Kjarvalsstaðir

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Kjarvalsstaðir

Equivalent terms

Kjarvalsstaðir

Tengd hugtök

Kjarvalsstaðir

7 Nafnspjöld results for Kjarvalsstaðir

7 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Árni Sveinsson (1892-1965)

  • S00540
  • Person
  • 30.10.1892-23.10.1965

Árni Sveinsson, f. 30.10.1892 á Skatastöðum í Austurdal, d. 23.10.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sveinn Eiríksson bóndi og kennari frá Skatastöðum, og kona hans Þorbjörg Bjarnadóttir. Vorið 1898, þegar Árni var á sjötta árinu, urðu foreldrar hans að bregða búi vegna heilsuleysis móður hans og leystist heimilið upp, sumarið eftir lést hún úr tæringu (berklum). Árni var þá kominn í fóstur til Árna Eiríkssonar föðurbróður síns á Reykjum í Tungusveit og konu hans Steinunnar Jónsdóttur frá Mælifelli. Árni var heimilisfastur á Reykjum til 1907, að fósturfaðir hans brá búi og fluttist til Akureyrar. Réðst hann þá vinnumaður til séra Zophaníasar í Viðvík. Presturinn þar andaðist veturinn eftir og um vorið leystist heimilið upp og búið fór á uppboð. Þaðan hélt Árni að Reykjum í Tungusveit til nýrra húsbænda og var þar 1908-1910. Á Skinþúfu (Vallanesi) var hann vinnumaður fardagaárið 1910-1911. Árni fór í Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1914 eftir tveggja vetra nám. Veturinn eftir var hann um skeið heimiliskennari í Hvammi í Hjaltadal en mun síðan hafa farið til Akureyrar. Árið 1915 kom Árni frá Akureyri til Hofsóss og gerðist verslunarmaður hjá Erlendi Pálssyni. Var hann þar um þriggja ára skeið, til 1918, að hann fór í Reyki í Hjaltadal í vinnumennsku og gekk í hjónaband með Sigurveigu heimasætu á Reykjum. Vorið eftir hófu þau leiguliðabúskap á Kjarvalsstöðum og bjuggu þar í fjögur ár. Þennan tíma, 1919-1922, var Árni ráðinn kennari við farskólann í Hólahreppi og reyndar kenndi hann þar meira eða minna til 1930, síðan aftur ráðinn kennari 1948-1950. Þá kenndi hann í Hlíðarhúsinu í Óslandshlíð árin 1945-1948 og stundum í forföllum, bæði í Hofs- og Viðvíkurskólahverfi. Vorið 1923 brá nágranninn Árni Árnason á Kálfsstöðum, búi og fluttist til Akureyrar. Keyptu Árni og Sigurveig þá Kálfsstaði og áttu þar heimili alla tíð síðan. Árni kom meira eða minna að flestum félagsstörfum í sveit sinni í meira en fjóra áratugi.
Maki: Sigurveig Friðriksdóttir Friðriksdóttir, f. 1896, frá Reykjum í Hjaltadal. Þau eignuðust þrjú börn.

Hallgrímur Pétursson (1923-2001)

  • S01715
  • Person
  • 9. apríl 1923 - 15. feb. 2001

Hallgrímur Pétursson var fæddur á Hofi í Hjaltadal 9. apríl 1923. Foreldrar hans voru Pétur Pálsson bóndi á Hofi í Hjaltadal, og k.h. Anna Ingibjörg Jónsdóttir. ,,Hallgrímur ólst upp á Hofi og fluttist að Kjarvalsstöðum í sömu sveit árið 1947 og hóf þar búskap, bjó þar til æviloka. Hann kvæntist 27. janúar 1948 Svövu Antonsdóttur, þau eignuðust tvö börn."

Elínborg Pálsdóttir (1887-1966)

  • S01559
  • Person
  • 9. jan. 1887 - 25. júní 1966

Foreldrar: Páll Pétursson b. á Kjarvalsstöðum og Guðrún Jónsdóttir. Kvæntist Sigurjóni Benjamínssyni, þau bjuggu á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 1909-1911 og á Nautabúi í Hjaltadal 1911-1943, síðast búsett á Ingveldarstöðum í Hjaltadal. Elínborg og Sigurjón eignuðust fjögur börn.

Konkordía Rósmundsdóttir (1930-2014)

  • S00391
  • Person
  • 13.04.1930 - 15.04.2014

Konkordía Rósmundsdóttir fæddist 13. apríl 1930. Fædd á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Jafnan kölluð „Día“. Hún var húsfreyja á Nautabúi í Hjaltadal og Grafargerði á Höfðaströnd. Búsett á Sauðárkróki frá 1970.
Maður hennar: Róar Jónsson (1923-).

Svava Antonsdóttir (1926-2010)

  • S00403
  • Person
  • 04.01.1926 - 22.06.2010

Svava Antonsdóttir fæddist í Stóragerði í Óslandshlíð, Skagafirði 4. janúar 1926. Foreldrar hennar voru Anton Gunnlaugsson og Sigurjóna Bjarnadóttir. Hún ólst upp að mestu á Reykjum í Hjaltadal og voru fósturforeldrar hennar Ástvaldur Jóhannesson og Guðleif Soffía Halldórsdóttir. Svava giftist 1948 Hallgrími Péturssyni frá Hofi í Hjaltadal. Þau hófu búskap á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 1947 og bjuggu þar samfleytt til dánardags Hallgríms. Þau eignuðust þrjú börn, tvö þeirra komust upp.

Búnaðarfélag Hólahrepps

  • S 07340
  • Association
  • 1892 - 1944

Á fundi að Hólum 2. maí. 1892 gengu 10 bændur í búnaðarfélag. Voru lesin upp lög félagsmanna og samþykkt. Í félagið gengu þessir: Magnús Ásgrímsson Sleitustöðum, Pétur Gestsson Smiðsgerði, Gísli Sigurðsson Neðra - Ási, Stefán Ásgrímsson Efra - Ási, Gunnlaugur Jónsson Víðirnesi, Gísli Þorfinnsson Hofi, Jóhannes Þorfinnsson Reykjum, fjárhirðir, Árni Ásgrímsson Kálfsstöðum, ritari, Páll Pétursson Kjarvalsstöðum, Guðjón Jóhannesson Nautabúi, formaður. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt og garðrækt. Eins og segir í fundagerðabók, 1892.

Una Þorbjörg Árnadóttir (1919-1982)

  • S00394
  • Person
  • 28.05.1919 - 05.02.1982

Una Þorbjörg Árnadóttir fæddist á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 28. maí 1919.
Hún fluttist með foreldrum sínum á Sauðárkrók árið 1964. Verkakona þar og rithöfundur. Eftir hana liggja skáldsögurnar Bóndinn í Þverárdal (1964) og Enginn fiskur á morgun (1969). Einnig birtust eftir hana smásögur, ljóð og framhaldssögur í Heima er bezt.
Hún var ógift og barnslaus.
Una lést að heimili sínu, Ægisstíg 6 á Sauðárkróki 5. febrúar 1982.