svartárdal 1930-1981. Ókvæntur og barnlaus.

Name of creator

(31. mars 1885 - 6. júlí 1970)

Biographical history

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Vorið 1909 hóf hann búskap á hluta af Bjarnastaðahlíð í Lýtingsstaðahreppi og var þar í tvö ár. Á Reykjum bjó hann 1911-1914, en flutti þá vestur að Þverá í Hallárdal, Hvs. Þar missti hann fyrri konu sína og fluttist aftur til Skagafjarðar. Bóndi á Giljum 1921-1922, þá kvæntur seinni konu sinni, í Ölduhrygg 1922-1925 og á Írafelli 1925-1939. Slitu þau hjón þá samvistir. Dvaldist hann á ýmsum stöðum þar í sveit eftir það en einnig eitthvað hjá sonum sínum í Rvík. Síðast búsettur á Sauðárkróki.
Maki 1: Guðríður Guðnadóttir frá Villinganesi, eitt af börnum þeirra komst á legg. Guðríður lést árið 1916.
Maki 2: Kristbjörg Jónsdóttir frá Höfðahólum, þau eignuðust tvo syni. Þau skildu.

Name of creator

Biographical history

Name of creator

(22. des. 1891 - 11. okt. 1967)

Biographical history

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Kennari og síðar skólastjóri í Reykjavík. Kvæntist Margréti Jónu Jónsdóttur frá Hafnarfirði.

Name of creator

Biographical history

Name of creator

Biographical history

Name of creator

Biographical history

Name of creator

(4. apríl 1881 - 6. febrúar 1974)

Biographical history

Sonur Stefáns Guðmundssonar og Sigurlaugar Ólafsdóttur. Þau bjuggu fyrst um sinn að Giljum í Vesturdal en fluttu svo fyrst að Daufá en síðan í Litluhlíð. Þegar Sveinn var sex ára gamall lést faðir hans, vegna mikillar fátæktar var hann tekinn frá móður sinni níu ára gamall og þurfti að vinna fyrir sér á ýmsum bæjum eftir það. Árið 1908 fór hann sem vinnumaður í Tunguháls og kvæntist þar Guðrúnu Soffíu Þorleifsdóttur sem var þá búandi þar. Sveinn varð fljótt umsvifamestur í framförum og framkvæmdum bænda í Lýtingsstaðahreppi, bústofn hans var stór og ætíð fóðraður til mikilla afurða. Sveinn sinnti einnig ábyrgðar- og trúnaðarstörfum í sinni sveit , sat í hreppsnefnd, í stjórn búnaðarfélagsins, var forðagæslumaður og fjallskilastjóri. Árið 1938 fluttu þau hjónin til Akureyrar þar sem Sveinn vann fyrst við landbúnaðarstörf en síðar við skipaafgreiðslu Eimskips. Sveinn var stofnandi Landgræðslusjóðs Hofsafréttar og var slíkt einstakt framtak í þeirri tíð. Einnig stofnaði Sveinn sjóð til minningar um móður sína, Sigurlaugu Ólafsdóttur en tilgangur sjóðsins var ,,að styrkja fátækar, heilsulitlar eða barnamargar ekkjur í hreppnum". Sveinn og Guðrún eignuðust ekki börn en áttu einn fósturson.

Name of creator

(27. janúar 1902 - 30. júlí 1972)

Biographical history

Sonur Jóns Einarssonar í Héraðsdal og Sigríðar Margrétar Sigurðardóttur. Guðjón var fæddur og uppalin á Tunguhálsi en móðir hans var vinnukona þar er hann fæddist. Hann var fljótlega tekinn í fóstur af hjónunum á Tunguhálsi, þeim Guðrúnu Þorleifsdóttur og þáverandi manni hennar Guðmundi Ólafssyni. Guðmundur lést árið 1908 og ári síðar kvæntist Guðrún Sveini Stefánssyni sem þá gekk Guðjóni í föðurstað. Guðjón útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum vorið 1922 og tók að hluta við búsforráðum af stjúpa sínum á Tunguhálsi árið 1929 en alfarið árið 1938. Guðjón valdist til margvíslegra ábyrgðar- og trúnaðarstarfa fyrir sveitarfélagið, sat m.a. í hreppsnefnd 1944-1958 og var oddviti mestallan tímann. Guðjón var jafnframt einn af stofnendum og framkvæmdastjóri Landþurrkunarfélags Lýtingsstaðahrepps árið 1945 en starf þess félags markaði tímamót í samgöngumálum sveitarinnar. Guðjón kvæntist Valborgu Hjálmarsdóttur, þau eignuðust sex börn. Árið 1964 létu Guðjón og Valborg af búskap á Tunguhálsi og fluttu til Sauðárkróks þar sem Guðjón starfaði um skeið sem framkvæmdastjóri Verslunarfélags Skagfirðinga.

Name of creator

Biographical history

Name of creator

Biographical history

Name of creator

(12.08.1905-25.01.1974)

Biographical history

Sonur Eiríks Jóns Guðnasonar b. í Villinganesi og f.k.h. Guðrúnar Þorláksdóttur. Sigurður missti móður sína aðeins sex ára gamall, og stjúpmóður sína 13 ára gamall. Hann var bóndi í Villinganesi 1933-1936, í Gilhaga 1936-1937, í Teigakoti 1937-1949, í Stapa 1949-1952 og að lokum í Borgarfelli 1952-1974. Sambýliskona Sigurðar var Helga Sveinbjörnsdóttir, þau eignuðust þrjú börn.

Name of creator

(2.11.1911-19.08.1975)

Biographical history

Var á Sauðárkróki 1930. Heimili: Sveinsst., Lýtingsstaðahr.

Name of creator

(27. september 1894 - 13. nóvember 1974)

Biographical history

Fæddur og uppalinn á Hóli í Tungusveit, sonur Jóns Jónssonar og Margrétar Björnsdóttur. Ungur að árum fór Ingvar í Hvítárbakkaskóla og stundaði þar nám í tvo vetur (1911-1913). Hann hóf svo búskap á Hóli tæplega tvítugur, hann var framfarasinnaður bóndi, sléttaði og jók út túnið og byggði upp hús. Árið 1917 kvæntist hann Mörtu Kristínu Helgadóttur frá Ánastöðum í Svartárdal, hún dó af barnsförum það sama ár er þeim hjónum fæddust tvíburar. Seinni kona Ingvars var Ragnheiður Elín Pálsdóttir frá Bessastöðum í Sæmundarhlíð, þau Ingvar eignuðust fjögur börn.

Name of creator

(25.02.1893-24.09.1989)

Biographical history

Guðmundur Eiríksson, f. í Sölvanesi á Fremribyggð 25.02.1893, d. 24.09.1989 á Sauðárkróki. Foreldrar: Eiríkur Jón Guðmundsson bóndi í Sölvanesi og önnur kona hans, Jórunn Guðnadóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Sölvanesi og bjó þar fyrstu árin eftir að hann kvæntist, eða frá 1915-1919. Í Litladalskoti 1924-1961 og í Breiðargerði 1961-1976. Eftir lát konu sinnar 1970 dvaldi hann á Breiðargerði til ársloka 1975, er hann fór á ellideildina á Sauðárkróki.
Auk bústarfanna starfaði hann við grenjavinnslu og rjúpnaveiðar. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd og var oddviti í 8 ár, frá 1938-1946. Var í sóknarnefnd Goðdalasóknar um skeið og sinnti fleiri trúnaðarstörfum. Guðmundur fékkst nokkuð við að skrifa og hafa birst þættir eftir hann í Skagfirðingabók.
Maki: Björg Soffía Jónsdóttir (23.11.1897-01.01.1970). Þau eignuðust tvö börn og ólu auk þess upp að mestu leyti tvö fósturbörn, Ester Gýgju Guðmundsdóttur og Sigurð Kristjánsson.

Name of creator

(7. okt. 1892 - 13. ágúst 1970)

Biographical history

Foreldrar: Kristján Kristjánsson bóndi á Hafgrímsstöðum og Elín Arnljótsdóttir ráðskona hans. Fór í fóstur að Brúnastöðum í sömu sveit til Jóhanns P. Péturssonar og Elínar Guðmundsdóttur afasystur sinnar og ólst þar upp. Maki: Ingigerður Magnúsdóttir frá Gilhaga. Þau hófu búskap á Brúnastöðum 1921 og bjuggu þar til 1945 er þau fluttust að Reykjum í Tungusveit og bjuggu þar síðan. Þau eignuðust fjögur börn. Jóhannes var skipaður hreppstjóri árið 1939 og gegndi því embætti til 1958. Átti lengi sæti í hreppsnefnd og skattanefnd og var sýslunefndarmaður 1942-1950. Formaður Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps um langt skeið og sinnti ýmsum öðrum trúnaðarstörfum.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar kláfferju við Flatatungu.
Ástand skjalsins er gott.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

KSE

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 14.10.2021 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area